Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. Á G Ú S T 2 0 1 9 Stofnað 1913  197. tölublað  107. árgangur  LÍFIÐ GETUR VERIÐ EINS OG EINN STÓR RÚSSÍBANI TÓNVERK ER SPANNA FIMMTÍU ÁR 32 SÍÐNA SÉRBLAÐ UM HEILSU TVEIR GÓÐIR 29 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og ör- yggis- og varnarmál. En hún for- gangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, við Morgunblaðið. Vísar hún í máli sínu til þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefur lýst því yfir að hún muni fremur sækja norrænt verkalýðs- þing en taka á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, sem væntanlegur er hingað til lands 4. september. Morgunblaðið setti sig í samband við þingflokksformenn á Alþingi og leitaði viðbragða við þess- ari ákvörðun forsætisráðherra. Fulltrúar Samfylkingar og Mið- flokks tóku í svipaðan streng og Hanna Katrín. Þingflokksformaður Miðflokksins segir ákvörðun Katrín- ar „í besta falli stórundarlega.“ Fulltrúar stjórnarflokka auk Pírata og Flokks fólksins voru á annarri skoðun. Einn þeirra sagðist ekki heldur myndu vilja hitta Pence. Þá segir Ólafur Þ. Harðarson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, fjarveruna „óvenjulega“. Fjarveran gagnrýnd  Átti að nýta tækifærið, segir þingflokksformaður Viðreisnar um þá ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur að hitta ekki Mike Pence  „Í besta falli stórundarlegt“ MFjarvera forsætisráðherra »14 Athygli erlendis » Ákvörðun Katrínar Jakobs- dóttur hefur vakið athygli er- lendra fjölmiðla, m.a. Russia Today, Washington Post og AP. » Haft er eftir Þór Whitehead í frétt AP að ákvörðunin eigi sér ekki hliðstæðu. Í Russia Today er því velt upp hvort Katrín sé að sýna samnorrænum ráð- herrum stuðning. Mike Pence Katrín Jakobsdóttir  Nói-Síríus hf. og Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á 20% hlut í Nóa- Síríusi, að undangengnu samþykki Samkeppniseftirlitsins. Orkla er skráð á hlutabréfamark- að í Noregi og hefur fjárfest umtals- vert í matvælafyrirtækjum á Norðurlöndum. Á síðasta ári nam velta fyrirtækisins nær 570 millj- örðum íslenskra króna, en Orkla er með ríflega 18 þúsund starfsmenn. Til samanburðar starfa um 150 manns hjá Nóa-Síríusi og er velta fé- lagins rétt um 0,6% af veltu Orkla. Athygli vekur að í tilkynningu sem Orkla sendi frá sér vegna yfir- vofandi kaupa kemur fram að sæl- gætisframleiðandinn rótgróni geti með öllu verið kominn í eigu fyrr- nefnda félagsins árið 2021. »12 Norðmenn kaupa hlut í Nóa-Síríusi Morgunblaðið/Styrmir Kári  Eldislax hefur ekki veiðist í lax- veiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyt- ing frá síðasta ári þegar stað- fest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í lax- veiðiám. Þess ber þó að geta að eldislax gæti átt eftir að ganga í ár í haust. Ekki hafa orð- ið stór áföll í sjókvíaeldinu í ár og ekki er talið líklegt að lax hafi strokið í þeim tveimur tilvikum sem göt hafa fundist á netpokum. »4 Eldislax ekki veiðst Sjókví Ekki er vit- að um strok í ár. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þing- vallavatn fyrir um 13 dögum. Áfram verður fylgst með vatninu, en leitað var þar í gær. Kafbátur í eigu Tele- dyne Gavia var settur út við Miðfell til að skanna botninn með sónar og taka um 50 þúsund ljósmyndir af dýpstu hlutum vatnsins. Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, hefur verið í samstarfi við belgísku lögregluna. Hann sagði vitað að De- becker hefði verið á báti sínum á Norðurlandi áður en hann fór á Þingvallavatn. „Við höfum upplýs- ingar um að hann hafi róið frá Siglu- firði yfir í Héðinsfjörð en farið þar að landi og þaðan fór hann suður,“ sagði Oddur. Hann sagði að gögnin frá kafbátnum sæjust ekki í raun- tíma. „Það er heilmikil yfirferð á því efni sem þeir eru að taka upp núna 40 til 50 þúsund ljósmyndir og svo sónargögn. Það er einhverra daga vinna að fara í gegnum það,“ sagði Oddur. »6 Fylgjast áfram vel með vatninu Morgunblaðið/Eggert Við Þingvallavatn Tvö leitarsvæði í vatninu voru könnuð í gær með kafbáti frá Teledyne Gavia. Hann er búinn sónartækjum og öflugri myndavél.  Leitað með kafbáti á Þingvallavatni í gær  Belginn reri áður á Norðurlandi  Stefnt er að því að tilkynna um nýjan dómsmála- ráðherra í ríkis- stjórninni í stað Þórdísar Kol- brúnar R. Gylfa- dóttur. Ríkis- ráðsfundur hefur verið boðaður á Bessastöðum 6. september. Viðmælendur Morgunblaðsins nefna nokkur nöfn þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem koma til greina í stól dómsmálaráðherra. Meðal þeirra sem eru nefnd eru Ás- laug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, fv. dómsmálaráðherra, Birgir Ármannsson þingflokks- formaður, Bryndís Haraldsdóttir og Brynjar Níelsson. Stjórnmála- fræðiprófessor telur líklegt að kona verði fyrir valinu. »4 Nokkur ráðherraefni nefnd til sögunnar Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.