Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 25

Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 GÆÐA AXIR FRÁ ÍTALÍU augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár L Opi dag a frá 9 lau frá 1 0-16 ð vi rka -18 3.019.20 Verð kr. 4.890 3.016.e Verð 24.900 3.043.e Verð 7.590 3.043.d Verð 7.590 3.003.d Verð 7.340 3.051.d Verð 4.790 3.038.t Verð 5.900 Íslands- og bikarmeistarar Breiða- bliks munu komast að því í hádeginu í dag hver andstæðingur liðsins verður í 32-liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í fótbolta. Ljóst er að erfitt einvígi bíður þeirra. Blikakonur eru í neðri styrk- leikaflokki, ásamt meðal annars sjö öðrum liðum sem komust áfram úr undankeppni mótsins í vikunni. Á meðal þeirra liða sem þær gætu mætt eru Evrópumeistarar Lyon, Þýskalandsmeistarar Wolfsburg með Söru Björk Gunnarsdóttur inn- anborðs, PSG, Barcelona sem lék til úrslita gegn Lyon síðasta vor, og Manchester City. Þessi lið koma einnig til greina: Bayern München (Þýs), Slavia Prag (Ték), Bröndby (Dan), Fortuna Hjörring (Dan), Zürich (Svi), Kazyg- urt (Kas), Glasgow City (Sko), Atlé- tico Madrid (Spá), Sparta Prag (Ték), Twente (Hol), Fiorentina (Íta). Twente og Kazygurt eru einu liðin úr undankeppninni sem fengu sæti í efri styrkleikaflokki. Í 32-liða úrslitunum er leikið heima og að heiman og fá liðin úr efri styrkleikaflokki að leika seinni leikinn á heimavelli. Leikið verður 11.-12. og 25.-26. september. Leik- irnir gætu því truflað Blikakonur nokkuð í baráttunni við Val um Ís- landsmeistaratitilinn en til stendur að Breiðablik og Valur mætist í næstsíðustu umferð Íslandsmótsins 15. september. Lengst komist í 8-liða úrslit Breiðablik náði sínum besta ár- angri í Meistaradeildinni, eða for- vera hennar, þegar liðið komst í 8- liða úrslit tímabilið 2006-07, en tap- aði þar fyrir Arsenal. Liðið lék síðast í keppninni tímabilið 2016-17 og féll þá úr leik í 32-liða úrslitum eftir samanlagt aðeins 1:0-tap gegn Mörtu og stöllum í Rosengård. Þór/KA komst í 32-liða úrslit í fyrra en tapaði þar samanlagt 3:0 fyrir Wolfsburg. Stjarnan komst í 16-liða úrslit fyrir tveimur árum en tapaði þar 2:1 fyrir Slavia Prag. sindris@mbl.is Einvígi við Söru eða Lyon?  Örlög Breiðabliks skýrast í dag  Dregið í 32-liða úrslit Ljósmynd/Ingibjörg Auður Ferð til fjár Breiðablik gerði góða ferð til Sarajevo í undankeppninni. „Við erum virkilega hamingjusamir yfir því að Alfreð Finnbogason hafi ákveðið að lengja dvöl sína hérna,“ sagði Martin Schmidt, þjálfari Augsburg, í gær eftir að tilkynnt var að Alfreð hefði skrifað undir nýjan samning við þýska félagið sem gildir til ársins 2022. Alfreð hefur verið hjá Augsburg frá ársbyrjun 2016 og skorað 32 mörk í 67 deildarleikjum. Hann hef- ur verið meiddur síðustu mánuði en er óðum að komast í form. Augs- burg mætir Dortmund á morgun í 1. umferð þýsku deildarinnar. Alfreð í Augsburg næstu þrjú ár Ljósmynd/Augsburg 2022 Alfreð Finnbogason bendir á gildistíma nýja samningsins. Leikmenn bandaríska kvennalands- liðsins í knattspyrnu, sem urðu heimsmeistarar annað mótið í röð fyrr í sumar, munu halda málsókn sinni á hendur bandaríska knatt- spyrnusambandinu til streitu. Leik- menn stefndu sambandinu vegna launamisréttis. Mál var höfðað í mars og í vikunni varð endanlega ljóst að engin sátt myndi nást í mál- inu og fer það því fyrir dómstóla. Liðið fékk 1,7 milljónir dollara fyrir sigur á HM 2015 en karlaliðið 5,4 millj-ónir dollara fyrir að kom- ast í 16-liða úrslit HM ári áður. Þær bandarísku fara í dómsmál AFP Fyrirliði Megan Rapinoe í fagn- aðarlátunum í New York. Það er kannski eins og að bera í bakkafullan lækinn að hneykslast á tilburðum Geoffrey Castillion, framherjans öfluga í liði Fylkis, í sigrinum gegn Grindavík á mánudag. Ég verð samt að segja að það að fara svona augljóslega gegn anda íþróttarinnar myndi ég aldrei fallast á að sé einhvern veginn „klókt“ eða „sniðugt“. Það er einfaldlega skammarlegt, fyrir Castillion sjálfan en einnig Fylki. Það er miður að reglur KSÍ gefi ekki kost á að refsa leik- mönnum fyrir að sækja sér vís- vitandi gult spjald til að hagnast á því, eins og Castillion svo sannarlega gerði. Þar hefur eitt- hvað klikkað því þegar Sergio Ramos reyndi það sama í Meist- aradeild Evrópu á síðustu leiktíð var honum refsað fyrir það með lengra leikbanni en ella. Það var eitthvað fallegt við það að Ra- mos skyldi fá sína lexíu með því að Real Madrid félli svo úr keppni. Það er erfitt að sjá að Ca- stillion eða Fylki hefnist með svo hressilegum hætti fyrir atvikið á mánudag. Hann sparkaði bolt- anum í burtu frá brotstað til að ná í sína fjórðu áminningu í sum- ar, því hann vissi að samkvæmt samkomulagi Fylkis og FH í tengslum við lán á leikmanninum mætti hann hvort sem er ekki spila næsta leik, við FH. Svona samkomulög hafa stundum verið kölluð heiðursmannasam- komulög en það er rangnefni. Það er ekkert heiðursmannalegt við það að skekkja keppni á Ís- landsmótinu með því að banna liði að nota leikmann gegn einu liði, en leyfa að hann spili svo gegn hinum tíu. Ímyndið ykkur bara ef félög stunduðu þetta með enn grófari hætti, og að til dæmis þrír mikilvægir leikmenn Fylkis mættu ekki spila gegn FH en gætu gert öðrum liðum í bar- áttu um Evrópusæti skráveifu. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði fyrir Egypta- landi í átta liða úrslitum á HM U19 í Skopje í Norður-Makedóníu í gær. Leiknum lauk með 35:31- sigri Egypta sem fara áfram í undanúrslit keppninnar. Egyptar sem tefla fram mörgum stórum og stæðilegum leik- mönnum tóku völdin í fyrri hálf- leik. Staðan að honum loknum var 21:14, Egyptalandi í vil, og tókst íslenska liðinu ekki að brúa það bil að ráði í seinni hálfleik. Hauk- ur Þrastarson og Tumi Steinn Rúnarsson voru markahæstir í ís- lenska liðinu með átta mörk hvor. Íslenska liðið mun leika um 5.-8. sætið á mótinu ásamt miklum handboltaþjóðum: Frakklandi, Spáni og Ungverjalandi. Ísland mætir Frakklandi í næsta leik. Liðið sem vinnur mætir sigurlið- inu hjá Spáni og Ungverjalandi í leik um 5. sætið en tapliðin leika um 7. sæti. sport@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Atkvæðamikill Tumi Steinn Rúnarsson skoraði 8 mörk í gær. Ísland leikur um 5.-8. sætið á HM Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, var í gær sagður hafa samið við úr- valsdeildarlið Helsinki Sea- gulls, samkvæmt netmiðlinum Sportando sem fjallar um körfu- knattleik. Liðið er í Finnlandi eins og nafnið gefur til kynna og hafnaði í 7. sæti á síðasta tímabili. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum í sumar og Kári bætist við fríðan flokk leikmanna ef af verður. Antti Ka- nervo, sem varð bikarmeistari með Stjörnunni síðasta vetur, er genginn í raðir félagsins sem og landsliðs- maðurinn Shawn Huff sem kemur frá Frankfurt. Huff hefur mætt Ís- lendingum í landsleikjum á undan- förnum árum en Kanervo hefur einn- ig leikið A-landsleiki fyrir Finnland. Kári er uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði en hann var samnings- bundinn Barcelona á síðustu leiktíð. Meiðsli settu stórt strik í reikning- inn hjá Kára síðasta vetur og fór hann í umfangsmiklar aðgerðir á báðum fótum eftir að hann kom út til Katalóníu. kris@mbl.is Verða Kári og Antti Kanervo samherjar? Kári Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.