Morgunblaðið - 07.08.2019, Page 28

Morgunblaðið - 07.08.2019, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Um sjötíu þátttakendur frá sjö löndum sækja Alþjóðlegu tónlistar- akademíuna þetta árið,“ segir Ari Vilhjálmsson fiðluleikari sem verið hefur framkvæmdastjóri Alþjóðlegu tónlistar- akademíunnar í Hörpu (HIMA) síðustu árin. Stofnandi og list- rænn stjórnandi HIMA er Lin Wei fiðluleikari sem einnig kenn- ir hjá akademí- unni. Alþjóðlega tón- listarakademían, sem nú er haldin í sjöunda sinn, hófst 1. ágúst með námskeiði fyrir nemendur í klassískum hljóðfæra- leik og stendur til 15. ágúst. „Þátt- takendur spila kammertónlist og í strengjasveit og býðst að leika ein- leiksverk á nemendatónleikaröð akademíunnar í Hörpu,“ segir Ari og tekur fram að það sé dýrmætt fyrir nemendur að fá tækifæri til að koma fram á tónleikum í Hörpu og spila bæði kammerverk og sólóverk, enda gefist ekki tækifæri til þess á hverj- um degi. Erum enn að læra Aðspurður segir Ari nemenda- fjöldann hafa sveiflast milli ára og mest farið upp í 130 þátttakendur fyrir þremur árum. „Sjötíu nem- endur er mjög passlegur fjöldi. Fyrstu mörg árin fór kennslan fram í júní, en sökum þess hversu umsetin Harpa er í þeim mánuði prófuðum við að hafa kennsluna í júlí í fyrra og í ágúst í ár sem hefur sennilega ein- hver áhrif á fjölda umsókna, enda er júní sennilega besti mánuðurinn fyr- ir nemendurna sem klára þá skóla- árið sitt með því að sækja akadem- íuna. Við erum því enn að læra þótt þetta sé sjöunda árið okkar,“ segir Ari og tekur fram að frá upphafi hafi meirihluti nemenda ávallt verið frá Íslandi. „Ég held að það sé mikil- vægt að á Íslandi sé í boði að minnsta kosti eitt alþjóðlegt nám- skeið með alþjóðlegum kennurum sem erlendir nemendur sækja líka. Með því móti geta íslenskir nem- endur sett sig að nokkru í alþjóðlegt samhengi, borið sig saman við nem- endur frá öðrum löndum og fengið kennslu hjá virtum kennurum við háskóla erlendis. Það víkkar sjón- deildarhringinn,“ segir Ari og bend- ir á að hluti þeirra íslensku nemenda sem sækja HIMA fari í framhaldinu í nám erlendis. „Ég held að við séum að bjóða upp á eitthvað gott,“ segir Ari. Að vanda verður boðið upp á nokkurn fjölda masterklassa og tón- leika sem eru opnir almenningi. Á opnunartónleikunum í Hörpu í gær- kvöldi kom hin 19 ára gamla Diana Adamyan frá Armeníu fram. „Hún er mjög frambærilegur listamaður, en hún hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu Menuhin-fiðlukeppninni í fyrra,“ segir Ari og bendir á að um sé að ræða eina virtustu fiðlu- keppnina fyrir unga fiðluleikara. Adamyan kemur aftur fram á tón- leikum undir yfirskriftinni Ung- listakonur í Hörpu 10. ágúst. „Mark- miðið með samstarfinu við Menuhin-fiðlukeppnina er að nem- endur akademíunnar sjái hljóðfæra- leikara á svipuðum aldri og þau sjálf sem eru að gera góða hluti. Unglistakonur á tónleikum Hinar unglistakonurnar okkar eru Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari sem koma fram á tón- leikum í Hörpu 11. ágúst,“ segir Ari og bendir á að Geirþrúður Anna hafi getið sér gott orð sem einn efnileg- asti sellóleikari Íslands enda stundi hún meistaranám við Juilliard- tónlistarháskólann í New York. „Jane Ade Sutarjo, sem fæddist í Jakarta í Indónesíu, flutti til Íslands árið 2008 og hóf þá framhaldsnám í tónlist við Listaháskóla Íslands. Hún starfar nú sem einleikari og meðleikari við Menntaskóla í tónlist, Tónskóla Sigursveins og víðar.“ Hágæðaeinkakennsla Rúmlega tuttugu kennarar kenna hjá HIMA þetta árið. „Kennarar eru allir úr fremstu röð íslenskra hljóð- færaleikara auk valinna gestapró- fessora frá virtum tónlistarháskól- um erlendis og leiðara í sinfóníu- hljómsveitum. Með því að veita hágæðaeinkakennslu og leggja áherslu á kammertónlist og hljóm- sveit styrkir námskeiðið allar undir- stöður nemandans og hvetur næstu kynslóð hljóðfæraleikara til dáða,“ segir Ari og bendir á að meðal er- lendra samstarfsaðila séu Atlanta Festival Academy og Point CounterPoint í Bandaríkjunum, hið amerísk-danska New Music for Strings, Lin Yao Ji Foundation í Hong Kong og alþjóðlega Menuhin- fiðlukeppnin. Meðal gestakennara í ár eru, að sögn Ara, Anton Miller fiðluleikari og Rita Porfiris víóluleikari. „Þau eru prófessorar við Hartt School í Bandaríkjunum og hafa mikla reynslu sem einleikarar, í kammer- músík og hljómsveitarspili. Með þeim kemur hópur nemenda sem mun taka þátt í akademíunni og strengjakvartettinn Es sem eru staðarlistamenn 2019.“ Sérstakir kennaratónleikar verða haldnir í Norðurljósum 11. ágúst. „Þar koma fram flestir kennararnir okkar í eldri deildinni og spila kammertónlist,“ segir Ari og tekur fram að það sé gaman fyrir kennar- ana að kynnast betur með því að spila saman. „Það skiptir líka máli að nemendurnir heyri í kennurunum sem eru að kenna þeim,“ segir Ari. Tekur hann fram að alls verði boðið upp á níu nemendatónleika þar sem nemendur akademíunnar láti ljós sitt skína og fimm masterklass- námskeið, sem séu opin almenningi. Bendir hann áhugasömum á að tryggja sér miða fyrr en seinna. Að- gangur er ókeypis í Tónskóla Sigur- sveins og í Flóa Hörpu, en miðaverði stillt í hóf fyrir tónleikana í Norður- ljósum Hörpu. Lokatónleikarnir unnir í sam- starfi við New Music of Strings „Lokatónleikana í ár höldum við í samstarfi við New Music of Strings,“ segir Ari, en tónleikarnir verða haldnir 15. ágúst. „Á fyrri hluta tón- leikanna leikur strengjasveit HIMA fjögur verk. Í sveitinni leika nem- endur og kennarar úr eldri deild en fiðluleikarinn víðkunni, Eugene Drucker úr Emerson-strengjakvart- ettinum, mun leiða sveitina í gegn- um efnisskrá þar sem teflt er saman nýjum verkum, íslenskum og erlend- um, í bland við meistaraverk fyrri ára. Á seinni hluta tónleikanna verð- ur flutt ný og nýleg kammermúsík að hætti New Music of Strings,“ seg- ir Ari að lokum. Allar nánari upplýs- ingar má finna á musicacademy.is og himafestival.is. Miðar eru seldir á vef Hörpu, harpa.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Metnaður Lin Wei, stofnandi Alþjóðlegu tónlistarakademíunar í Hörpu, kenndi masterklassa þar í gær. Bjóðum upp á „eitthvað gott“  Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu haldin í sjöunda sinn  Um 70 nemendur frá sjö löndum taka þátt  Starf sem víkkar sjóndeildarhring tónlistarnemendanna  Virtir kennarar að utan Ari Vilhjálmsson Fjöldi tónleika og masterklassa verður á boðstólum næstu daga á vegum Alþjóðlegu tónlistaraka- demíunnar. Aðgangur í Flóa Hörpu og Tónskóla Sigursveins er ókeyp- is, en miðar á viðburði í Norður- ljósum Hörpu eru seldir á vef tón- listarhússins. Laugardagur 10. ágúst  Rising Stars: Nemenda- tónleikar I í Norðurljósum Hörpu kl. 12  Fiðlumasterklass með Anton Miller í Tónskóla Sigursveins kl. 14  Víólumasterklass með Ritu Porfiris í Norðurljósum kl. 14  Rising Stars: Nemenda- tónleikar II í Norðurljósum kl. 17  Unglistakonur I: Diana Ada- myan fiðla, Richard Simm píanó í Norðurljósum kl. 19.30 Sunnudagur 11. ágúst  Píanómasterklass með Daum- ants Liepins í Norðurljósum kl. 9  Unglistakonur II: Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir selló, Jane Ade Sutarjo píanó í Norðurljósum kl. 13  Kennaratónleikar HIMA: Kamm- ermúsík í Norðurljósum kl. 16 Mánudagur 12. ágúst  Rising Stars: Nemenda- tónleikar III í Flóa Hörpu kl. 12 FJÖLDI TÓNLISTARVIÐBURÐA OPINN ALMENNINGI Diana Adamyan Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir Tónleikar og masterklassar Þriðjudagur 13. ágúst  Rising Stars: Nemendatónleikar IV í Flóa kl. 12  Sellómasterklass með Henrik Brendstrup í Tónskóla Sigursveins kl. 15.30  Rising Stars: Nemendatónleikar V í Flóa kl. 19.30 Miðvikudagur 14. ágúst  Rising Stars: Nemendatónleikar VI í Flóa kl. 12  Rising Stars: Nemendatónleikar VII í Flóa kl. 19.30 Fimmtudagur 15. ágúst  Rising Stars: Píanó og blásarar í Norðurljósum kl. 12  Dansað á strengjum: Tónleikar yngri deildar í Norðurljósum kl. 16.30  Hátíðartónleikar HIMA og New Music of Strings: Strengjasveit og kammertónlist í Norðurljósum kl. 19.30DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.