Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Op i ð v i r k a d a g a 11 -18 / l a u g a r d . 11 -17 / s u nnud . 12 -17 / S ím i 5 6 2 0 0 16 T Í S K A & L Í F S S T Í L L S k ó l a v ö r ð u s t í g 1 6 a Rýmingar- SALA 50% afslátturaf fatnaði VERSLUNIN HÆTTIR Þeir sem vilja klífa tind Everest, hæsta fjalls jarðar, þurfa að sýna fram á að þeir séu reyndir fjall- göngumenn verði tillögur ráðgjafarnefndar á vegum stjórn- valda í Nepal samþykktar. Nefndin leggur til að fjallgöngu- menn verði að klífa a.m.k. 6.500 metra hátt fjall í Nepal áður en þeim verði heimilað að ganga á tind Everest sem er 8.848 metra hátt. Fjallgöngumennirnir þurfi einnig að leggja fram vottorð um að þeir séu við góða heilsu og sýna að þeir hafi ráðið reynda leiðsögumenn. Gjaldið sem greiða þarf fyrir leyfi til að klífa fjallið verður hækkað í jafnvirði 4,4 milljóna króna úr 1,4 milljónum. Yogesh Bhattari, ferðamála- ráðherra Nepals, sagði að stefnt væri að því að breyta lögunum í samræmi við tillögur nefndarinnar. Markmiðið með þeim væri að auka öryggi göngumanna á fjallinu. Ell- efu manns dóu á Everestfjalli í ár, þar af níu á leiðinni frá Nepal. A.m.k. fjögur dauðsfallanna voru rakin til of mikils fjölda göngu- manna á fjallinu í einu, að sögn fréttaveitunnar AFP. Hún hefur eftir sérfræðingum að mörg dauðs- fallanna megi einnig rekja til reynsluleysis göngumanna. Alls klifu 885 manns Everestfjall í ár, fleiri en nokkru sinni fyrr. Heimildir: 8000ers/RichardSalisbury/HimalayanDatabase/yfirvöld í Nepal Everestfjall 1. búðir 6.035 m 3. búðir 7.158 m Khumbu- skriðjökullinn 4. búðir 7.906 m Hillary-þrepLeiðin um Suðurskarð frá Nepal Grunnbúðir 5.364 m Tindur 8.848 m Katmandú Everestfjall INDLAND KÍNA 60 km NEPAL 2. búðir 6.474 m 2004 19*17151311200907 Dauðsföll á fjallinu Fjöldi dauðsfalla á ári frá 2004 7 6 5 5 14** 11 17 8 10 4 3 5 1 7 11 6 Leið frá Nepal *skv. uppl. frá 29. maí Leið frá Tíbet **að frátöldum fjórum dauðsföllum í grunnbúðunum Reglur um göngu á Everest hertar Innanríkisráðuneyti Ísraels tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að meina tveimur bandarískum þingkonum að ferðast til landsins vegna þess að þær hefðu hvatt fólk til að sniðganga ísr- aelskar vörur. Gert hafði verið ráð fyrir því að þingkonurnar tvær, Ilhan Omar og Rashida Tlaib, færu til Ísraels um helgina. Þær hugðust fara á svæði Palestínumanna á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem. Omar og Tlaib hafa báðar hvatt til þess að ísraelskar vörur verði snið- gengnar vegna mannréttindabrota Ísraela á svæðum Palestínumanna. Lög í Ísrael heimila að þeim sem beita sér gegn landinu með þessum hætti verði meinað að ferðast þangað en ísr- aelskir embættismenn höfðu sagt að þingmönnum frá Bandaríkjunum yrði veitt undanþága. Innanríkisráðuneytið tilkynnti ákvörðun sína skömmu eftir að Don- ald Trump Bandaríkjaforseti hvatti til þess að þingkonunum yrði meinað að ferðast til Ísraels. Hann sagði á Twitt- er að það væri til marks um „mikinn veikleika“ ef stjórnvöld í Ísrael heim- iluðu bandarísku þingkonunum að ferðast þangað. „Þær hata Ísrael og alla gyðingaþjóðina,“ sagði hann. Óvirðing við þingið? Áhrifamikill þrýstihópur stuðn- ingsmanna Ísraels í Bandaríkjunum, AIPAC, kvaðst vera andvígur ákvörð- un ísraelskra stjórnvalda. Þótt hann væri ósammála viðhorfum þing- kvennanna tveggja til Ísraels teldi hann að leyfa ætti öllum kjörnum fulltrúum bandarísku þjóðarinnar að ferðast þangað. Tlaib er af palestínskum ættum en fæddist í Michigan. Omar fæddist í Sómalíu og var kjörin í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota í síðustu kosningum. Þær hafa báðar neitað því að þær hati gyðinga. Palestínski embættismaðurinn Hanan Ashrawi sagði að ákvörðun Ísraelsstjórnar væri „svívirðileg at- laga að bandarísku þjóðinni og fulltrú- um hennar“ og „hættulegt fordæmi“ sem samræmdist ekki venjum í sam- skiptum ríkja. Trump hafði áður gagnrýnt Tlaib og Omar harkalega og hvatt þær til að fara aftur til landa sinna. Tom Malinowski, demókrati í full- trúadeildinni, sagði að ákvörðun Ísr- aela væri óvirðing við þing Bandaríkj- anna og gagnrýndi ummæli Trumps um þingkonurnar. „Fyrst sagði hann þingkonunni Tlaib að „fara aftur“ til landsins „hennar“ en svo segir hann því landi að hleypa henni ekki þang- að.“ bogi@mbl.is Meina þingkonum að fara til Ísraels  Ísraelar fara að ráði Donalds Trumps Rashida Tlaib Ilhan Omar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.