Fréttablaðið - 18.09.2019, Síða 25
9M I Ð V I K U D A G U R 1 8 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 MARKAÐURINN
Þorbjörg Helga segist elska að ganga á fjöll sem eru hæfilega stór því hún sé ágætlega lofthrædd. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þorbjörg Helga Vigfús-dóttir er framkvæmda-stjór i og stof nandi íslenska nýsköpunar-f y r i r t æk i si n s K a r a Connect. Fyrirtækið
hefur þróað hugbúnaðarlausn sem
auðveldar aðgengi að sérfræði-
þjónustu á sviði heilbrigðis- og
menntamála. Þorbjörg Helga segir
að næsta verkefni sé að yfirfæra það
sem hefur gengið vel hér heima á
norræna markaði.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Mínar ær og kýr eru skólamál
og stór hluti af starfi mínu tengist
þeim vangaveltum. Ég hef áhuga á
mörgu öðru, þar með talið heilsu
og umhverfismálum. Mér finnst
ótrúlega gaman að lesa skáldsögur
og vildi að ég gæti gert meira af því.
Lestur virkar eins og hugleiðsla
fyrir mig. Ég hleyp og elska að labba
á fjöll sem eru hæfilega stór því ég
er ágætlega lofthrædd. Ég er bíla-
og tækjadellukona og svo hjóla ég
smávegis. Besta sem ég geri er að
vera á fjallahjóli í íslenskri náttúru.
Ég er mjög mikið fyrir hönnun og
nýt þess að slaka stundum á með
Instagram og skoða síður og nýjasta
nýtt um hönnun og arkitektúr.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Hún er nú ekkert f lókin, ég kveiki
Þurfum að brjóta upp úreltu kerfin
Svipmynd
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
á tónlist til að vekja yngra settið í
fjölskyldunni, sturta mig og kem
öllum út. Ég nýt þess að geta gengið
með dæturnar í skólann og svo í
vinnuna og finnst það algjör lúxus.
Ég f lýg mikið og þá er morgun-
rútínan eiginlega farin að miða að
því að geta farið út úr húsi á undir
15 mínútum til að bæta aðeins við
svefninn. Ég er núna að vinna í því
að ná meiri svefni og tók þá stóru
ákvörðun að hætta að drekka kaffi
fyrr á árinu. Það breytti morgun-
rútínunni talsvert verð ég að viður-
kenna.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Líklega eru það bækur eins og
Educated og Glass Castle og Mrs.
Eleanor Oliphant is completely
fine. Skáldsögur með sögulegri skír-
skotun eins og The light we cannot
see, The Nightingale og The Great
Alone hafa líka mikil áhrif á mig.
Hver var kjarni erindisins sem þú
f luttir á haustráðstefnu Advania?
Skilaboðin voru að aðgengi að
hjálp sérfræðinga eru í dag í sílóum
hins opinbera sem tala ekkert
saman. Það þarf utanaðkomandi
aðila sem setur sig í spor þeirra sem
þurfa á hjálp að halda og sérfræð-
inganna sem þurfa að glíma við
mjög f lókið kerfi til að laga þetta
umhverfi. Það þarf að brjóta þetta
kerfi upp og hætta að horfa á hvern-
ig kerfi geta talað hvert við annað.
Það á að horfa á hvernig kerfi tala
og þjónusta íbúa til að bæta þjón-
ustu við þá. Þannig hjálpum við
f leirum, spörum pening og náum
betri árangri.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin undanfarin misseri?
Það hefur verið krefjandi að
sannfæra ólíkt fólk, bæði fjárfesta
og viðskiptavini, um að stórar hug-
myndir eins og lausnin sem Kara
leggur fram sé ekkert endilega
f lókin. Hugbúnaðurinn tryggir að
sérfræðingar geti á öruggan hátt
tengst skjólstæðingum sínum og
um leið nýtt nýjustu tækni til að
leysa margt af hólmi sem í dag er
í úreltum kerfum eða hreinlega á
blaði og í möppum.
Hvað áskoranir og tækifæri eru
fram undan hjá Kara Connect?
Það eru ótrúleg tækifæri í far-
vatninu og mjög mikið að gera hjá
okkur. Það er áskorun þegar maður
vex að sinna kúnnunum sínum
vel og hjálpa þeim að innleiða og
stíga inn í nýja veröld. Við fórum
í gegnum miklar áskoranir til að
tryggja að Kara verði örugg fyrir
alla aðila og kláruðum í sumar að
fá samþykki Landlæknis fyrir hug-
búnaðinn, öryggisúttekt Syndis og
GDPR-úttekt. Næstu verkefni eru
að yfirfæra það sem hefur gengið
vel hér heima á norræna markaði.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár?
Ég sé mig sátta og spræka eftir að
hafa ýtt úr vör fyrirtæki og verkefn-
um sem bæta samfélagið. Ég hef það
raunar sem markmið að þá verði
meiri tími til að lesa góðar bækur
og sinna fjölskyldu og vinum. Ég sá
mig nú alltaf sem skólastjóra einu
sinni – hver veit?
Nám:
Stúdent frá VÍ, BA-gráða frá HÍ
í uppeldis-og menntunarfræði
og sálfræði og meistaragráða í
námssálfræði frá University of
Washington í Seattle.
Störf:
Framkvæmdastjóri og stofnandi
Köru Connect ehf. ásamt Hilmari
Geir Eiðssyni. Stofnandi Tröppu
þjónustu og Tröppu ráðgjafar 2014
ásamt Tinnu Sigurðardóttur og
Kristrúnu Lind Birgisdóttur. Borg-
arfulltrúi og varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
frá 2006-2014. Faglegur aðstoðar-
maður menntamálaráðherra
2003-2006, stundakennari við
HR 1999-2003 og verkefnastjóri
Auðs í krafti kvenna 2000-2003.
Formaður markaðsverkefnisins
Iceland Naturally, formaður full-
trúaráðs Verzlunarskóla Íslands og
varaformaður Þjóðleikhúsráðs.
Fjölskylduhagir:
Gift Hallbirni Karlssyni verk-
fræðingi og á með honum fjögur
börn, Karl Ólaf, Atla Frey, Ólöfu
Stefaníu og Emblu Margréti. Fjöl-
skyldan hefur búið í Palo Alto í
Kaliforníu, Seattle í Washington-
fylki, Fontainbleu í Frakklandi og
Barcelona á Spáni.
Það þarf að brjóta
þetta kerfi upp og
hætta að horfa á hvernig
kerfi geta talað hvert við
annað. Það á að horfa á
hvernig kerfi tala og þjón-
usta íbúa til að bæta
þjónustu við þá.
Það er frábært að
sjá stór og leiðandi
fyrirtæki taka forystu í því
að bjóða starfsmönnum
sínum tækifæri til þess að
hugleiða í vinnunni.
Kristín Hrefna
Halldórsdóttir
framkvæmda-
stjóri viðskipta-
þróunar Flow
Eftir sælusumarið mikla sem dældi yfir okkur sól og gleði í sumar getur verið erfitt að
mæta aftur í haustrútínuna. Þar
bíða sumra stútfull innhólf af
tölvupósti sem allir öskra á svör,
krefjandi skilafrestir, stressaðir
stjórnendur, alls konar foreldra-
fundir, skutl á fótboltaæfingar svo
ég tali nú ekki um stressið sem
fylgir því að komast í jógatíma á
réttum tíma. Klukkutímarnir þjóta
áfram og eftir vinnudaginn upplifa
margir að þeir hafi ekki gert nokk-
urn skapaðan hlut í vinnunni því
þeir hringsnúast bara. Þeir ná ekki
að einbeita sér og hugurinn þeytist
eins og vindhani sem er við það að
fjúka af festingunum. Margir eru
samt fegnir að komast aftur inn í
rútínuna, sérstaklega þeir sem eru
með lítil börn. Ætli rútínan verði
ekki komin í sæmilegt horf þegar
jólastressið byrjar að hellast yfir
mann með yfirlýsingum frá þeim
sem eru löngu búnir að kaupa allar
jólagjafirnar.
Öll þessi streita er ekki góð
fyrir heilsuna. Bandarískar rann-
sóknir sýna að þrír af hverjum
fimm starfsmönnum upplifa mikla
streitu. Streita getur leitt til kvíða,
þunglyndis, meltingarvandamála,
svefnvandamála og margra annarra
alvarlegra heilsubresta.
Neikvæð og erfið vinnustaða-
menning þar sem allt er á yfirsnún-
ingi og tölvupóstur er sendur allan
sólarhringinn af því hugur stressaðs
stjórnanda er í endalausu kappi við
haustlægðirnar einkennir suma
vinnustaði. Þó að langt sé komið
fram yfir háttatíma þeirra sem ætla
að vakna með skýran huga daginn
eftir heldur stressaði stjórnandinn
áfram að dæla út kröfum, skilaboð-
um og einhverju sem má alveg bíða
fram á næsta dag. Ástæðan er oft
einföld. Þeir sem eru of stressaðir
til að ná að kyrra hugann upplifa
falskt öryggi í því að dæla út póstum
á alla í kringum sig til þess að létta
á pressunni á eigin hugarstormi en
átta sig ekki á því að þeir stressa alla
aðra með þessu háttalagi. Þetta er
því miður allt of algengt á íslensk-
um vinnumarkaði.
Sá sem er í stöðugu stríði við
steituna á erfiðara með að sýna
samkennd, vera skapandi eða hug-
myndaríkur. Streitan tekur svo
mikla orku. Það er mikilvægt að
hvíla hugann og leyfa laufunum
sem erill dagsins þyrlar upp að
falla til jarðar. Hugleiðsla er áhrifa-
ríkt og hraðvirkt vopn í baráttunni
við streituna. Þetta er margsannað
en samt hugleiða ekki fleiri en raun
ber vitni. Það getur verið erfitt að
setjast niður og ætla að róa hugann
og hugleiða í opnu vinnurými með
allt ónæði nútímans í rassvasanum.
Þá geta hugleiðsluöpp, sýndar-
veruleiki og aðrar leiðir komið til
hjálpar og þjálfað fólk upp í því að
róa hugann.
Það er frábært að sjá stór og leið-
andi fyrirtæki taka forystu í því að
bjóða starfsmönnum sínum tæki-
færi til þess að hugleiða í vinnunni.
Það að setjast niður í skamma
stund, hugsa aðeins um andardrátt-
inn, hverfa jafnvel inn í sýndarveru-
leika og læra að maður getur stjórn-
að storminum sem stundum ræðst
á hugann eins og þúsund millibara
haustlægð er ótrúlega verðmætt,
bæði fyrir einstaklingana og fyrir-
tækin.
Þegar hauststressið heltekur hugann
1
8
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
C
B
-F
6
2
0
2
3
C
B
-F
4
E
4
2
3
C
B
-F
3
A
8
2
3
C
B
-F
2
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
1
7
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K