Morgunblaðið - 07.08.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Pepsi Max-deild karla
KR – Grindavík......................................... 5:2
FH – ÍA ..................................................... 1:0
Staðan:
KR 15 11 3 1 34:16 36
Breiðablik 14 7 2 5 25:18 23
ÍA 15 6 4 5 20:17 22
FH 15 6 4 5 19:21 22
Stjarnan 14 5 6 3 22:19 21
HK 15 6 3 6 19:17 21
Valur 14 6 2 6 25:21 20
Fylkir 14 5 4 5 23:25 19
Grindavík 15 3 8 4 12:16 17
Víkingur R. 14 3 7 4 21:23 16
KA 14 5 1 8 19:22 16
ÍBV 15 1 2 12 11:35 5
Meistaradeild karla
3. umferð, fyrri leikur:
PAOK – Ajax ............................................ 2:2
Sverrir Ingi Ingason var á varamanna-
bekk PAOK.
APOEL Nikosía – Qarabag..................... 1:2
Dinamo Zagreb – Ferencváros ............... 1:1
Club Brugge – Dynamo Kiev .................. 1:0
Rauða stjarnan – København.................. 1:1
Evrópudeild karla
3. umferð, fyrri leikur:
Ararat Armenia – Saburtalo Tbilisi........ 1:2
Riga – HJK Helsinki................................ 1:1
Sutjeska Niksic – Linfield ....................... 1:2
England
Deildabikarinn, 1. umferð:
Portsmouth – Birmingham ..................... 3:0
Danmörk
Bikarkeppnin, 1. umferð:
Jammerbugt – Viborg .......... (e. framl.) 1:2
Ingvar Jónsson var á varamannabekk
Viborg.
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Kópavogsvöllur: Breiðablik – KA............ 18
Samsungv.: Stjarnan – Víkingur R..... 19.15
Origo-völlur: Valur – Fylkir ................ 19.15
Í KVÖLD!
HM U19 karla
Leikið í Norður-Makedóníu:
D-riðill:
Ísland – Túnis ....................................... 25:20
Þýskaland – Portúgal........................... 26:33
Serbía – Brasilía ................................... 30:24
Portúgal 2, Serbía 2, Ísland 2, Túnis 0,
Brasilía 0, Þýskaland 0.
Ísland mætir Brasilíu í annarri umferð í
dag, Portúgal á föstudag, Serbíu á laug-
ardag og loks Þýskalandi á mánudaginn
kemur. Fjögur lið komast áfram úr riðl-
inum í 16 liða úrslit en alls leika 24 þjóðir á
mótinu.
Í KAPLAKRIKA
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
FH jafnaði ÍA á stigum í Pepsi
Max-deild karla í fótbolta með því
að leggja Skagamenn að velli á
heimavelli í gær, 1:0. Frammistaða
FH-inga var ekki upp á marga
fiska, en hún rétt dugði til. Báðum
liðum hefur gengið illa upp á síð-
kastið og var sjálfstraust leikmanna
lítið. Voru þeir varkárir og var lítið
um færi. ÍA komst nærri því að
skora í fyrri hálfleiknum en bæði
Marcus Johansson og Stefán Teitur
Þórðarson settu boltann hársbreidd
fram hjá úr fínum færum. Eftir
hálfleikinn var mjög mikið jafnræði
með liðunum og sárafá færi litu
dagsins ljós. Þá getur verið gott að
vera með mann eins og Steven
Lennon í framlínunni. Nánast upp
úr engu skoraði hann sigurmark
FH undir lokin og eru liðin nú
þriðja og fjórða sæti, bæði með 22
stig.
FH bauð upp á lítið í fyrri hálf-
leik og var sóknarleikur þeirra
geldur. Það var aðallega Þórður
Þorsteinn Þórðarson, sem gekk til
liðs við FH frá ÍA á dögunum, sem
skapaði eitthvað. Árni Snær Ólafs-
son hafði hins vegar lítið að gera í
markinu. FH spilaði ögn betur í
síðari hálfleik og það var nóg. Hlut-
irnir hafa ekki verið að falla með
ÍA upp á síðkastið og er þetta ann-
ar leikurinn í röð sem liðið tapar,
án þess endilega að vera slakari að-
ilinn. Þetta eru leikirnir sem ÍA var
að vinna í upphafi leiktíðar, en
sjálfstraustið hefur yfirgefið liðið.
Frammistaða FH var ekki sérstök,
en það virðist vera nóg til að vinna
ÍA í dag.
Sama spilamennska hefði ekki
endilega dugað gegn öðrum liðum í
deildinni. FH má ekki láta þennan
sigur plata sig. Liðið þarf að spila
mikið mun betur til að ná í Evr-
ópusæti, sem er nú orðið býsna
nærri samt sem áður. FH er með
22 stig, aðeins einu stigi frá Breiða-
bliki, sem er í öðru sæti. Það segir
allt sem segja þarf um deildina.
Einn sigur gerir mikið, þar sem all-
ir virðast geta unnið alla, nema KR,
sem enginn getur unnið.
ÍA, sem byrjaði svo vel í sumar,
er með einn sigur í síðustu níu
leikjum í öllum keppnum. Frammi-
staðan hefur verið fín í síðustu
tveimur leikjum, en það vantar
ákveðin gæði í liðið. Valur er með
Patrick Pedersen og FH með Ste-
ven Lennon. Slíkan x-faktor vantar
í lið ÍA. Viktor Jónsson er með eitt
mark í síðustu fjórum og Tryggvi
Hrafn Haraldsson ekki neitt. Þeir
verða að hrökkva í gang.
FH-ingar sluppu fyrir horn
FH jafnaði lánlaust lið ÍA að stigum Gott að hafa Steven Lennon í framlín-
unni Einn sigur í síðustu níu hjá ÍA FH þarf að spila betur þrátt fyrir sigur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Til bjargar Steven Lennon tryggði FH sigur í Kaplakrika í gærkvöld eftir að hafa lagt boltann fyrir sig með bakinu.
1:0 Steven Lennon 88.
I Gul spjöldÞórir Jóhann Helgason (FH),
Aron Kristófer Lárusson, Stefán Teit-
ur Þórðarson og Albert Haf-
steinsson, Jóhannes Karl Guð-
jónsson (þjálfari) (ÍA).
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson, 5.
Áhorfendur: 1126.
FH – ÍA 1:0
M
Daði Freyr Arnarsson (FH)
Pétur Viðarsson (FH)
Steven Lennon (FH)
Davíð Þór Viðarsson (FH)
Þórður Þorsteinn Þórðarson (FH)
Guðmann Þórisson (FH)
Hörður Ingi Gunnnarsson (ÍA)
Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Marcus Johansson (ÍA)
Strákarnir í U19 ára landsliði Íslands í handknattleik
fóru vel af stað í lokakeppni heimsmeistaramótsins í
Norður-Makedóníu þegar þeir sigruðu Túnis, 25:20.
Staðan var 12:6 í hálfleik og sigur íslenska liðsins var
aldrei í hættu í seinni hálfleiknum.
Mörk Íslands: Dagur Gautason 6, Haukur Þrastarson
4, Einar Örn Sindrason 4, Eiríkur Guðni Þórarinsson 3,
Tumi Steinn Rúnarsson 2, Blær Hinriksson 1, Guðjón
Baldur Ómarsson 1, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1, Sti-
ven Tobar Valencia 1, Goði Ingvar Sveinsson 1, Arnór
Snær Óskarsson 1.
Portúgal vann sjö marka sigur á Þýskalandi, 33:26, og
Serbía lagði Brasilíu að velli, 30:24, í hinum tveimur leikjunum í fyrstu um-
ferð riðlakeppninnar í gær. Fjögur efstu liðin komast áfram og og mæta
liðum úr C-riðli keppninnar í sextán liða úrslitum en þar eru Danmörk,
Norður-Makedónía, Japan, Argentína, Nígería og Barein. Íslensku strák-
arnir leika í dag gegn Brasilíu. vs@mbl.is
Góð byrjun strákanna á HM
Dagur
Gautason
„Ég æfi með Viborg og er leikmaður Viborg en ég á
ekki von á því að ég muni spila fleiri leiki fyrir Vi-
borg, ekki nema eitthvað stórkostlegt breytist á næstu
vikum,“ sagði Ingvar Jónsson knattspyrnumarkvörður
við mbl.is í gær.
Ingvar hefur verið leikmaður danska 1. deild-
arfélagsins Viborg síðan að félagið keypti hann frá
Sandefjord í Noregi í fyrra. Viborg var hársbreidd frá
því að komast upp í dönsku úrvalsdeildina í vor en eft-
ir að það mistókst hefur félagið unnið að því að lækka
launakostnað. Félagið vill því losna við Ingvar sem
hefur skilning á stöðunni og vill auk þess sjálfur spila
á hærra stigi en í dönsku B-deildinni. Viborg vill hins vegar ekki láta
Ingvar fara frítt.
Ingvar á fimm mánuði eftir af samningi sínum við Viborg en hefur
ekkert spilað með liðinu á nýrri leiktíð sem hófst undir lok júlí. Hann
var á varamannabekk liðsins í gærkvöld í sigri á Jammerbugt í bik-
arleik.
Fararsnið á Ingvari hjá Viborg
Ingvar
Jónsson