Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 ✝ Sigríður Óskfæddist 19. júní 1964 á Ísafirði, yngst fjögurra systkina. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. júlí 2019. Foreldrar henn- ar voru Maríanna Hallgrímsdóttir, f. 2. desember 1928, d. 24. september 1980, og Jón Kristinsson, f. 17. maí 1925, d. 24. desember 1997. Systkini Sigríðar Óskar eru Hansína Kolbrún, gift Gunnari Má Gíslasyni, Kristinn, kvæntur Sigurlaugu Bjarnadóttur, og Guðrún Halla. Fyrsta árið bjó Sigríður Ósk á Suðureyri við Súg- andafjörð en þá flutti fjölskyldan suður, fyrst að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal í eitt ár en síðan að Skógum undir Eyjafjöllum. Sigríð- ur Ósk flutti að heiman árið 1972 á Kópavogshæli, þá að verða átta ára. Árið 1986 flutti hún á sambýlið í Klettahrauni 17 í Hafnarfirði og 21. júlí 2002 á nýtt sambýli í Hafnarfirði í Blikaási 1 og bjó þar upp frá því. Útför Sigríðar Óskar fer fram frá Ástjarnarkirkju í dag, 16. ágúst 2019, klukkan 13. Í dag kveð ég elsku litlu syst- ur mína með miklum söknuði. Sigríður Ósk var frá fæðingu mikið fötluð og birtist fötlunin í því að vöðvar líkamans ýmist spenntust eða slöknuðu ósjálf- rátt og hún gat því litla stjórn haft á hreyfingum sínum. Hún gat ekki talað og augun og tung- an nánast það eina sem hún hafði stjórn á. Þrátt fyrir þessa miklu fötlun hafði hún gott skap, var oftast létt í lund og hláturmild, enda mikill húmor- isti. Okkur í fjölskyldu hennar og öðrum sem umgengust hana mikið varð snemma ljóst að hugur hennar var ekki skadd- aður. Hún fylgdist grannt með öllu sem fram fór í kringum hana og sýndi augljós merki þess að hún skynjaði sorg og gleði, alvöru og kátínu. Hún var mikill fjörkálfur sem barn og þótti okkur eldri systkinum hennar mjög gaman að leika við hana, þar sem hún lá á eldhús- eða stofugólfinu eða á grasinu utan dyra. Á unglingsárum komst hún loks í skóla. Þá kom í ljós að hún var læs, skarpgreind og skáldmælt. Í skólanum fékk hún aðgang að tölvu sem tengd var við hljóðnema og með miklum erfiðismunum gat hún loksins sagt frá ýmsu sem í huga henn- ar bjó. Hún sagði meðal annars frá því að hún hefði lært að lesa þegar mamma las fyrir hana á kvöldin og fylgdi línunni með fingrinum á meðan hún las. Einnig tókst henni með hjálp tölvunnar að koma á blað vísum sem hún hafði ort. Sá sem tókst þannig að rjúfa þessa einangrun hennar heitir Trausti Ólafsson og skrifaði hann síðan bók um þessa vinnu með Sigríði Ósk, bókina Á leið til annarra manna. Alla tíð þurfti Sigríður Ósk að glíma við veikindi og var því oft á sjúkrahúsum. Eftir eina slíka dvöl á Grensásdeildinni á meðan hún dvaldist á Kópavogshæli orti hún þessa vísu: Kárnað hafði gaman gott Grensásdeildar beðnum á, Hælið gamla fínt og flott fór hún Sigga litla að þrá. Sigríður Ósk hafði yndi af því að fara á tónleika og í bíó. Vildi einkum sjá rómantískar kvik- myndir og horfði á þær sem henni þóttu bestar aftur og aftur. Hún hafði líka gaman af fatainn- kaupum og hafði mjög ákveðnar skoðanir á fötum og hverju hún klæddist. Í gegnum tíðina kynntist Sig- ríður Ósk fjölda fólks sem ann- aðist hana af nærgætni og auðg- aði líf hennar. Margt af þessu samferðafólki hennar tók við hana ástfóstri og varð vinir henn- ar ævilangt. Ég vil að lokum færa þessu góða fólki kærar þakkir fyrir að sjá svo vel um hana litlu systur mína. Kristinn. Ég get verið þíðan þín þegar allt er frosið því sólin hún er systir mín sagði litla brosið. (R. Gröndal) Stóri bróðir hringdi og ég vissi hvert erindið var: „Halla mín, hún er farin.“ Ég var mörg þúsund kílómetra í burtu og söknuðurinn og tómið nísti, elsku litla systir mín, fyr- irmyndin mín, vinkona mín og töffarinn minn var farin, laus úr viðjunum og vonandi komin í blómabrekkuna til mömmu og pabba. Mín fyrsta minning um Sigríði Ósk er spenningurinn sem fylgdi því að eignast litla systur, leik- félaga og hafa vinkonu til að leika við, ráðskast með og knúsa en svo sagði pabbi okkur að lítil systir væri fædd og hún væri með gulu. Ég vissi ekkert hvað það væri en vissi að Kínverjar væru gulir, svo ég hljóp út á róló og tilkynnti stolt, að ég væri búin að eignast litla systur og hún væri Kínverji! Síðar kom í ljós að gula var ekki það eina sem hrjáði litlu systur, hún var með CP og spastísk. Hún gat ekki gengið né talað en við sáum fljótt að í þessum litla fjötraða líkama var greind lítil stúlka, fyndin, stríðin og með ómótstæðilegt bros sem bræddi alla. Við lékum okkur saman og þótt hún gæti ekki tekið þátt í öllum leikjum vildum við alltaf hafa hana með og hún hafði sannarlega skoðanir. Við bjugg- um í Skógum undir Eyjafjöllum frá því að Sigríður var tveggja ára og eignuðumst strax góðar vinkonur, Guggu, Unni og Stínu Rós, og þó að Sigríður og Stína væru smákrakkar fengu þær að vera með í mömmuleik, búleikj- um og meira að segja fótbolta og sjaldan fannst Sigríði meira gaman en þá. Við lásum saman, stálum súkkulaði frá mömmu og hlóg- um að svipnum á mömmu. Hún lærði að lesa hjá mömmu fjögurra ára, þó að við vissum ekki fyrir víst hvort hún væri læs fylgdist hún vel með og var fljót að láta í sér heyra ef við svindluðum í lestrinum og hlupum yfir, það kom svo í ljós síðar þegar hún gat tjáð sig með aðstoð tölvu að hún var ekki bara fluglæs og vel kunnandi í mörgu, hún var hagmælt líka. Mikil stakkaskipti urðu í lífi hennar þegar hún fékk tölvu og gat loksins tjáð sig og var skrif- uð bók um hana og þessi um- skipti, bókin heitir Á leið til annarra manna og var nafn bók- arinnar valið af henni og hún rituð af kennaranum hennar, Trausta Ólafssyni. Eftir það fékk hún að fara í menntaskóla í tvö ár og naut þess mjög, enda leiftrandi greind og fróðleiksfús. Vegna veikinda móður okkar og lítillar þjónustu við fatlað fólk á þessum árum þurfti Sig- ríður Ósk að flytja á Kópavogs- hæli átta ára en kom alltaf heim í langt jóla-, páska- og sumarfrí, þannig vildu foreldrar mínir hafa það. Eftir 14 ár þar flutti hún á sambýli og þaðan á íbúðasam- býli, þar sem hún var umvafin yndislegu fólki alla tíð. Sigríður Ósk var vinmörg og flestir sem unnu við að aðstoða hana urðu ævilangir vinir hennar og erum við þeim óendanlega þakklát fyrir ástúð, vináttu og hlýju alla tíð. Elsku Sigríður Ósk, þú ætl- aðir að koma til mín í heimsókn í hlýjuna í vetur, nú verða sól- böðin okkar að bíða þar til ég kem til þín í blómabrekkuna. Takk fyrir allt, ég sakna þín. Þín systir, Guðrún Halla. Elsku nafna mín og frænka okkar. Ofsalega var sárt að heyra að þú værir farin frá okkur, við huggum okkur við það að nú ertu orðin laus úr fjötrunum og leikur vonandi frjáls við Marí- önnu ömmu og Jón afa í blóma- brekkunni þarna hinum megin. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við minnumst þín er lífsgleðin, æðruleysið og stríðnin. Einstakt hugarfar sem þú hafðir og hvernig þú lýstir upp hvert herbergi sem þú komst í. Þú ert mikil fyrirmynd okkar allra og mótaði líf þitt og saga mömmu okkar í þessa góðhjört- uðu en grjóthörðu baráttukonu sem kenndi okkur svo mikið. Að setja sig í spor annarra og hafa aðgát í nærveru sálar er nokkuð sem við fengum með móður- mjólkinni og höfum við öll unnið við umönnun á einn eða annan hátt. Sérhver draumur lifir aðeins eina nótt sérhver alda rís en hnígur jafnan skjótt hverju orði fylgir þögn og þögnin hverfur alltof fljótt. En þó að augnablikið aldrei fylli stund skaltu eiga við það mikilvægan fund því að tár sem þerrað burt aldrei nær að græða grund. Líttu sérhvert sólarlag, sem þitt hinsta væri það. Því morgni eftir orðinn dag enginn gengur vísum að. (Bragi Valdimar Skúlason) Takk fyrir góðar stundir, elsku frænka, hvíldu í friði. Þín systkinabörn, Maríanna Ósk, Bergþóra Kristín, Brynjólfur og Sigfríður Aldís. Sigríður Ósk var barn að aldri og ég unglingur þegar við nöfnurnar hittumst fyrst. Leiðir okkar lágu aftur saman þegar Sigríður Ósk flutti að Kletta- hrauni 17 í Hafnarfirði, í árs- byrjun 1986. Sambýlið í Kletta- hrauni var fyrsta sambýlið ætlað fötluðu fólki í Hafnarfirði. Í þá daga voru gerðar kröfur til þeirra sem boðin var búseta á sambýli, þ.e. að vera „sambýlis- hæfur“, það þýddi að vera nokk- uð sjálfbjarga í daglegu lífi, Sig- ríður Ósk taldist ekki hæf til að búa á sambýli samkvæmt skil- greiningunni. Hún ruddi braut- ina gagnvart mannréttindum fatlaðs fólks, réttindum til að búa utan stofnana, og því má Sigríður Ósk Jónsdóttir ✝ Sólveig ElísabetSegler Guð- björnsdóttir fæddist í Trier í Þýskalandi 16. september 1994. Hún lést í Reykjavík 8. ágúst 2019. Foreldrar hennar eru Guðbjörn Guð- björnsson, f. 3. júní 1962, og Johanna Segler, f. 22. desem- ber 1971. Systkini hennar eru Anna-Lena Johanna Segler Elísabet útskrifaðist úr grunnskóla á Selfossi og stund- aði nám við Menntaskólann í Hamrahlíð og síðar listnám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Myndlistaskóla Reykjavíkur. Hún lærði einnig söng við Söng- skóla Sigurðar Demetz. Elísabet vann sem þjónn á ýmsum veit- ingastöðum og var síðar leið- beinandi á leikskóla. Útför hennar fer fram frá Bessastaðakirkju í dag, 16. ágúst 2019, klukkan 13. Guðbjörnsdóttir, f. 26. desember 1990, Lilja Viktoría Segler Guð- björnsdóttir, f. 3. október 1992, Helena Freyja Segler Marís- dóttir, f. 10. febrúar 2004, Marís Freyr Segler Marísson, f. 2. júlí 2005, Jakob Þór Segler Marísson, f. 5. mars 2008, og Emil Týr Segler Marísson, f. 5. mars 2008. Kveðjustundir varpa upp minningabrotum í huganum. Minningarnar um fallegu Elísa- betu frænku mína eru margar enda hef ég þekkt hana frá fæð- ingu. Hvort heldur það eru minning- arnar frá síðasta sumri þegar við hittum hana með unnustanum á kaffihúsi í miðbænum, með bros á vör, eða leitað lengra aftur í tím- ann, þá gleymist ekki eitt í fari Elísabetar: fegurð hennar og glæsileiki. Lítil fjölskyldusaga er samt kannski minningin sem stendur upp úr. Við heimsóttum þau fjöl- skylduna í Bayreuth þar sem bróðir minn, pabbi Elísabetar, var við störf við óperuhátíðina. Við hjónin og Glói sonur okkar gistum nokkrar nætur og frænd- systkinin léku sér saman alla daga. Glói lét ekki á sig fá þótt sú yngsta, Elísabet, væri stundum nokkuð harðhent við hann og tæki jafnvel upp á að slá til hans með plastskóflu. Glói okkar, sem var vanur að vera sinn eigin herra enda einbirni, var friðsamur mjög og lét fjörið í valkyrjunum frænk- um sínum ekki á sig fá. Hann stóðst þessa eldraun ágætlega og á síðasta degi kom Jóhanna, mamma systranna, við í leik- fangabúð og keypti gjöf að skiln- aði fyrir Glóa. Gjöfin var lítil alls- ber dúkka í litlu bláu baðkari. Það skipti engum togum að drengur- inn tók miklu ástfóstri við dúkk- una, svo miklu að hann skildi hana aldrei við sig. Hann nefndi hana Elísabetu í höfuðið á harðhentu frænkunni í Bayreuth. Þar sem við vorum að flytja til Frakklands og hann að hefja leikskólagöngu sína þar varð dúkkan Elísabet stoð hans og stytta næstu árin. Móðir hans saumaði á hana fal- legan kjól og pabbi föndraði skó úr bleiku plasti svo velsæmis yrði gætt þegar leið á leikskólagöng- una. Dúkkan Elísabet er enn til í fórum okkar en við kveðjum hins vegar í dag nöfnu hennar Elísa- betu Segler Guðbjörnsdóttur. Sú Elísabet var listræn og fögur og sannarlega mikið í hana spunnið. Og þó að hún næði að höndla ham- ingjuna í lífi sínu inn á milli varð margt til að varpa skugga á henn- ar líf. Veikindi og áföll einkenndu hennar stuttu ævi og ekki er hægt að neita því að sum okkar horfast í augu við fleiri áföll en nokkur ætti að þola. Það á við um Elísabetu sjálfa, Guðbjörn föður hennar og móðurina Jóhönnu sem og systk- inin hennar öll sem nú sameinast í harmi sínum. Hjá ykkur, elsku fólk, er hugur okkar fjölskyldunn- ar í dag þegar við kveðjum ynd- islega frænku okkar. Megið þið finna frið í harmi ykkar og sorg. Gunnar Guðbjörnsson. Elsku Elísabet okkar er fallin frá allt of ung. Hennar verður ætíð minnst sem litlu frænku. Við sem stóðum henni nærri vitum að hún var viðkvæm og listræn með frjótt ímyndunarafl. Grænu aug- un, smitandi hláturinn og fallega breiða brosið hreyfði við okkur öllum. Það var aldrei lognmolla í kringum Elísabetu. Hún var hug- fangin af Frakklandi og langaði að búa þar og mennta sig á sviði lista og menningar. Þó að lífshlaup hennar hafi ver- ið stutt þurfti hún að heyja marg- ar erfiðar orrustur en við vonum að Elísabet hafi nú öðlast frið og sálarró. Okkur svíður í hjartað og eig- um ekki til orð til að lýsa tilfinn- ingum okkar síðustu daga. Sorgin er erfið en minning um fallega og vel gefna stúlku lifir í hjörtum okkar. Elísabet mun alltaf eiga stóran stað í hjarta okkar. Foreldrar hennar, Guðbjörn og Johanna, ásamt systkinum, hafa misst mikið og vottum við þeim innilega samúð í sorg þeirra. Þó allir hljóti að fara þessa ferð að finna andans björtu heimakynni, þá streymir um hugann minninganna mergð er mætur vinur kveður hinsta sinni. (Vilhjálmur S. V. Sigurjónsson) Hvíldu í friði, við elskum þig. Valgerður Júlíusdóttir, Jens Guðbjörnsson, Viktoría Jensdóttir, Stuart Maxwell, Vilhjálmur Hinrik Maxwell, Hendrik Finlay Maxwell, Guðbjörn Jensson, Rebekka Sigrún Lynch. Kæra Elísabet. Mann skortir orð til að lýsa því hversu sorglegt það er að þú skulir hafa kvatt þennan heim svona ung. Ég minn- ist þín úr barnaafmælum og úr ærslaleikjum í fjölskylduboðum, en síðar sem unglings sem leitaði að fótfestu og rödd í tilverunni. Þér var svo sannarlega ekki gefið auðvelt hlutskipti að glíma við erf- iðan sjúkdóm ofan á andstreymið sem fylgdi lífshlaupi þínu. Þú gast skrifað og ortir ljóð. Ég fylgdist með því sem þú birtir. Það bar þess merki hversu bráðþroska þú varst, næmi þínu, hversu ákaflega þú upplifðir óréttlæti og grimmd og afdráttarleysi þess sem mætir samtíma sínum af stríðsgleði. Mikið vildi ég óska þess að ég hefði kynnst þér betur sem full- orðinni manneskju og séð þig þroska frekar þá hæfileika sem þú hafðir. Hvíldu í friði, kæra frænka. Þú lifir áfram í minningu okkar. Sigurjón Bergþór Daðason. Elsku Elísabet. Ég sakna þín svo mikið og ég trúi ekki að þú sért farin. Allt minnir mig á þig og ekkert linar sársaukann. Ég gleymi mér í augnablik og næ kannski að brosa en svo man ég að þú ert ekki lengur í þessum heimi og allt verður aftur grátt. Þú varst litir, þú varst skartgripir, glingur og ilmvatn heimsins. Mér dettur ekkert í hug nema hlátur- inn þinn og brosið þitt, einlæga gleðin þín yfir litlum skrítnum hlutum og hvernig þú sturtaðir öllu málningardótinu þínu á gólfið þegar þú varst að leita að einum varalit. Endalausar minningar renna í gegnum hugann minn án þess að ég hafi neina stjórn á þeim. Þegar við kynntumst í Sögu 103 í MH, ég kastaði skutlu á borðið þitt sem á stóð „viltu sitja hjá mér?“. Þú brostir og færðir þig. Þegar við fengum okkur fyrsta tattúið okkar, hjartalínurit á handlegginn sem tengdist ef við settum hendurnar saman. Fyrsta skiptið sem við fluttum úr for- eldrahúsum, í pínulitla kompu á Laugavegi. Þú gerðir þá íbúð jafn ótrúlega skrautlega og þig sjálfa og allt í kringum þig. Þegar flæddi í íbúðinni á Laugaveginum og við óðum fram og til baka til að bjarga fötum og bókum. Öll skipt- in sem við gistum saman og það eina sem þurfti var tveggja lítra pepsi max, camel blár og að hafa hvora aðra. Þegar þú sagðir mér að þú værir með MS og við féll- umst í faðma. Þegar þú spilaðir Lay Lady Lay 15 sinnum í röð. Þegar við uppgötvuðum lagið Heartstopper með Emilíönu Torrini og fannst það hafa verið samið um okkur tvær. Þegar þú komst til Seyðisfjarðar að heim- sækja mig. Þegar við fórum til New York og gistum í íbúðinni hjá Susan Sarandon. Þegar ég var að vinna á Kaffifélaginu og þú komst á hverjum degi hoppandi og skoppandi, missandi allt úr vesk- inu þínu. Alltaf eins og drottning og sýndir mér það sem þú varst að skrifa. Allt leit út fyrir að við myndum saman verða listakonur, þú rithöfundur, ég sviðslistakona. Þegar dómsmálið fór af stað og við biðum inni í Héraðsdómi. Þeg- ar málið var fellt niður og þú misstir trúna á réttlætið og ég líka. Öll skiptin sem þú sagðir mér að þú ætlaðir í jóga og að vinna í þér, nýtt upphaf. Ég var alltaf jafn sannfærð og þú. Nú fer allt að ganga vel, Beta er að koma aftur. Þegar þú gafst mér afmælis- gjöfina, það var í síðasta skiptið sem við hittumst. Þú varst svo glöð og sýndir mér kertastjakann. Einlægi fögnuðurinn í augunum þínum var svo fallegur þegar við kveiktum á kertinu að ég gat ekki annað en dáðst að fegurðinni, gleðinni, þér og þinni mögnuðu tilveru. Síðustu skipti sem þú hefur hringt í mig hef ég fengið smá hnút í magann og verið óviss hvort þú bærir góðar eða slæmar fréttir eða hvernig þú værir fyr- irkölluð. Núna gæfi ég allt fyrir símtal, hvað sem það kynni að fela í sér. Mig langar svo mikið að heyra þig segja „Æj, Brylla mín“ og mig langar svo mikið að þú vit- ir hvað ég elska þig ótrúlega mik- ið, hef alltaf gert, mun alltaf gera. Ég á endalausar minningar um þig og þú ert samofin öllu í lífi mínu, góðu og slæmu. Þú ert besta vinkona mín og handarfarið þitt er á hjartanu mínu að eilífu. Brynhildur Karlsdóttir. Það er þungur biti að kyngja að þurfa að kveðja svona unga mann- eskju. Ég vildi að ég hefði hitt þig oftar á síðustu árum, elsku Elísa- bet. Þú og þið fjölskyldan urðuð mér sem önnur fjölskylda þegar þið fluttuð á Eyrarbakka og við Lilja systir þín urðum bestu vin- konur og ég varð hálfgerður heimalningur hjá ykkur. Mikið sem ég er ánægð að mamma ykk- ar hafi ákveðið að flytja þangað, í litla krúttlega húsið á Eyrargöt- unni. Allar yndislegu minningarn- ar sem urðu til þar, í helgarferð- um sem ég fór með í til pabba ykkar og þegar þið fluttuð síðan á Selfoss. Þær eru svo dýrmætar núna. Þér var ekki alltaf skemmt yfir látunum í okkur Lilju og öðr- um uppátækjum okkar á ung- lingsárunum og það var ósjaldan sem fauk í þig. Það var aldrei langt í dramatíkina hjá þér, sem gerði þig að svo litríkum og Sólveig Elísabet Segler Guðbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.