Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.08.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð Verð 5.990 erð 4.990 Tunika Tunika Stútfull búð af Nýjum vörum V Árelía er dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og kennir þar leiðtogafræði. Sara er önnur skáld- saga Árelíu en fyrsta skáldverk hennar var sagan Tapað fundið. Hún var síður en svo fyrsta bók Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Rithöfundurinn Árelía Eydís Guð- mundsdóttir gaf nýverið út bókina Söru, sem fjallar um lífsins augna- blik sem kunna að virðast ómerkileg en verða til þess að nýjar dyr opn- ast og lífið tekur breytingum. Óvænt gjöf breytir lífi sögu- hetjunnar, hinnar 45 ára ekkju Söru Jónsdóttur. Hún fær glæsi- legan demants- hring og ást- arbréf í afmælisgjöf en hvergi kemur fram hver leyniaðdáandinn er. Þetta verður til þess að Sara fer að grafa ofan í fortíðina og hlýtur auk- inn skilning á sjálfri sér. „Hún hef- ur verið að syrgja og hefur kannski ekki náð sér. Þegar fólk er í sorg- arferli er það orðið svolítið dofið en þetta vekur hana til lífsins,“ segir Árelía. Ómerkt gjöf Hana rekur minni til þess að hafa haldið veislu og fengið gjafir en ekki verið viss hvaðan ein gjöfin kom. „Eitt kort hafði dottið af. Svo ég fór að hugsa hvað myndi gerast ef þú fengir gjöf sem væri mjög per- sónuleg en þú vissir ekki hvaðan hún kæmi,“ segir hún. Þegar grunnhugmyndin var kom- in byrjaði Árelía að vinna að skáld- sögunni, en sú vinna tók um þrjú ár, og fór fram á stundum milli stríða. Spurð hvernig hún nálgast vinn- una segir Árelía: „Ég fæ upphafs- hugmyndina og síðan byrja ég að vinna með formið og ég veit ekki einu sinni sjálf hvernig sagan mun enda.“ hennar, þar sem Árelía hefur gefið út nokkrar fræði- og handbækur, en fyrir ári gaf hún út fræðibók um leiðtogahæfni. Slíkar bækur vekja ekki viðbrögð sama eðlis og Sara: „Það er hreint út sagt fræðilegt efni. Þá kemur enginn til mín og segist hafa uppgötvað eitthvað um sjálfan sig. Fólk uppgötvar hins vegar eitthvað nýtt um fræðasviðið, það getur kannski hugsað „nú get ég sett forystu í samhengi við menningu“. Ég hef svolítið sagt að þetta sé eins og að nota hægra og vinstra heilahvel – í skáldsagn- arforminu er vinstra heilahvelið notað og í fræðaskrifunum er svolít- ið verið að nota það hægra,“ segir hún. „Þú ert að skrifa um mig“ Árelíu finnst merkilegt hvernig hver og einn lesandi túlkar söguna á sinn hátt og sér hlutina í einstæðu ljósi. Að fólk skynji persónur út frá því hvar það sé sjálft statt í lífinu. „Ég hef ótrúlega oft lent í því að fólk segi einfaldlega „þú ert að skrifa um mig“. Í Tapað fundið var ég að skrifa um hluti sem ég hafði séð fyrir mér á vissan hátt í mínum huga, ég var ekki að sjá fyrir mér að þetta gæti gerst – en síðan komu nokkrir til mín og sögðust hafa þessa reynslu. Ekki bara af því að týna tösku heldur öðrum hlutum,“ segir Árelía. „Mér finnst ég sem höfundurinn ekki skipta svo miklu máli heldur er það einhvers konar millistykki. Hver les söguna út frá sjálfum sér og fær út úr henni það sem viðkomandi þarf. Þú lest sög- una og hugsar: „Þetta er eitthvað sem ég eða einhver sem ég þekki lenti í.““ Fyrir Árelíu var þetta merkileg uppgötvun: „Í hvert skipti sem þú lest skáldsögu mætirðu sjálfri þér. Þú lest út frá persónum hvar þú ert stödd,“ segir hún. Fyrsta skáldsaga Árelíu, Tapað fundið, sat lengi á listum yfir mest seldu bækurnar og hið sama virðist gilda um Söru, sem hefur verið á lista síðan hún kom út og segist Ár- elía afar þakklát fyrir það. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kunnuglegt „Ég hef ótrúlega oft lent í því að fólk segi einfaldlega „þú ert að skrifa um mig,““ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir rithöfundur. „Þegar þú lest skáldsögu mætirðu sjálfri þér“  Hvað myndi gerast ef þú fengir gjöf sem væri mjög persónuleg en þú vissir ekki hvaðan hún kæmi?  Grunnhugmynd að nýrri skáldsögu Árelíu Eydísar Ferðamyndir - Travel Pieces nefn- ist sýning sem Örn Þorsteinsson, myndhöggvari og málari, opnar á nýjum verkum í galleríinu Klaustri að Skriðuklaustri í dag. Örn sýnir litla skúlptúra steypta í brons, pól- eraða og patíneraða, ásamt frum- myndum úr plastefnum og græn- lenskum kljásteini auk nokkurra stærri verka. Örn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1971 og stundaði einnig nám í Stokkhólmi. Hann hefur unnið að listsköpun í tæp 50 ár og m.a. þekktur fyrir skúlptúra sem sækja í klassíska höggmyndahefð 20. aldar. Sýning- unni lýkur 31. ágúst og er hún opin alla daga kl. 10-18. Ferðamyndir í galleríinu Klaustri Skúlptúrar Verk eftir Örn á sýningunni. Gerður Guð- mundsdóttir opn- ar sýninguna Skynjun – Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 16. Gerð- ur lauk prófi frá textíldeild Mynd- lista- og hand- íðaskóla Íslands og hefur unnið sjálfstætt að myndlist síðan. Á sýningunni er brotin sú al- menna regla að ekki megi snerta listaverkin, að því er fram kemur í tilkynningu, og eru gestir hvattir til að snerta verkin og skynja þau þannig. Sýningin er sérstaklega hönnuð með þarfir blindra og sjón- skertra í huga og eru öll nema eitt þrívíddarverk. Listasalur Mosfellsbæjar er op- inn kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Síðasti sýn- ingardagur er 13. september. Myndlist fyrir blinda og sjónskerta Gerður Guðmundsdóttir Ómar af kynngimagnaðri fjarveru nefnist einkasýning Karls Ómars- sonar sem opnuð verður í dag kl. 17 í Nýlistasafninu í Marshall- húsinu. „Ómar af kynngimagnaðri fjar- veru virkar sem leiðarljós og af- vegur í senn. Verkin fela í sér kunnuglega eiginleika; form, efni, línur, orð og liti, fyrirbæri sem við höfum áður litið auga, snert, hlustað á og loks fært í orð. Á sama tíma leysa yfirborð verkanna upp fyrirfram gefnar hugmyndir, fjarlægja samhengi og losa um þær upplýsingar sem hafa safnast saman í huganum yfir lengri tíma. Verkin ölva fremur en upplýsa og opna þannig á annan lestur — Leið út í bláinn. Stað þar sem fyr- irmyndir og hliðstæður hafa verið fjarlægðar eða afmyndaðar. Eftir stendur rými til ímyndunar, af- tengingar og upprifjunar þar sem léttilega er skautað framhjá því sjálfsagða,“ segir í tilkynningu um sýninguna. Karl er fæddur 1975 og nam myndlist við Listaháskóla Íslands, Hoegenschule vor der Bildende Kunst í Utrecht og University of the Arts í London. Hann vinnur í fjölbreytta miðla með teikningu, innsetningu, ljósmyndir, umhverf- isverk og vídeó og ávallt með upp- hafspunkt í gjörningnum sem rannsóknartæki. Karl leitast við að vera í jafn- vægi milli draumórakenndrar trú- ar á huglægt ímyndunarafl og að- ferðafræðilegra rannsókna byggða á list, eins og það er orðað. „Eins og syfjaður rökfræðingur hefur listamaðurinn smættað aðferðir sínar í eftirfarandi fullyrðingu: ég vinn með höfuðið í skýjunum á sama tíma og fæturnir eru kirfi- lega staðsettir á jörðinni,“ segir í tilkynningu. Virkar sem leiðarljós og afvegur í senn Á sýningu Eitt verka Karls Ómars- sonar myndlistarmanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.