Morgunblaðið - 07.08.2019, Page 9

Morgunblaðið - 07.08.2019, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 Hluthafa er heimilt að sækja fund ásamt ráðgjafa, sem hvorki hefur málfrelsi, tillögurétt né atkvæðisrétt. Hluthafa er þó heimilt að gefa ráðgjafa sínum orðið fyrir sína hönd. Einnig getur hluthafi falið umboðsmanni sínum að sækja fyrir sig fundinn og skal hann þá leggja fram skriflegt og dagsett umboð sem gildir aldrei lengur en eitt ár frá dagsetningu þess. Hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi, ef hann gerir um það skriflega rafræna kröfu til félagsstjórnar (erlendur@heimavellir.is) með nægilega miklum fyrir- vara til að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Atkvæðagreiðslur um þau mál sem eru á dagskrá hluthafafundar verða einungis skriflegar á fundinum ef einhver atkvæðisbærra fundarmanna krefst þess. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthafar geta þó óskað eftir því að fá atkvæðaseðla senda til sín og skal skrifleg beiðni þar um hafa borist á heimili félagsins fimm dögum fyrir auglýstan hluthafafund. Einnig geta hluthafar vitjað atkvæðaseðla sinna á heimili félagsins frá sama tíma eða greitt þar atkvæði. Hluthafafundur er lögmætur ef hann er löglega boðaður. Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á hluthafafundinn á fundarstað frá kl. 08:30 á fundardegi. Gögn vegna fundarins eru aðgengileg á skrifstofu félagsins í Lágmúla 6, 108 Reykjavík og á vefsvæði tengdu hluthafafundinum á heimasíðu félagsins: www.heimavellir.is/is/fyrir-fjarfesta/hluthafafundur, endanleg dagskrá og tillögur verða aðgengilegar a.m.k. 21 dögum fyrir hluthafafund á heimasíðu félagsins. Reykjavík 7. ágúst 2019 Stjórn Heimavalla hf. Hluthafafundur Dagskrá Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Setning fundarins, kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Uppgjörskynning fyrir 2. ársfjórðung 2019. 3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum og endurkaupaáætlun. 4. Önnur mál. www.heimavellir.is Stjórn Heimavalla hf. boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn þann 30. ágúst 2019 á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, sal 4 og 5, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, og hefst hann kl: 09:00. Heimavellir hf. Ísland er í öðru sæti á lista yfir flesta fólksbíla á hverja þúsund íbúa í Evrópulöndum. Þetta kemur fram þegar fjöldi fólksbíla á Íslandi er borinn saman við nýlega umfjöllun hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, um þessi mál. Eins og sjá má á kortinu hér til hliðar eru hlut- fallslega flestir fólksbílar miðað við íbúa í smáríkinu Liechtenstein en þar voru 773 fólksbílar á hverja þús- und íbúa árið 2016. Fólksbílar voru um 712 á hverja þúsund íbúa í ársbyrjun 2017 á Ís- landi en í þriðja sæti situr Lúxem- borg, efst Evrópusambandsríkja, með 670 bíla á hverja þúsund íbúa. 46 milljónir í Þýskalandi Næst Norðurlanda er Finnland í fimmta sæti, með 617 fólksbíla á hverja þúsund íbúa. Norðurlöndin skipa sér svo í sæti nokkuð neðar á listanum, Noregur í 15. sæti, Svíþjóð í 22. sæti og Danmörk í 26. sæti. Í umfjöllun Eurostat kemur fram að þekkt bílaríki, Þýskaland og Ítalía, hafi verið efst á lista yfir lönd með flesta bíla í það heila. Árið 2017 hafi í Þýskalandi verið 46 milljónir fólksbíla og 37 milljónir á Ítalíu. Skilar það Ítölum fjórða sæti á listanum hér til hliðar og níunda sæti fyrir Þjóðverja, sem sitja á milli Póllands og Austurríkis. Þriðja neðst á listanum er Rúm- enía, en í umfjöllun Eurostat segir að Rúmenía sé svo lágt á listanum þrátt fyrir að skráðum bílum þar í landihafi fjölgað um næstum 10% á árabilinu 2013-2015. Neðst á listanum eru svo tvö um- sóknarríki að Evrópusambandinu, Norður-Makedónía og Tyrkland. Fólksbílaeign á Íslandi og í Evrópu Lönd með fæsta og fl esta fólksbíla á hverja 1.000 íbúa árið 2017* Heimild: Eurostat og Samgöngustofa. *Tölur fyrir Liechtenstein og Ítalíu eru frá 2016 og Rúmeníu 2015. Tyrkland N-Make-dónía Rúmenía Danmörk Svíþjóð Noregur Austur- ríki Þýska- land Pólland Kýpur Malta Finnland Ítalía Lúxem- borg Ísland Liecht en- stein* 34 33 32 26 22 15 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 Röð á lista MEÐ FÆSTA BÍLA NORÐURLÖND TÍU EFSTU – MEÐ FLESTA BÍLA Á ÍBÚA 149 194 261 Næstflestir fólksbílar hér  Flestir fólksbílar í Liechtenstein Afmáning áletrana í Stöðvarfirði myndi fela í sér „jafnmikið rask“ og áletranirnar hafa þegar valdið, að sögn Sigrúnar Ágústsdóttur, sviðs- stjóra Umhverfisstofnunar. „Í Helgafelli gátum við náð nokk- urn veginn sömu ásýnd en við getum ekki náð því í svona kletti, þar sem búið er að höggva í klettinn,“ sagði hún. Áletranir voru ólöglega ristar í kletta og náttúrumyndanir í Stöðv- arfirði síðasta sumar. Bæjarráð Fjarðabyggðar fór þá út fyrir sitt valdsvið og gaf listamanninum Kevin Sudeith sérstakt leyfi fyrir verknaðinum, sem braut í bága við náttúruverndarlög. Stórar áletranir og myndir af getnaðarlimum á Helgafelli voru fjarlægðar af fulltrúum Umhverf- isstofnunar í júní síðastliðnum. Það mál er ólíkt áletrununum í Stöðv- arfirði, til dæmis að því leyti að mun erfiðara gæti reynst að fjarlægja áletranirnar í Stöðvarfirði. „Aðstæðurnar eru öðruvísi á Helgafelli. Þar eru jarðlögin þannig að það er hægt með bursta að ná þessu niður,“ sagði hún. Ljósmynd/Kevin Sudeith Náttúra Listamaðurinn Kevin Sudeith skar hin umdeildu verk út. Ekki ráðlegt að afmá áletranir Kennari verður ráðinn til þriggja ára við íslenskudeild Manitoba-háskóla í Winnipeg samkvæmt samkomulagi mennta- og menn- ingarmálaráðu- neytis, forsætis- ráðuneytis og Háskóla Íslands um aukinn stuðn- ing við deildina. Kennarinn mun meðal annars kenna námskeið í íslenskum bók- menntum, sinna framhaldsnemum deildarinnar, hafa umsjón með sumarnámskeiði á Ís- landi fyrir nemendur hennar og koma að útgáfustarfsemi í tengslum við bókmennta- og menningararf vestur- faranna og afkomenda þeirra í Norð- ur-Ameríku. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var heiðurs- gestur Íslendingadagsins í Gimli í Manitoba-fylki í Kanada í ár. Þar greindi hún frá fyrrnefndu samkomu- lagi. „Það er stórkostlegt að fá að upp- lifa Íslendingahátíðina hér í vestur- heimi. Tenging afkomenda vesturfaranna við Ísland er mjög sterk og það hreyfir við manni að sjá hvernig þeir halda uppruna sínum á lofti. Það er skylda okkar Íslendinga að rækta þessi tengsl af alúð og alvöru,“ sagði hún. Lilja sagði að með auknum stuðn- ingi íslenskra stjórnvalda við íslensku- deild háskólans væri stigið mikilvægt skref til að efla tengslin við Vestur- Íslendinga enn frekar. „Þeim tíðindum var ákaflega vel tekið hér á svæðinu enda hefur fólkið hér mikinn áhuga og metnað til að rækta tengslin við Ísland meðal annars í gegnum tungumálið og menninguna,“ sagði hún. Styrkja háskólann um kennara í 3 ár Lilja Alfreðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.