Morgunblaðið - 16.08.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 16.08.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Tilvalinn með á völlinn í sumar Í FOSSVOGI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Víkingur og FH leika til úrslita um Mjólkurbikar karla í fótbolta. Víkingur tryggði sér sinn fyrsta bikarúrslitaleik síðan liðið varð meistari í eina skiptið í sögunni árið 1977 með 3:1-sigri á Breiða- bliki á sögulegu kvöldi í Víkinni í gærkvöldi. Alls lögðu 1848 manns leið sína á Víkingsvöllinn í gær sem er nýtt áhorfendamet hjá fé- laginu. Stuðningsmenn Víkings sjá ekki eftir því, þar sem þeir fengu mikið fyrir peninginn. Auk fjögurra marka kom eitt rautt spjald og var hiti í mönn- um, enda mikið undir. Víkingar spiluðu einstaklega vel eftir að Thomas Mikkelsen kom Breiða- bliki yfir á 35. mínútu. Tíu mín- útum síðar var staðan orðin 2:1, Víkingi í vil, og sigldu heima- menn verðskulduðum sigri í höfn í seinni hálfleik. Kári Árnason lék gríðarlega vel sem djúpur miðjumaður og riðlaði hann spili Breiðabliks allan leikinn. Hann kom í veg fyrir að Gísli Eyjólfs- son næði nokkurn tímann takti og voru fáir aðrir líklegir til að skapa usla í vörn Víkings. Leikmenn Breiðabliks létu skapið hlaupa með sig í gönur undir lokin og Elfar Freyr Helgason fékk verðskuldað rautt spjald á 83. mínútu fyrir sóðalega tæklingu. Hann lét það ekki nægja, því hann tók rauða spjald- ið af Þorvaldi Árnasyni, dómara leiksins, og kastaði því í grasið í kjölfarið. Elfar er einn reynslu- mesti útileikmaður Breiðabliks og hann á að setja betra fordæmi fyrir yngri liðsfélaga sína. Guð- jón Pétur Lýðsson, liðsfélagi Elf- ars, fór ófögrum orðum um Þor- vald dómara í leikslok og sagði hann ömurlegan og hræddan. Þor- valdur átti alls ekki slæman leik, þótt hann hefði mátt spjalda Kára Árnason snemma í leiknum fyrir ljóta tæklingu. Þorvaldur sleppti honum, en dæmdi leikinn annars vel. Breiðablik getur sjálfu sér um kennt, en liðið fór illa að ráði sínu með 1:0-forystu. Blikar þurfa að líta í eigin barm, frekar en að kenna öðrum um. Víkingur á sæti sitt í bikarúr- slitum skilið. Óttar Magnús Karls- son virðist vera púslið sem vantaði upp á heildarmyndina hjá Vík- ingum. Mikil læti á sögulegu kvöldi á Víkingsvellinum  Áhorfendamet og fyrsti úrslitaleikur Víkinga í 48 ár  Blikar misstu hausinn Morgunblaðið/Arnþór Áberandi Blikinn Elfar Freyr Helgason fékk rautt spjald og Víkingurinn Óttar Magnús Karlsson skoraði í gær. 0:1 Thomas Mikkelsen 35. (víti) 1:1 Óttar Magnús Karlsson 40. 2:1 Nikolaj Hansen 45. 3:1 Guðmundur A. Tryggvason 69. I Gul spjöldHalldór Smári Sigurðsson, Óttar Magnús Karlsson og Dofri Snorrason (Víkingi), Höskuldur VÍKINGUR R. – BREIÐABLIK 3:1 Gunnlaugsson og Gunnleifur Gunn- leifsson (Breiðabliki). I Rauð spjöldElfar Freyr Helgason (Breiða- bliki). Dómari: Þorvaldur Árnason. Áhorfendur: 1.848. Fimm Íslendingar eru komnir áfram í 4. umferð Evr- ópudeildar karla í knattspyrnu en seinni leikirnir í 3. umferð fóru fram í gær. Arnór Ingvi Traustason hjá Malmö , Kolbeinn Sig- þórsson hjá AIK, Willum Þór Willumsson hjá BATE Bor- isov, Rúnar Már Sigurjónsson hjá Astana og Albert Guð- mundsson hjá AZ eru komnir áfram í keppninni með sínum liðum. Þeir Rúnar Már og Willum munu raunast mætast í 4. umferðinni ef Astana og BATE tefla þeim fram. Hjörtur Hermannsson hjá Bröndby, Mikael Anderson hjá Midtjylland og Guðmundur Þórarinsson hjá Norr- köping eru hins vegar úr leik í keppninni með sínum liðum en þess má geta að tveir ungir Skagamenn eru einnig í herbúðum Norrköping: Ísak Berg- mann Jóhannesson og Oliver Stefánsson. Úrslitin í leikjunum, úrslitin í rimmunum og þátttöku íslensku leikmann- anna má sjá í úrslitadálknum hér vinstra megin á síðunni. sport@mbl.is Fimm íslenskir komnir áfram Rúnar Már Sigurjónsson Njarðvík er áfram á botni Inkasso- deildar karla í fótbolta eftir 2:0-tap gegn Fram í Safamýri í gærkvöld. Njarðvíkingar eru með 11 stig, tveimur stigum á eftir Magna og þremur stigum á eftir Haukum. Framarar eru með 23 stig í 6. sæti en eru komnir of langt aftur úr í baráttu um efstu tvö sætin eftir 4 töp í síðustu 6 leikjum. Hinn tvítugi Helgi Guðjónsson skoraði sitt 12. mark fyrir Fram í gær og er næstmarkahæstur í deildinni. Helgi með sitt tólfta mark Morgunblaðið/Eggert Markahrókur Helgi Guðjónsson hefur raðað inn mörkum í sumar. Evrópudeild UEFA 3. umferð, seinni leikir: AIK – Sheriff Tiraspol ............................ 1:1  Kolbeinn Sigþórsson var á varamanna- bekk AIK.  AIK áfram, 3:2 samanlagt. BATE Borisov – Sarajevo ...................... 0:0  Willum Þór Willumsson var á vara- mannabekk BATE.  BATE áfram, 2:1 samanlagt. Zrinjski Mostar – Malmö ........................ 1:0  Arnór Ingvi Traustason kom inn á hjá Malmö á 68. mínútu.  Malmö áfram, 3:1 samanlagt. Hapoel Beer Sheva – Norrköping......... 3:1  Guðmundur Þórarinsson lék allan leik- inn fyrir Norrköping.  Beer Sheva áfram, 4:2 samanlagt. Valletta – Astana ..................................... 0:4  Rúnar Már Sigurjónsson var í liði Ast- ana fram á 68. mínútu.  Astana áfram, 9:1 samanlagt. AZ Alkmaar – Mariupol.......................... 4:0  Albert Guðmundsson var á varamanna- bekk AZ.  AZ áfram, 4:0 samanlagt. Braga – Bröndby ..................................... 3:1  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyrir Bröndby.  Braga áfram, 7:3 samanlagt. Rangers – Midtjylland ............................ 3:1  Mikael Anderson var í liði Midtjylland fram á 69. mínútu.  Rangers áfram, 7:3 samanlagt. Aris – Molde...............................................3:1  Molde áfram, 4:3 samanlagt e. framl.. Espanyol – Luzern....................................3:0  Espanyol áfram, 6:0 samanlagt.  HM U19 karla Leikið í Norður-Makedóníu: 8-liða úrslit: Egyptaland – Ísland .............................35:31 Þýskaland – Ungverjaland...................26:16 Spánn – Danmörk .................................19:23 Frakkland – Portúgal ...........................26:31  Ísland mætir Frakklandi á morgun í keppni um 5.-8. sæti.   EM U16 karla B-deild í Svartfjallalandi: Sæti 9-16: Ísland – Bretland ..................................83:84 Portúgal – Ungverjaland......................69:63 Finnland – Úkraína...............................76:92 Svíþjóð – Írland .....................................82:74  Ísland leikur um 13.-16. sæti og mætir Ungverjalandi í dag. EM U16 kvenna B-deild í Búlgaríu: A-riðill: Ísland – Serbía.......................................49:72 Svartfjallaland – Slóvenía.....................47:60 Bosnía – Rúmenía .................................47:54  Ísland mætir Slóveníu í 2. umferð riðla- keppninnar í dag.  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.