Morgunblaðið - 16.08.2019, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2019
Sænski rithöfundurinn LizaMarklund hefur skrifaðmargar áhugaverðar bæk-ur og spennusagan Svört
perla er með þeim betri sem frá
henni hafa komið. Ekki er ráðist á
garðinn þar sem
hann er lægstur,
nær allur heim-
urinn er undir,
en höfundi tekst
á undraverðan
hátt að tengja
saman viðbjóðs-
lega glæpi um
víða veröld, ást
og umhyggju,
græðgi, nægju-
semi, fórnir og
ekki síst trú á hið góða.
Samtímasagan er um margt
merkileg og áhugavert getur verið
að kynna sér hitt og þetta. Oft er
það svo að eftir því sem dýpra er
kafað ofan í hlutina verða þeir frá-
hverfari eða með öðrum orðum er
ekki allt gull sem glóir. Þótt Svört
perla sé skáldsaga er hún þannig
úr garði gerð að raunveruleikinn
blasir hvarvetna við. Fyrir bragðið
er hún sérstaklega trúverðug.
Hún er líka þannig uppbyggð að
ómögulegt er að hætta í miðju
kafi. Liza Marklund leitaði víða
fanga áður en skriftir hófust og
heimildavinnan hefur skilað sér í
frábæru verki.
Sagan hverfist um Kionu frá
Manihiki, lítilli eyju í Kookseyja-
klasanum í Suður-Kyrrahafi. Þar
hafa íbúarnir lifað í sátt og sam-
lyndi án utanaðkomandi áhrifa, en
þegar seglskúta festist í kóralrifj-
unum og evrópskum manni er
bjargað í land breytist allt. Kiona
hafði aðeins kynnst litla samfélag-
inu en innan skamms er hún orðin
þátttakandi í skuggahliðum mann-
lífsins í fjórum heimsálfum.
Fjármunir eru sem rauður þráð-
ur í sögunni, sérstaklega hin
dökka hlið peningavaldsins, allt
frá því Júdas sveik Jesú fyrir
þrjátíu silfurpeninga að ræningj-
um nútímans, sem svífast einskis
til þess að komast yfir sem mest,
burtséð frá afleiðingunum fyrir
menn og samfélög. Græðgin verð-
ur enn illskiljanlegri þegar litið er
á hvaða perlur er að finna á Mani-
hiki, fjarri öllu og öllum. „Það er
allt hér,“ segir enda aðkomumað-
urinn. „Fólk berst við að læra og
vinna allt lífið en kemst aldrei ná-
lægt þessu.“
Frásögnin er ekki aðeins spenn-
andi heldur hefur hún að geyma
svo mikinn og góðan boðskap,
þökk sé Kionu, að ekki er annað
hægt en hrífast með. Hið illa er
þó aldrei langt undan og ekki
verður á allt kosið þrátt fyrir góð-
an vilja. Réttlætið kostar samt oft
æði miklar fórnir og Svört perla
getur ekki annað en vakið lesand-
ann til umhugsunar um hvert
stefnir í lífinu.
Ljósmynd/Annika Marklund
Bænahús og ræningja-
bæli lögð að jöfnu
Spennusaga
Svört perla bbbbn
Eftir Lizu Marklund.
Friðrika Benónýsdóttir íslenskaði.
Kilja. 493 bls. Ugla 2019.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Spenna Svört perla eftir Lizu
Marklund. er afar spennandi.
40% afsláttur af sjóngleri með styrk
við kaup á Cébé útivistargleraugum
Eyesland | Grandagarði 13 | Glæsibæ | Sími 510 0110 | www.eyesland.is
S’TRACK
Sérhönnuð hlaupagleraugu sem standast hörðustu kröfur
hlaupara, jafnt götuhlaupara og þeirra sem hlaupa utan vega.
Byltingarkennd tækni gerir það að verkum að gleraugun haldast
alveg stöðug. Glerin dökkna í sól og henta því við öll birtuskilyrði.
Hægt er að fá þau með einfókus og með margskiptum glerjum.
CB Wild 6
Einstaklega létt og fíngerð sportgleraugu sem henta vel í alls
kyns útivist og við flestallar aðstæður. Gleraugunum fylgja
þrenn pör glerja sem auðvelt er að skipta um. Dökk spegilgler
eru góð á björtum og sólríkum dögum. Ólituð gler henta vel að
næturlagi. Gul henta vel við slæm birtuskilyrði, auka skerpu og
draga úr augnþreytu.
Njóttu útiverunnar með þínum styrkleika
Sýningarrýmið 1.h.v. opnar í dag
kl. 17 sýningu á verki eftir Guðrúnu
Hrönn Ragnarsdóttur og Pétur
Magnússon og í tengslum við sýn-
inguna kemur út bókverkið Lög.
1.h.v. er í fjölbýlishúsi að Lönguhlíð
19, 105 Reykjavík, og er eins og
nafnið gefur til kynna í íbúð á
fyrstu hæð vinstra megin.
Sýningin er opin á miðvikudög-
um kl. 16-18 og einnig eftir sam-
komulagi.
Um Lög eða Layers segir að þar
sé komin litasaga 1.h.v. frá árinu
1949. „Skyggnst var undir máln-
ingarlög sýningarrýmisins og lita-
flóran dregin fram í herbergjum
íbúðarinnar,“ segir á Facebook og
eru veggfóður og ljósmyndir efni-
viður verka þar sem sjónarhorn og
aðferð skapa óvænta möguleika í
skynjun umhverfisins, eins og því
er lýst.
Málningarlög Verk á sýningunni.
Skyggnst undir
málningarlög 1.h.v.
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky,
sem dæmdur var í Stokkhólmi í
fyrradag til tveggja ára skilorðs-
bundins fangelsis ásamt tveimur líf-
vörðum sínum fyrir að hafa ráðist á
19 ára pilt, tjáði sig um dóms-
úrskurðinn á Instagram í gær og
þakkaði aðdáendum sínum, vinum
og samstarfsmönnum fyrir stuðn-
inginn í málaferlunum.
Rocky, réttu nafni Rakim
Mayers, var handtekinn vegna
líkamsárásar 3. júlí auk þriggja
annarra í kjölfar slagsmála sem
brutust út á götu í Stokkhólmi.
Hann var látinn laus úr varðhaldi í
byrjun þessa mánaðar og eftir að
hafa hlotið skilorðsbundinn dóm í
fyrradag hélt hann af landi brott.
Tveir lífverðir hans, Bladimir
Corniel og David Rispers, hlutu
einnig skilorðsbundinn dóm og var
því einnig sleppt úr haldi. Dómari
komst að þeirri niðurstöðu að árás-
in hefði ekki verið svo alvarleg að
dæma ætti þremenningana í fang-
elsi.
Dæmdur A$AP Rocky hlaut skilorðsbund-
inn dóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi.
Þakkar aðdáendum stuðninginn
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Anna Gréta Sigurðardóttir, djass-
tónskáld og -píanóleikari, hlaut í gær
annan af tveimur styrkjum sem
veittir eru árlega úr sjóði sem
kenndur er við Monicu Zetterlund,
þekktustu djasssöngkonu Svíþjóðar
fyrr og síðar. Anna Gréta býr og
starfar í Svíþjóð, var í námi við Kon-
unglega tónlistarháskólann í Stokk-
hólmi og hefur leikið með mörgum
fremstu djasstónlistarmönnum þar í
landi sem og hér á Íslandi.
Bjartasta vonin
„Það er sérlega gaman að fá eitt-
hvað í hennar nafni, hún var ein af
þeim sem ég hlustaði á áður en ég
flutti til Svíþjóðar,“ segir Anna
Gréta um Zetterlund-styrkinn sem
er 40.000 sænskar krónur, jafnvirði
rúmrar hálfrar milljónar íslenskra
króna. Styrkinn hlýtur Anna Gréta
sem bjartasta vonin, ungur og efni-
legur tónlistarmaður, en hinn styrk-
inn hlýtur gamalreyndur tónlistar-
maður, saxófónleikarinn Nisse
Sandström, sem hlýtur 60.000
sænskar krónur. „Ég hef ekki spilað
með honum en hann er þekkt nafn
hérna,“ segir Anna Gréta um Sand-
ström.
Naxos gefur út
Anna Gréta og Sandström munu
leika með hljómsveit á heiðurs- og
minningartónleikum helguðum
Zetterlund í Berwaldhallen í Stokk-
hólmi 29. september og verða styrk-
irnir afhentir þá. En hvað ætlar hún
að gera við peninginn? „Ég þarf að
kaupa mér svolítið af græjum og svo
var ég að taka upp plötu sem kemur
út í október,“ svarar Anna Gréta.
Styrkurinn sé því kærkominn.
Anna Gréta er 24 ára og hefur bú-
ið í tæp fimm ár í Svíþjóð. Segja má
að tónlistin sé henni í blóð borin því
faðir hennar er einn mesti djass-
geggjari Íslands, Sigurður Flosason
saxófónleikari. „Alveg frá því að ég
byrjaði að spila á píanó hefur verið
sjálfsagt mál að þetta væri það sem
ég vildi gera. Ég hef ekki mikið þurft
að velta því fyrir mér,“ segir hún.
Platan sem hún nefndi fyrr í samtal-
inu er samstarfsverkefni hennar og
gítarleikarans Max Schultz. Á henni
verða lög eftir þau bæði og er platan
gefin út af Prophone, sem heyrir
undir hið þekkta útgáfufyrirtæki
Naxos. „Það er ferlega spennandi,“
segir Anna Gréta um plötuna.
„Gaman að fá eitt-
hvað í hennar nafni“
Anna Gréta Sigurðardóttir hlýtur styrk úr sjóði Zetterlund
Heiðruð Anna Gréta Sigurðardóttir, tónskáld og píanóleikari, hlaut verð-
laun Fasching djassklúbbsins í fyrra og hlýtur nú styrk Zetterlund.
Ljósmynd/Magnus Andersen