Morgunblaðið - 07.08.2019, Síða 19

Morgunblaðið - 07.08.2019, Síða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 ✝ Margrét Frið-riksdóttir fæddist 9. desem- ber 1920 á Gamla- Hrauni á Eyrar- bakka. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum á Selfossi 23. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Frið- rik Sigurðsson, bóndi og formaður á Gamla- Hrauni á Eyrarbakka, f. 11.2. 1876 í Hafliðakoti, Hrauns- hverfi, d. 2.4. 1953, og Sesselja Sólveig Ásmundsdóttir, hús- freyja á Gamla-Hrauni, f. 18.2. 1887 í Eyvindartungu, Laug- ardalshreppi, d. 3.9. 1944. Systk- Þorvaldseyri, f. 12.5. 1897, d. 2.12. 1964, og Ólafur Bjarnason, vegaverkstjóri á Þorvaldseyri, f. 13.1. 1893, d. 2.10. 1983. Mar- grét og Bjarni byrjuðu sinn bú- skap á Sólbakka en byggðu sér síðan íbúð á Eyravegi 14 þar sem þau bjuggu alla sína tíð. Börn Margrétar og Bjarna eru: Sesselja Sólveig, Sigurður, Harpa, Friðrik og Kristín Hanna. Sesselja er gift Jóni Sveinbergssyni og eiga þau þrjú börn, níu barnabörn og átta barnabarnabörn. Sigurður gift- ur Sigríði Sveinsdóttur og eiga þau tvö börn, fimm barnabörn og tvö barnabarnabörn. Harpa gift Val Helgasyni, á hún tvö börn og tvo stjúpsyni, 10 barna- börn og tvö barnabarnabörn. Friðrik giftur Guðrúnu Helgu Ívarsdóttur og á hann eina dótt- ur og einn stjúpson. Kristín, eignaðist son, f. 1974, d. 1974. Útför Margrétar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 7. ágúst 2019, klukkan 14. ini Margrétar: Ingi- björg Ásta, f. 1910, d. 1910, Sigurður, f. 1912, d. 1981, Jó- hann, f. 1913, d. 1942, Friðrik, f. 1915, d. 1977, Dav- íð, f. 1917, d. 1973, Guðmundur Ragn- ar, f. 1918, d. 1920, Guðmundur, f. 1922, d. 1998, Guð- munda Ragna, f. 1924, Guðleif, f. 1925, d. 2019, Pétur, f. 1928, d. 2010. Árið 1941 giftist Margrét Bjarna Ólafssyni, bílstjóra frá Þorvaldseyri á Eyrarbakka, f. 13.8. 1918, d. 30.9. 1981. For- eldrar hans voru Jenný Dag- björt Jensdóttir, húsfreyja á Það er ekki sjálfgefið að vera kominn á áttræðisaldur og eiga mömmu í fullu fjöri, en sú hefur verið staðreyndin fram að þessu. Hinn 17. júní síðastliðinn fórum við Sigga með mömmu í smá bíl- túr. Eins og oft áður fórum við til Þingvalla og fengum okkur síðan kaffi í Grímsnesinu og hafði mamma gaman af að keyra hérna um Suðurlandið. Um kvöldið kom nágrannakona okkar að selja eitt- hvað fyrir börnin sín og sagði ég við hana að ég hefði verið að rúnta með henni mömmu í dag. Daginn eftir hitti nágrannakonan dóttur mína og spurði hvort ég væri far- inn að rugla, það hlyti eiginlega að vera þar sem ég, á áttræðisaldri, hefði sagst vera að rúnta með mömmu! En svona er nú lífið, að eiga mömmu sem er að verða 99 ára, mamma veiktist viku seinna. Mamma, sem fæddist 1920, hafði upplifað tímana tvenna. Í hennar æsku var ekkert rafmagn, ekki útvarp, ekki sími, varla bílar og áfram mætti telja. Hún hefur upplifað allar þessar nútímaþarfir okkar verða að veruleika. Minningarnar um mömmu eru margar, ein af þeim fyrstu er frá því ég var líklega fimm ára, þá kom það í fréttum að spáð væri heimsendi. Við mamma ræddum þetta og kom saman um að við myndum bara hafa sósukjöt í matinn um kvöldið en það var ekki alltaf á borðum á þeim tíma og í sérstöku uppáhaldi. Áttum við síðan eftir að eiga 70 ár saman því enginn kom heimsendirinn. Önnur minning er þegar ég var í sveit tíu til ellefu ára að mamma og pabbi komu í heimsókn, sem ekki var algengt. Þegar mamma steig út úr bílnum og var í þessari flottu, nýju, grænu dragt, þá hafði ég aldrei séð flottari konu, en á þeim tíma var ekki oft verið að kaupa ný föt. Hún mamma hafði afar gott skap, ég held hún hafi afar sjaldan orðið reið, alla vega ekki við mig. Þannig var það alveg einstakt hvað hún umbar mig á unglings- árunum og alltaf var mamma til staðar þegar vandamálin steðjuðu að og passaði hún að pabbi kæm- ist ekki að bernskubrekum mín- um, því hann var strangari. Árið 1981 dó pabbi mjög snögglega og varð það okkur öllum mikill harm- ur og var það ótrúlegt hvað hún mamma var sterk og stóð þetta mikla áfall af sér. Fyrir nokkrum árum flutti mamma á hjúkrunar- heimilið Ljósheima því sjónin var farin að daprast og var búin að eiga þar góða daga. Það verður tómlegt að eiga ekki erindi á Sel- foss að heimsækja mömmu, en hún var orðin ósköp þreytt á lífinu undir það síðasta, sagði að allt samferðafólkið væri dáið og tími kominn til að fara að klára lífið. Það var því velkomin hvíld þegar hún dó 23. júlí í rúminu sínu á Fossheimum þar sem hún hafði fengið hina bestu umönnun. Vertu sæl, elsku mamma, þinn sonur Siggi. Sigurður Bjarnason. Mig langar að minnast tengda- mömmu minnar með örfáum lín- um. Nú þegar komið er að kveðju- stund rifjast upp margar skemmtilegar minningar. Mar- grét eða Magga eins og hún var oftast kölluð var mjög glæsileg kona, létt í lund og hress og gam- an að vera í návist hennar. Hún tók mér frá fyrsta degi eins og ég væri eitt af börnunum hennar. Á fyrstu árunum okkar í Þor- lákshöfn komu hún og Bjarni oft og fóru með okkur í bíltúr þegar Siggi var á sjónum. Oft var leitað til hennar að passa ef við vorum að fara eitthvað. Það var oft skemmtilegt í sumarbústaðnum í Þjórsárdal. Hún fékk okkur til að fara með sér að reyta frá litlum plöntum upp í fjalli sem eru í dag tugir metra á hæð. Hún var alltaf ung í anda og vildi helst vera í kringum unga fólkið. Hún fór að koma til okkar á gamlárskvöld eftir að Bjarni dó og voru það orðin 38 ár. Í fyrra spurði ég hana hvort hún treysti sér til að koma, hún dreif sig þótt hún væri orðin ansi slöpp, það verður tómlegt næsta gamlárs- kvöld. Ég vil þakka henni allar dýr- mætu stundirnar. Þú tekur þig svo vel út hvar sem þú ert. Ótrúlega dýrmætt eintak, sólin sem yljar og umhverfið vermir. Þú gæðir tilveruna gleði með gefandi nærveru og færir bros á brá svo það birtir til í sálinni. Sólin sem bræðir hjörtun. Í mannhafinu er gott að vita af englum eins og þér. Því að þú ert sólin mín sem aldrei dregur fyrir. (Sigurbjörn Þorkelsson) Sigríður. Það er sárt að kveðja en jafn- framt gott að vita að á 99. aldurs- árinu þínu fékkstu loksins að fara í sumarlandið og hitta afa eins og þú varst nú oft búin að biðja hann í efra um og nefndir títt að hann væri greinilega ekkert að hlusta á þig. Þinn tími var einfaldlega ekki kominn fyrr. Minningarnar hrannast upp og ylja. Gömlu dag- arnir á Eyraveginum, á jólunum, orlof og dekur hjá ykkur afa, þeg- ar Sigrún fékk að fara á fyrsta ballið sitt án vitundar mömmu. Þegar Bjarni fékk að leika sér með skipamódelin og labbaði stundum út í Sláturfélag til að verða samferða þér heim eftir vinnu og skammirnar þegar við systkinin höfðum gert eitthvað misgáfulegt ásamt ferðum upp í bústað þar sem m.a. voru gróð- ursett tré. Þú varst hrein og bein og meintir það sem þú sagðir og sagðir það sem þú meintir. Þar sem þér fannst nú lítið til þess koma að fólk væri að telja upp kosti þína þá munum við nú ekk- ert tönnlast mikið á því að þú bak- aðir bestu pönnukökurnar og prjónaðir bestu húfurnar, sokk- ana og vettlingana sem öll börnin okkar nutu góðs af að fá í vöggu- gjöf frá þér og fram eftir öllum aldri. Eða hversu tignarleg þú varst alla tíð svo eftir var tekið, enda varstu ætíð ung í anda og barst þig vel, talaðir um blessað gamla fólkið hér og þar verandi með þeim elstu. Þú hafðir sterka nærveru og ávallt góða yfirsýn yf- ir það hvað var að gerast í kring- um þig og varst rík af börnum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Það var alltaf gefandi og gaman að koma til þín og spjalla við þig um daginn og veginn enda stálminnug um menn, viðburði og ártöl svo einstakt var. Elsku amma og langamma, við kveðjum þig með miklu þakklæti fyrir allar þær stundir sem þú gafst okkur og þær minningar sem við eigum um þig. Guð geymi þig. Bjarni, Ingibjörg, Sigrún, Guðmundur og börn. Nú er hún amma farin síðustu bununa og minningarnar fljúga í gegnum hugann. Fallega, glaða, skemmtilega amma. Amma fæddist árið 1920 á Gamla Hrauni, foreldrar hennar voru Friðrik Sigurðsson frá Haf- liðakoti og Sesselja Sólveig Ás- mundsdóttir frá Apavatni. Langamma var seinni kona Frið- riks afa en hann missti fyrri konu sína úr spænsku veikinni frá fimm litlum strákum, sá yngsti var þá aðeins nokkurra daga gamall og hinir eins, þriggja, fimm og sex ára. Langamma gengur drengj- unum í móðurstað og saman eign- ast þau fimm börn til viðbótar. Alla mína barnæsku fékk ég að dveljast reglulega í orlofi hjá ömmu og afa á Eyraveginum og voru það skemmtilegir dagar. Amma og afi komu líka oft hingað til Þorlákshafnar og fóru með okkur í bíltúra á ýmsa staði á X-98. Margar skemmtilegar sam- verustundir áttum við í Þjórsár- dalnum, fyrst í Græna og svo í Ráðleysu en svo nefndi amma sumarbústaðinn. Amma kenndi okkur krökkunum að gera stíflu í læknum, smíða báta úr spýtuaf- göngum og láta þá fljóta niður lækinn. Ótal göngutúrar voru farnir inn í vor í dal, lagðir kaplar, kveiktur varðeldur, pönnuköku- bakstur, reitt frá trjánum, sagðar sögur og önnur skemmtilegheit. Alltaf var fjölmennt á Eyra- veginum þótt húsnæðið væri ekki stórt, oft margir í gistingu en allt- af var nóg pláss, ég held að flestir ættingjar sem áttu ferð á Selfoss hafi komið við á Eyraveginum. Amma bar mikla umhyggju fyrir öllum sínum afkomendum og fylgdist vel með okkur öllum og vissi alveg hvað stóri hópurinn var að aðhafast og það var alltaf gott að leita til ömmu með hin ýmsu málefni. Öll áramót frá því að afi dó hef- ur amma verið hjá pabba og mömmu og við eytt þeim saman og eru það ómetanlegar stundir. Á gamlárskvöld 2017 var hún enn það hress að hún var með okkur úti að skjóta rakettunum um mið- nættið. Meðan amma hafði bíl var hún dugleg að heimsækja okkur hing- að út í Þorlákshöfn í kaffi og spjall. Seinni árin hef ég reynt að kíkja sem oftast til ömmu. Það var alltaf svo gaman að hitta hana, hún var svo ung í hugsun þrátt fyrir öll árin, tíminn flaug, alltaf nóg að spjalla um og á ég margar góðar minningar um hennar dásamlega félagsskap. Ég hafði gaman af að fræðast um hvernig lífið var fyrr á árum og amma mundi allt svo vel. Alltaf leitar hugurinn til ömmu þegar keyrt er áleiðis á Selfoss, og mikið vantar, nú þegar við getum ekki heimsótt hana lengur. Amma kveið ekki dauðanum og vonaðist til að hitta afa og fleiri vini sem eru farnir. Ég er sann- færð um að afi hefur beðið eftir henni og að við eigum eftir að hitt- ast aftur í Sumarlandinu. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hafdís. Margrét Friðriksdóttir  Fleiri minningargreinar um Margréti Friðriks- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ GuðmundurVestmann Ott- ósson fæddist á Fá- skrúðsfirði 6. októ- ber 1935. Hann lést 28. júlí 2019. Foreldrar hans voru Valborg Tryggvadóttir, f. 21. október 1914, d. 29. júní 1985, og Ottó Vestmann Guðmundsson, f. 10. október 1908, d. 16. júní 1991. Börn þeirra voru, auk Guð- mundar, Pálína, f. 1930, Bára, f. 1933, Ólafur, f. 1938, og Unnur, f. 1940. Bára og Unnur lifa systkini sín. Barnungur fór Guðmundur í fóstur í Melbrún á Fáskrúðsfirði til afa síns og nafna og konu hans, Pálínu Þórarinsdóttur. Hjá þeim bjó hann þar til hann flutti að heiman. Guðmundur kvæntist Jó- hönnu Ríkeyju Guðmundsdóttur og saman áttu þau Oddnýju Ósk, maki Kristján Þorvaldsson, Guð- mund Elmar, maki Kulisara Tonan, Pálínu Svölu, maki Stein- dór Karvelsson, og Kolbrúnu Söndru, maki Magnús Magnús- son. Guðmundur og Ríkey slitu samvistum. Seinni kona hans var Anna Júlía Óskardóttir og saman áttu þau dótturina Önnu Maríu, maki Kjartan Már Hallkelsson, en fyr- ir átti Anna Júlía þrjú börn, Flosa, Karólínu og Hans Allan. Guðmundur og Anna Júlía slitu samvistum. Barnabörn Guð- mundar eru fjórtán. Fimmtán ára hóf hann sjómennsku á austfirsku síðutog- urunum og gerði sjómennsku að sínu ævistarfi. Hann afl- aði sér skipstjórnarréttinda. Hann var á Goðanesinu NK 105 þegar það fórst við Flesjar í Færeyjum árið 1957. Þar var hann annar stýrimaður. Hann starfaði um hríð sem skipstjóri hjá útgerð Helga Ben í Vestmannaeyjum. Síðar starfaði hann á skipum Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað og um 1970 hófst samfelldur skipstjóraferill hans, m.a. hjá Gullbergi á Seyðisfirði, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og Sjólastöðinni í Hafnarfirði. Síðustu árin sigldi hann meðal annars með syni sínum til Nam- ibíu og fór með honum nokkra túra sem stýrimaður og einnig sem skipstjóri á öðru skipi. Hann lauk starfsferlinum með Guð- mundi Elmari og voru þeir að sigla skipum í brotajárn, jafnvel heimsálfa á milli og flytja skip til nýrra eigenda. Útför Guðmundar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 7. ágúst 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. Í æskuminningunni var Guð- mundur Vestmann glæsimenni. Móðir mín talaði þannig um þennan flotta skipstjóra. Ég var ekki gamall þegar ég heyrði það fyrst. Guðmundur varð snemma goðsögn í sjó- mannastétt. Síðar átti ég eftir að kynnast dóttur hans, Odd- nýju. Ekki varð það til að draga úr dálætinu. Myndin af honum var nokk- uð skýr. Goðsögnin rímaði við veruleikann. Guðmundur tók mér opnum örmum þegar ég kom inn í fjöl- skylduna. Við gátum talað endalaust saman um sjávar- plássið, þar sem við ólumst báðir upp. Feður okkar voru fermingarbræður, fæddir 1908. Þeir voru af kynslóð sem lék sér við að rúlla gjörðum með prikum á götum þorpsins. Síðar átti Guðmundur eftir stýra fiskiskipum, stórum og smáum um heimsins höf. Hann hafði réttlætiskennd. Sennilega var hann ekki strangtrúaður flokkspólitískt. Jafnvel sjálfstæðismaður en kommi og framsóknarmaður inn við beinið. Hann minntist oft á það við mig hvað honum þótti vænt um hvernig Kaup- félag Fáskrúðsfirðinga, Loðnu- vinnslan, léti arðinn af rekstr- inum verða byggðinni og vinnandi fólki til hagsbóta. Karlinn í brúnni mýktist með árunum. Ég þekkti hann ekki þegar álagið á honum var hvað mest. En mikið þótti mér vænt um að eiga góðar stundir með honum á Spánarströndum, sem honum leiddist ekki. Þannig kom hann í tvígang óvænt á sömu slóðir og við Oddný. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og söknuði. Kristján Þorvaldsson. Í dag er til grafar borinn tengdafaðir minn, Guðmundur Vestmann skipstjóri, hann hef- ur nú lagt upp í sína hinstu sjó- ferð og nær vafalaust landi í hinni eilífu blómabrekku al- mættisins. Ég vil þakka þér fyrir við- kynninguna og móttökurnar þegar ég kom inn í þína fjöl- skyldu, þú tókst vel á móti mér og ég varð aldrei var við annað en hlýju og væntumþykju frá þér. Það var þér augljóslega þungbært undir lokin að ráða ekki lengur stefnunni og þurfa að lúta skipstjórn annarra, en allt hefur þetta sinn tíma og sína stund. Nú þegar leiðir skilja og þú ferð á vit æðri máttarvalda vil ég biðja þig fyrir kveðju til hans pabba míns ef þú skyldir hitta á hann í blómabrekkunni. Ég vil með þessum örfáu og fátæklegu orðum kveðja þig og þakka þér fyrir samfylgdina. Hvað á betur við en texti Lofts Guðmundssonar við lag Ása í Bæ. Við brimsorfna kletta bárurnar skvetta hvítfextum öldum húmdökku kvöldum sjómanninn laða og seiða. Skipstjórar kalla, skipanir gjalla vélarnar emja, æpa og lemja. á haf skal nú haldið til veiða. Vertu sæl mey. Ég kem aftur er kvöldar á ný. Gleym þú þú mér ei, þó að báran sér bylti með gný. Eigirðu yl handa sjómanni er sjöstjarnan skín, þá stendur hann brosandi í stórsjó og byl við sinn stjórnvöl og hugsar til þín. (Ási í Bæ) Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Kveðja, Steindór Karvelsson. Guðmundur Vest- mann Ottósson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.