Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 21.08.2019, Síða 32
Næstsíðustu sumartónleikar kammerkórsins Schola cantorum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgríms- kirkju eru í dag kl. 12 undir stjórn Harðar Áskelssonar. Flutt verður falleg, hátíðleg og skemmtileg dag- skrá sem spannar vítt litróf frá miðöldum á Íslandi til vorra daga með viðkomu í íslenskum tvísöng auk þess sem nokkrar þekktar perl- ur evrópskra tónbókmennta verða teknar til kostanna. Þetta er tíunda sumarið sem Schola cantorum stendur fyrir hádegistónleikaröð alla miðvikudaga í júlí og ágúst. Tónleikaröð senn búin MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 233. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Íslenska karlalandsliðið í körfu- knattleik spilar í kvöld síðasta leik sinn í riðlinum í forkeppni EM 2021 þegar liðið heimsækir Sviss. Ísland er í kjörstöðu fyrir leikinn með bestu stigatöluna í riðlinum og má tapa með allt að 19 stiga mun án þess að það komi í veg fyrir sig- ur í riðlinum. Aðeins toppsætið gef- ur sæti í undankeppninni. »27 Ísland má tapa með 19 stigum en fagna samt ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Ísland á ellefu fulltrúa í efstu deild karla í handboltanum í Þýskalandi, þrjá þjálfara og átta leikmenn, en deildin hefst á morgun. Á hinn bóg- inn eru þekktir kappar farnir. Alfreð Gíslason er hættur hjá Kiel og Guð- jón Valur Sigurðsson farinn til PSG. Kristján Andrésson reynir nú fyrir sér í Þýskalandi hjá stórliðinu Rhein-Neckar Löwen en hin- ir tveir þjálf- ararnir eru Geir Sveins- son og Aðal- steinn Eyjólfsson. » 25 Íslendingar eru enn áberandi í Þýskalandi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þegar Garðar Ólafsson hafði starf- að sem úrsmiður í um hálfa öld og hætti með samnefnda verslun sín á Lækjartorgi, þar sem hann hóf eig- in rekstur 1956, tók hann upp penslana af alvöru og hefur einbeitt sér að málverkinu undanfarin 16 ár. „Ég er heppinn með að vera heil- brigður og frískur og það er gaman að hafa eitthvað fyrir stafni, en auð- vitað skiptir stórfjölskyldan mestu máli. Ég hef haft áhuga á því að teikna og mála nær alla ævi, eða síðan foreldrar mínir fóru fyrst með mig á málverkasýningu,“ rifjar Garðar upp og bendir á að listafólk sé í fjölskyldunni. Nína Tryggvadóttir var föður- systir hans og margir frændur hans voru liðtækir í listinni. Hann segist sjálfur ekki hafa stundað formlegt nám í myndlist. „Ég var heppinn með myndlistarkennara í barna- skóla og Sigurður K. Árnason leið- beindi mér í Myndlistarklúbbi Sel- tjarnarness í nokkur ár. Það var mjög lærdómsríkt og við héldum margar sýningar en það eru um 40 ár síðan.“ Litadýrð Garðar segist mest hafa málað með olíulitum. „Núna er ég einkum í vatnslitum og allskonar litum, en það getur verið erfitt að skapa eitt- hvað þegar maður er alltaf að reyna að finna upp hjólið. Það tefur svolít- ið fyrir mér.“ Myndlistin veitir Garðari mikla gleði. „Mér finnst gaman að mála og jafnvel, þegar mig langar til þess að lesa einhverja bók, tek ég stundum penslana fram yfir.“ Garðar lærði úrsmíði hjá fyrir- tækinu Magnúsi Benjamínssyni & Co við Veltusund í miðbæ Reykja- víkur. Ólafur Tryggvason, faðir hans, var þar meðeigandi. „Fljót- lega eftir að ég var búinn að læra langaði okkur hjónin til þess að vera með sjálfstæðan rekstur og opnuðum litla verslun á Lækj- artorgi, í miðdepli borgarinnar. Þar stoppuðu margir strætisvagnar, klukkan á torginu var helsti stefnu- mótastaður bæjarins og símaklef- inn var óspart notaður. Þarna stóð ég upp á endann í búðinni í hálfa öld og það var vissulega mikil vinna að gera við og vera með verslun en þetta tókst allt saman vel með að- stoð eiginkonunnar, Guðlaugar Ingólfsdóttur.“ Úrverkið er aldrei langt undan, en Garðar segist aldrei hafa lagt áherslu á að safna úrum og klukk- um. „Ég reyni að halda mér við sem fagmaður og geri enn við það sem bilar hjá okkur í fjölskyldunni og vinum en annars fer frítíminn að mestu í litina og málverkið. Áður málaði ég mest húsamyndir en verkin hafa smám saman færst út í abstrakt eins og hjá svo mörgum. Ósjálfrátt færist viðfangsefnið yfir í að mála litafleti. Það skiptir svo sem ekki öllu, aðalatriðið er að velta hlutunum fyrir sér og hafa eitthvað að gera.“ Spurður hvort einkasýning sé á döfinni segist hann ekki hafa hugs- að svo langt, enda sé hann bara 84 ára. „Ég er alltaf ánægðastur með þá mynd sem ég lýk við hverju sinni. Svo líður einhver tími og önn- ur mynd verður að veruleika. Þá verður hún best og fyrri myndir ómögulegar. Ætli ég láti börnin ekki um að halda yfirlitssýningu eftir að ég verð floginn á brott.“ Morgunblaðið/RAX Listamaður Garðar Ólafsson í vinnuherberginu á heimilinu. Fagmaður með úr og liti fram í fingurgóma  Garðar Ólafsson fór úr úrsmíðinni í málverkið Litir Spóar með augum Garðars.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.