Morgunblaðið - 07.08.2019, Qupperneq 1
Spánýir bílar stóðu í röðum á athafnasvæði Eim-
skips í gær þegar ljósmyndari átti þar leið hjá.
Af myndinni verður ekki annað séð en að rauðir,
svartir, gráir og hvítir bílar séu einna helst á
óskalistum kaupenda. Samkvæmt tölum FÍB um
aldur bílaflotans fór hann lækkandi undanfarin
ár, þar til á síðasta ári, en þá var meðalaldur
fólksbílaflotans 12,4 ár, þ.e. aldur allra skráðra
fólksbíla. Nýjustu upplýsingar frá Evrópu eru
frá árinu 2016. Það ár var meðalaldur fólksbíla
um 11 ár og meðalaldur atvinnubifreiða var 12
ár.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bifreiðar bíða í röðum eftir nýjum eigendum
M I Ð V I K U D A G U R 7. Á G Ú S T 2 0 1 9
Stofnað 1913 183. tölublað 107. árgangur
FYRIRTAKS HÚM-
OR OG HASAR Í
NÝRRI BÍÓMYND
EIN ÞEKKT-
ASTA VÉL
STRÍÐSINS
FJÁRFESTA
FYRIR TUGI
MILLJARÐA
Á LEIÐ TIL ÍSLANDS 11 VIÐSKIPTAMOGGINNDÓMUR 29
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
500 SÆTI Á 5.000 KR.
Bókanlegt í dag frá kl. 10:00 til miðnættis.
Ferðatímabil: September 2019.
Ævintýri síðsumars
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Bílaumboðið BL mun nú bjóða viðskiptavinum sín-
um bílafjármögnun sem er um helmingi ódýrari en
hagstæðustu bílalán á markaðnum í dag. Viðskipta-
vinum stendur frá og með morgundeginum til boða
að taka lán á föstum 3,95% óverðtryggðum vöxtum
þegar keyptar eru bifreiðar frá umboðinu. Að sögn
Brynjars Elefsen Óskarssonar, framkvæmdastjóra
sölusviðs, er verkefnið unnið í samstarfi við Lykil
fjármögnun. „Til að byrja með verður þetta í boði
fyrir alla nýja bíla hjá okkur. Þetta er afar skyn-
samleg og örugg fjármögnun, en lauslega á litið
munar um 50% á okkar lánum og því sem best býðst
á markaðnum. Þetta eru einnig vextir sem standa
töluvert neðar en húsnæðislánavextir,“ segir
Brynjar en til samanburðar má nefna að hagstæð-
ustu föstu vextir óverðtryggðra húsnæðislána eru
4,85% og standa til boða hjá Birtu lífeyrissjóði.
Viðskiptavinir BL þurfa engin lántökugjöld að
greiða þegar tekin eru lán vegna bifreiðakaupa hjá
umboðinu. Þess utan er ekkert hámark á lánum til
viðskiptavina, en lánstíminn fer þó eftir því hversu
mikið eigið fé viðskiptavinurinn getur lagt fram.
Mest verða veitt 90% lán og eru þau til þriggja ára.
Eiginfjárkrafan eykst jafnt og þétt eftir því sem
lánstíminn lengist, en lánin eru lengst veitt til sjö
ára.
Lánin geti breyst í framtíðinni
Brynjar segir að lánin séu komin til að vera þótt
þau muni hugsanlega standa til boða á öðru formi í
framtíðinni. „Það kunna að vera aðrar vaxtapró-
sentur og þess háttar. Mögulega verða lægri vextir
síðar meir í einhverjum tilvikum. Þetta er allt í
skoðun ,“ segir Brynjar.
Bjóða bílafjármögnun á kjörum
sem hvergi finnast á markaði
BL býður viðskiptavinum sínum lán á föstum 3,95% óverðtryggðum vöxtum
MViðskiptaMogginn
„Hlýindin nú í sumar eru óvenjuleg
suðvestanlands, en annars ekki.
Hlýtt var um nær allt land 1939.
Sumarið nú er frekar í ætt við norð-
austanáttarsumur fyrri tíma – en þó
áberandi hlýrra – líka í „kuldanum“
norðaustanlands.“
Þetta segir Trausti Jónsson veð-
urfræðingur aðspurður hvort sum-
arið 2019 líktist annáluðum
góðviðrissumrum fyrri ára, eins og
t.d. sumrinu 1939.
Þegar sumarið til þessa er metið
frá sumardeginum fyrsta 25. apríl,
fjórtán vikur, reynist tímabilið hið
hlýjasta í Reykjavík. „Meðalhiti var
10,5 stig, næsthæstur var hann 10,3
stig 1941. Þá bar sumardaginn
fyrsta upp á 24. apríl – þannig að ár-
in keppa nokkurn veginn á jafnrétt-
isgrundvelli hvað þetta varðar,“ seg-
ir Trausti. »4
Óvenjuleg
hlýindi suð-
vestanlands
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Sumarið Veðurblíðan ekki verið
meiri suðvestanlands í áratugi