Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 16.08.2019, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is GARÐABÆR/AKUREYRI Edda Garðarsdóttir Baldvin Kári Magnússon Stjarnan tryggði sér mikilvæg stig í gærkvöldi þegar liðið lagði ÍBV 2:1 í 14. umferð Pepsí Max-deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur var frekar bragðdaufur af hálfu beggja liða, það var bersýnilega taugatitringur í loftinu og margir háloftaboltar þeyttu kerlingar þvers og kruss um völlinn. Stjarnan var þó meira með boltann og hin efnilega Hildigunnur Ýr náði oft að skapa usla í víta- teigskraðaki Eyjamanna, oftast eft- ir undirbúning Shameeku. Vest- mannaeyingar áttu engin opin færi en þónokkur langskot sem oft röt- uðu í hendur Birtu. Stjörnukonur byrjuðu fjörugan seinni hálfleik með því að taka for- ystuna. Þar var að verki hin leikna Jana Sól en hún hljóp af miklum móði af vinstri vængnum fyrir mitt markið og kláraði meistaralega í netið. Vonbrigði kvöldsins voru við- brögð Vestmannaeyinga við lyk- ilaugnablikum leiksins. Sú eina sem var að valda verulegum usla var Clara Sigurðardóttir með áhlaupum og hörku. Sóknarlína ÍBV var takt- laus og dönsuðu þær engan veginn saman í opnum leik. Það þurfti haf- sentinn van Slambrouck til að fá jöfnunarmarkið, en hún átti fína sendingu á Brenna Lovera eftir fast leikatriði við vítateig Stjörn- unnar. Sú síðarnefnda skallaði bolt- ann í tómt mark Stjörnunnar en Birta átti óþarfa úthlaup úr mark- inu. Varnarlína ÍBV datt oft á tíðum alveg niður á endalínu og þ.a.l. náði miðjan náði ekki að aðstoða við varnarleikinn en það varð þeim dýrkeypt í tvígang. Stjarnan tryggði sér sigurinn aðeins fáeinum mínútum eftir jöfnunarmarkið. Hildigunni Ýri tókst þá loksins að koma boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf af hægri vængn- um. Aðeins fjórar umferðir eru eftir og allir leikir skipta máli fyrir liðin í neðri hlutanum. ÍBV þarf að bæta leik sinn til að halda sér í deildinni. Góðar 45 mínútur ekki nóg Þór/KA vann 3:1 sigur á Keflavík á Akureyri. Keflavíkurliðið spilaði virkilega vel í fyrri hálfleik. Þór/KA liðið fékk nokkur færi í upphafi leiks en það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var lítið að frétta í sókn- arleik heimakvenna. Keflavíkur lið- ið beitti skyndisóknum og varn- armenn Þór/KA réðu illa við hraðann á framherjum Keflavíkur. Sveindís Jane kom liðinu verð- skuldað yfir á 36. mínútu. Staðan var 0:1 í hálfleik og hefðu Keflvík- ingar jafnvel getað bætt við öðru marki í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá Þór/KA liðið. Arna Sif jafnaði leikinn með skalla eftir um 50. mín- útna leik og þá var eins og allur vindur væri úr gestunum. Andrea Mist kom Þór/KA yfir stuttu síðar áður en Arna bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Þór/KA. 3:1 sigur heimakvenna staðreynd, sig- urinn kemur liðinu upp fyrir Sel- fyssinga í þriðja sæti sem þó eiga leik til góða. Það er svekkjandi fyrir Keflvík- inga að þrátt fyrir góða spila- mennsku í fyrri hálfleik fari liðið tómhent heim. En þegar minni lið spila gegn Þór/KA dugar ekki að eiga einn góðan hálfleik. Eins og vill oft loða við lið sem eru í fallbar- áttu fór allt sjálfstraust úr leik liðs- ins um leið og heimakonur náðu að jafna leikinn og eftir jöfn- unarmarkið var aldrei spurning hvernig leikar myndu enda. Liðið getur þó tekið margt jákvætt úr leiknum. Fram undan eru fjórir leikir sem skera úr hvort Keflavík verði áfram meðal þeirra bestu á næsta ári. En liðið er nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti í deild- inni. Hvorki ÍBV né Keflavík náði í stig  Fallbaráttan harðnar hjá þessum liðum Morgunblaðið/Arnþór Vandvirkni Shameeka Fishley skallar boltann í Garðabænum í gær. 2 mörk Fyrirliðinn Arna Sif Ásgrímsdóttir í leiknum í gær.  Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, gæti verið á leið aftur til Ítal- íu en hann er í leit að nýju félagi eftir að hafa rift samningi sínum við Aston Villa. Umboðsmaður Birkis, Norðmað- urinn Jim Solbakken, mun hafa tjáð ítalska miðlinum Europa Calcio að Birkir sé með tilboð frá tveimur fé- lögum í ítölsku A-deildinni; Spal og Genoa, sem enduðu í 13. og 17. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Birkir lék með Pescara og Sampdoria á ár- unum 2012-2015.  Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís- landsmeistari í golfi síðustu tvö ár, missti naumlega af því að komast í gegnum niðurskurðinn á Bossey La- dies mótinu í Frakklandi, sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Guðrún lék á +7 höggum í gær og var því á +11 eftir tvo daga, tveimur höggum frá niðurskurðarlínunni. Eitt ogannað 1:0 Jana Sól Valdimarsdóttir 47. 1:1 Brenna Lovera 68. 2:1 Hildigunnur Ýr Benediktsd. 72. I Gul spjöldViktoría V. Guðrúnardóttir og Kristján Guðmundsson (þjálfari) (Stjörnunni), Caroline Van Slambro- uck (ÍBV). STJARNAN – ÍBV 2:1 Dómari: Elías Ingi Árnason, 6. Áhorfendur: 187. M Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjörnunni) Shameeka Fishley (Stjörnunni) Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni) Clara Sigurðardóttir (ÍBV) KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Víkingsvöllur: HK/Víkingur – Fylkir..19.15 1. deild karla, Inkasso-deildin: Extra-völlurinn: Fjölnir – Grótta .............18 Nettóvöllurinn: Keflavík – Víkingur Ó.....18 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Þróttur R. .....18 Þórsvöllur: Þór – Haukar ..........................18 2. deild karla: Jáverk-völlur: Selfoss – Dalvík/Reynir....18 Akraneshöllin: Kári – ÍR ......................19.15 HANDKNATTLEIKUR UMSK-mót karla: Kórinn: Grótta – HK..................................18 Kórinn: Afturelding – Stjarnan ................20 UMSK-mót kvenna: Kórinn: Stjarnan – Afturelding ................18 Kórinn: HK – Grótta..................................20 Ragnarsmót karla: Hleðsluhöllin: Valur – ÍR......................18.30 Hleðsluhöllin: Haukar – ÍBV ...............20.15 Í KVÖLD! 0:1 Sveindís Jane Jónsdóttir 36. 1:1 Arna Sif Ásgrímsdóttir 50. 2:1 Andrea Mist Pálsdóttir 57. 3:1 Arna Sif Ásgrímsdóttir 65. I Gul spjöldHulda Björg Hannesdóttir, Stephany Mayor og Arna Sif Ás- grímsdóttir (Þór/KA). Dómari: Sveinn Arnarsson 8. ÞÓR/KA – KEFLAVÍK 3:1 Áhorfendur: 211. MM Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) M Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA) Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Þór/KA) Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík) Sophie Groff (Keflavík) Aníta Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Natasha Anasi (Keflavík)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.