Morgunblaðið - 07.08.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.08.2019, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019  Stephany Mayor skoraði fyrsta mark Mexíkó þegar liðið vann 5:1-sigur á Panama í leiknum um 5. sæti í fót- bolta kvenna á Ameríkuleikunum í Perú í gær. Þetta var annað mark May- or á leikunum. Þær Bianca Sierra snúa nú aftur til Akureyrar og halda áfram leiktíð sinni með Þór/KA.  Jordy Kuiper, hollenski körfuknatt- leiksmaðurinn sem lék með Grindavík síðasta vetur, er kominn til Spánar. Þar samdi hann við B-deildarfélagið Cáceres. Kuiper, sem er miðherji, skoraði 16,8 stig og tók 7,8 stig að meðaltali í leik með Grindvíkingum.  Haukar hafa fengið til sín spænska knattspyrnumanninn Raúl Segura, 28 ára miðjumann sem leikur með liðinu í 1. deild út tímabilið. Hnan lék síðast með Gibraltar Phoenix á Gíbraltar en hefur leikið með öðrum liðum í sömu deild og í neðri deildum Spánar.  Juventus hefur samþykkt tilboð Tottenham í Paulo Dybala upp á 64,4 milljónir punda, samkvæmt Sky. Áður hafði Manchester United reynt að skipta á Romelu Lukaku og Dy- bala. United er nú sagt vilja fá Christian Er- iksen frá Tottenham. Tottenham freistar þess aftur á móti að fá Philippe Coutinho að láni frá Barcelona. Fé- lagaskiptaglugginn á Englandi lokar síðdegis á morgun. Eitt ogannað Í VESTURBÆNUM Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Við verðum meistarar, við verðum meistarar,“ sungu stuðningsmenn KR á lokamínútunum í 5:2 sigri á Grindvíkingum á Meistaravöllum í gærkvöld. Það láir Vesturbæingum enginn að vera bjartsýnir á að Íslandsmeist- aratitillinn í fótbolta verði þeirra í ár. Þeir eru hreinlega óstöðvandi, hafa nú innbyrt 31 stig af 33 mögu- legum frá því þeir töpuðu fyrsta og eina leik sínum á tímabilinu til þessa, einmitt gegn Grindvíkingum í fyrri umferðinni, um miðjan maí. Eftir þennan sannfærandi sigur er forysta þeirra orðin þrettán stig sem er hreinlega ógnvekjandi, enda þótt Breiðablik fái tækifæri í kvöld til að koma henni niður í tíu stig á nýjan leik. Það þarf einfaldlega ein- hvers konar meiri háttar stórslys að eiga sér í Vesturbænum, nánast náttúruhamfarir, ef eitthvert annað lið en KR lyftir Íslandsbikarnum að loknu tímabilinu í haust. Andstæðingarnir í gærkvöld, Grindvíkingar, hafa verið frægir fyr- ir varnarleik sinn í sumar. Þeir mættu til leiks með markatöluna 10:11 og höfðu fengið á sig fimm mörk í síðustu tíu leikjum. En KR- ingar skoruðu fimm hjá þeim og sig- urinn hefði getað orðið enn stærri. Þegar horft er á tölfræði leiksins má sjá að KR-ingar áttu 21 skot í leikn- um, 14 sem hittu á Grindavík- urmarkið, á meðan Grindvíkingar voru með 100 prósent nýtingu, skor- uðu úr báðum sínum markskotum í leiknum eftir að KR hafði komist í 3:0 og 4:2 í síðari hálfleiknum. Kristján Flóki Finnbogason lék sinn fyrsta leik fyrir KR, kom beint inní byrjunarliðið fyrir Tobias Thomsen sem tók út leikbann. Það verður ekki auðvelt fyrir Thomsen, markahæsta mann KR í sumar, að vinna stöðuna til baka. Annars léku KR-ingar af gríð- arlegu sjálfstrausti, sérstaklega eft- ir að þeir höfðu náð að brjóta ísinn með marki Kennie Chopart eftir 28 mínútur gegn sterkustu vörn deild- arinnar. Þrjú mörk gegn einu á tólf mínútum í byrjun síðari hálfleiks þýddu að síðasti hálftími leiksins var nánast formsatriði. Eins og Srdjan Tufegdzic þjálfari Grindavíkur sagði við mig er ekkert annað fyrir Suðurnesjamennina en að gleyma þessum leik þar sem liðið gaf nánast fleiri færi á sér en í öllu mótinu hingað til. Grindavík er í harðri fallbaráttu og þarf að sækja stigin eitthvað annað en í Vest- urbæinn til að bjarga sér í þeim slag. Meistarasöngvar sungnir á Meistaravöllum  Forysta KR-inga orðin 13 stig  Skoruðu fimm mörk gegn besta varnarliðinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Markaregn KR-ingar fagna þriðja marki sínu gegn Grindvíkingum í gær en það skoraði Pablo Punyed. 1:0 Kennie Chopart 28. 2:0 Atli Sigurjónsson 47. 3:0 Pablo Punyed 55. 3:1 Óscar Conde 56. 4:1 Óskar Örn Hauksson 59. 4:2 Sigurður B. Hallsson 71. 5:2 Kristján Flóki Finnbogason 89. I Gul spjöldRodridog Gómez og Aron Jó- hannsson (Grindavík) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 7. Áhorfendur: 1.459. KR – GRINDAVÍK 5:2 MM Kristinn Jónsson (KR) M Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Kennie Chopart (KR) Pablo Punyed (KR) Kristján Flóki Finnbogason (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Atli Sigurjónsson (KR) Elias Tamburini (Grindavík) Aron Jóhannsson (Grindavík) Tveir íslenskir kylfingar verða með á Opna skoska meistaramótinu í golfi sem hefst á Renaissance-vellinum á morgun. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er með keppn- isrétt á mótinu líkt og öðrum mótum sem tilheyra Evr- ópumótaröðinni, en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk svo óvænt boð á mótið seint í fyrrakvöld og ákvað því að hætta við þátttöku á Íslandsmótinu sem einnig hefst á morgun. Flestir af sterkustu kylfingum heims mæta til keppni á Opna skoska meistaramótinu en mótið er hluti af bæði LPGA-mótaröðinni, sem Ólafía er með takmarkaðan að- gang að í ár, og Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra er í ráshópi með þeim Kelly Tan frá Malasíu og Whitney Hil- lier frá Ástralíu, og fara þær af stað kl. 11.20 á morgun. Þær hefja leik á 10. teig rétt eins og Ólafía og hennar ráshópur. Ólafía fer af stað kl. 12.26 með þeim Camille Chevalier frá Frakklandi og Tiffany Chan frá Hong Kong. Ólafía einnig með í Skotlandi Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Fimm leikmenn úr 1. deild karla í fótbolta, Inkasso-deildinni, voru í gær úrskurðaðir í eins leiks bann hver. Þeir Rúnar Þór Sigurgeirsson úr Keflavík og Stefán Árni Geirs- son úr Leikni R. fengu eins leiks bann hvor vegna rauðra spjalda í síðustu umferð. Guðmundur Karl Guðmundsson úr Fjölni, Gunnlaugur Fannar Guð- mundsson úr Haukum og Emm- anuel Eli Keke úr Víkingi Ó. fengu svo bann vegna uppsafnaðra áminninga á leiktíðinni. Fimm úr 1. deild í bann Morgunblaðið/Hari Sjö áminningar Eli Keke hefur fengið gult spjald sjö sinnum í ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.