Morgunblaðið - 07.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.2019, Blaðsíða 22
aldri og hefur einnig verið bæði katta- og hundaeigandi. Sumrum eyðir hann helst á landi sínu í Borg- arfirði við garðyrkju og gróðursetn- ingu en einnig í góðum félagsskap vina, bæði manna og málleysingja. Önnur áhugamál eru hjólreiðar, um- hverfismál og málefni fatlaðra en ursskála Íslands á bókamessunni í Frankfurt 2011. Í gegnum tíðina hefur Páll haft fjölda áhugamála. Þótt hann sé borg- arbarn og njóti sín vel í menningar- og listalífi þéttbýlisins hefur sveitin alltaf átt stóran sess í hans lífi. Hann stundaði hestamennsku frá unga P áll Hjaltason er fæddur í Reykjavík 7. ágúst 1959. Hann ólst upp í foreldra- húsum við sjóinn á Ægi- síðu. Hann er því Vest- urbæingur og gekk í Melaskóla og Hagaskóla en öll sumur var hann í sveit í Reykholtsdal í Borgarfirði. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík fór hann utan til náms í arkitektúr til Liverpool University og lauk BA-gráðu þaðan. Eftir árs dvöl við listnám á Ítalíu var haldið til New York þar sem hann kláraði MS í arkitektúr frá Columbia University. Eftir nokkurra ára vinnu á ýmsum arkitektastofum í Bandaríkjunum eftir útskrift lá leiðin heim þar sem haldið var áfram að starfa við arki- tektúr. Páll er einn af stofnendum stofunnar +ARKITEKTAR en hún hefur verið starfandi í um 20 ár. Þar starfar hann í dag. Eftir hann liggja fjölmargar byggingar; íbúðarhús, fjölbýlishús og atvinnuhúsnæði. Hann hefur tekið þátt í fjölda arki- tektúr- og skipulagssamkeppna og vann til dæmis alþjóðlega sam- keppni um Listaháskóla Íslands 2008 og samkeppni um Íslandsskál- ann á heimssýningunni í Shanghai. Páll var einn af borgarfulltrúum Reykjavíkur fyrir Besta flokkinn á árunum 2010-2014 og gegndi þar fjölmörgum trúnaðarstörfum; var formaður umhverfis- og skipulags- ráðs, formaður stýrihóps um nýtt að- alskipulag, formaður svæð- isskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, formaður ferlinefndar Reykjavíkur, varafor- maður Faxaflóahafna en auk þess sat hann í skipulagsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og í velferð- arráði Reykjavíkur. Hann hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á vettvangi hönn- unar og arkitektúrs, setið og gegnt formennsku í fjölda dómnefnda á sviði arkitektúrs og skipulags auk þess að kenna við arkitektadeild Listaháskóla Íslands. Þá hefur hann verið sýningarstjóri og sýning- arhönnuður á fjölda hönnunar- og landkynningarsýninga hérlendis og erlendis. Má til dæmis nefna heið- hann sat um tíma í foreldrafélagi Öskjuhlíðarskóla. Páll kynntist eiginkonu sinni, Steinunni Sigurðardóttur fatahönn- uði, í New York þegar þau voru þar við nám 1986 en þau giftust 17. nóv- ember 2006. Þau hafa unnið saman að fjölda hönnunarsýninga heima og Páll Hjaltason, arkitekt og fv. borgarfulltrúi – 60 ára Í Borgarfirði Sumrum ver Páll á landi sínu þar í sveit. Vetur í borg, sumur í sveit Ferming 1964 Páll og Karl Óskar eldri bróðir hans, t.h. New York Páll Hjaltason arkitekt tók ástfóstri við stórborgina þegar hann var við nám í Columbia-háskóla. 22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— 30 ára Atli er fæddur og uppalinn á Akureyri að mestu. Hann býr nú á Sauðárkróki og hefur gert í 10 ár. Atli er húsasmiður, með sveinspróf frá Fjöl- brautaskóla Norður- lands vestra. Hann lauk gagnfræðaskóla á Akureyri. Eiginkona: Stefanía Inga Sigurðardóttir, gæðastjóri hjá Fisk Seafood, f. 1988, frá Sauðárkróki. Börn: Sigrún Ása, f. 2015, Sara Margrét, f. 2017, og Hilmir Óli, f. 2017. Foreldrar: Hjónin Ari Jóhann Sigurðsson forstöðumaður, f. 1963 í Skagafirði, og Sigrún Benediktsdóttir kennari, f. 1964 á Akureyri. Þau búa í Varmahlíð. Atli Víðir Arason Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Notaðu daginn til þess að gera langtímaáætlanir tengdar menntun. Þú færð mörg prik frá fólki fyrir frumlegan klæðaburð þinn. 20. apríl - 20. maí  Naut Spyrðu sjálfa/n þig hvað þú værir að gera ef þú mættir ráða. Þú brýtur heilann um hvað þú getir gert svo draumur þinn geti ræst. Að hika er sama og tapa. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur reynst erfitt að greina á milli þess sem má og hins sem ekki gengur. Ný nálgun leiðir til sigurs. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gömul deilumál gætu skotið upp kollinum í dag. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þú vitir í raun hvað það er sem þú vilt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Manneskjan sem hvetur þig alltaf áfram er sannur vinur. Ekki gera upp á milli fólks. Léttu á hjarta þínu við ein- hvern sem þú treystir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér gæti tekist að leysa úr erfiðu vandamáli í dag. Nú er að hrökkva eða stökkva. Næstu vikur verða annasamar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ímyndar þér að þú getir leyst öll heimsins vandamál. Þér hættir til að stinga höfðinu í sandinn og vona það besta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Frestaðu því ekki til morg- uns að gera eitthvað fyrir heilsuna. Æv- intýrin elta þig uppi og þú munt fara á framandi slóðir fyrr en þig grunar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er alveg ástæðulaust að þú sért að burðast með allar heimsins áhyggjur á herðunum. Það má alveg sitja og gera ekki neitt, þú ættir að prófa það. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu óhrædd/ur við að viðra skoðanir þínar og láttu menntasnobb annarra ekki hafa nokkur áhrif á þig. Þú eyðir um efni fram. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu það sem veitir þér ánægju hafa forgang. Hlýddu á sjónarmið annarra áður en þú tekur ákvörðun. Taktu þátt í félagslífinu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Líttu á jákvæðar hliðar málanna og láttu ekkert draga þig niður. Hagaðu þér eins og leiðtogi svo að aðrir fylgi þér. 50 ára Selma býr í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Hún er sölustjóri saumavéla í Pfaff og hefur verið frá 2007. Hún er menntaður kjóla- meistari frá Iðnskól- anum í Reykjavík frá árinu 2002. Hún fæddist í Grindavík og ólst upp í Reykjavík og hefur búið þar alla tíð. Eiginmaður: Gunnar Kristjánsson brunaverkfræðingur, f. 1966 í Reykjavík. Börn: Eydís, f. 2004, og Birgitta, f. 2005. Foreldrar: Inga Jónsdóttir dagmóðir, f. 1948 í Grindavík en er búsett í Reykja- vík. Gísli Sæmundsson, f. 1947 í Skaga- firði en er búsettur í Reykjavík, Selma Gísladóttir Til hamingju með daginn Freyja Rut Rupakhety fæddist á Landspít- alanum í Reykjavík á aðfangadag 24. desem- ber 2018. Hún vó 8.050 g og var 70 cm löng. Foreldrar hennar eru Rajesh Rupakhety og Puja Acharya. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.