Morgunblaðið - 21.08.2019, Side 12
12 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
botarettur.is
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ný skoðanakönnun í Færeyjum
bendir til þess að landstjórnin missi
meirihluta sinn á lögþinginu í kosn-
ingum sem fara fram 31. ágúst.
Samkvæmt Gallup-könnun fyrir
Kringvarpið missir landstjórnin tvö
sæti og fær 15 af alls 33 þingsætum.
Fólkaflokkurinn, sem er í stjórnar-
andstöðu, verður stærstur, bætir við
sig tveimur sætum og fær átta, gangi
niðurstöður könnunarinnar eftir.
Fylgi hans mælist nú 24,1% og 5,2
prósentustigum meira en í síðustu
kosningum til lögþingsins árið 2015.
Jafnaðarmenn og Þjóðveldis-
flokkurinn missa sæti
Jafnaðarflokkurinn er næst-
stærstur, missir eitt sæti og fær sjö
þingmenn, ef marka má könnunina.
Hann var stærstur í síðustu kosn-
ingum þegar hann fékk 25,1% at-
kvæðanna en fylgi hans mælist nú
21,2%, að sögn færeyska útvarpsins.
Jafnaðarflokkurinn er í land-
stjórninni með Þjóðveldisflokknum
og Framsókn, flokki sem klauf sig úr
Fólkaflokknum. Þjóðveldisflokkur-
inn, undir forystu Høgna Hoydal,
fékk 20,7% atkvæðanna og Fram-
sókn 7,0% í síðustu kosningum. Sam-
kvæmt Gallup-könnuninni minnkar
fylgi Þjóðveldisflokksins í 18,2% og
hann missir eitt sæti, fær sex. Fram-
sókn fær jafnmikið fylgi og í síðustu
kosningum og heldur báðum þing-
sætum sínum, ef marka má könnun-
ina.
Sambandsflokkurinn mælist nú
með 20,1% fylgi, 1,4 prósentustigum
meira en fyrir fjórum árum. Sam-
kvæmt þessu bætir hann við sig einu
sæti og fær sjö þingmenn.
Miðflokkurinn mælist með svipað
fylgi og í síðustu kosningum, um
5,0%, og heldur báðum þingsætum
sínum gangi niðurstöður könnunar-
innar eftir.
Nýju flokkarnir fá
ekki þingsæti
Flokkurinn Sjálfstýri er með 3,5%
fylgi, 0,6 prósentustigi minna en
fyrir fjórum árum, og missir annað
þingsæta sinna, ef marka má könn-
unina.
Auk flokkanna sjö sem tóku þátt í
kosningunum árið 2015 bætast tveir
nýir flokkar við en könnunin bendir
til þess að þeir fái ekkert þingsæti.
Annar þeirra, Framtakið fyri rætt-
inum at velja kannabis, hefur beitt
sér fyrir því að kannabis verði lög-
leyft í lækningaskyni. Hinn flokkur-
inn, Færeyjaflokkurinn, hefur m.a.
boðað aukið frjálsræði í atvinnulíf-
inu.
Könnunin var gerð 12.-16. ágúst
og skekkjumörkin eru 1,8 prósentu-
stig. Um 540 manns voru í úrtakinu,
að sögn fréttavefjar Kringvarpsins.
Aksel V. Johannesen, lögmaður
Færeyja og formaður Jafnaðar-
flokksins, boðaði til kosninganna við
setningu lögþingsins á þjóðhátíðar-
degi Færeyinga 29. júlí. Hann
kvaðst vilja að stjórnarflokkarnir
þrír héldu samstarfinu áfram.
Stefnir í að landstjórnin falli
Stjórnarflokkarnir í Færeyjum missa tvö þingsæti ef marka má nýja skoðanakönnun Fólka-
flokkurinn mælist með mest fylgi og bætir við sig tveimur sætum Fylgi Jafnaðarflokksins minnkar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þinganes Skip siglir við Þinganes, elsta hluta Þórshafnar, þar sem fær-
eyska landstjórnin hefur aðsetur. Þar var þing Færeyinga haldið til forna.
Bangun. AFP. | Bros færist yfir
veðurbarið andlit Kemans þegar
hann segir frá því að ruslið sem
hann safnaði og seldi gerði hon-
um kleift að koma börnum sínum
til mennta. Hann er einn af
mörgum íbúum indónesíska
bæjarins Bangun sem hafa notið
góðs af sístækkandi ruslahaugum
í landinu. Umhverfisverndar-
sinnar hafa hins vegar áhyggjur
af mikilli mengun sem fylgir
sorpinu.
Bann kínverskra stjórnvalda
við nær öllum innflutningi á
plastúrgangi hefur orðið til þess
að plastið hefur hlaðist upp á
Vesturlöndum og plastúrgangur
hefur verið fluttur í miklum mæli
til landa í Suðaustur-Asíu þar
sem endurvinnslan einkennist af
glundroða.
„Ruslið er eins og fjársjóður
hérna,“ sagði Keman, 52 ára íbúi
í Bangun þar sem um tveir þriðju
íbúanna lifa á því að flokka rusl
og selja fyrirtækjum plastflöskur,
umbúðir, bolla og fleira sem þeir
finna í haugunum. „Ég á þrjú
börn – þau ganga öll í háskóla,“
sagði Keman stoltur. „Erfiðið sem
ég hef lagt á mig hér á haugunum
hefur gert allt þetta mögulegt.“
Innflutningur á
úrgangi stórjókst
Bangun er á meðal nokkurra
bæja á eyjunni Jövu þar sem stór
hluti íbúanna lifir á því að nýta rusl
sem er flutt þangað frá vestrænum
löndum á borð við Bandaríkin,
England og Belgíu og Mið-Austur-
lönd. Innflutningur á plastúrgangi
hefur stóraukist á Indónesíu á síð-
ustu árum, úr 10.000 tonnum á
mánuði árið 2017 í 35.000 tonn und-
ir lok síðasta árs, samkvæmt op-
inberum tölum.
Dag hvern er allt að 40 vörubíl-
um ekið inn í Bangun til að sturta
rusli fyrir utan heimili íbúanna eða
í risastóra sorphauga.
Ruslið sem ekki er hægt að
endurnýta er selt nálægum verk-
smiðjum sem nota það í brennslu-
ofna sína. „Úrgangurinn er mjög
nytsamlegur fyrir íbúa bæjarins og
hefur bætt efnahag hans,“ sagði M.
Ikhsan, einn forystumanna bæjar-
ins.
Mengar loftið og örplast
berst í sjó og vötn
Umhverfisverndarsinnar hafa
aðra sögu að segja. Þeir benda á að
verkmiðjurnar brenna óendur-
vinnanlegt plast og menga and-
rúmsloftið með eiturgufum, auk
þess sem örplast berst í vötn á eyj-
unni og í sjóinn. Indónesía er nú í
öðru sæti á eftir Kína á lista yfir
ríki sem valda mestri mengun
sjávar. Indónesíska stjórnin hefur
lofað að minnka plastmengunina
við strendur landsins um 70% ekki
síðar en árið 2025.
„Þetta verður dýrt fyrir okkur –
dýrt fyrir heilbrigðiskerfið okkar
og komandi kynslóðir sem þurfa að
koma umhverfinu í viðunandi horf,“
sagði Prigi Arisandi, handhafi
Goldman-verðlaunanna sem veitt
eru fyrir grasrótarstarf í þágu
umhverfisverndar í heiminum.
Stjórnvöld í Indónesíu hafa hert
eftirlitið með sorpinnflutningnum á
síðustu mánuðum og endursent
gáma, sem innihalda meðal annars
plastúrgang og hættuleg efni, til
Frakklands, Hong Kong, Ástralíu
og Bandaríkjanna.
Ruslið „eins
og fjársjóður“
Veldur mengun en er einnig tekjulind
AFP
Græðir á sorpinu Keman, 52 ára Indónesi, situr á haug af plastúrgangi í bænum Bangun á Jövu. Hann segir tekjur
sínar af því að selja það sem nýtilegt er í ruslinu hafa gert sér kleift að koma þremur börnum sínum í háskóla.