Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195
Tvennum sögum fer af því hvað
framtíðin ber í skauti sér hjá Heimi
Guðjónssyni, þjálfara Færeyjameist-
ara HB í knattspyrnu. Forráðamenn fé-
lagsins eru vongóðir um að framlengja
samning Heimis, en mbl.is hafði áður
greint frá því að Heimir væri á heim-
leið eftir yfirstandandi leiktíð í Fær-
eyjum. Heimir stýrði FH árin 2008-
2017 og vann fimm Íslandsmeistara-
titla, en hann er á öðru tímabili sínu í
Færeyjum.
Körfuboltamaðurinn Gunnar Ingi
Harðarson er genginn til liðs við
Hauka frá Val. Gunnar er bakvörður og
skilaði 5,5 stigum og 2,2 stoðsend-
ingum að meðaltali með Val á síðustu
leiktíð, en hann hefur einnig leikið hér
á landi með Ármanni, FSu og KR.
Gunnar spilaði með háskólaliði í
Norður-Karólínu í Bandaríkjunum áður
en hann kom til Vals.
Markvörðurinn Daði Freyr Arnars-
son hefur skrifað undir nýjan þriggja
ára samning við FH. Daði var þriðji
markvörður FH fyrir leiktíðina en hefur
fest sig í sessi í marki Hafnfirðinga í
sumar vegna meiðsla Gunnars Niel-
sen og Vignis Jóhannessonar. Daði
hefur síðan haldið
stöðu aðalmark-
varðar og spilað
tíu deildarleiki,
en síðustu tvö
sumur varði
hann mark
Vestra.
Eitt
ogannað
KÖRFUBOLTI
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
knattleik getur í kvöld komist áfram
í undankeppni Evrópumótsins 2021
þegar liðið heimsækir Sviss í bæn-
um Montreux. Aðeins sigurliðið í
þessum riðli forkeppninnar kemst
áfram í undankeppnina og eftir stór-
sigur á Portúgal í Laugardalshöll
um liðna helgi, 96:68, er Ísland í
kjörstöðu. Raunar algjöru dauða-
færi.
Staðan fyrir leikinn er afskaplega
einföld. Ísland má tapa fyrir Sviss í
kvöld með 19 stigum eða minna til
að fara samt áfram, en tap með 20
stigum eða meira gerir það að verk-
um að Sviss tekur efsta sætið og Ís-
land situr eftir þrátt fyrir að liðin
verði jöfn í riðlinum. Það er vegna
þess að stigatala Íslands er 28 stig í
plús, en stigatala Sviss er 12 stig í
mínus. Nái Sviss að vinna upp þann
mun nær liðið efsta sætinu, annars
ekki og þá fer Ísland áfram. Íslensk-
ur sigur gulltryggir vitanlega líka
efsta sætið.
Ekki þarf að taka tillit til þriðja
liðsins í riðlinum í þessari jöfnu, því
Portúgal er úr leik sama hvað þrátt
fyrir að sitja í efsta sæti riðilsins
fyrir þennan lokaleik í Sviss. Portú-
galar eru með lökustu stigatöluna í
riðlinum og geta ekki hafnað í efsta
sæti, alveg sama hvernig fer í kvöld.
Á hvaða flug fer hausinn?
Fyrri leikur Íslands og Sviss í
riðlinum endaði með háspennusigri
Íslands, 83:82, þar sem Martin Her-
mannsson skoraði sigurkörfuna í
þann mund sem leiktíminn rann út.
Það sem hefur þó einkennt íslenska
liðið er að sveiflurnar eru oft miklar
á milli heima- og útileikja, eins og
sannaðist í leikjunum tveimur gegn
Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist
með einu stigi ytra en liðið vann 28
stiga sigur á heimavelli.
Íslensk landslið eru ekki þekkt
fyrir annað en að fara í alla leiki til
þess að sigra. Ef stefnt er á tindinn
er þó aldrei verra að vera í sterkri
öryggislínu. Það er því þægilegt til
þess að hugsa að liðið þurfi ekki að
sækja sigur til Sviss í dag, þó að það
sé að sjálfsögðu stefnan.
Að halda leiknum jöfnum er nóg,
þar sem allt undir 20 stiga tapi dug-
ir til þess að vinna riðilinn. Það er í
sjálfu sér stórskrýtið og eina spurn-
ingarmerkið má segja að sé hvernig
það fer í hausinn á mönnum í undir-
búningnum, enda eflaust öðruvísi að
gíra sig upp í leik í þessari stöðu.
Engu að síður þyrfti í raun eitthvað
ótrúlegt að eiga sér stað svo að Ís-
land léti þessa stöðu renna sér úr
greipum.
Ísland bætir í meðalhæðina
Ef íslenska liðið vinnur þennan
riðil í forkeppninni er þó enn
strembin leið fyrir höndum til að
komast á þriðju lokakeppni EM í
röð. Það sem tæki næst við er sjálf
undankeppnin sem hefst í febrúar á
næsta ári, en þar færi Ísland í fjög-
urra liða riðil með Finnlandi,
Georgíu og Serbíu þar sem þrjú
efstu liðin komast áfram.
Reyndar er það ekki alveg svo
einfalt í þessum riðli, því Georgía er
örugg áfram sem ein af gestaþjóð-
um lokakeppninnar. Ísland berst því
um hin tvö sætin við Serbíu, sem
teflir fram einu besta liði Evrópu,
og Finnlandi sem Ísland hefur mætt
þrívegis á síðustu árum. Riðillinn í
undankeppninni verður spilaður í
þremur landsleikjagluggum, í febr-
úar og nóvember 2020 og svo í febr-
úar 2021.
Áður en hægt er að hugsa svo
langt þarf þó að klára dæmið gegn
Sviss í kvöld, en ein breyting er á
liði Íslands frá hinum leikjunum.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson kem-
ur inn í liðið í stað Hjálmars Stef-
ánssonar. Hæð hans og Tryggva
Snæs Hlinasonar mun án efa nýtast
vel í kvöld, ekki síst gegn hinum há-
vaxna Clint Capela, sem leikur með
Houston Rockets í NBA-deildinni.
Dauðafæri en
skrýtin staða
á sama tíma
Ísland má tapa með 19 stigum fyrir
Sviss en myndi samt fagna í kvöld
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Augnablikið Martin Hermannsson skorar sigurkörfuna gegn Sviss.
Benjamín Jóhann Johnsen og Fjóla
Signý Hannesdóttir urðu um
helgina Íslandsmeistarar í fjöl-
þrautum, en mótið fór fram á Akur-
eyri.
Í tugþrautinni var keppnin afar
spennandi þar sem Ísak Óli
Traustason var aðeins fimm stigum
á eftir Benjamín, sem sigraði með
7.012 stig. Benjamín og Ísak unnu
báðir fjórar greinar um helgina;
Benjamín í hástökki, stangarstökki,
spjótkasti og kringlukasti en Ísak í
100 metra hlaupi, 110 metra
grindahlaupi, langstökki og kúlu-
varpi.
Í sjöþraut hlaut Fjóla Signý 4.529
stig og var tíu stigum ofar en María
Rún Gunnlaugsdóttir. María vann
engu að síður fimm þrautir, en
gerði hins vegar öll stökk sín ógild í
langstökki og fékk því engin stig
fyrir greinina.
Dagur Fannar Einarsson vann
tugþraut pilta 16-17 ára með 6.291
stig og í sjöþraut stúlkna í sama
aldursflokki vann Glódís Edda
Þuríðardóttir með 4.688 stig.
Morgunblaðið/Eggert
Tugþraut Benjamín Jóhann Johnsen.
Benjamín og Fjóla
fjölþrautameistarar
Ljósmynd/FRÍ
Sjöþraut Fjóla Signý Hannesdóttir.