Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019
Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Gómsætir og girnilegir réttir
í fiskborði beint í ofninn
Þorskhnakkar | Glæný lúða | Klausturbleikja
Glæný línuýsa | Nýlöguð humarsúpa
Ég er á móti þriðja
orkupakkanum ein-
faldlega vegna þess að
ég tel að með honum
sé verið að færa okkur
enn einu skrefinu nær
því að selja orku úr
landi og rígbinda okk-
ur enn frekar á klafa
evrópska reglubákns-
ins og alþjóðavæðing-
arinnar. Þriðji orku-
pakkinn er bara enn ein
birtingarmynd þess að við séum að
gangast alþjóðavæðingunni á hönd
og þá ekki bara sem hugmynda-
fræði heldur með bindandi samn-
ingum.
Með alþjóðavæðingu á ég ekki
við þær nokkur hundruð hræður
sem þvælast nauðugar eða viljugar
til Íslands eða frá því og stuðnings-
menn þessarar gjörónýtu hug-
myndafræði eru svo duglegir að
benda á í barnaskap sínum.
Með alþjóðavæðingu á ég við
hinn ömurlega arftaka nýlendu-
stefnunnar sem gerir stórfyrir-
tækjum kleift að fara um heiminn
eins og engisprettufaraldur og
safna auði á hendur eina prósents-
ins.
Öll þau fyrirtæki sem í dag
menga mest, valda dýrum og
mönnum óendanlegum þjáningum,
selja ópíóða, ryðja regnskóga og
sökkva t.d. hálendi Íslands gera
það í skjóli alþjóðavæðingar. Eftir
að öllum varð ljóst að gömlu þræla-
kistur nýlendanna og
öll sú auðsöfnun sem
þeim fylgdu voru orðn-
ar tabú er eins og ein-
hver ímyndarsmiður
hafi sest niður og dikt-
að upp alþjóðavæðing-
una til þess að taka við
af henni. Þetta er ekk-
ert annað en hug-
myndafræðilegt
kennitöluflakk. Sama
gjaldþrota hugmynda-
fræðin með nýtt nafn.
Allir sem eru ekki
fylgjandi eru rasistar og
á móti þeirri fáránlegu og fyllilega
óraunhæfu útópíu sem hefur oft ver-
ið kölluð „heimsþorpið“. Ég fullyrði
að alþjóðavæðingin, sem stjórnað er
af ábyrgðarlausum, andlitslausum
stórfyrirtækjum með stærra kolefn-
isspor en nokkuð annað í heiminum
sé það versta sem hefur nokkurn
tíman komið fyrir mannkynið og
jörðina alla.
Alþjóðavæðingin er ekkert annað
en nútíma þrælaverslun og rán-
yrkja. Hún gengur á auðlindir þjóða
og misnotar þegna (eigendur) þeirra
auðlinda til verksins. Hvað í veröld-
inni er eiginlega að okkur að ætla að
fara að gangast þessari handónýtu
og hraðlygnu hugmyndafræði enn
frekar á hönd? Evrópusambandið
sem slíkt er bara einn angi þessa vel
lukkaða ímyndaráróðurs. Það á að
standa fyrir samvinnu, jöfnuð, frið
og mannréttindi en vinnur í raun
leynt og ljóst að því að moka undir
rassana á örfáum einstaklingum
sem kunna að misnota þetta allt of
stóra og eftirlitslausa bákn.
Nú gætu einhverjir sagt að Ís-
lendingar hafi mokgrætt á alþjóða-
væðingunni. Við seljum jú fisk og ál
og næst mögulega rafmagn til út-
landa, getum étið eitthvað annað en
soðna ýsu og slátur og flytjum inn
gagnslaust drasl sem við köllum
Apple, H&M eða D&G og ein-
hverjum fínum nöfnum en er í raun
ekki annað en nútíma nýlendugóss
frá þeim löndum sem alþjóðavæð-
ingin misnotar. Svo látum við 1, 2,
3% þjóðarframleiðslunnar í þróun-
araðstoð og gerumst heimsforeldri
eða leggjum 100 kall í ABC barna-
starf og rífumst á torgum yfir einum
og einum flóttamanni og höldum að
við séum voðalega góð og auðvitað
alls engir rasistar af því að við styðj-
um alþjóðavæðingu og fjölbreyti-
leika. Maður getur ekki annað en
dáðst að því að það sé hægt að selja
fólki svona dæmalausa þvælu.
Ég bara trúi því ekki að við ætl-
um í alvöru að fara að framselja þær
auðlindir sem við þó eigum eftir og
felast í ósnortinni víðáttu, hreinu
vatni og lofti og gjöfulum fiski-
miðum fyrir skjótfenginn gróða ör-
fárra einstaklinga á þeim forsendum
að annars séum við heimóttalegir
rasistar og einangrunar sinnar. Við
þurfum miðstýringu þjóðríkisins til
þess að hafa hemil á fyrirtækjum
sem annars geta, eins og dæmin
sýna, vaðið áfram í skjóli þess eftir-
litsleysis sem alþjóðavæðingin býð-
ur upp á og bókstaflega eyðilagt
heiminn.
Við ráðum auðvitað ekki yfir öðr-
um löndum en við getum allavega
byrjað á sjálfum okkur með góðu
fordæmi. Heimurinn allur sem einn
markaður er ekki útópía vinstri
mannsins heldur dystópía, hvers ör-
eigar verða ekki ein stétt innan
hvers lands heldur heilu löndin eða
jafnvel heimsálfurnar.
Það er auðvitað mjög auðvelt að
gangast alþjóðavæðingunni á hönd
þar sem að hún verður jú til þess að
við fáum „nýlenduvörur“ og brauð-
molana sem hrynja af borði stór-
fyrirtækjanna og getum í leiðinni
flokkað okkur sem víðsýna, mann-
vini og heimsborgara. Ég vona bara
að þeir sem eru fylgjandi þessari
ömurlegu stefnu fari að átta sig á
því að þeir eru að kjósa gömlu ný-
lenduherrana, þeir eru hinir sönnu
pilsfaldakapítalistar, þeir eru ekki
upplýstir og menntaðir heldur
blindaðir og heilaþvegnir, þeir eru
hinir sönnu rasistar og umhverfis-
sóðar.
Segjum nei við öllum orkupökk-
um, nei við Evrópusambandinu og
nei við alþjóðavæðingunni.
Munum að vegurinn til glötunar
er varðaður góðum ásetningi, þriðji
orkupakkinn er ein slík varða.
Ég er á móti þriðja orkupakkanum
og því sem hann stendur fyrir
Eftir Ásu Hlín
Benediktsdóttur » Segjum nei við
öllum orkupökkum,
nei við Evrópusam-
bandinu og nei við
alþjóðavæðingunni.
Höfundur er skáld
og bókmenntafræðingur.
Ása Hlín
Benediktsdóttur
Eitthvað eru þau í Vinstri-grænum
óróleg vegna framkvæmda á ör-
yggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Stutt er síðan flugvélar úr loftrýmis-
gæslu sem Nató sér um þurftu að
fljúga í veg fyrir langfleygar rúss-
neskar flugvélar af þeirri gerð sem
nefnist Björninn. Þetta flug rúss-
nesku langfleygu flugvélanna upp að
landinu sýnir okkur glögglega að
Rússar hafa ennþá áhuga á landinu
okkar.
Við eigum að vera þakklát fyrir að
bandamenn okkar í Nató skuli
stunda loftrýmisgæslu við landið.
Kommatittirnir hafa alltaf verið
andvígir því að varnarviðbúnaður
væri viðhafður hér á landi.
Sigurður Guðjón Haraldsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-
1100 frá kl. 10-12.
VG og varnir
landsins
Rússnesk herflugvél.
Allt um
sjávarútveg