Morgunblaðið - 07.08.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 07.08.2019, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm Verð 13.500 kr. Fast & Furious-hasarmyndasyrpan er ein súvinsælasta í kvikmynda-sögunni ef marka má miðasölu enda hrein afþreying sem krefst lítils af heilabúi áhorfenda líkt og svo margar hasarmyndir. Hrað- skreiðir bílar, áflog, vöðvastæltir menn og föngulegar konur er nokk- urn veginn formúlan og hún hefur löngum gengið vel í kvikmynda- húsum. Fast & Furious Presents: Hobbs & Shaw er svokölluð „spin-off“ mynd eða afleggjari og segir af tveimur persónum úr syrpunni sem til þessa hafa verið aukapersónur. Er þar ann- ars vegar vöðvatröllið Hobbs, leikið af Bandaríkjamanninum Dwayne Johnson sem áður kallaði sig „The Rock“ (Steini) og hins vegar bardaga- lipri málaliðinn Shaw, leikinn af Eng- lendingnum Jason Statham. Báðir leikarar hafa notið mikilla vinsælda meðal hasarmyndaunnenda, Johnson hefur fikrað sig örlítið yfir í mýkri myndir hin síðustu ár en Statham haldið kyrru fyrir í hasarnum enda með liprari mönnum þegar kemur að bardagalistum og flóknum slagsmála- atriðum. Johnson og Statham ná vel saman á hvíta tjaldinu, sá fyrrnefndi tröllvaxinn í samanburði við hinn og handritshöfundar henda góðlátlegt grín að því í myndinni. Ef Johnson er Steini þá er Statham Olli. Handritið er hlægilega lélegt sem gerir myndina fyrir vikið mjög skemmtilega. Sem dæmi má nefna að þegar vondi kallinn, Brixton, leikinn af hinum ógnarsvala Idris Elba, er kynntur til sögunnar er hann spurður að því hver í fjandanum hann sé eig- inlega. „Vondi kallinn,“ svarar hann líkt og það sé algengt starfsheiti. Ráðabrugg vonda karlsins er líka kunnuglegt og gæti allt eins verið úr einni af gamanmyndunum um Johnny English. Sá vondi starfar fyr- ir einhvern enn verri og sá vill kom- ast yfir veiru sem hægt er að forrita, drepa með henni mannkynið og búa til nýtt og tæknilega betrumbætt mannkyn. Í byrjun myndar tekst systur Shaw, Hattie (sem er leikin með tilþrifum af Vanessu Kirby) að flýja undan Brixton sem vill komast yfir veiruna. Hattie skýtur hylki með veirunni í handlegginn á sér og ef ekki tekst að ná því út innan ákveðins tíma mun veiran fara út í blóðrásina og í framhaldi smita hana og mann- kyn allt. Tæki sem nota þarf til að ná veirunni út er auðvitað í rammgerðu virki í Úkraínu og þangað halda Hobbs, Shaw og Hattie en hasarinn berst einnig til London og Samóaeyja og endar með fjölskylduuppgjöri Hobbs og auðvitað fáránlegum loka- bardaga. Brixton reynist vera endur- lífgaður hermaður sem sveik lit og gengur nú fyrir rafmagni og vélbún- aði sem gerir hann ofurmannlegan og - að því er virðist - ósigrandi. „Ég er svartur Súpermann,“ segir Elba glottandi og hefur eflaust átt erfitt með að halda aftur af hlátrinum í tök- um. Textinn hans er meira eða minna jafnkjánalegur og fyrrnefnd setning. Hobbs og Shaw eru svarnir óvinir, eins og aðdáendur Fast & Furious- myndanna vita og virðast á yfirborð- inu eiga lítið sameiginlegt og svívirð- ingar sem ganga á milli þeirra reglu- lega eru ansi spaugilegar. „Þú ert eins og risavaxið, húðflúrað barn!“ urrar Statham og Johnson svarar því til að sá enski sé jafnstuttur til hnés- ins og hobbiti. Þegar systir Shaw fer svo að renna hýru auga til Hobbs er Shaw öllum lokið. Lapþunnt og heimskulegt hand- ritið kemur lítið að sök í svona kvik- mynd, maður ætlast ekki til þess að hún sé vitræn. Mestu máli skiptir að hasarinn er flottur enda leikstjórinn sá sami og leikstýrði John Wick og Atomic Blonde. Statham sýnir glæsi- leg tilþrif í slagsmálaatriðum þó ekki sé að finna í þeim mikinn frumleika eða hugmyndaflug og drumburinn Johnson er ágætis mótvægi við þá miklu fimi. Kirby er ekki síðri í sínum slagsmálaatriðum og gefur þeim fé- lögum ekkert eftir. Fjölhæf leikkona þar á ferð og enn eftirminnilegust fyrir leik sinn í dramaþáttunum The Crown á Netflix. Það er fyrirtaks húmor og hasar í þessum fína afleggjara sem missir því miður flugið undir lokin þegar við tekur drepleiðinlegt og væmið fjöl- skyldudrama á Samóaeyjum og lang- dregið reiptog við þyrlu. Aðdáendur Statham, Johnson og Fast & Fur- ious-hasarmyndanna fá engu að síður nóg fyrir sinn snúð. Steini og Olli bjarga heiminum Óvinir Johnson og Statham spara ekki svívirðingarnar í Hobbs & Shaw. Þeir eru svarnir óvinir en neyðast til að snúa bökum saman þegar bjarga þarf systur Shaw og um leið öllu mannkyni frá útrýmingu og ógurlegu illmenni. Smárabíó, Laugarásbíó, Háskólabíó og Sambíóin Álfa- bakka, Egilshöll og Keflavík Fast & Furious Presents: Hobbs & Shaw bbbnn Leikstjórn: David Leitch. Handrit: Chris Morgan og Drew Pearce. Aðalleikarar: Jason Statham, Dwayne Johnson, Idris Elba og Vanessa Kirby. Bandaríkin og Bretland, 2019. 137 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Á dögunum var afhjúpað við Hálsatorg í Kópavogi nýtt veggverk eftir dönsku myndlist- arkonuna The- resu Himmer, Sólarslóð. Í há- deginu í dag, miðvikudag, kl. 12.15 til 13 mun Brynja Sveinsdóttir, verkefnastjóri safneignar og miðlunar Gerðar- safns, kynna verkið. Sólarslóð sýnir hreyfingu sólarinnar yfir eins árs tímabil með tólf brotalínum sem teikna upp hin óskýru mörk á milli sólarljóss og skugga sem varpast á vegg Hálsatorgs. Að lokinni kynningu á verkinu býðst gestum að fylgja Brynju yfir á Gerðarsafn þar sem hún fræðir gesti um annað verk Theresu: Inn- anhús framleiðsla I-III sem hefur bein tengsl við Sólarslóð. Theresa Himmer við Sólarslóð. Kynnir veggverk Theresu Himmer Rithöfundurinn Toni Morrison, sem varð árið 1993 fyrst bandarískra blökkumanna til að hreppa Nóbels- verðlaunin í bók- menntum, er lát- in 88 ára að aldri. Í verkum sínum fjallaði Morr- ison einkum um sjálfsmynd svartra og sérstaklega stöðu svartra kvenna í heimalandinu. Hún sendi frá sér 11 skáldsögur auk barnabóka og greinasafna. Þekktustu sögur hennar eru Song of Solomon (1977) og Beloved sem hreppti Pulitzer-verðlaunin 1988 en báðar komu út í þýðingu Úlfs Hjörvars undir heitunum Söngur Salómons og Ástkær. Nóbelshöfundurinn Toni Morrison látin Toni Morrison Tvennir tónleikar Ed Sheeran fara fram á Laugardalsvelli um helgina, 10. og 11. ágúst, og verður dagskrá beggja daganna eins, samkvæmt til- kynningu frá Senu Live sem skipu- leggur tónleikana. Dagskráin hefst kl. 12 á hádegi þegar aðdáendasvæðið í Laug- ardalshöll verður opnað og getur fólk þar slappað af og hitað upp fyrir tónleikana. Dyrnar að Laugardals- velli verða opnaðar kl. 16 og Glowie kemur á svið kl. 18. Á eftir henni, um kl. 18.45, kemur sænska popptónlist- arkonan Zara Larsson og kl. 19.45 trúbadorinn James Bay. Tónleikar Sheeran hefjast kl. 21 og lýkur um kl. 23, ef áætlanir standast. Þar sem búast má við tugþús- undum gesta í Laugardalinn verður dregið úr umferð með því að bjóða upp á sætaferðir milli Kringlu og Laugardalsvallar frá kl. 15.30 og verður farið með gesti á 20 mínútna fresti. Að tónleikum loknum verður keyrt frá Laugardalsvelli að Kringlu. Frekari upplýsingar um tón- leikana og allt sem þeim viðkemur má finna á vefslóðinni senalive.is/ vidburdir/ed/. Allt sem vita þarf um tónleika Ed Sheeran Feykivinsæll Edward Christopher Sheeran, betur þekktur sem Ed Sheeeran, er einn vinsælasti tónlist- armaður heims. Hann er 28 ára og fæddur í Halifax á Englandi. The Lion King 1 3 Fast & Furious: Hobbs & Shaw Ný Ný Spider-man: Far From Home 2 5 Toy Story 4 3 7 Anna 4 2 Yesterday 6 6 Aladdin 7 11 The Queen's Corgi 8 5 The Secret Life of Pets 2 10 9 Stuber 5 4 Bíólistinn 2.–4. ágúst 2019 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bíóaðsókn helgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.