Morgunblaðið - 07.08.2019, Page 13

Morgunblaðið - 07.08.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Þorskhnakkar | Glæný lúða | Klausturbleikja Glæný línuýsa | Nýlöguð humarsúpa Það sem af er árinu hafa verið gerðar 255 skotárásir í Bandaríkjunum þar sem a.m.k. fjórir létu lífið eða særð- ust, að sögn vefjarins Gun Violence Archive, sem skráir árásir sem gerð- ar eru með byssum í landinu. Þetta er í fyrsta skipti frá 2016 sem slíkar skotárásir eru fleiri en dagarnir. Árið 2016 voru gerðar alls 382 slíkar árás- ir, fleiri en nokkru sinni fyrr og þær voru 346 árið 2017 og 340 á síðasta ári. Mismunandi skilgreiningar hafa verið notaðar við skráningu mann- skæðra skotárása í Bandaríkjunum. Að sögn The Washington Post hefur skotárásum sem kosta a.m.k. fjóra líf- ið fjölgað í Bandaríkjunum á síðustu árum. Að meðaltali hafa liðið 47 dag- ar á milli skotárása, sem hafa kostað svo mörg mannslíf, frá júní 2015. Alls hafa 1.196 manns beðið bana í slíkum skotárásum frá 1966, þar af um þriðj- ungurinn á síðustu þremur árum. Skotárásunum hefur fjölgað Árásin í El Paso Heimild: Gun Violence Archive FEBRÚAR MARS APRÍL JÚNÍMAÍ JÚLÍ ÁGÚST JANÚAR Árásir sem leiddu ekki til dauða Fjöldi látinna <5 5+ 10+ M. F. Þ. M. F. L. S. M. F. Þ. M. F. L. S. M. F. Þ. M. F. L. S. Það sem af er árinu hafa verið gerðar alls 255 skotárásir þar sem a.m.k. fjórir létu lífið eða særðust Árásir sem leiddu ekki til dauða El Paso, Texas 3. ágúst Dayton, Ohio 4. ágúst Fjöldi látinna Skotárásir í Bandaríkjunum í ár 1 5 10  Árásirnar í ár fleiri en dagarnir AFP Sorg Bandaríkjamaður heldur á krossi með nafni konu sinnar sem lét lífið í árásinni í El Paso í Texas um helgina þegar alls 22 voru skotnir til bana. Bænastund Fólk á bæn við kertaljós á samkomu í kirkju í El Paso til minningar um þá sem voru skotnir til bana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.