Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
JAPANSKIR HNÍFAR
Allt fyrir eldhúsið
Hágæða hnífar og töskur
Allir velkomnir
Einstaklingar og fyrirtæki
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
Stjórnvöld og stjórnarmeirihlut-inn á alþingi eru mjög viðkvæm
fyrir lögfræðiáliti Stefáns Más Stef-
ánssonar prófessors og Friðriks
Árna Friðrikssonar Hirst lands-
réttarlögmanns um þriðja orku-
pakkann. Þegar þeir tjá sig, eins og
til dæmis fyrir þingnefnd í fyrradag,
er kallað eftir bréfi frá þeim með
nánari útskýringum
til að „leiðrétta“ um-
fjöllun fjölmiðla.
Þessar ítrekuðubréfapantanir
sýna, þó að það sé
ekki ætlunin, að
stjórnvöld hafa
slæma samvisku
gagnvart lögfræði-
áliti Stefáns Más og
Friðriks Árna.
Ástæðan fyrirslæmri samvisku
er að stjórnvöld ætla
ekki að fara að ráðum
Stefáns Más og Friðriks Árna, sem
hafa bent á að sú leið sem stjórnvöld
vilja fara sé ekki gallalaus.
Þeir hafa bent á að lögfræðilegarétta leiðin sé að hafna innleið-
ingunni. Slík synjun yrði til þess að
málið færi aftur til sameiginlegu
EES-nefndarinnar til nýrrar með-
ferðar.
Þeir hafa líka bent á að það sé súleið sem EES-samningurinn
geri ráð fyrir að sé farin og að best
væri að berjast á þeim vígvelli, eins
og Stefán Már orðaði það fyrir þing-
nefnd í vor.
Það er sama hversu mörg bréf erupöntuð með flóknum laga-
tæknilegum útskýringum á því sem
stjórnvöld hyggjast fyrir, þessir sér-
fræðingar hafa mælt með annarri
leið.
Stefán Már
Stefánsson
Spuninn breytir
ekki álitinu
STAKSTEINAR
Friðrik Árni
Friðriksson
Hirst
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Við höfum ekki heildarmyndina en
kröfurnar hlaupa á tugum milljóna.
Hæstu kröfurnar gætu hugsanlega
verið á bilinu ein til fjórar milljónir
króna,“ segir Helena Þ. Karlsdóttir,
forstöðumaður stjórnsýslu- og um-
hverfissviðs Ferðamálastofu, um
stöðuna vegna gjaldþrots Gaman-
ferða (Gaman ehf.). Helena segir all-
ar tölur gefnar upp með fyrirvara,
þar sem enn sé verið að fara yfir
gögn og kröfur. Í einhverjum tilfell-
um hafi verið sendar inn fleiri en ein
krafa vegna sömu ferðar og í öðrum
vanti enn gögn. 1.038 kröfur höfðu
borist í tryggingafé Gamanferða
þegar kröfufrestur rann út 20. júní.
Að sögn Helenu bárust þrjár kröfur
eftir að kröfufresti lauk en þær voru
ekki teknar gildar.
Helena vonast til þess, ef ekkert
óvænt kemur upp, að hægt verði að
senda út tilkynningu til kröfuhafa
um miðjan september. Eftir það taki
við fjögurra vikna kærufrestur áður
en hægt verði að greiða út kröfurn-
ar. Einnig vonast Helena til þess að
tryggingafjárhæð Gamanferða dugi
fyrir öllum kröfum. Ef svo verði ekki
þurfi að skoða hvaða aðrar leiðir séu
færar í stöðunni.
Kröfur hlaupa á tugum milljóna
Vonast til að kröfuhafar hjá Gaman-
ferðum fái svör um miðjan september
Árni Torfason
Íþróttaleikir Gamanferðir buðu
m.a. upp á ferðir á HM í Rússlandi.
„Húsnæði lögreglunnar í Neskaup-
stað er algjörlega ófullnægjandi,
enda um að ræða íbúðarhúsnæði á
tveimur hæðum og það hentar því
alls ekki þessari starfsemi,“ segir
Eydís Ásbjörnsdóttir, formaður
bæjarráðs Fjarðabyggðar, í samtali
við Morgunblaðið, en ráðið lýsir yfir
furðu sinni á viðbrögðum embættis-
manna úr dómsmálaráðuneytinu við
eftirfylgni sveitarfélagsins vegna
bágrar húsnæðisstöðu lögreglunnar.
Um langt skeið hefur sveitarfélag-
ið, í samstarfi við lögreglustjórann á
Austurlandi, rætt við ráðuneytið um
þá þörf að flytja lögregluna í Nes-
kaupstað í annað og hentugra hús-
næði þar sem núverandi húsnæði
uppfyllir illa hlutverk sitt sem lög-
reglustöð. „Hefur þessi umleitan
engan árangur borið hvorki í sam-
skiptum við ráðherra dómsmála né
þingmenn kjördæmisins og helst að
skilja í þessum samskiptum að horft
sé til þess að fækka frekar lögreglu-
stöðvum en hitt,“ segir í fundargerð
bæjarráðs. Segir ráðið það skjóta
skökku við að dómsmálaráðuneytið
vilji helst horfa til að draga úr lög-
gæslu á sama tíma og ljóst sé að
hana þurfi að efla og bæta.
Embættismenn á öðru máli
Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri
Fjarðabyggðar, segir embættis-
menn ráðuneytisins, þ.á m. ráðu-
neytisstjóra, leggja áherslu á færri
lögreglustöðvar og öflugri lögreglu-
bíla. „Ég bind bara vonir við að nýr
dómsmálaráðherra skoði þetta mál á
ný,“ segir Karl Óttar og bætir við að
sveitarfélagið sé langt frá höfuð-
borginni og þurfi því greiðan aðgang
að hentugu húsnæði fyrir störf lög-
reglunnar. khj@mbl.is
Húsnæði lögreglu
sagt ófullnægjandi
Sveitarfélagið
gagnrýnir dóms-
málaráðuneytið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Handtaka Málefni lögreglu og að-
búnaður eru reglulega til umræðu.