Morgunblaðið - 16.08.2019, Síða 23
þjóðfræði og hins vegar saman-
burðarlögfræði sem er stórkostlegt
fag. Það var lengi markmið mitt að
kynna mér sem flestar þjóðir og
þetta er óþrjótandi viðfangsefni.
Ég kenndi samanburðarlögfræði
en hún hafði ekki verið mikið
stunduð hér á landi svo ég þurfti
að ryðja henni braut.“ Páll býst þó
ekki við að senda frá sér fleiri
bækur. „Er 50 ekki snotur tala?“
Fjölskylda
Eiginkona Páls er Sigríður
Ólafsdóttir, f. 21.10. 1945, fyrrver-
andi héraðsdómari. Foreldrar
hennar voru hjónin Ólafur
Tryggvason, f. 10.10. 1913, d. 20.6.
1993, læknir í Reykjavík, og Anna
Sigríður Lúðvíksdóttir, f. 6.8. 1920,
d. 28.5. 2018, húsfreyja.
Kjörbörn Páls og Sigríðar eru:
1) Anna Sigríður Pálsdóttir, f.
20.10. 1979 í Beirút í Líbanon, hár-
greiðslukona og hönnuður, búsett á
Spáni. Dóttir hennar er Ísmey
Myrra, f. 25.11. 2007; 2) Ólafur
Pálsson, f. 31.10. 1981 í Beirút, við-
skiptafræðingur og alþjóðlegur
viðskiptastjóri hjá Orf líftækni.
Maki hans er Tanja Berglind Hall-
varðsdóttir, f. 20.10. 1985, við-
skiptafræðingur, með eigið fyrir-
tæki. Börn þeirra eru Hrafnhildur
Mía, f. 6.1. 2013, og Helena, f. 4.9.
2014.
Systkini Páls sammæðra eru
Stefán Árnason, f. 18.12. 1952, d.
20.11. 2005, framkvæmdastjóri á
Sauðárkróki, og Helga Árnadóttir,
f. 16.12. 1956, framhaldsskólakenn-
ari, búsett á Svalbarðsströnd.
Foreldrar Páls voru Ingibjörg
Júlíana Stefánsdóttir, f. 19.7. 1919,
d. 14.7. 1972, húsfreyja á Sauðár-
króki, og Vigfús Sigurður Jónsson,
f. 9.3. 1921, d. 31.12. 1972, birgða-
vörður í Reykjavík.
Páll Sigurðsson
Ingibjörg Jónasdóttir
húsfreyja á Bakka og Flugumýri
Jón Jónasson
bóndi á Bakka í Öxnadal og á
Flugumýri í Blönduhlíð
Helga Jónsdóttir
húsfreyja á Hjaltastöðum og Sauðárkróki
Ingibjörg Júlíana Stefánsdóttir
húsfreyja á Sauðárkróki
Stefán Vagnsson
bóndi og kennari á Hjaltastöðum
í Blönduhlíð og skrifstofustjóri
Kaupfélags Skagfi rðinga á Sauðárkróki
Þrúður Aðalbjörg Jónsdóttir
húsfreyja í Miðhúsum
Vagn Eiríksson
bóndi í Miðhúsum í Blönduhlíð
Ólína Ólafsdóttir
vinnukona í Ólafsvík
Runólfur Guðmundur Oddsson
bóndi og sjómaður á
Sveinsstöðum undir jökli, Snæf.
Margrét Runólfsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Hjörleifsson
sjómaður í Reykjavík, síðar á Akureyri
Anna Sigurðardóttir
húsfreyja í Hellukoti og Reykjavík
Hjörleifur Guðmundsson
sjómaður og smiður undir Eyjafjöllum, síðar trésmiður í
Hellukoti á Vatnsleysuströnd og í Reykjavík
Úr frændgarði Páls Sigurðssonar
Sigurður Jónsson
birgðavörður í Reykjavík
Magnús Halldórsson gerir„Stöðumat“ á Boðnarmiði og
hver sér ekki þessa mynd fyrir sér?
Hjólið er við hlunninn laust,
hryggðarmynd og lúi,
liggur fallið nærri naust,
nagar byrðing fúi.
Er á sóknum orðið hlé,
enginn snertir hlumma
Á sandi orpnu siglutré,
sé ég skít úr krumma.
Guðmundur Arnfinnsson bregð-
ur upp mynd af regnboga í skýjum:
Regnboginn í rofi stár
röndum skrýddur vænum,
gulur, rauður, grænn og blár
glitrar yfir bænum.
Hér eru stökur úr „Nágrönnum,
stuðlamálum og stuttsögum“, hinni
nýútkomnu bók Sigurlínar Her-
mannsdóttur. Það er góð bók og ég
fjallaði um hana hér í Vísnahorni á
þriðjudag. Fyrst er „Kvöldstemn-
ing“:
Hljóðna fuglar, höfuð smá
hylur mjúkur vængur.
Einnig skríða ýmsir þá
undir hlýjar sængur.
Dregur yfir dökkan hjúp
dag að kveldi lofa.
Þögnin liggur þykk og djúp
þegar flestir sofa.
„Heilræði“:
Þegar bjátar eitthvað á
aldrei gráta skaltu
láttu hlátur lyfta brá
lyndi kátu haltu.
Og „Ævi manns“:
Örskjótt líður ævin hjá
ellin svíður, köld og grá.
Dauðinn bíður, bregður ljá
burt hann sníður fölnuð strá.
Og að lokum Leirhnoð:
Úr leirnum hnoða ljóðin mín og letra í
sand.
Vísu skrái í skýjamynd
skálda kvæði í sunnanvind.
11. ágúst hlustaði Jón Hlöðver
Áskelsson á fréttir í hádegi á RÚV:
Eddi Sheeran eykur þrótt
Íslendinga í röðum,
Þeir bíða bæði dag og nótt,
beittir hörðum kvöðum.
Uppi á sviði Eddi söng
og öllum gleymdist biðin.
Brosað, sungið! Og biðin löng
burt í gleymsku liðin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Skipsflak, regnbogi og
Eddi Sheeran
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019
Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
VÍSDÓMSTENNUR ERU TILLITSLAUSAR.
„VILTU EKKI BARA ÖSKRA HRESSILEGA
OG LJÚKA ÞVÍ AF?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að halda sér á floti á
erfiðum tímum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ER ÞÉR NÓGU
HLÝTT, PÚKI? BÍDDU
ER ÞETTA
PEYSAN MÍN?
EKKI
LENGUR
LÆKNIR! ÞAÐ KOM
UPP NEYÐARTILVIK
Í NÆSTU SÝSLU!
Ó!
LÆKNIR, ÞÚ ÆTTIR AÐ
HASKA ÞÉR! VONANDI
ERTU EKKI OF
SEINN!
ÉG ER VIÐ ÖLLU BÚINN!
VÍSDÓMSTENNUR VITA AÐ
ÞÆR ERU UPPÁÞRENGJANDI –
ÞEIM ER BARA ALVEG SAMA.