Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ef fólk sem rekur bíó getur flokk- að rusl í niðamyrkri þá geta allir það,“ segir Guðrún Karítas Finns- dóttir, sýningarstjóri hjá Borg- arbíói á Akureyri. Starfsmenn Borgarbíós hófu ný- lega að flokka allt sorp sem fellur til í bíóinu. Þeir hafa komið fyrir átta flokkunartunnum og hvetja bíógesti til að láta ekki sitt eftir liggja. Guðrún Karítas segir að starfsfólkið hafi um nokkurt skeið flokkað sjálft rusl en nýlega var farið að flokka einnig ruslið úr söl- um kvikmyndahússins. „Þetta er rosalegt magn. Við höfum lengi flokkað poka utan af nachosi, sós- um og fleiru. Svo settum við tunn- ur inn í sal og fyrst um sinn nýttu sér ekki margir það. En eftir að við sett- um auglýsingu á skjáinn rétt áður en myndin hefst þar sem við hvetjum fólk til að flokka þá tóku margir við sér. Konurnar sem þrífa eru líka flokk- unarsjúkar eins og ég og hjálpa okkur við þetta.“ Helmingi minna sorp en áður Guðrún segir að um það bil þrír stórir ruslapokar með plasti séu sendir í endurvinnslu í viku hverri og umfang almenna sorpsins hafi samfara þessu minnkað umtalsvert. „Það er örugglega helmingi minna en áður, enda er til dæmis hægt að stafla glösum þegar búið er að taka lokin og rörin frá,“ segir hún. „Það eru allir á Akureyri dug- legir að flokka ruslið sitt og við viljum endilega að fleiri fyrirtæki bætist í hópinn,“ segir Guðrún Karítas. Frekari ráðstafanir í þágu um- hverfisins eru í skoðun að sögn Guðrúnar. Til að mynda er unnið að því í samstarfi við Vífilfell að hanna fjölnota glös sem fólk getur komið með aftur og aftur og fengið afslátt af gosi fyrir vikið. Risarnir fylgja á eftir Stóru kvikmyndahúsin í Reykja- vík virðast ætla að feta í fótspor Borgarbíós á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Þór Jóels- syni hjá Senu, sem rekur Smárabíó og Háskólabíó, er litið til fordæm- isins frá Akureyri. „Það er algjört forgangsverkefni að útrýma plast- inu. Í næstu viku byrjum við með papparör og verðum fyrsta kvik- myndahúsið til að taka þau í notk- un. Þetta er svar við óskum við- skiptavina sem eru margir farnir að afþakka plaströr og plastlok á gosið hjá okkur. Við erum líka að skoða nýja bakka undir nachosið,“ segir Ólafur. Hann segir jafnframt að undirbúningur fyrir það að flokka og endurvinna í bíóhúsunum sé kominn á fulla ferð. „Það er í nokkur horn að líta varðandi út- færsluna og við ætlum að gera þetta vel, við erum ekki bara að leita að einhverjum stimpli,“ segir Ólafur. Alfreð Árnason, framkvæmda- stjóri hjá Sambíóunum, sagði að það væri í undirbúningi að hefja flokkun sorps í sölum Sambíóanna og verið væri að skoða hvernig yrði staðið að því. Flokka rusl í niðamyrkri fyrir norðan  Gestir Borgarbíós á Akureyri taka þátt í að flokka  Fleiri bíó taka við sér Plastið flokkað Vikuskammtur á leið í endurvinnslu hjá Borgarbíói. Guðrún Karítas Finnsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Heyskapur í sveitum landsins er al- mennt langt kominn, segja bændur sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Eftirtekjan er um meðallag og þar ræður þurrkatíð. Vætuna hefur, annarsstaðar en á Austurlandi, vantað svo best geti sprottið. Eigi að síður er fólk almennt ánægt með uppskeruna, afkomu, ástand og horfur. Næringarríkt hey „Sláttur hér í Rangárþingi er langt kominn,“ segir Elvar Eyvinds- son bóndi á Skíðbakka í Austur- Landeyjum. Fyrsti sláttur sem flestir bændur tóku í júní hafi skilað góðum heyjum og nú séu margir að taka aðra yfirferð. Slá hána, eins og slíkt er kallað. „Það var mjög þurrt í veðri í maí og fram eftir júní. Þá fengum við vætu í nokkra daga svo allt komst á skrið. Mér sýnist líka að þetta sé mjög gott og næringarríkt hey,“ segir Elvar. Í Skagafirði sér fyrir endann á heyskap hjá þorra bænda. Heyfengur er þó ekki nema „… í slöku meðallagi,“ segir Atli Már Traustason bóndi í Syðri-Hof- dölum í Blönduhlíð. „Frá því í apríl og þar til núna í ágúst kom hér varla dropi úr lofti og uppskeran er sam- kvæmt því. Í þessari viku hefur hins vegar hellirignt og á túnum er kom- in há fyrir seinni sláttinn, sem menn ljúka væntanlega núna í kringum helgina enda er spáð þurrki. Sjálfur hugsa ég mér að minnsta kosti gott til glóðarinnar og vænti þess að klára þetta að mestu, þótt einstaka spildur verði svo teknar í þriðja slætti.“ Þurrkatíð í allt sumar ræður því að bændur í Dölum eru nú í ágúst að áliðnum slætti með aðeins um 2/3 af þeim heyjum sem þeir náðu í fyrra. „Hér hefur verið mjög óvenjulegt tíðarfar að undanförnu,“ segir Eyj- ólfur Ingvi Bjarnason, oddviti Dala- byggðar og ráðunautur. Hann býr í Ásgarði í Hvammssveit, þar sem er veðurathugunarstöð og mælingar gerðar daglega. Samkvæmt þeim er uppsöfnuð úrkoma á staðnum frá 1. apríl til dagsins í dag aðeins 60 milli- metrar borið saman við að ársúr- koman í meðalári eru 830 millimetr- ar. „Milli úrkomumagns og heyfengs er alltaf samhengi Það sem bjargar málunum núna er að margir eiga fyrningar frá fyrra ári og sjálfur er ég ágætlega settur,“ segir Eyjólfur. Bleyta og brösótt Á Austurlandi hefur legið í súld og rosa megnið af sumrinu svo hey- skapur hefur gengið brösulega, seg- ir Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi í Straumi í Hróastungu á Héraði og formaður Landssamtaka sauðfjár- bænda. „Þeir sem búa lengst inn til lands- ins eru best settir með gott hey núna, bændur til dæmis á Fljótsdal og Efri-Jökuldal. Annarsstaðar, svo sem hér í Tungunni, er þetta leið- inlegra. Sumstaðar eru meira að segja skákir sem enn hafa ekki verið slegnar – og núna þegar langt er lið- ið á sumar eru grös orðin trénuð og væntanlega næringarlítil. Samt held ég að hvergi sé uppi alvarlegur vandi,“ segir Guðfinna. Þurrkurinn veldur minni heyfeng  Lítil úrkoma hefur sett strik í reikning bænda  Slakt meðallag í Skagafirði  Þriðjungi minni hey en í fyrra í Dölunum  Öðrum slætti er víðast hvar að ljúka  Grösin eru trénuð á Austurlandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landbúnaður Rakað í múga fyrir hirðingu á túni í Hrútafirði á dögunum. Elvar Eyvindsson Atli Már Traustason Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Fyrstu tvö stafrænu strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið tek- in í notkun. Skýlin eiga að minnsta kosti að verða fimmtíu talsins en það er fyrirtækið Dengsi ehf. sér um upp- setningu þeirra. Í skýlunum eru LED skjáir fyr- ir auglýsingar svo ekki þarf lengur að skipta út auglýsingum á pappír heldur verða þær einfaldlega sendar stafrænt í skýlin. Í þeim verða einn- ig stafræn rauntímakort sem gefa farþegum upplýsingar um það hvaða vagn er næstur. „Þetta er náttúrulega algjör bylting. Um leið og þetta er orðið stafrænt þá er þetta miklu einfald- ara og auðvelt að breyta, bæta og svo framvegis,“ segir Vésteinn G. Hauksson, framkvæmdastjóri Billboard ehf., sem er eigandi Dengsa ehf. Aðspurður segir Vésteinn skýl- in eðlilega framvindu í tækniþróun. „Allur heimurinn er að komast þangað,“ segir Vésteinn. Hann hefur mikla trú á því að verkefnið borgi sig þó skýlin séu vissulega talsvert dýrari en hefð- bundin eldri strætóskýli. „Við hefð- um náttúrulega ekki farið út í þetta nema við hefðum trú á því.“ Umgengni í strætóskýlum borgarinnar hefur ekki beint verið til fyrirmyndar fram að þessu. Spurður hvort hann sé ekki smeykur við slæma umgengni í skýlunum segir Vésteinn: „Það er bara partur af þessu.“ Stafrænu strætóskýlin verða alls fimmtíu talsins Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Litríkt Annað skýlanna tveggja stendur við Kringlumýrarbraut.  Tvö ný skýli eru þegar komin upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.