Morgunblaðið - 07.08.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.08.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 NÝ SENDING frábært úrval Flottir í fötum Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033 gallabuxur Starfsfólk nýs flugfélags sem ber vinnuheitið WAB air, hóf störf í gærmorgun á nýrri skrifstofu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði þar sem Actavis hafði áður aðstöðu. „Ég er alveg grjótharður á þessu. Það er ekkert sem stoppar okkur þessa stundina,“ sagði Sveinn Ingi Steinþórsson, forstjóri og stofnandi flugfélagsins nýja, í samtali við mbl.is. „Það er ágætt að vera komin með heimili,“ sagði hann, en vinna við stofnun félagsins hefur staðið yfir síðan í apríl með „hvern í sínu horni,“ að sögn Sveins. Hann býst við því að í september verði starfs- menn orðnir allt að þrjátíu. Vilja flugrekstrarleyfi Nú er markmiðið að afla flug- rekstrarleyfis þannig að vonandi megi fljúga jómfrúarflug með haustinu. Sveinn sagði of snemmt að gefa upp nánari tímasetningu. WAB sótti um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu í júní. Komu sér fyrir í Hafnarfirði  WAB vonast til þess að fljúga í haust Morgunblaðið/Hari Húsnæði Starfsfólk WAB air hefur komið sér fyrir við Reykjavíkurveg. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Ostruræktarfyrirtækið Víkurskel mun þurfa að leggja upp laupana ef ákvörðun Umhverfisstofnunar um að fyrirtækið megi ekki flytja inn ostrur til áframræktunar verður lokaniðurstaðan. Þetta segir Krist- ján Phillips hjá Víkurskel í samtali við Morgunblaðið en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær var umsókn fyrirtækisins um innflutn- ing á milljón smáostrum frá Spáni til áframræktunar í Skjálfandaflóa hafnað. Var ástæðan fyrir höfnun- inni m.a. ágengni tegundarinnar, smithætta af hennar völdum og frjósemi hennar. Kristján segir að Víkurskel standi nú í því að reyna að skoða stöðu sína, og sjá hvað hægt sé að gera, en að öllu óbreyttu muni fyrirtækið þurfa að hætta starfsemi innan fárra ára. „Við erum bara að skoða hvað við ætlum að gera,“ segir Kristján og segir rökin sem Umhverfisstofnun færir fyrir niðurstöðu sinni ekki vera rétt. Eins og kemur fram í úr- skurðinum deildu Umhverfisstofn- un og Víkurskel m.a. um hvort möguleiki væri á að ostrutegundin gæti fjölgað sér í sjónum við Ísland. Sagði Víkurskel að það væri úti- lokað, enda væri sjórinn hér of kaldur, en Umhverfisstofnun taldi það ekki útilokað, og var það meðal ástæðna þess að umsókninni var hafnað. „Þetta er bara reist á ein- hverjum rökum sem við skiljum ekki.“ Segir Kristján að ostrurnar sem um ræðir séu þær sömu og fyrir- tækið hefur flutt inn seinustu ár. „Við verðum að hætta þessu“ „Þetta er farið svona. Við fáum ekki að flytja þetta inn svo við verð- um að hætta þessu,“ segir Kristján. Segir hann aðspurður að Víkurskel eigi talsvert af ostrum enn og segir: „Ef þetta breytist ekki þá hættum við bara þegar við erum búnir að selja þær.“ Segir hann að það geti orðið eftir „þrjú til fjögur ár“. Hann segir málinu þó ekki lokið af hans hálfu og segir: „Við ætlum að berjast áfram í þessu en við vit- um ekki alveg hvernig. Við verðum bara að koma viti fyrir þetta fólk.“ Víkurskel er að Kristjáns sögn eina fyrirtækið sem ræktar ostrur á Íslandi. Aðrir aðilar hafi fengið leyfi til að rækta ostrur en hafa ekki fengið leyfi til að flytja þær inn. Segir hann það sorglegt ef fram- leiðslan leggst af hér á landi. Ostrubændurnir þurfa að hætta rækt  Umhverfisstofnun synjaði umsókn um leyfi til innflutnings Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Við störf Kristján Phillips glaðbeittur við ostrurækt á Húsavík. Sérfræðinefnd um framandi lífverur komst að þeirri niðurstöðu að hafna bæri umræddri umsókn. Til stuðnings þessu mati sínu sagði nefndin m.a. að ostrutegundin væri flokkuð sem ágeng og framandi í N-Evrópu og þar sem hún næði fótfestu væri talin hætta á því að hún gæti tekið yfir búsvæði annars skelfisks. Á síðustu árum væri vitað um óæskilega dreifingu tegundarinnar víða um strendur N-Evrópu og Norðurlanda. „Þannig telur nefndin ekki útilokað að tegundin geti þrif- ist í sjónum við Ísland við ákveðnar aðstæður og því sé full ástæða til að líta á dæmi nágrannalanda sem víti til varnaðar,“ segir m.a. í álit- inu. Taldi nefndin einnig að með hlýnandi loftslagi væri ekki hægt að úti- loka að sjávarhiti næði kjörhitastigi tegundarinnar. Ágeng og framandi ÁLIT SÉRFRÆÐINEFNDAR Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Samkvæmt upplýsingum frá verk- takanum MótX sem stóð að bygg- ingu 68 íbúða í Árskógum fyrir hönd Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) skýrist mikil hækk- un á kaupverði íbúðanna ekki af kostnaðarauka, eins og FEB hefur haldið fram. „Það er misskilningur að það sé einhver kostnaðarauki. Kostnaður- inn hefur alltaf legið fyrir en það sem þeir gera er að vanreikna verðmæt- ið. Þeir reikna of lágt verð frá upp- hafi þar sem þetta er óhagnaðardrif- ið hjá þeim,“ segir í svari MótX. Kaupendur íbúðanna þurfa nú að greiða mörgum milljónum meira en samþykkt var í kaupsamningi, ætli þeir að fá íbúðirnar afhentar. Staðan hefur mikil áhrif á kaup- endur og sömuleiðis á verktakann en stjórnendur hans eru áhyggjufullir yfir stöðunni. „Við erum í raun fórn- arlamb rétt eins og kaupendur, bara í hina áttina.“ Þrot kæmi niður á MótX Sambærilegt mál hefur ekki kom- ið upp á borð MótX áður. „Við höfum aldrei lent í öðru eins, þetta er bara galin staða.“ Ef FEB fer í þrot vegna málsins mun það tvímælalaust koma niður á MótX. „Það segir sig sjálft að 400 millj- óna tap í þessu verki kemur við reksturinn hjá okkur.“ Samkvæmt upplýsingum frá fyrir- tækinu er óvíst hvort MótX geti selt íbúðirnar án aðkomu FEB ef félagið fer í þrot. Enn er óvíst hvort MótX muni leita réttar síns vegna málsins. „Þetta er bara ömurlegt mál og við vonumst til þess að þetta fái farsæl- an endi.“ Þegar Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður FEB, var spurð um það hvort frekar væri vanreiknun um að kenna en ófyrirséðum kostn- aðarauka segir hún: „Það var van- áætlun hjá byggingarnefndinni.“ Þess má geta að formaður bygg- inganefndarinnar og framkvæmda- stjóri FEB keyptu báðir íbúðir af FEB, eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins um málið um helgina, við vinnslu fréttarinnar náð- ist í hvorugan þeirra. Margir kaupenda eru að skoða rétt sinn í málinu enda hafa nokkrir lögfræðingar haldið því fram að hinn ófyrirséði kostnaður eigi að falla á FEB en ekki á kaupendur. Sigríður veit ekki til þess að kaupendur úr hópi þeirra sem gengist hafa við kröfum FEB hafi sóst eftir því að draga ákvörðun sína til baka. Verktakinn „aldrei lent í öðru eins“  Vanreiknun ástæða hækkunar verðs á íbúðum FEB, ekki kostnaðarauki  Gæti orðið að 400 milljóna króna tapi fyrir verktakann  „Við erum í raun fórnarlamb rétt eins og kaupendur,“ segir verktakinn Í tilkynningu frá stjórn FEB til kaupenda í gærkvöldi kom fram að eftir fund með íbúum í gær hafi lyklar verið afhentir að fjórum íbúðum. Alls hafi kaupendur 17 íbúða af 23 sem fundað hefur verið með samþykkt skil- málabreytingar. Fjórir hafa viljað skoða málið frekar og leita ráðgjafar um stöðu sína. Lögmenn tveggja kaupenda íhugi að leita til dómstóla. Þá er í tilkynningunni reifað það sjónarmið FEB að ólíkt hefðbundnum fasteignafélögum hafi verið um að ræða óhagnaðardrifna framkvæmd. Sé horft á málið með þeim hætti að um sé að ræða eins konar bygging- arfélag aðila, sem leggja saman í púkk til að byggja fyrir hópinn, sé eðli- legt að kostnaðarauka sé dreift jafnt rétt eins og ávinningnum sem fæst með slíku fyrirkomulagi. Stjórnin segir að af ummælum lögmanna sem fallið hafi í fjölmiðlum megi ráða að þeir líti svo á að um hefðbundin fast- eignaviðskipti sé að ræða. Málið sé þó ekki svo einfalt og þegar fram- kvæmdir hófust hafi legið fyrir listi með nöfnum rúmlega 400 fé- lagsmanna sem lýstu áhuga. Þannig hafi félagið getað fengið lánsloforð frá banka. FEB hafi tekið að sér hlutverk milliliðar án nokkurrar þóknunar í samræmi við markmið og tilgang félagsins. Kaupendur 17 íbúða samþykkir STJÓRN FEB SENDI KAUPENDUM BRÉF Í GÆRKVÖLDI Morgunblaðið/Árni Sæberg FEB Stjórnin hugðist funda í húsakynnum félagsins í Stangarhyl í gær, en ekið var á brott þegar sást til ljósmyndara og kvikmyndatökumanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.