Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 VIÐ TENGJUMÞIG KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is Magnús Heimir Jónasson Snorri Másson Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, vinnumarkaðsmál, skattar og lýð- ræðislegar áskoranir voru meðal þess sem rætt var á hádegisfundi forsætisráðherra Norðurlandaríkj- anna með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær. Forsætisráð- herrar Norðurlandaríkjanna sam- þykktu á fundi sínum fyrr um dag- inn nýja framtíðarsýn norrænu ráðherranefndarinnar til næstu tíu ára. Að því loknu var haldið til vinnuhádegisverðar með kanslara Þýskalands í Viðey. Í ávarpi sínu á blaðamannafundi í Viðey sagði Merkel það mikilvægt að allir legðu sitt af mörkum í bar- áttunni gegn loftslagsbreytingum. Þar nefndi hún meðal annars hvarf jökulsins Oks sem dæmi um mikil- vægi þess að ráðast í miklar að- gerðir. Þá sagði Merkel að þjóðar- leiðtogarnir hefðu einnig rætt lýðræðislegar áskoranir á tímum al- þjóðavæðingar. Í lokaorðum ávarps- ins ítrekaði hún órjúfanleg tengsl Evrópuþjóða hvort sem þau væru meðlimir ESB eður ei. Sagði hún að í ljósi þeirra tengsla væri mikilvægt að viðhalda efnahagslegum styrk þjóðanna. Norðurslóðir æ mikilvægari Á blaðamannafundinum var Merkel spurð um hlutverk Þýska- lands á norðurslóðum ásamt hlut- verki Evrópusambandsins í ljósi þess að Bandaríkjamenn væru að sækjast eftir auknum áhrifum á norðurslóðum, m.a. vegna hernaðar- hagsmuna. Merkel sagði að Þýskaland væri fyrst og fremst í því hlutverki að vakta þetta svæði og fylgjast með því, frekar en að taka beinan þátt, enda væri slíkt á forræði annarra ríkja. Hins vegar væri svæðið aug- ljóslega að verða æ mikilvægara, einkum í sambandi við vöruflutn- inga og annað á þessum slóðum. Hún sagði það með mikilvægustu verkefnum mannkyns að hlúa að norðurslóðum og Þýskaland myndi ekki láta sitt eftir liggja. Nefndi hún einnig að til stæði að leggja nýjar línur í þessum efnum á þinginu. Þýskur blaðamaður spurði Merkel hvort og hvernig hún hygð- ist leggja sitt af mörkum til þess að Bretland færi ekki hægt og rólega í sömu átt og Bandaríkin, það er í átt frá Evrópu og í átt að meiri ein- angrun, einkum ef til samningslauss Brexit kæmi. Merkel hittir einmitt Boris Johnson, nýjan forsætisráð- herra Bretlands, í dag. Merkel sagði að hún hefði rætt Brexit hér á landi við norrænu leið- togana. Enn ætti eftir að koma í ljós hvernig Brexit yrði útfært. Bíða þyrfti og sjá hvernig Bretar vildu hátta því. Þegar praktísk lausn lægi fyrir ætti auðvitað að leitast við að nota hana. Stórar áskoranir fram undan Í samtali við Morgunblaðið segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra það gefa svona fundum meiri vídd að fá kanslara Þýskalands til að hitta leiðtoga norrænu ríkjanna. „Við fundum mikið og þetta er mikið samstarf sem allir ráðherrar taka þátt í en það gefur nýja vídd að fá Þýskaland inn í þetta samstarf. Við erum að tala um að koma á laggirnar vettvangi eins og við höf- um átt með Bretlandi þar sem við höfum verið þar og í Eystrasalts- ríkjum,“ sagði Katrín í Viðey í gær. Hún bætti við að það væri ekki síst mikilvægt í ljósi þess hversu stórar áskoranirnar væru. „Þar höfum við rætt loftslagsmálin en líka vinnu- markaðsbreytingar, fjórðu iðnbylt- inguna og svo auðvitað bara stjórn- málakerfið og lýðræðið eins og við þekkjum það,“ bætti Katrín við. Sjálfbærasta svæði heims Mette Frederiksen, forsætisráð- herra Danmerkur, sagði að heimur- inn væri að breytast ört og mikil- vægast væri fyrir Norðurlandaríkin að standa saman. „Öll norrænu ríkin eru sammála um sterkara samband milli norður- hluta Evrópu, Skandinavíu og Þýskalands. Ég tel það vera mikil- vægt. Við deilum sömu grunn- gildum og hugmyndum,“ sagði Frederiksen á blaðamannafundin- um í gær. Hún sagði það ekki nóg að tala um aðgerðir í loftslagsmálum né heldur einungis funda um þær held- ur þyrftu þjóðirnar að sýna aðgerð- irnar í verki. „Við þurfum að sýna fólki, sér- staklega ungu fólki, að við ætlum að taka á þessu verkefni,“ sagði Fred- eriksen og bætti við að markmiðið ætti að vera að gera norðurslóðir að sjálfbærasta svæði heims. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, tók í sama streng og aðr- ir þjóðarleiðtogar um mikilvægi að- gerða í loftslagsmálum. Hann bætti þó við að Norðurlandaríkin ættu að fara inn á fund Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í september í New York með sameiginleg markmið og skilaboð. Samstarf með einkageiranum Sex Norðurlandaþjóðir undirrit- uðu loftslagssáttmála í Hörpu í gærmorgun, en um er að ræða sam- komulag á milli forsætisráðherra þjóðanna og ýmissa forstjóra nor- rænna fyrirtækja um að grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Árni Odd- ur Þórðarson, forstjóri Marels, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka, voru fulltrúar íslenskra fyrirtækja á fundinum. „Það er lykilatriði að hið opinbera og einkageirinn fari hönd í hönd í þessum málum,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dan- merkur. Fulltrúar Álandseyja, Færeyja og Grænlands fengu að vera við- staddir þennan fund og undirrituðu samkomulagið fyrir hönd sinna þjóða. Þeim var aftur á móti ekki boðið að sækja fundinn í Viðey. Kim Kielsen, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, sagði að það væri í raun of seint að fara af stað núna en „við erum samt farin af stað og við erum ánægð með það,“ sagði hann. Katrín Sjögren, landsstjóri Álandseyja, sem eru undir finnskri stjórn, var afar ánægð með fundinn og sagði: „Þetta er fullkomin leið til að stunda stjórnmál.“ Í fréttatilkynningu að fundi lokn- um er haft eftir Katrínu Jakobs- dóttur að það sé ánægjulegt að sjá forsætisráðherra Norðurlandaríkj- anna samþykkja þá sýn að Norð- urlönd verði sjálfbærasta svæði í heimi árið 2030 í formennskutíð Ís- lands í Norrænu ráðherranefndinni. „Það þýðir að aðgerða er þörf til að ná raunverulegum árangri í lofts- lagsmálum en ráðherrarnir voru sammála um að aðgerðir væru mikilvægari en orð og Norðurlöndin gætu náð betri árangri saman, bæði inn á við og á alþjóðavettvangi,“ er haft eftir Katrínu. Stórar áskoranir í loftslagsmálum  Forsætisráðherrar Norðurlandaríkjanna og kanslari Þýskalands sóttu sameiginlegan fund í Viðey  Norðurlandaþjóðirnar undirrita loftslagssáttmála um að gera norðurslóðir að sjálfbærasta svæði heims Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Eggert Leiðtogar Katrín Jakobsdóttir og Angela Merkel á fundinum í Viðey. Ráðherrar Eftir fundinn í Viðey stilltu þau sér upp, ráðherrarnir og kanslarinn, f.v. Antti Rinne, Finnlandi, Angela Merkel, Stefan Löfven, Svíþjóð, Katrín Jakobsdóttir, Erna Solberg, Noregi, og Mette Frederiksen, Danmörku. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í samtali við Morgun- blaðið að árangur í loftslagsmálum náist ekki nema með samvinnu fyrir- tækja og stjórnmálamanna. „Ég upplifi það þannig að einkageirinn sé mjög áhugasamur um að koma þessum málum áfram og við getum það ekki nema við gerum það saman.“ Hún segir þetta ekki bara orð á blaði heldur sé áhuginn mikill. Johan Eric Dennelind, forstjóri sænska fjarskiptafyrirtækisins Telia, tek- ur í sama streng. „Það getur enginn getur gert þetta einn og því fleiri sem taka þátt, þeim mun öflugri verða aðgerðirnar. Ef fimm forsætisráðherrar ásamt landstjórnarmönnum Álandseyja, Færeyja og Grænlands segja að þau styðji þetta samstarf og að þau vilji gera meira úr svona samstarfi því þau skilji mikilvægi þess fyrir þeirra samfélög, þá skiptir það miklu máli fyrir okkur, þá forstjóra þeirra fyrirtækja sem vilja gera eitthvað í mál- unum, en einnig fyrir þá forstjóra sem vilja koma að borðinu,“ segir Johan. Aðkoma fyrirtækja mikilvæg LOFTSLAGSMÁL EKKI BARA VIÐFANGSEFNI STJÓRNMÁLA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.