Morgunblaðið - 07.08.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.08.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar SANGSIN gæðavara frá Kóreu BREMSU VÖRUR í flestar gerðir bíla Fótboltinn er orðinn svo sturlað fyrirbæri. Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir pen- ingunum sem eru settir í þetta og nýjasta og besta dæmið er eflaust vistaskipti Harry Maguire til Manchester United í vikunni. Í hvaða heimi kostar Harry Ma- guire 80 milljónir punda? Svar: Engum. Rugl verð fyrir leikmann sem á sínum besta degi væri ekki 40 milljón punda virði. Það sem komst hins vegar næst því að toppa félagaskipti Maguire til United var fyrirspurn Leicester varðandi miðvörð Bo- urnemouth, Nathan Aké. „Já okei, Leicester seldi bara Ma- guire fyrir 80 milljónir punda og þá ættum við allavega að fá 75 milljónir punda fyrir Aké,“ hefur einhver veruleikafirrtur stjórn- armeðlimur hjá Bournemouth hugsað með sér. Ég myndi per- sónulega ekki borga meira en 10 milljónir punda fyrir þann ágæta Hollending. PSG greindi frá því í síðustu viku að þeir ætluðu sér ekki að selja Neymar fyrir minna en 300 milljónir evra. Ætla rétt að vona að það sé enginn að fara að borga uppsett verð fyrir þann ágæta leikmann sem er þekktari fyrir afrek sín utan vallar en inn- an, svona í seinni tíð í það minnsta. Peningarnir eru að skemma fótboltann að einhverju leyti en svo eru líka til gæjar sem stressa sig ekki á hlut- unum. Ég ætla að gefa Eden Hazard ákveðinn plús í kladdann. Haz- ard var búinn að ákveða það fyr- ir svona tveimur árum að fara til Real Madrid og lét loks verða af því í sumar þegar Chelsea neyddist til að selja hann. Haz- ard var samt ekkert mikið að stressa sig á hlutunum og mætti til Madrid í góðri yfirvigt, svona eins og menn gera þegar þeir klára draumaskiptin sín. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is GOLF Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmótið í golfi hefst í fyrramálið á Graf- arholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og stend- ur fram á sunnudag en leiknar eru 72 holur á fjórum dögum, venju samkvæmt. Keppt hefur verið um Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki síð- an 1942 og í kvennaflokki síðan 1967. Löng hefð er því fyrir mótinu og verður nú keppt í sautjánda sinn í Grafarholtinu sem er með elstu golfvöllum á Íslandi. Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, bæði úr Keili, eiga titil að verja í mótinu og bæði eru þau skráð til leiks að þessu sinni en bæði eru þau atvinnukylfingar og leika að mestu í Evrópu á sumrin. Fjörutíu kylfingar eru með 0 í forgjöf eða betra. Aldrei hafa fleiri sem státa af slíku verið skráðir til leiks á Íslandsmótinu. Forgjöfin telur svo sem ekki í mótinu þar sem leikinn er högg- leikur án forgjafar en hún er notuð til þess að taka fólk inn í mótið. Færri komust að en vildu og þá ræður forgjöf því hverjir komast að. Auk þess er hún ágætt viðmið á getu kylfinga en hjá atvinnumönnunum er henni þó ekki haldið við með sama hætti og hjá áhugamönnum. Í karla- flokki er enginn með hærri forgjöf en 4 en hjá konunum er hæsta forgjöf 8. Þessar tölur benda til þess að breiddin sé sí- fellt að aukast á Íslandsmótinu og æ fleiri geti blandað sér í baráttuna um sigurinn. Völlurinn býður upp á sveiflur Grafarholtsvöllur er vel á sig kominn eins og svo margir golfvellir landsins eftir afar hagstætt veður bæði í sumar og raunar strax í vor. Völl- urinn getur boðið upp á dramatík og það hafa golfunnendur séð þegar Íslandsmótið hefur verið haldið á vellinum. Mótið var síðast í Grafarholt- inu fyrir áratug og endasprettinn má leyfa sér að kalla epískan, þótt slíkar lýsingar séu ofnot- aðar. Ólafur Björn Loftsson elti Stefán Má Stef- ánsson uppi og fékk fugla á síðustu fjórum hol- unum. Stefán fékk ekki verra skor en par á þessum kafla en Ólafur knúði fram umspil og sigraði þar. Nú er nokkuð skondið að í aðdraganda móts- ins var mjög um það fjallað (til dæmis hjá þeim sem hér hamrar á lyklaborð) að fjórar síðustu holurnar í Grafarholtinu væru afar krefjandi af meistaraflokksteigum. Þótt því væri haldið fram að þar gætu orðið sviptingar þá var búist við að þar væri hægt að tapa höggum frekar en að safna fuglum. Ólafur lét sér fátt um finnast og lék þær með sínu nefi á lokahringnum. Við þetta má bæta að almennt séð er talsverður munur á Grafarholtinu þegar notast er við öftustu teiga heldur en þá sem framar eru og meirihluti kylf- inga notar. Dramatíkin var einnig mikil á lokakaflanum árið 1972 þegar Loftur Ólafsson varð Íslands- meistari eftir baráttu við Björgvin Þorsteinsson. Loftur er faðir Ólafs sem fetaði í hans fótspor á sama velli 2009. Loftur var einnig fjórum högg- um á eftir þegar fjórar holur voru eftir af mótinu en sigraði með tveggja högga mun. Guðrún og Ragnhildur líklegar Fyrir áratug síðan voru heimamenn í GR farn- ir að gera sér vonir um sigur í karlaflokki. Skilj- anlega þar sem Stefán virtist ekki líklegur til að láta forskotið af hendi. Greinarhöfundur hefur heimildir fyrir því að þáverandi formaður GR hafi verið búinn að senda starfsmann eftir kampavíninu þegar nokkrar holur voru eftir. GR-ingar höfðu þá beðið eftir sigri í karlaflokki síðan 1985 en þeirri bið lauk árið 2012 þegar Haraldur Franklín Magnús sigraði. GR-ingar geta leyft sér að vera nokkuð bjart- sýnir í aðdraganda þessa Íslandsmóts. Sjöfaldur Íslandsmeistari, Birgir Leifur Hafþórsson, er ekki með. GR-ingurinn Guðmundur Ágúst Krist- jánsson hefur leikið mjög vel á árinu og virðist til alls líklegur þótt hann hafi einungis einu sinni barist um Íslandsmeistaratitilinn af alvöru. Har- aldur Franklín hefur unnið mótið og hafnað í 2. sæti. Hann veit hvað þarf til og lék á dögunum á 18 undir pari á móti á Nordic-mótaröðinni. Ryðja þarf Axel Bóassyni úr vegi sem unnið hefur síðustu tvö ár og þar á undan á Akureyri var hann höggi á eftir sigurvegaranum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir er líkleg til að verja titilinn í kvennaflokki en hún hefur leikið í Evrópu í sumar og ætti að vera í góðu keppn- isformi. GR-ingar geta gert sér vonir um að Ragnhildur Kristinsdóttir berjist um sigurinn á heimavelli en hún er efst á stigalista mótaraðar GSÍ. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru hins vegar ekki með. Valdís varð meistari í Grafarholtinu árið 2009 og má segja að þar hafi hennar ferill farið á flug fyrir alvöru. Björgvin missir af mótinu Sexfaldur Íslandsmeistari, Björgvin Þor- steinsson, er ekki með að þessu sinni en hann er að keppa í golfi erlendis. Ekki eru neinar ýkjur að segja að þar séu tímamót því Björgvin náði að keppa á Íslandsmótinu fimmtíu og fimm sinnum í röð. Sú staðreynd er með ólíkindum og fara þarf aftur til ársins 1963 til að finna síðasta Ís- landsmót án Björgvins. Þá voru enn tuttugu og sjö og þrjátíu og eitt ár þar til Íslandsmeist- ararnir Axel og Guðrún Brá komu í heiminn. Dramatík í Grafarholti?  Hvað gera GR-ingar í holtinu?  Er tími Guðmundar Ágústs runninn upp? Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Líkleg Haraldur Franklín, Guðmundur Ágúst og Guðrún Brá verða væntanlega í baráttunni um sigur. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, vonast eftir því að geta byrjað að spila á ný með Levski Sofia í Búlgaríu síðar í þess- um mánuði, eftir tíu mánaða fjar- veru. Hann sleit krossband í hné í lok október 2018 og missti því af stórum hluta síðasta keppn- istímabils og fyrstu umferðunum í sumar. „Endurhæfingin hefur gengið vel, það kom reyndar smá bakslag í júní en ég er byrjaður að æfa með liðinu af fullum krafti. Ætli það séu ekki um það bil tvær vikur í að ég geti byrjað að spila, mögulega verð ég tilbúinn um aðra helgi,“ sagði Hólmar við Morgunblaðið í gær en hann gæti þá náð útileik gegn Vi- tosha Bistritsa laugardaginn 17. ágúst. Annars heimaleik gegn Lo- komotiv Plodiv viku síðar. Levski er á toppi búlgörsku 1. deildarinnar með 10 stig eftir fjór- ar umferðir, jafnmörg og meist- ararnir Ludogorets sem unnu Val 5:1 samanlagt í 2. umferð Evr- ópudeildarinnar á dögunum. Levski féll hinsvegar út gegn AEK Larnaca frá Kýpur í sömu umferð. „Við misstum mann út af með rautt spjald í fyrri hálfleiknum í fyrri leiknum, fengum á okkur þrjú mörk í þeim seinni og þetta var allt- af erfitt eftir það. Þetta var klaufa- legt en að öðru leyti er byrjunin á tímabilinu fín og við verðum eflaust í baráttu við Ludogorets og CSKA eins og venjulega,“ sagði Hólmar sem kom til Levski árið 2017 frá Maccabi Haifa í Ísrael og samdi til fjögurra ára. Fyrsti leikurinn síðar í ágústmánuði? Ljósmynd/Levski Sofia Búlgaría Hólmar Örn Eyjólfsson í leik með Levski Sofia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.