Morgunblaðið - 16.08.2019, Síða 18

Morgunblaðið - 16.08.2019, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 ✝ Elínborg ÁsaIngvarsdóttir fæddist á Skaga- strönd 17. apríl 1950. Hún lést 5. ágúst 2019. Elínborg Ása var dóttir hjón- anna Ingvars Jóns- sonar, f. 1917, d. 2003, og Elínborg- ar Ásdísar Árna- dóttur, f. 1920, d. 1979. Bræður Elínborgar Ásu eru: Jón Ingi, f. 1943, og Árni Björn, f. 1948. Elínborg Ása giftist Guðjóni Einarssyni frá Ásgarði í Grindavík árið 1969 og eiga þau fimm syni: 1) Ingólfur, gift- ur Guðbjörgu Þórisdóttur og eiga þau þrjú börn, þau eru Hanna Rún, Valgerður og Ólaf- ur Þór. 2) Ingvar, giftur Stein- unni Óskarsdóttur og eiga þau þrjú börn, þau eru Elínborg, Ingi Steinn og Þórdís Ásta. 3) Einar, giftur Ást- rúnu Jónasdóttur og eiga þau tvær dætur, þær eru Dröfn og Ása Björg. 4) Leifur, í sambúð með Guð- rúnu Maríu Brynj- ólfsdóttur og eiga þau þrjú börn, þau eru Hlynur Ægir, Helgi Leó og Eldey Una. 5) Egill, lést 6. febrúar 2018, börn hans eru Elín Björt og Einar Logi. Elínborg Ása fæddist og ólst upp á Skagaströnd en síðan lá leið hennar suður og hefur hún búið í Grindavík síðan 1969, eða í um 50 ár. Hún starfaði nánast allan sinn starfsferil hjá Vísi hf. í Grindavík, eða um það bil 40 ár, sem matráðs- kona. Útför hennar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 16. ágúst 2019, klukkan 14. Elsku besta mamma mín, þú varst söngurinn um lífið, ljósið og styrkurinn fyrir okkur öll. Það varst þú sem gerðir okkur öll að því sem við erum, sam- heldin og ástrík – undirbúning- ur þinn tókst fullkomlega fyrir áfall sem þetta. Ekki hefði ég trúað því, jafnvel þótt þú hefðir sagt mér það, hversu sárt þetta yrði. Þú varst fyrirmynd okkar allra, heiðarleg og falleg alveg í gegn. Það sem kemur mér helst til hugar er ég segi nokkur orð til að kveðja þig er hógværð. Því- líkt jafnaðargeð og sú mildi sem þú hafðir var einstök. Er ég halla aftur augunum og reyni að muna eftir einhverju slæmu eða að þú hafir tekið í okkur eða skammað, þá kemur ekki eitt einasta tilvik upp en það þýðir ekki að þú hafir ekki leiðbeint okkur á rétta braut, heldur gerðir þú það á þinn einstaka hátt. Þú áttir eintóma mömmu- stráka sem voru hjá þér dag- lega, ef ekki í mat þá allavega í spjalli og að sækja styrk þinn og visku. Þú varst einstök amma sem sýndi sig best í því hvað öll barnabörnin sóttu í þig og þú í þau, þú hafðir einhvern veginn tíma fyrir alla. Tengda- móðir varstu einstök og tókst upp hanskann fyrir þær í einu og öllu, þú vissir alveg að við drengirnir gátum stundum verið baldnir, þeirra missir er mikill. Ég man aldrei eftir að þú hafir nokkurn tímann talað illa um neinn mann. Þú sagðir að dagar manna væru misjafnir og trúðir bara á það góða í öll- um. Þú varst einstakur vinur og þótt þú værir forvitin hafð- irðu aldrei þörf fyrir að end- urspegla það sem þér var treyst fyrir. Þú varst klettur- inn okkar allra. Þér þótti ákaflega vænt um fólkið þitt að norðan og lofa ég þér því að við munum rækta það áfram. Við munum passa upp á Elínu Björtu og Einar Loga og sjá til þess að standa öll þétt saman þér til heiðurs því það er sennilega það sem þú hefur áhyggjur af núna. Pabba munum við umvefja ást og hugsa um líkt og þú hefur gert í yfir 50 ár. Þú varst skip- stjórinn okkar allra. Sérstakar þakkir vil ég Elínborg Ása Ingvarsdóttir ✝ SigurðurBjörgvin Viggósson fæddist á Flateyri 13. sept- ember 1941. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 1. ágúst 2019. Foreldrar hans voru Viggó Ferdin- and Sigurðsson, f. 29. september 1914, d. 12. júlí 1975, sjómaður og verkamaður í Kópavogi, og Valgerður Sóley Ólafsdóttir, f. 26. mars 1913, d. 8. febrúar 2009, húsfreyja og verkakona á Flateyri og í Kópa- vogi. Systkini: Jörgen, f. 3. ágúst 1938, d. 29. júlí 1963, maki Soffía Guðbjörg Sveinsdóttir, f. 30. maí 1941, Sigurður, f. 20. ágúst 1939, d. 25. september 1940, Eiríkur Einar, f. 9. októ- ber 1943, maki Jóhanna Hauks- dóttir, f. 9. ágúst 1945, Alda, f. 27. desember 1945, maki Sig- urður Páll Sigurjónsson, f. 7. björg Dagrún Þorbjarnardóttir, f. 17. febrúar 1966, d. 1. júní 2017. Dætur þeirra eru Anna Lilja, f. 24. júlí 1982, Kristín Elva, f. 5. janúar 1988, og Esther Ósk, f. 7. júlí 1995. 3) Rakel Ár- dís viðskiptafræðingur, f. 22. ágúst 1972, maki Ragnar Ólafs- son, f. 17. desember 1962. Synir Rakelar eru Skúli Þór, f. 28. ágúst 1992, og Viktor Aron, f. 27. apríl 1999. Synir Ragnars eru Sveinn og Jón Þór. Langafa- börn Sigurðar eru sex talsins. Sigurður ólst upp á Flateyri til átta ára aldurs, flutti þá með fjölskyldu sinni á Sólbakka í Keflavík og svo á Borgarholts- braut í Kópavogi árið 1959. Hann fór ungur á vinnumark- aðinn eins og þá tíðkaðist en settist á skólabekk eftir að hann var kominn með fjölskyldu og lærði járnsmíðar hjá Runtal- ofnum. Hann lauk prófi sem járniðnaðarmaður frá Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann starfaði lengst af við skipaviðgerðir og fleira tengt fiskiðnaði hjá Ísbirn- inum á Seltjarnarnesi, Hafsíld á Seyðisfirði og HB Granda í Reykjavík. Útför Sigurðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 16. ágúst 2019, klukkan 13. nóvember 1933, Björg, f. 13. janúar 1952, Ólafur Agn- ar, f. 5. febrúar 1960, maki Theo- dóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, f. 2. september 1969. Sigurður kvænt- ist 18. nóvember 1962 Önnu Sig- urbjörgu Sigurðar- dóttur, f. 31. júlí 1940, og bjuggu þau í Reykjavík. Þau skildu. Sambýliskona Sig- urðar var Sigrún Ársælsdóttir, f. 9. febrúar 1944, d. 18. maí 2012. Þau bjuggu í Hafnarfirði. Börn Önnu og Sigurðar eru: 1) Valgerður Lísa, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, f. 25. apríl 1962, maki Jón Steingrímsson, f. 5. nóvember 1960. Börn þeirra eru Arna Hrund, f. 5. maí 1989, Erla Björk, f. 9. september 1991, og Birkir Valur, f. 2. nóvember 1998. 2) Sigurður Elvar sjómað- ur, f. 7. júní 1964, maki Krist- Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustund. Fyrir okkur sem eftir sitjum verða hér þáttaskil. Við lítum um öxl og okkur er efst í huga þakklæti fyrir allar minning- arnar sem við eigum saman. Það hefur eflaust mótað per- sónuleika þinn og haft áhrif á lífshlaup þitt að þú varst fædd- ur á stríðsárunum. Ungur fórstu á vinnumarkaðinn því lífsbaráttan var hörð í þá tíð og allir urðu að draga björg í bú, enda varstu alla tíð dugnaðar- forkur til vinnu, vandvirkur og ósérhlífinn. Það fór ekki framhjá samferðamönnum þín- um hversu mikill karakter þú varst, stríðinn, glettinn og hreinskilinn. Þrautseigja ein- kenndi þig alla tíð og uppgjöf var ekki til í þinni orðabók. Það sást vel í gegnum veikindi og áföll sem þú hefur glímt við síð- astliðin níu ár. Oft var þér ekki hugað líf en þú stóðst það allt af þér og snerir rækilega á læknavísindin. Þrautseigju þína munum við hafa að leiðarljósi í komandi verkefnum lífsins. Þú varst ekki allra – en hver er það? Hreinskilni þín og stríðni gat farið misvel í sam- ferðamenn þína en þú hélst þínu striki og reyndir ekki að vera neitt annað en þú sjálfur, fylginn þér og tryggur þínum ástvinum og vinum. Þér var einkar lagið að gleðjast yfir litlu hlutunum í lífinu og vildir hafa allt í röð og reglu. Það þurfti að lotta í hverri viku, 10 raðir án Jókers. Á árum áður áttirðu sér keyrsluskó sem voru ósjaldan dregnir fram þegar farið var á rúntinn og ekki má gleyma því að með hverju skópari fylgdu sér sokkar. Sjálfstæður varstu og máttir ekki heyra á það minnst að vera upp á aðra kominn. Þú lést ekkert stoppa þig, alltaf voru fundnar lausnir. Þegar þú gast ekki lengur keyrt bíl fékkstu þér bara rafskutlu. Ef- laust muna margir Hafnfirðing- ar eftir þér þeysandi um á rauðu skutlunni á leið í laugina eða búðina. Þú elskaðir að fara út að borða með þínum nánustu og hélst fast í þá hefð að fara með okkur öll út að borða á afmæl- inu þínu, aðalmálið var að ná öllum afkomendum þínum sam- an. Það sást langar leiðir hversu mikið það gaf þér. Þessari hefð verður haldið á lofti, elsku pabbi, við vitum að þú verður áfram með okkur í anda, bros- andi út að eyrum með prakk- arasvipinn þinn og hrókur alls fagnaðar. Ferðalög voru þitt líf og yndi, þér þótti erfitt að sætta þig við að komast ekki í fleiri utanlandsferðir eftir að þú veiktist. En nú ertu kominn í Sumarlandið, elsku pabbi, við trúum að þar fáir þú tækifæri til að ferðast aftur til heitu landanna og ganga um léttur í spori með Sigrúnu þinni. Því miður eru ekki alltaf sanngjarnar leikreglur í lífinu. Síðustu árin barðist þú drengi- lega við veikindin en þau sigr- uðu að lokum. Eftir að þú gast ekki lengur búið einn heima fluttirðu á Grund, þar sem þú endaðir þína ævidaga. Það var okkur ástvinum þínum erfitt að horfa upp á hve lífsgæðum þín- um hrakaði mikið undir það síðasta og ljóst var í hvað stefndi. Við systkinin erum óendanlega þakklát fyrir að hafa setið hjá þér síðustu stundirnar, haldið í hönd þína og fylgt þér síðustu skrefin. Takk fyrir allt, elsku pabbi, hvíl í friði. Valgerður, Elvar og Rakel. Í dag fylgjum við elskulegum tengdaföður mínum til grafar. Andlátið var ekki óvænt. Það hefur verið ljóst síðustu vik- urnar að hverju stefndi en það breytir því ekki að kveðju- stundin er sár. Ég kynnist Sigga fyrir um þrjátíu árum þegar ég hóf sam- band við eldri dóttur hans. Kynni okkar hafa verið ánægjuleg og góð alla tíð. Milli okkar var gott samband þrátt fyrir að vera um flest afar ólík- ir. Siggi reyndist mér og fjöl- skyldunni alla tíð einstaklega vel og að leiðarlokum er margs að minnast og fyrir margt að þakka. Siggi var góður maður sem vildi öllum í kringum sig vel. Hann hafði einfalda sýn á lífið og var í eðli sínu jákvæður og lífsglaður. Hann hafði ýmis við- horf til samfélagsins sem ekki eru endilega normið nú til dags, án þess að baki hafi búið mikil alvara. Hann hafði alla tíð sterkar og ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og íslenskum stjórnmálamönnum sem hann hafði gaman af því að rökræða. Þær umræður voru oft mjög áhugaverðar þótt sjaldnast værum við sammála. Siggi var járniðnaðarmaður og vann sem slíkur alla tíð lengst af hjá HB Granda hf. Hann var stoltur af fagi sínu og starfi. Að hans mati voru það al- vöru menn í þjóðfélaginu sem unnu „með höndunum“. Við skrifstofumennirnir vorum ekki á sama stalli. Hann kallaði okkur alltaf „lappadinglara“ í stríðnislegum tón. Ég hef sennilega valdið honum hvað mestum vonbrigð- um í lífinu þegar ég, nýútskrif- aður úr háskóla og sjálfstætt starfandi fjölskyldufaðir, hafnaði einstöku tilboði hans um að sinna loksins alvöru starfi. Hann bauð mér að taka vertíð í hrognavinnslu á vinnu- stað hans hjá HB Granda. Það þótti mjög eftirsóknarvert að komast í það verkefni því það var mikil vinna og góðar tekjur á stuttum tíma. Ég var hins vegar með önnur plön og ég held að hann hafi aldrei skilið þessa ákvörðun mína. En fjöl- skyldan fékk uppreisn æru þegar eldri dóttir okkar tók meirapróf og gerðist keyrandi leiðsögumaður fyrir útlendinga á ferð um landið. Það var mjög gaman að fylgjast með því síð- ustu mánuðina hversu stoltur og ánægður hann var með dótt- urina. Stelpa að keyra rútu var alvöru starf og loksins var ein- hver af okkar ætt farinn að vinna ærlega vinnu. Kynni mín af Sigga hafa gert mig að betri manni. Hann hafði t.d. þann einstaklega góða eig- inleika að geta glaðst einlæg- lega yfir litlum hlutum í dag- lega lífinu og var manna kátastur á góðri stund. Það var uppljómun fyrir mig að upp- götva mikilvægi þess að rækta litlu hlutina í daglega lífinu. Síðustu æviárin voru honum erfið vegna veikinda og heilsu- brests. Hann tók aðstæðum sínum af æðruleysi og já- kvæðni, og kvartaði ekki yfir hlutskipti sínu. Hann naut góðrar umönnun- ar og ríkrar umhyggju frá börnum sínum, systkinum og barnabörnum. Að leiðarlokum þakka ég ein- læglega fyrir að hafa kynnst Sigga og verið honum samferða stóran hluta af lífi mínu. Hans verður sárt saknað. Í ljósi að- stæðna hans síðustu mánuðina er hann eflaust hvíldinni feg- inn, en minningin um góðan mann mun lifa í fjölskyldunni. Jón Hólmar Steingrímsson. Húmoristi, stríðnispúki og umhyggjusemi eru fyrstu orðin sem koma upp í huga okkar systkinanna þegar við hugsum til afa. Kveðjustundir eru ávallt erfiðar, en við minnumst afa með brosi út í annað þegar við hugsum til þeirra ótal samveru- stunda sem við höfum átt saman. Okkur systrunum eru sér- staklega minnisstæðir ótal- margir bíltúrar á róló þegar við vorum börn, þeir voru í sér- stöku uppáhaldi. Eins gaman og okkur fannst að fara á róló með afa var mesta sportið bíl- ferðin sjálf, þar sem afi setti tónlistina í botn og við sungum saman hástöfum alla leið. Afi var okkur alltaf fyrirmynd og það hlakkaði í okkur þegar við fengum að fara í heimsókn. Sem dæmi um hversu vænt okkur þótti um afa kröfðumst við þess að geyma skinnið utan af lifrarpylsunni og eplakjarn- ana í poka dögunum saman – til þess að gefa afa næst þegar við myndum hitta hann – því mamma hafði eitt sinn látið út úr sér að afi borðaði allt í epl- inu og lifrarpylsuna með öllu. Við vildum jú gefa afa eitthvað sem honum þætti gott. Allir sem hafa hitt afa vita að hann var sætindagrís. Það voru ætíð til súkkulaðibirgðir í kíló- atali heima hjá honum og gest- um boðinn moli innan nokkurra mínútna frá komu. Eitt atvik sem stendur upp úr í minningarflóðinu er skond- ið atvik þegar nammigrísinn læddist yfir afa og hann laum- aðist í skápinn heima á Grýtu- bakkanum að næla sér í súkku- laði. Eftir stutta stund heyrist fuss innan úr eldhúsi yfir þessu vonda súkkulaði sem hafði ver- ið keypt. Ekki leið á löngu þar til fjölskyldan lá í hláturskasti því hann hafði jú verið að gæða sér á hundasúkkulaði. Okkur er minnisstæð hin margsagða saga af hetjudáðum afa á fótboltavellinum í æsku, þar sem enginn annar leikmað- ur var með tærnar þar sem hann hafði hælana. Hann gat spilað allar stöður á vellinum, vörn jafnt sem sókn, skoraði öll mörkin og var mikilvægasti leikmaðurinn á vellinum. Við munum seint gleyma svipnum sem oft fylgdi á eftir, sem var hin fullkomna blanda af stolti gríni, svipur sem einkenndi afa að okkar mati. Þetta glott sem lýsti upp andlit hans og blikkið sem fylgdi á eftir þessari og hinum ótalmörgu hetjusögum sem hann sagði okkur barna- börnunum. Það er augljóst að við barna- börnin áttum sérstakan stað í lífi afa. Við höfðum betra lag á honum en margur annar. Flest- ir sem hafa umgengist hann vita að hann gat verið þrjóskur og fastur fyrir með skoðanir sínar en undantekningarlaust gaf hann eftir við okkur. Hann hafði sterkar skoðanir á hlut- unum en væntumþykja fyrir hagsmunum okkar og velferð fékk hann oft til þess að gefa eftir, endurmeta skoðanir sínar og sýna umburðarlyndi fyrir nýrri hefðum sem áður fyrr tíðkuðust ekki. Þessi upptalning er langt frá því að vera tæmandi. Í huga okkar sitja eftir ótal dýrmætar minningar sem við munum varðveita það sem eftir er. Minningar um samverustundir, bílferðir, samtöl, ferðalög, hóp- ferðir á Kjúklingastaðinn í Suð- urveri, ofát á súkkulaði, hlátur og glens munu ylja okkur á þessum erfiðu tímum. Elsku afi, við munum sakna þín innilega. Hvíldu í friði. Arna Hrund, Erla Björk og Birkir Valur. Sigurður Björgvin Viggósson Sálm. 9.11 biblian.is Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. ✝ Björn Hall-dórsson fædd- ist á Siglufirði 5. október 1942. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. ágúst 2019. Foreldrar hans voru Halldóra Hólmfríður Björns- dóttir, f. 1917, d. 1978, og Halldór Kristinn Bjarnason, f. 1919, d. 2005. Systur Björns eru: 1) Guð- munda Ólöf Halldórsdóttir, f. 1944. Eiginmaður hennar er Jón Jóhannsson. Þau eru búsett í Ólafsfirði. 2) Þorbjörg Hall- dórsdóttir, f. 1952. Eiginmaður hennar er Önundur Haralds- son. Þau eru búsett í Grinda- vík. Björn kvæntist Kristínu Trampe árið 1967. Þau skildu. Synir Björns og Kristínar eru: 1) Ragnar Þór, f. 1967, kvæntur Kamillu Ragnarsdóttur, f. 1967. Þau eru bú- sett í Ólafsfirði. Börn þeirra eru: Stefán Björn, Kristín og Aðal- steinn. Barnabörn Ragnars Þórs og Kamillu eru þrjú: Aron Breki 14 ára, Elísabet Ír 3 ára og Viktoría Rut 5 mánaða. 2) Bergur Rún- ar, f. 1974, búsettur í Ólafsfirði. Sonur hans er Grétar Áki. Björn var fæddur á Siglufirði en flutti tveggja ára gamall til Ólafsfjarðar, þar sem hann ólst upp og bjó alla tíð. Hann stund- aði sjómennsku og var um tíma með sína eigin útgerð. Útför Björns verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 16. ágúst 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku besti afi minn. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég er svo tóm, sár og sorgmædd. Ég er ekki alveg að sætta mig við það að þú sért farinn frá okkur, að ég fái aldrei að tala við þig aftur. Ég er virkilega þakklát fyrir þessi 27 ár sem við áttum saman. Ég er virkilega þakklát fyrir það að þú varðst afi minn. Ég er virkilega þakklát fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég er virkilega þakklát fyrir þig! Ég á eftir að sakna þess að heyra tóninn sem kom alltaf þeg- Björn Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.