Morgunblaðið - 21.08.2019, Side 4

Morgunblaðið - 21.08.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Grunnskólanemar setjast í hrönnum á skólabekk í þessari viku. Sam- kvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands er árgangur þeirra sem verða sex ára á þessu ári um 4.500 börn samkvæmt tölum frá 1. janúar í ár. Þær gefa grófa mynd af þeim barnahópi sem vafalaust er hvað spenntastur að mæta í skólann. Undanfarin ár hafa 4.200-4.900 börn verið í hverjum árgangi og skarinn allur verið u.þ.b. 42-46 þúsund. Hið sama verður upp á teningnum í ár samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar. 4.011 nemendur sóttu um skóla- vist í framhaldsskóla í haust, en þeir fá allir skólavist. Þessi hópur er 95% þeirra sem luku grunnskóla á síð- asta skólaári. Breyttir tímar Sífellt fleiri sveitarfélög hafa á undanförnum árum ákveðið að bjóða grunnskólabörnum ritföng og papp- ír endurgjaldslaust. Á síðustu árum hefur Velferðar- vaktin staðið fyrir könnunum meðal sveitarfélaga um þetta og síðasta haust voru svörin á þann veg að mál- ið var talið „í höfn“. Þá svöruðu sveitarfélög þar sem 99% grunn- skólabarna bjuggu því að þau myndu á síðasta skólaári útvega nemunum ritföng og pappír. Nokkur umferð var um verslun A4 í Skeifunni þegar blaðamaður og ljósmyndari litu þar inn skömmu eft- ir hádegi í gær, en stefna sveitar- félaganna varðandi kostnaðarþátt- töku nemenda hefur haft áhrif á umferð um ritfangaverslanir að sögn Sigurborgar Þóru Sigurðardóttur verslunarstjóra. Hún sagði við- skiptavini hafa verið fyrr á ferðinni nú en oft áður. „Skólarnir byrja á misjöfnum tíma. Í MS er t.d. ekki skólasetning fyrr en á fimmtudag. Grunnskólarnir byrja held ég flestir á fimmtudag,“ segir hún. „Nú erum við hætt að fá börn með innkaupalista. Bæjarfélögin sjá al- veg um það, en við erum mjög sterk í skólatöskum. Explore-töskurnar, til dæmis, flytjum við inn. Þær henta vel fyrir þau yngstu,“ segir hún. Þá koma margir við til þess að fjárfesta í nestisboxum, sundpokum, brúsum og ritföngum til að geta sinnt heima- náminu af krafti. Innkaupalistar heyra sögunni til  Sveitarfélögin hafa tekið við  Yfir 40 þúsund í grunn- skóla  4.500 í fyrsta bekk  Kaupa inn fyrr en áður Morgunblaði/Arnþór Birkisson Innkaup Skólatöskur, nestisbox, sundpokar, brúsar og ritföng eru meðal þess sem fjárfest er í fyrir skólaveturinn. Alexander Máni Halldórsson hefur í haust skólagöngu við Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, en hann valdi sér nám á tölvuþjónustulínu. Hann var að grandskoða námsbækurnar þegar Morgunblaðið náði af honum tali. „Ég er að fara í tölvutengt nám, þannig að ég er spenntur að sjá hvernig það verður,“ segir Alexand- er, en margir félagar úr 10. bekk fara einnig í fjölbrautaskólann. Hann viðurkennir að taugarnar séu örlítið þandar enda sé um nýjan vettvang að ræða. „Þetta verður eitthvað.“ Spenntur að takast á við tölvutengt nám Nataníel Ísar Rósarsson verður í ní- unda bekk í grunnskólanum í Þor- lákshöfn í haust. Hann gerði sér ferð í bæinn og fjárfesti í litum í A4 í gær. Líkt og víðast hvar fá nemendur þar flest skólagögn afhent í skólanum. „Hjá okkur er allt innifalið,“ segir Nataníel Ísar, sem vill þó sjálfur eiga nóg af góðum litum. Spurður um mesta tilhlökkunar- efnið eftir sumarið var það að hitta krakkana á ný í skólanum. „Það er toppurinn.“ Tilhlökkunarefni að hitta krakkana á ný Guðný Carmen Þórðardóttir Hjelm byrjar í 3. bekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi í vikunni. Hún var ánægð með 2. bekk og hlakkar mest til þess að hitta nýjan umsjónarkenn- ara sinn. „Síðan verð ég með bestu vinkonu minni í bekk,“ segir hún, en skemmtilegastar eru loturnar í skól- anum. „Þá lærum við að prjóna og fleira,“ segir Guðný Carmen, sem hefur nóg fyrir stafni í haust. Með skólanum ætlar hún að æfa dans og læra á klarinett í Tónlistarskóla Seltjarnarness. Hlakkar til að hitta nýjan umsjónarkennara Íris Marín Stefánsdóttir byrjar í 7. bekk í Norðlingaskóla í haust. Henni finnst gott að hafa eigin skriffæri við höndina í skólanum svo hlutirnir séu í röð og reglu. „Ég hlakka mest til að fara í smíði í vetur,“ segir hún, en í Norðlinga- skóla er boðið upp á svokallaðar verksmiðjur þar sem nemendum býðst að smíða. Íris Marín hefur sannarlega nóg fyrir stafni í vetur. Hún er í hestamennsku og sinnir hest- unum í þrjár klukkustundir á dag, sama hvernig viðrar. Skólinn og hestarnir eiga athyglina í vetur Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Öflugar og notendavænar sláttuvélar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við gerum okkur grein fyrir rekstrarvanda Póstsins. Þetta er samt sem áður meira en við bjugg- umst við og búið var að gefa í skyn,“ segir Sigrún Ómarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Póstmannafélags Ís- lands, um uppsagnir starfsfólks sem Íslandspóstur tilkynnti í gær. Alls var 43 starfsmönnum Íslands- pósts sagt upp störfum í gær. Boð- aðar eru frekari uppsagnir því stöðu- gildum hjá fyrirtækinu mun fækka um 80 á árinu í heild en það er um 12% starfsfólks. Liður í hagræðingaraðgerðum Fram kom í tilkynningu frá fyrir- tækinu að uppsagnirnar væru liður í nauðsynlegum hagræðingaraðgerð- um sem miða að því að tryggja sjálf- bæran rekstur fyrirtækisins og nú- tímavæðingu starfseminnar. Upp- sagnirnar eru fyrst og fremst á meðal millistjórnenda, á skrifstofu og í póstmiðstöð. Íslandspóstur mun bjóða öllum sem missa vinnuna ráðgjöf sérfræð- inga við atvinnuleit og sálfræði- aðstoð. Þeir starfsmenn sem komnir eru nálægt starfslokaaldri fá einnig sérstaka ráðgjöf. „Við hörmum þetta,“ segir Sigrún Ómarsdóttir um viðbrögð Póstmannafélags Íslands. Hún segir að 29 starfsmenn sem nú missa vinnuna séu í Póstmanna- félaginu en flestir hinna í VR. Þá segir hún að miðað við tilkynningu Íslandspósts megi gera ráð fyrir nærri jafn mörgum uppsögnum á næstu mánuðum. „Við erum ekki stórt félag og þetta er mikill skellur fyrir það. Aðalskellurinn er þó hjá starfsfólk- inu sem missir vinnuna. Ég reikna með að fólkið sé heima í áfalli,“ segir hún. Um 750 póstmenn í fullri vinnu eru í félaginu og lætur nærri að um 10% þeirra missi vinnuna. Stöðugildi hjá Íslandspósti voru 666 fyrir upp- sagnir og missa um 12% þeirra vinn- una á árinu. Sigrún segir að fimm eða sex af þeim félagsmönnum Póstmanna- félagsins sem sagt var upp í gær séu á ellilífeyrisaldri, þar af tveir 69 ára gamlir. „Það er alltaf erfitt að vera sagt upp, þótt fólk sé komið á þenn- an aldur, ef það vill vinna áfram,“ segir Sigrún. Hún segir að félagið muni bjóða félagsmönnum aðstoð og kynna þeim rétt þeirra. 500 milljóna kr. sparnaður Gert er ráð fyrir að uppsagnirnar leiði til um 500 milljóna króna hag- ræðingar í rekstri Íslandspósts á ári. Uppsagnarfrestur starfsfólksins er þrír til sex mánuðir og því mun hag- ræðingin byrja að koma fram í upp- hafi næsta árs. Fleiri sagt upp hjá Póst- inum en búist var við  43 sagt upp í gær og frekari uppsagnir eru boðaðar Morgunblaðið/Hari Höfuðstöðvar Stjórnendur Íslandspósts standa nú í stórræðum. „Ég hugsa að menn séu í hálfgerðu sjokki. Núna eru einmitt margir frí- merkjasafnarar staddir á stórri samnorrænni sýningu í Noregi þar sem Íslendingar sýna verðlauna- söfn,“ segir Magni R. Magnússon, frímerkjasafnari og áhugamaður um almenna söfnun. Leitað var til hans vegna ákvörðunar Íslands- pósts um að leggja niður Frí- merkjasöluna í núverandi mynd. Vilhjálmur Sigurðsson, forstöðu- maður Frímerkjasölunnar í 20 ár, tilkynnti viðskipavinum hérlendis og erlendis um þetta í gær. Hann lætur af störfum í lok september og verður dregið úr starfseminni í áföngum til áramóta. Magni telur þessa ákvörðun út í bláinn. Bendir hann á að Pósturinn sé með átta þúsund fasta viðskipta- vini á hverri frímerkjaútgáfu og sumir kaupi mikið. Þetta hafi oft verið góð tekjulind fyrir Póstinn og frímerkin séu auk þess mikil land- kynning. helgi@mbl.is Frímerkjasalan lögð niður um áramót

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.