Morgunblaðið - 07.08.2019, Qupperneq 15
Orkupakkinn
gæti leitt til
milljarðatjóns
fyrir ríkissjóð
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019
Flug Morgunvél Air Iceland Connect í aðflugi á Ísafjarðarflugvöll. Nýjar snjóflóðavarnir í bakgrunni.
Árni Sæberg
Hinn 14. júní birtist grein undirritaðra í Morg-
unblaðinu þar sem vakin er athygli á lagalegri óvissu og
áhættu sem fylgir því að samþykkja þriðja orkupakkann.
Í greininni kom fram sú skoðun að mikilvægt væri að
fresta meðferð málsins á Alþingi þar til viss atriði yrðu
könnuð til hlítar. Alþingi ákvað að fresta málinu til hausts
og það er mikilvægt að stjórnvöld nýti þann tíma til að
kanna til hlítar hættu á samningsbrotamálum og skaða-
bótamálum sem stafað gætu af samþykkt orkupakkans.
Hinn 19. júní sl. rituðu nokkrir lögmenn svar við um-
ræddri grein. Grein þeirra byggist að miklu leyti á mis-
skilningi en niðurstaða þeirra var að engin áhætta væri til
staðar „eins og málið er lagt upp“. Þeir telja að valdheim-
ildir erlendra stofnana nái ekki til ákvarðana um hvort
sæstrengur verði lagður hingað til lands og heimildir
þeirra gildi einungis þegar slík tenging er til staðar og því
sé öllu óhætt.
Lögmennirnir virðast ekki átta sig á því að íslenska rík-
inu gæti verið nauðugur sá kostur að heimila lagningu sæ-
strengs eða greiða skaðabætur ella. Á þessa hættu benda
þeir Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson
Hirst í álitsgerð sem þeir unnu fyrir utanríkisráðuneytið í
mars sl.
Rafmagn er vara samkvæmt EES-reglum og fellur því
undir fjórfrelsið svonefnda, sem tryggir frjálst flæði á
fólki, vörum, fjármagni og þjónustu innan svæðisins. Með
þriðja orkupakkanum skuldbindur Ísland sig til að inn-
leiða reglur um flutning raforku yfir landamæri þar á
meðal um sæstrengi. Án gildistöku þriðja orkupakkans
verður ekki lagt í fjármögnun, lagningu og rekstur sæ-
strengs milli Íslands og ESB-ríkis. Taki orkupakkinn hins
vegar gildi er sú fyrirstaða horfin. Bann við lagningu sæ-
strengs eða tilraunir til að leggja stein í götu slíks verk-
efnis gætu talist til ólögmætra viðskiptahindrana og hags-
munaaðilar gætu átt rétt á skaðabótum neiti Alþingi eða
íslensk stjórnvöld þeim um leyfi til lagningar sæstrengs.
Skaðabótakröfur í slíku máli gætu hlaupið á milljörðum
og það hlýtur að teljast glapræði að innleiða orkupakkann
án þess að kanna til hlítar þá lagalegu óvissu og efnahags-
legu áhættu sem málið hefur í för með sér.
Eftir Atla Ingibjargar Gíslason, Björgvin Þor-
steinsson, Jón Magnússon og Tómas Jónsson.
Höfundar eru hæstaréttarlögmenn.
Enginn hagfræð-
ingur, viðskiptafræð-
ingur eða fjár-
málaverkfræðingur er
þess umkominn að
skera úr um hver sé
hagkvæmasta stærð
sveitarfélaga. Enginn
sveitarstjórnarmaður,
þingmaður eða ráð-
herra, hefur forsendur
til að ákveða hver skuli
vera lágmarks fjöldi íbúa í hverju
sveitarfélagi svo íbúarnir fái notið
þeirrar þjónustu sem þeir gera
kröfu til og eiga rétt á samkvæmt
lögum.
Í byrjun þessa árs voru 72 sveit-
arfélög á landinu og fækkaði þeim
um tvö á liðnu ári. Samkvæmt tölum
Hagstofunnar eru sjö sveitarfélög
með færri íbúa en 100 og 40 með
undir 1.000. Aðeins tíu sveitarfélög
eru fjölmennari en 5.000. Árið 1990
voru sveitarfélög 204 talsins þannig
að þeim hefur fækkað hressilega á
undanförnum áratugum og þar hafa
íbúarnir sjálfir fyrst og síðast ráðið
ferðinni.
Ekki frumlegar hugmyndir
Reglulega koma fram hugmyndir
um að rétt sé og skylt að þvinga fá-
menn sveitarfélög til að sameinast
öðrum. Lærðir og leiknir taka til
máls og færa fyrir því (misjöfn) rök
að það sé lífsnauðsynlegt að fækka
sveitarfélögum til að ná fram hag-
kvæmni stærðarinnar. Tillögur um
fækkun sveitarfélaga eru ekki frum-
legar enda byggjast þær á þeirri trú
að það sem er lítið sé veikburða og
aumt en hið stóra og
fjölmenna sterkt og
burðugt. Sem sagt:
Stórt er betra en lítið
og fjölmenni er hag-
kvæmara en fámenni.
Samtök atvinnulífs-
ins (SA) gáfu út
skýrslu árið 2016 þar
sem lagt var til að
stefnt yrði að umfangs-
mikilli sameiningu
þannig að sveitarfélög
yrðu tíu. Með stærri og
öflugri sveitarfélögum
ykjust möguleikar á að flytja fleiri
verkefni frá ríkinu til sveitarfélag-
anna og hagkvæmni í rekstri einnig.
Skýrsla SA er fróðleg en sá er þetta
skrifar var og er fullur efasemda
þótt það skuli ekki dregið í efa að í
mörgum tilfellum þjóni sameining
sveitarfélaga hagsmunum íbúanna.
Í júlí 2017 var birt skýrsla verk-
efnastjórnar á vegum ráðherra
sveitarstjórnarmála um stöðu og
framtíð íslenskra sveitarfélaga. Nið-
urstaðan var að fækka yrði sveit-
arfélögum og skilgreina þau verk-
efni sem sveitarfélögin verði að geta
sinnt. Vegna þessa sé nauðsynlegt
að hækka lágmarks íbúafjölda í
þrepum þannig að í ársbyrjun 2026
verði íbúar ekki færri en eitt þús-
und. Verkefnastjórnin taldi rétt að
sameiningar sveitarfélaga vegna
lögbundins lágmarks fjölda verði
ekki bornar undir íbúa í atkvæða-
greiðslu. Með öðrum orðum: Íbú-
arnir eiga ekki að ráða för.
„Hagkvæmni stærðarinnar“
Í lok apríl síðastliðins birti sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Grænbók – stefnu um málefni sveit-
arfélaga. Bókin er gott innlegg í
nauðsynlega umræðu og stefnumót-
un en hún var sérstaklega kynnt í
samráðsgátt stjórnvalda og þar gátu
allir komið með athugasemdir og
ábendingar. Grænbókin er m.a.
byggð á fyrrnefndri skýrslu verk-
efnastjórnar. Í frétt Ríkisútvarpsins
í síðustu viku kom fram að stefnt er
að því að leggja fram í haust þings-
ályktunartillögu um stefnumarkandi
áætlun ríkisins í málefnum sveitar-
félaga.
Rauði þráðurinn í röksemdum
þeirra sem vilja fækka sveit-
arfélögum – gera þau fjölmennari –
er „hagkvæmni stærðarinnar“.
Vænthagkvæmni og von um lægri
stjórnsýslukostnað á hvern íbúa get-
ur hins vegar ekki markað stefnuna í
þessum efnum. Excel-skjöl og
reiknilíkön geta verið ágæt til síns
brúks en aðeins samfélagsverkfræð-
ingar taka þau sem algild sannindi.
Reykvíkingar vita það öðrum Ís-
lendingum betur að „stærðarhag-
kvæmnin“ tryggir ekki að fjármunir
íbúanna séu nýttir með skyn-
samlegum hætti og að þeir fari til
þeirra verkefna sem þeir leggja
áherslu á. Ánægja er ekki í beinu
samhengi við fjölda. Hvernig kjörn-
um fulltrúum í sveitarstjórnum
tekst að uppfylla skyldur sínar við
íbúana ræðst heldur ekki af stærð og
fjölmenni. Þá verða rök fyrir „hag-
kvæmni stærðarinnar“ ekki sótt í
rekstur og efnahag sveitarfélaga –
það er hreinlega ekki hægt að draga
þá ályktun að árangur sé best
tryggður með stórum einingum.
„Rétt“ tala ekki til
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps
hittir naglann á höfuðið í umsögn um
Grænbókina. Það er engin „rétt“
tala til um lágmarksfjölda íbúa:
„Sameining og/eða samstarf sveit-
arfélaga verður að byggjast á fjár-
hagslegum, félagslegum og land-
fræðilegum forsendum en ekki bara
á höfðatölu. Fyrst og síðast á þó vilji
íbúa að ráða ferð svo sem verið hef-
ur. Engin „rétt“ tala er til fyrir lág-
marks íbúafjölda í sveitarfélögum á
Íslandi.
Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps
hafnar alfarið hugmyndum um lög-
þvingaða sameiningu sveitarfélaga
og hvetur ráðamenn til að virða
hagsmuni íbúa og sjálfsákvörð-
unarrétt í eigin málefnum.“
Hér er tekið undir með sveit-
arstjórn Grýtubakkahrepps.
Ég hef haldið því fram að eftir því
sem fjarlægðin verður meiri milli
íbúanna og stjórnsýslunnar séu
auknar líkur á því að sameiginlegir
fjármunir sveitarfélagsins finni sér
annan farveg en vilji íbúanna stend-
ur til. Engin hverfisráð eða rafræn-
ar kosningar koma í stað þess aga
sem fólginn er í nálægð íbúanna við
kjörna fulltrúa og stjórnsýslu. (Graf-
arvogsbúar hafa margir velt því fyr-
ir sér hvort hagsmunum þeirra sé
ekki betur borgið í sjálfstæðu sveit-
arfélagi en að tilheyra Reykjavík. Af
sjónarhóli meirihluta borgarstjórnar
virðist útsýni til úthverfa borg-
arinnar vera takmarkað.)
Skortur á samkeppni
Í allri umræðunni um sameiningu
sveitarfélaga fer lítið sem ekkert
fyrir þeirri hugsun að það kunni að
þjóna hagsmunum landsmanna að
ýtt sé undir samkeppni sveitarfé-
laga. Samkeppni um íbúa og fyrir-
tæki kemur aga á rekstur og stuðlar
um leið að betri þjónustu. Lögmál
samkeppninnar gilda um sveit-
arfélög líkt og aðra starfsemi. Skort-
ur á samkeppni, ekki síst í þjónustu
hins opinbera og fyrirtækja ríkis og
sveitarfélaga, er vandamál sem við
Íslendingar glímum við. Þegar
mörkuð er stefna til langrar fram-
tíðar um málefni sveitarfélaga er
fráleitt annað en að huga að þessum
þætti.
Það skiptir okkur öll miklu hvern-
ig til tekst við rekstur sveitarfé-
lagsins, sem við höfum valið að búa í.
Mörg sveitarfélög eru til fyrirmynd-
ar og hafa náð að samþætta öfluga
þjónustu og hófsemd í álögum á ein-
staklinga og fyrirtæki. Því miður er
fjölmennasta sveitarfélagið ekki fyr-
irmynd í þessum efnum.
Sameining og fækkun sveitarfé-
laga getur verið ákjósanleg og skyn-
samleg. Það á hins vegar ekki að
vera sérstakt markmið í sjálfu sér að
fækka sveitarfélögum – markmiðið
er standa vel að þjónustu við borg-
arana. Excel-skjal sem unnið er í
Kvosinni í Reykjavík getur ekki orð-
ið leiðarvísir heldur aðeins vilji íbú-
anna sjálfra.
Eftir Óla Björn
Kárason » Lögmál samkeppn-
innar gilda um sveit-
arfélög líkt og aðra
starfsemi. Skortur á
samkeppni ekki síst í
þjónustu hins opinbera
er vandamál.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Íbúarnir eiga að ráða