Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 25
HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Í kvöld hefst nýtt keppnistímabil í þýska handknattleiknum þegar Flensburg og Kiel eigast við í meistarakeppninni. Flensburg varð meistari á síðasta tímabili og THW Kiel varð bikarmeistari. Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur sem kunnugt er með Kiel en nú hafa þau tímamót orðið hjá Kiel að Alfreð Gíslason er hættur þjálfun liðsins og Tékkinn Filip Jicha tekinn við. Keppni í þýsku bundesligunni hefst annað kvöld og þá verður lið Nordhorn til dæmis í eldlínunni. Nordhorn réði Geir Sveinsson sem þjálfara á mánudaginn en annað kvöld tekur Nordhorn á móti Berg- ischer með Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson innanborðs. Arnór var geysilega atkvæðamikill á síðasta tímabili og var væntanlega hans besta tímabil á ferlinum. Ragnar er hins vegar nýr leikmaður hjá Bergischer en hann gekk í raðir félagsins í sumar frá Hüttenberg. Þar hafði hann leikið frá árinu 2015. Geir Sveinsson er eflaust ánægð- ur með að komast aftur í slaginn í sterkustu deild heims, en hann þjálf- aði áður Magdeburg. Augljóslega er það þó engin draumastaða fyrir þjálfara að taka við liði þremur dög- um fyrir fyrsta leik. Ekki þekkir greinarhöfundur hvernig andrúms- loftið er hjá Nordhorn en Geir hlýt- ur að fá góðan tíma hjá sínum yfir- mönnum til að ná tökum á liðinu. Annað væri ósanngjarnt. Kristján stýrir Löwen Flensburg var á heildina litið besta liðið á síðasta tímabili. Kiel var þó geysilega sterkt síðari hluta tíma- bilsins en erfið byrjun kom í veg fyr- ir að Kiel tækist að sigra. Spennandi verður að sjá hvernig Gísla vegnar í vetur enda einn af framtíðar- mönnum íslenska landsiðsins. Gísli var lengi frá í fyrra eftir aðgerð á öxl en hljóðið var gott í honum þegar greinarhöfundur spjallaði við hann í Kiel í byrjun júní. Hvort liðið heldur dampi sem eitt besta lið Þýskalands eftir brotthvarf Alfreðs verður svo tíminn að leiða í ljós. Rhein-Neckar Löwen hefur verið á meðal bestu liðanna síðustu árin. Alexander Petersson er á sínum stað í leikmannahópi liðsins en Guð- jón Valur Sigurðsson er farinn til Parísar. Þá er Kristján Andrésson tekinn við stjórnartaumunum af danska landsliðsþjálfaranum Niko- laj Jacobsen og verður þetta í fyrsta skipti sem Kristján þjálfar í Þýska- landi. Oddur upp um deild Á meðal þeirra breytinga sem orðið hafa á högum Íslendinganna í Þýskalandi er að Bjarki Már Elísson hefur yfirgefið höfuðborgina Berlín og er orðinn leikmaður Lemgo. Hefðin er rík hjá Lemgo og verður forvitnilegt að sjá hvernig Bjarka reiðir af, en hann sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að hann fengi úr meiru að moða í sóknarleik Lemgo en hjá Füchse, sem verið hefur sterkt lið síðustu árin, eða frá því Dagur Sigurðsson reif það upp. Annar marksækinn vinstri horna- maður, Oddur Gretarsson, er nú orðinn leikmaður í efstu deild eftir að lið hans, Balingen, vann sér sæti í efstu deild. Oddur var á meðal markahæstu leikmanna í 2. deild á síðasta tímabili og verður því væntanlega áberandi í vetur. Viggó og Elvar bætast við Annar Íslendingur sem bætist í deildina er Viggó Kristjánsson sem leikur með Leipzig, en hann raðaði inn mörkunum í Austurríki og fær nú tækifæri til að sanna sig í mun sterkari deild. Þá ákvað Elvar Ásgeirsson að reyna fyrir sér erlendis og leikur með Stuttgart í vetur. Elvar hefur verið lykilmaður hjá Aftureldingu undanfarin ár en nokkuð óheppinn með meiðsli. Aðalsteinn Eyjólfsson er á sínum stað sem þjálfari Erlangen. Gerði hann nýjan samning í janúar og er samningsbundinn út keppnis- tímabilið sem er að hefjast. Tók hann við liðinu í október árið 2017 og ríkir ánægja með hans störf. Ísland á nú 11 fulltrúa í 1. deildinni  Íslendingar dreifa sér um Þýskaland Morgunblaðið/Hari Nordhorn Geir Sveinsson samdi í vikunni um að taka við liðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuttgart Elvar Ásgeirsson er kominn til Þýskalands. AFP Bergischer Arnór Þór Gunnarsson átti gott tímabil. ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 Lopapeysa í sveitina Verið velkomin í nýja og glæsilega verslun okkar okkar á Laugavegi 4-6 Álafossvegi 23, Laugavegi 4-6, alafoss.is Þessi eina sanna sem verður bara betri eftir því sem þú nota hana meira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.