Morgunblaðið - 16.08.2019, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógum 4 Opin smíðastofa kl. 9-15. Bíó í matsal, spennumyndin
Taken með Liam Neeson, kl. 13.15. Opið fyrir innipútt og 18 holu úti-
púttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á
könnunni, allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Hugvekja kl. 13.30. Vöfflukaffi fellur niður í sumar.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-16. Hádegismatur kl. 11.30.
Þátttökulistarnir komnir fram fyrir haustið. ATHUGIÐ engin bíósýning
í dag. Gáfumannakaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari
upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Föstudaghópurinn hittist kl. 10. Botsía í
setustofu 2. hæðar kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30, vöfflukaffi kl.
14.30. Opin handverksstofa. Verið hjartanlega velkomin á Vitatorg.
Nánari upplýsingar í síma 411-9450.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jóns-
húsi kl. 13, bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá
Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er.
Gjábakki Kl. 9 handavinna.
Gullsmári Handavinnuhópur kl. 9-11.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, fyrsta bingó
vetrarins kl. 13.15, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Gönguhópar leggja af stað kl. 10 í dag frá Borgum, allir
velkomnir, ganga við allra hæfi. Gengið mánudag, miðvikudag og
föstudag kl. 10 í allt sumar, bætir hressir kætir. Hádegisverður kl.
11.30-12.30. Bridshópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum. Kaffiveitingar kl.
14.30-15.30 í Borgum og gleðileg samvera alla daginn, góða helgi.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, föstudagsskemmtun kl. 14. Uppl. í s. 4112760.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansleikur í Stangarhyl 4 sunnu-
dagskvöld 18. ágúst kl. 20. Hljómsveit hússins. Mætum öll og njótum.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Lok á heita potta og hitaveitu-
skeljar
Stærðir í cm: 200x200, 210x210,
220x220, 235x235, 235x217,
217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000
kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein-
angruð og koma með 10 cm svuntu.
Sterkustu lokin á markaðnum. Litir:
Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að
auðvelda opnun á loki.
www.heitirpottar.is
Sími 777 2000 Haffi
og 777 2001 Grétar
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
með
morgun-
Vantar þig
hjólbarða?
FINNA.is
✝ Helga Berg-þórsdóttir
fæddist í Reykjavík
19. júlí 1925. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Mörk 28.
júlí 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Bergþór Pálsson, f.
1901, d. 1968, og
Þórdís Jóhannes-
dóttir, f. 1904, d.
1998. Systkini Helgu eru Har-
aldur, f. 1926, d. 2011, Guðlaug, f.
1927, Hjördís, f. 1935, og Helgi, f.
1937.
Helga giftist 31. ágúst 1946
Guðjóni G. Guðjónssyni, f. 11. des-
ember 1921. Foreldrar hans voru
hjónin Guðjón Jónsson, f. 1878, d.
1964, og Steinunn Magnúsdóttir,
f. 1891, d. 1981. Helga og Guðjón
eignuðust fjóra syni. Þeir eru: 1)
Bergþór, f. 30. júní 1947, maki
Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 26.
janúar 1952. Börn þeirra eru
Helga, f. 1974, d. 1993, og Guð-
mundur Orri, f. 1979. Fyrir átti
Ingibjörg Brynhildi, f. 1970. 2)
Hafsteinn, f. 11. september 1949,
maki Anna Mýrdal
Helgadóttir, f. 15.
september 1950.
Synir þeirra eru
Arnar, f. 1974, og
Helgi, f. 1978. 3)
Birgir, f. 11. janúar
1956, maki Sigrún
Bærings Kristjáns-
dóttir, f. 14. nóv-
ember 1956. Dætur
þeirra eru Kristín
Helga, f. 1983, og
Hrafnhildur, f. 1987. 4) Guðjón
Þór, f. 24. ágúst 1963, maki Kari
Brekke, f. 15. febrúar 1963, börn
þeirra eru Kristján Þór, f. 1990,
og Anna Louise, f. 1993. Barna-
barnabörn eru 11.
Helga lauk prófi frá Hús-
mæðraskólanum í Reykjavík
1945. Hún starfaði á á yngri ár-
um í Kjötbúðinni Borg. Seinna
starfaði hún hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga í mörg
ár. Síðustu starfsár sín starfaði
hún hjá Þýsk-íslenska.
Útför Helgu verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, 16. ágúst
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
Mig langar að minnast minn-
ar elskulegu tengdamömmu
sem er fallin frá, nýorðin 94 ára.
Margar minningar fara í
gegnum hugann því árin eru
orðin mörg frá okkar fyrstu
kynnum. Ég og Bergþór, sonur
hennar, byrjuðum okkar búskap
í kjallaranum í Samtúni og kom
ég með Brynhildi, dóttur mína,
sem þá var á þriðja ári. Helga
tók okkur strax vel og var sú
stutta fljót að hverfa upp á efri
hæðina í kökurnar hjá henni.
Helga var góður kokkur og
síbakandi og ótrúlega orkumik-
il. Ólatari manneskju hef ég
ekki þekkt, alltaf tilbúin að
hjálpa okkur. Einnig hafði hún
gaman af að sauma út og eru
margir fallegir munir eftir
hana, en hún hafði lært í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur.
Helga var há og glæsileg
kona, alltaf vel til fara og heim-
ilið hennar glæsilegt og elskaði
hún fallega hluti. Fórum við
hjónin með henni og tengda-
pabba tvisvar til Þýskalands,
Helga elskaði búðir með falleg-
um fötum og postulíni og var
tengdapabbi ótrúlega duglegur
að fylgja henni búð úr búð. Eft-
ir að Guðjón féll frá fórum við
nokkrum sinnum með henni til
Guðjóns sonar þeirra og fjöl-
skyldu í Bandaríkjunum og
hafði Helga alltaf mikla ánægju
af þeim ferðum.
Helga átti góða ævi með
tengdapabba en stuttu eftir að
hann dó fór sjónin hjá henni að
dofna og varð hún að treysta á
sína nánustu með alla hluti og
var það henni erfitt. Helga datt
og brotnaði fyrir tveimur árum
og eftir það vistaðist hún á
Vífilsstaði og seinna á Mörk-
inni. Þar var vel hugsað um
hana og vil ég þakka þeim sem
önnuðust hana þar.
Mig dreymdi draum í vetur
þar sem tengdapabbi kom til
mín og spurði ég hvenær hann
ætlaði að koma að sækja Helgu
sína því hún væri orðin mjög lé-
leg, hann svaraði þá að hann
væri að leita að íbúð og þegar
hann væri búinn að því kæmi
hann að sækja hana. Svo hann
hefur greinilega fundið góða
íbúð handa þeim í Sólarlandinu
og Helga litla nafna hennar hef-
ur ábyggilega tekið vel á móti
ömmu sinni þar líka.
Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja hana og þakka henni fyr-
ir allt og þegar ég minnist
hennar kemur þetta ljóð til mín:
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan
skúf.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Þín tengdadóttir,
Ingibjörg.
Mig langar að minnast Helgu
Bergþórsdóttur tengdamóður
minnar með nokkrum orðum og
þakka henni allt það góða sem
hún gerði mér og fjölskyldu
minni.
Helga og tengdapabbi, Guð-
jón Guðjónsson, voru alltaf boð-
in og búin að aðstoða okkur
unga fólkið þegar eftir því var
leitað. Allir fjórir synirnir fengu
um lengri eða skemmri tíma að
búa í kjallaraíbúðinni í húsi
þeirra við Samtún 6. Oft var
boðið í mat, einkum á sunnu-
dögum, og voru þá ættmæðurn-
ar Þórdís og Steinunn einnig
með.
Á fyrsta búskaparári okkar
Hafsteins eftir fæðingu Arnars
eldri sonar okkar gætti hún
hans, svo við foreldrarnir gæt-
um ótrauð haldið áfram námi.
Seinna, þegar kom að því að
hann fór í nám í Reykjavík, fékk
hann að búa í kjallaranum hjá
afa og ömmu og njóta góðs við-
urgjörnings hjá þeim.
Helga var mikill fagurkeri og
prýddu þau hjónin heimili sitt
með málverkum og fallegum
hlutum, en ekki síst útsaumuð-
um myndum og mublum eftir
hana. Þau voru einnig mjög
höfðingleg og smekkleg í gjöf-
um til barna og barnabarna og
eru gjafir þeirra meðal falleg-
ustu hluta í búi okkar.
Helga var mjög heimakær og
fór ekki mikið af bæ, en hún
hafði yndi af að baka til að gefa
með kaffinu, þegar einhver kom
í heimsókn. Þeim sið hélt hún til
streitu á Mörkinni og urðu allir
gestir hennar að fá kaffi í bolla
og eitthvað með því.
Síðustu ár voru Helgu erfið
meðan andlegt og líkamlegt
þrek hennar þvarr. En hún naut
góðrar umönnunar á hjúkrunar-
heimilinu Mörk, sem fjölskyld-
an er þakklát fyrir.
Þegar dags er þrotið stjá
þróttur burtu flúinn.
Fátt er sælla en sofna þá
syfjaður og lúinn.
(Rögnvaldur Björnsson)
Takk fyrir samfylgdina.
Anna Mýrdal Helgadóttir.
Ég eyddi miklum tíma í Sam-
túninu hjá Helgu ömmu og Guð-
jóni afa í minni æsku. Þar fékk
ég að vera í dekri í skólafríum.
Það sem ég man best eftir frá
þeim tíma er að amma kenndi
mér að sauma út, þar sem hún
var mikil handverkskona. Hún
fór reglulega með mér í hann-
yrðaverslanir og við völdum
saman ný saumaverkefni. Ég
dáðist að öllum fallegu púðun-
um og myndunum sem hún
hafði saumað um ævina og lang-
aði að verða jafn flink og hún.
Amma lagði mikið stolt í það
að gefa gestum vel að borða og
hélt áfram að baka kökur langt
fram eftir aldri, þrátt fyrir að
vera orðin nánast blind. Ég
fékk að njóta þess þegar ég var
í pössun í Samtúninu þegar ég
var ung. Þar var borinn fram
heitur matur í hádeginu – kál-
bögglar með soðnu hvítkáli voru
mitt uppáhald – og svo voru
auðvitað kökur með kaffinu. Í
búrskápnum var svo hægt að
finna nammi til að narta í þess á
milli.
Helga amma var hörkudug-
leg kona, vinnusöm og ákveðin.
Ég mun minnast hennar með
hlýjum hug.
Hvíl í friði, elsku amma,
Kristín Helga.
Elsku Helga amma, þegar ég
hugsa til þín er það fyrst og
fremst þakklæti sem kemur upp
í hugann. Þakklæti fyrir konu
sem tók mig inn í líf sitt og
gerði mig að sínu eigin barna-
barni, en ég fylgdi mömmu þeg-
ar hún giftist Bergþóri, elsta
syni ykkar afa.
Við fjölskyldan og þá sér-
staklega ég og mamma heim-
sóttum ykkur afa oft í Samtún-
ið. Þar var alltaf fullt búr af
góðgæti handa litlum nammi-
grís sem fannst Helga amma
vera heimsins besti bakari.
Kökurnar þínar eru ógleyman-
legar og ég get ennþá fundið
bragðið af möndlukökunni þinni
þegar ég loka augunum og
hugsa aftur í tímann.
Þú varst mikill fagurkeri og
heimili ykkar afa var afskaplega
fallegt. Ég fékk aldrei nóg af
því að virða fyrir mér alla fal-
legu hlutina sem þú hafðir safn-
að að þér í tímans rás. Einnig
fannst þér gaman að klæðast
fallegum fötum og það var ekki
ósjaldan að við mamma fengum
smá tískusýningu hjá þér þegar
þú varst búin að kaupa þér fína
flík.
Þær minningar sem tengjast
þér hvað sterkast eru þær sem
ég upplifði við eldhúsborðið hjá
þér í litla eldhúsinu ykkar þeg-
ar ég sat og fylgdist með
mömmu setja í þig rúllur og
greiðslu. Þá var ýmislegt skraf-
að og mér fannst gaman að
hlusta á ykkur tala saman um
lífið og tilveruna.
Þú og afi voru ætíð miklir
höfðingjar heim að sækja og
það voru ófáar veislur og mat-
arboð sem okkur var boðið í. Ég
minnist sérstaklega brúnu sós-
unnar þinnar. Ég hafði mikla
matarást á þér sem var vel
verðskulduð.
Þú varst fyrst og fremst al-
veg einstök amma og ég mun
alltaf hugsa til þín af mikilli
hlýju og væntumþykju. Þú
sýndir mér og mínum alltaf
mikinn áhuga og það var ein-
stakt að fá að hafa þig í öll þessi
ár í lífi mínu.
Hafðu þakkir fyrir allt og ég
bið Guð að geyma þig.
Þín
Brynhildur (Binna).
Elsku Helgamma.
Flestar minningar okkar um
þig snúa að kökum og nammi.
Þú áttir alltaf góðgæti handa
okkur, nýbakaðar kökur eða
nammimola. Svo þegar þú varst
flutt á Mörkina var alltaf til ís
og gos.
Við höfðum mikla matarást á
þér. Jólaboðin og kósístundir
við eldhúsborðið rifja upp ljúfar
minningar.
Dótakassinn með dúkkunum
gladdi líka litlar ömmustelpur.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson)
Takk fyrir allt, elsku
langamma,
Bríet Helga og Tinna
María Jónsdætur,
Helga Berglind og Sólveig
María Guðmundsdætur.
Kynni mín af Helgu Berg-
þórsdóttur komu þegar sonur
hennar Bergþór Guðjónsson og
tengdadóttirin Ingibjörg fluttu í
Logalandið í Fossvogi, þar sem
við Kolbrún höfðum stofnað
heimili.
Með okkur tókst góð og ein-
læg vinátta sem stendur enn.
Eiginmann Helgu, Guðjón G.
Guðjónsson, þekkti ég frá
starfsárum mínum hjá SÍS –
Sambandi íslenskra samvinnu-
félaga. Þar starfaði Guðjón í
forystuhlutverki í áratugi við
afar góðan orðstír. Það kom því
ekki á óvart þegar hann var
beðinn um að taka við banka-
stjórastöðu í Samvinnubankan-
um, enda kom á daginn að þar
nýtist reynsla, þekking og hæfi-
leikar hans afburðar vel. Helga
og Guðjón gæddu hversdaginn
töfrum, sem við vinir þeirra og
samstarfsfólk fékk að njóta.
Það var bjartur dagur í byrj-
um sumars að ég fékk boð um
að fá Helgu til starfa í fyrirtæki
mínu í Múlahverfinu í Reykja-
vík.
Það tók mig ekki langan tíma
að segja já takk. Þar starfaði
hún sem veitingastjóri í mörg
ár og fylgdi síðan fyrirtækinu í
Árbæinn, þar sem verkefni
hennar varð stæra og meira.
Helgu tókst að gæða hversdag-
inn töfrum, sem starfsmenn og
viðskiptavinir fundu fyrir. Með
góðu fordæmi sýndi hún sjálfs-
traust og heiðarleika sem tekið
var eftir. Hún var alltaf ung í
anda.
Saman voru Helga og Guðjón
góð fyrirmynd í framkomu sinni
og verkum.
Nú þegar komið er að
kveðjustund rifjast upp margar
skemmtilegar minningar. Efst í
huga okkar Kollu er þakklæti
fyrir allt það sem þú varst okk-
ur og fjölskylda þín. Við yljum
okkur við óteljandi minningarn-
ar, sem ekki gleymast.
Náðartími ævin er.
Að því, Drottinn, lát mig hyggja,
sú að nauðsyn mest er mér
miskunn þína’ í tíma‘ að þiggja.
Yfirbótar unn mér, Herra,
ævidagar fyrr en þverra
(Sb. 1886 - Helgi Hálfdánarson)
Kolbrún og
Ómar Kristjánsson.
Helga
Bergþórsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Minningargreinar