Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.08.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 FYRSTA SKREFIÐ Í DAGLEGRI NÚLLSTILLINGU HÚÐARINNAR ENDURVEKUR, MÝKIR, LÝSIR UPP ABEILLE ROYALE, AFKVÆMI VÍSINDA OG BÝFLUGUNNAR Kraftur hunangsins, höfgi olíunnar og ferskleiki vatnsins. Lausnin er blönduð hunangskrafti og er notuð undir dagkrem til að núllstilla húðina og mýkja hana upp. Fullkomnaðu umhirðuna með nýja dagkreminu til að draga úr einkennum öldrunar. Húðin verður stinnari, mýkri og geislandi. NÝTT DAGKREM Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 kynning í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 21.–23. ágúst Kynnum ný og endurbætt krem úr Abeille Royale línunni. Elsa Þórisd. verður á staðnum og veitir faglega ráðgjöf. 20% afsláttur af Guerlain vörum kynningardagana Birgir H. Helgason, tónlistarkennari á Akureyri, lést 16. ágúst sl. eftir stutt veikindi, 85 ára að aldri. Birgir fæddist 22. júlí 1934, sonur hjónanna Helga Stef- ánssonar, bónda á Þórustöðum í Önguls- staðahreppi, og Jó- hönnu Jónsdóttur. Hann lauk söngkenn- araprófi árið 1959 og starfaði sem tón- menntakennari við Barnaskóla Akureyrar frá 1959 til 1998 og sem kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, auk þess að gegna stöðu organista víða, s.s. við Glæsibæjarkirkju, Möðruvallakirkju í Hörgárdal, hjá kaþ- ólska söfnuðinum á Akureyri og við sunnu- dagaskóla Akureyrar- kirkju. Birgir stjórnaði Kór Barnaskóla Akur- eyrar, söng við jóla- guðsþjónustur í Akur- eyrarkirkju og söng inn á nokkrar hljóm- plötur. Birgir samdi einnig mörg laganna sem barnakórinn söng. Birgir samdi einnig lag við skólasöng Barnaskóla Akureyrar, Rís vor skóli hátt við himin. Kórinn sendi jafnframt frá sér nokkrar plötur undir stjórn Birgis og samdi Birgir nokkurn hluta þess efnis sem á plötunum var. Lög eftir hann voru t.a.m. á plötu með kórnum sem innihélt tvo stutta söngleiki. Þá á Birgir lög á nokkrum öðrum plötum og hafa nokkrar nótnabækur komið út með lögum hans. Birgir fékk heiðursviðurkenningu skólanefndar Akureyrarbæjar árið 2013 fyrir að veita nemendum Barnaskóla Akureyrar ómetanlegt tækifæri til söngs og hljóðfæranáms í áraraðir. Birgir lætur eftir sig fjögur upp- komin börn. Andlát Birgir H. Helgason Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Fólk heldur almennt að það sé lítil loftmengun á Íslandi enda er þetta eyja í Atlantshafi og hér er oft mikill vindur. Staðreyndin er samt sú að sum efni eiga það til að fara yfir skammtímaheilsu- verndarmörk,“ segir dr. Ragn- hildur Finnbjörnsdóttir, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun. Ný skýrsla um loftgæði á Ís- landi var kynnt í gær. Ragnhildur er höfundur skýrslunnar en í henni kemur fram að loftgæði eru heilt yfir nokkuð mikil á Íslandi og hafa farið batnandi síðustu ár. Í samtali við Morgunblaðið segir Ragnhildur að stefnt hafi verið að slíkri útgáfu í mörg ár en tími hafi ekki gefist til fyrr en nú. „Við viljum taka saman nýj- ustu upplýsingar um loftgæði og þróun loftmengunar. Þessi skýrslugerð er ein þeirra aðgerða sem nefndar voru í áætlun um loftgæði til 12 ára, Hreint loft til framtíðar, sem umhverfisráðu- neytið gaf út í lok árs 2017.“ Styrkur svif- ryks minnkað Meðal þess sem fram kemur í skýrslu Ragn- hildar er að árs- meðaltalsstyrkur svifryks hefur farið lækkandi á höfuðborgarsvæðinu frá því að mælingar á efninu hófust en sólar- hringsstyrkur efnisins á til að fara yfir heilsuverndarmörk. Sömu sögu er að segja um köfnunar- efnisdíoxíð en ársmeðaltalsstyrkur köfnunarefnisdíoxíðs er vel undir heilsuverndarmörkum og hefur verið frá því að mælingar á efninu hófust. Þá er styrkur brenni- steinsdíoxíðs almennt mjög lítill í þéttbýli en meiri í kringum iðnað. Styrkurinn hefur þó farið lækk- andi í kringum iðnað síðustu fimm ár. Í skýrslunni er sérstaklega tiltekið að mikilvægt sé að rann- saka uppruna svifryks á fleiri þéttbýlum svæðum en í höfuð- borginni. „Utan þéttbýlisstaða eru upp- sprettur svifryks m.a. sandfok, eldgos (öskufall/öskufok) og upp- þyrlun ryks af malarvegum. Utan þéttbýlis er meiri svifryksmengun einna helst í moldar-, sand- og/eða öskufoki sem eykst er snjóa leysir og jörð nær að þorna. Ryk frá malarvegum er vandamál víða úti á landi og þá sérstaklega í þurrk- um að sumri til. Með auknum ferðamannastraumi hafa íbúar ná- lægt þjóðvegum sem ekki er búið að malbika upplifað meiri styrk svifryksmengunar og ábendingar hafa borist Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra og Umhverfis- stofnunar vegna þessa. Umræddir vegir eru rykbundnir að vori en sú rykbinding er venjulega úr sér gengin þegar liðið er á sumarið og ferðamannaumferðin er hve mest,“ segir í skýrslunni. Vilja rannsaka svifryk  Ný skýrsla um loftgæði á Íslandi  Horft til framtíðar Ragnhildur Finnbjörnsdóttir Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í gærmorgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og höfðu þær nýlega tekið bílinn á leigu. Vörubíll var að koma úr gagnstæðri átt þeg- ar óhappið varð og svo virðist sem ökumaðurinn hafi ætlað að víkja en síðan aukið bensíngjöfina og hafn- að uppi á kyrrstæðum bíl, sem ýtt- ist á þriðja bílinn. „Maður er búinn að sjá margt en þetta er með því fyndnasta sem ég hef séð, þó að þetta sé talsvert tjón fyrir fyrirtækið. Kostnaðurinn leggst nær eingöngu á okkur því miður,“ segir Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri bíla- leigunnar Blue Car Rental. „Tildrögin í þessu tilviki eru kannski einsdæmi, en þetta nær ekki metinu í fjarlægð frá bílaleig- unni frá 2015 eða 2016 þegar óhapp varð eftir 110 metra. Þá var það að- ili sem keyrði Yaris á kyrrstæðan Porsche við hliðina á bílaleigunni. Þetta er samt algjört einsdæmi, þetta er bara furðuatvik sýnist mér,“ segir Sævar. gso@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Árekstur Talsverðan tíma tók að ná bílaleigubílnum ofan af hinum bílnum. Ók bílaleigubíl upp á kyrrstæðan bíl  Furðuatvik á Grandagarði Þrátt fyrir fundahöld hjá Ríkissátta- semjara í fjórum kjaradeilum stétt- arfélaga í flugstarfsemi og viðsemj- enda þeirra, sem vísað hefur verið til sáttameðferðar, er engin lausn í sjónmáli enn sem komið er. Þokka- legur taktur hefur þó verið í viðræð- unum skv. upplýsingum Bryndísar Hlöðversdóttur ríkissáttasemjara. Samninganefndir Flugfreyju- félags Íslands og Samtaka atvinnu- lífsins, fyrir hönd Icelandair, komu saman til sáttafundar um miðjan dag í gær. „Það hefur verið ágætis gangur í viðræðunum en það er ennþá langt í land,“ sagði Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flug- freyjufélagsins, eftir fundinn. Þrettán sáttafundir flugfreyja og SA/Icelandair Boðað er til vinnufundar í deil- unni síðar í vikunni. Flugfreyjur hjá Icelandair og Air Iceland Connect hafa verið samningslausar frá ára- mótum. Kjaradeilunni við Icelandair var vísað til sáttameðferðar í maí og eru sáttafundirnir orðnir þrettán talsins frá því í vor. Berglind segir að þetta sé orðinn dágóður tími frá því að samningar runnu út og segist hún farin að finna fyrir óþreyju í félagsmönnum. Í gærmorgun var haldinn sátta- fundur í deilu Félags íslenskra at- vinnuflugmanna og SA fyrir hönd Air Iceland Connect og í dag er boð- að til sáttafundar í deilu Flugfreyju- félagsins og SA fyrir hönd Air Ice- land Connect. Einnig er kjaradeila Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia til sáttameðferðar hjá rík- issáttasemjara. Bryndís Hlöðversdóttir ríkis- sáttasemjari sagði í gær um þessar kjaradeilur viðsemjenda í fluggeir- anum að fátt væri að frétta af þess- um viðræðum sem væru að komast í fullan gang eftir sumarhlé. „Það hefur verið ágætur taktur í viðræð- unum en það ber ennþá mikið í milli.“ Í gær fór einnig fram sáttafundur í kjaradeilu Blaðamannafélags Ís- lands og SA og í dag er boðað til sáttafundar í deilu Starfsgreinasam- bandsins og Eflingar við samninga- nefnd Sambands íslenskra sveitar- félaga. omfr@mbl.is Enn ber mikið í milli í kjaradeilum í fluginu  Ágætur taktur sagður á viðræðum þótt enn sé langt í land Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Deila Samninganefndir FFÍ og SA/Icelandair áttu 13. sáttafundinn í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.