Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 emmessis.is Guðrún Erlingsdóttir Arnar Þór Ingólfsson „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geir- finnsmálinu til að stíga fram og út- skýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þess- um málum ekki,“ segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sak- borninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Ragnar segir að krafa Guðjóns sé byggð á fordæmi í skyldu máli frá 1983 þegar svo- kallaðir Klúbbs- menn fóru í skaðabótamál en þeir sátu í gæslu- varðhaldi í samtals 105 daga. Ragnar segir að hann hafi framreiknað með verðlagsvísitölu sambærilegar bæt- ur og greiddar voru í því máli fyrir hvern dag, í máli Guðjóns. Ragnar vinnur nú að undirbúningi á stefnu Erlu Bolladóttur, gagnvart íslenska ríkinu til ógildingar á synj- un enduruppökunefndar á því að taka mál hennar upp að nýju. ,,Fyrst þarf að ógilda það áður en Erla getur krafist skaðabóta vegna 230 daga gæsluvarðhalds árið 1976. Gæsluvarðhalds sem hún hefur aldr- ei fengið að vita af hverju var,“ segir Ragnar sem telur að Erla muni að öllum líkindum gera bótakröfu vegna gæsluvarðhaldsins. Verði sú krafa gerð verði hún reiknuð út á sambærilegan hátt og í máli Guð- jóns. Sáttanefnd forsætisráðuneytisins í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur afhent ríkisstjórninni skila- grein og lauk formlega störfum 1. júlí síðastliðinn, í kjölfar þess að bótakrafa var lögð fram fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Kristjáns Viðars Viðarssonar, staðfesti við mbl.is að hann hefði lagt fram bóta- kröfu fyrir hönd skjólstæðings síns. Arnar segist ósáttur með ákvörð- unina að leysa upp sáttanefndina, sem stofnuð var síðasta haust og að ríkið hafi litið á það að með bóta- kröfu Guðjóns Skarphéðinssonar hafi grundvöllur fyrir sameiginlegri lausn verið brostinn. Arnar segir nærtækt að ætla að bótakrafa Krist- jáns Viðars sé sú hæsta sem nokkru sinni hafi verið lögð fram hérlendis vegna óréttar í sakamáli. Þeir sem vita út- skýri hvað gerðist  Hæsta bótakrafa óréttar í sakamáli Ragnar Aðalsteinsson Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Belgíska ferðamannsins Björn De- becker, sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum, var leitað í gær eftir nokkurra daga hlé á leit. Sérstakur kafbátur í eigu tækni- fyrirtækisins Teledyne Gavia var settur út við Miðfell til þess að skanna botn vatnsins með sónartæki og taka um 50 þúsund ljósmyndir af dýpstu hlutum vatnsins. Leitin að Debecker hefur staðið yfir frá 10. ágúst, þegar tilkynning barst um fljótandi hlut í vatninu. Við nánari könnun þyrlu- áhafnar Landhelgisgæslunnar reyndist hluturinn vera mannlaus bátur. Að sögn lögreglunnar á Suðurlandi var Debecker á uppblásnum kajak sem vegur einungis þrjú kíló. Rúm- lega 70 manns tóku þátt í leitinni fyrsta daginn en bakpoki og bátur Debecker er það eina sem hefur fund- ist. Fimm manna teymi sem saman- stóð af fólki frá Björgunarsveit Ár- borgar, köfurum frá sérsveit ríkis- lögreglustjóra og tæknifræðingi frá Teledyne Gavia stýrði leitinni með kafbátnum í gær. Leitað á dýpsta svæði vatnsins Um er að ræða sjálfstýrðan kafbát sem fylgir fyrir fram teiknuðu korti um hvert hann á að fara og hvað hann á að gera. „Þetta leitarsvæði sem við erum að taka núna er dýpsti hlutinn á þessu skilgreinda leitarsvæði í tengslum við þetta mál. Þessir leitar- kassar sem við erum að fara í eru tveir, og hvor kassi um sig tekur um fjóra til fjóra og hálfan tíma,“ sagði Arnar Egilsson, kafari hjá sérsveit ríkislögreglustjóra, í gærmorgun. Kafbáturinn er með tveggja mega- pixla myndavél að framan sem tekur svarthvítar myndir. Sónartæki kaf- bátsins er á bakhliðinni og var stillt á að senda út í 20 metra til hvorrar hliðar. Kafbáturinn er einnig búinn framvísandi sónartæki til að koma í veg fyrir árekstur, en kafbáturinn sigldi um þrjá metra frá botni Þing- vallavatns við leit sína. Að sögn Arnars hefur leitin gengið vel síðustu vikur en hann segir svæðið vera stórt og dýpið mikið. „Það er helsti tak- markandi þátturinn og úrræði okkar til leitar á þessu sviði eru takmörkuð. Því þurfum við að leita víða eftir hjálp. Þar af leiðandi hefur Teledyne, sem býr yfir þessum búnaði, komið okkur til aðstoðar,“ sagði Arnar. Kafbáturinn er íslensk hönnun og á rætur sínar að rekja til verkefnis við Háskóla Íslands fyrir um 20 árum. Ekki er hægt að skoða myndir frá kafbátnum í rauntíma, þar sem ein- ungis hljóðmerki nær í gegnum vatnið í svona mikilli dýpt. Reiknað var með að kafbáturinn myndi fara í allt að 60 m dýpi í gær. „Við kíkjum á þetta eftir á; það er engin leið að hafa samskipti með svona mikinn gagnastraum í gegnum vatnið. Það er bara hljóð- merki sem drífur þar í gegn. Þannig að við getum bara haft samband við hann en við getum ekki skoðað gögn- in,“ sagði Erlendur Geirdal, tækni- fræðingur hjá Teledyne Gavia. Hafði róið til Héðinsfjarðar Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, hefur verið í samstarfi við belgísku lögregl- una í tengslum við málið. „Þar hafa menn verið að vinna ákveðna þætti fyrir okkur í upplýs- ingaöflun og það hefur verið frábært samstarf,“ sagði Oddur. Hann sagði að vitað væri að Debecker hefði verið á bátnum á Norðurlandi áður en hann fór á Þingvallavatn. „Við höfum upp- lýsingar um að hann hafi róið frá Siglufirði yfir í Héðinsfjörð en farið þar að landi og þaðan fór hann suður,“ sagði Oddur. Hann sagði að leit hefði gengið vel þrátt fyrir hvassviðri fyrstu dagana. „Þá eru menn í raun bara að leita við fjöruna og í því sem rekur á land. Við fundum strax búnað sem tilheyrði þessum ferðamanni, sem rak á land. Báturinn og eitthvað sem hann missti úr bátnum. Síðan hefur verið leitað með ýmsum úrræðum í vatninu. Við teljum fullvíst að hann sé í vatninu.“ Áfram fylgst með vatninu Spurður hvaða aðgerðir færu af stað ef maðurinn fyndist á botni Þing- vallavatns svaraði Oddur að það færi eftir aðstæðum. „Það fer eftir dýpi. Það kemur ekk- ert í ljós strax. Við sjáum það sem kemur frá kafbátnum ekki í raun- tíma. Það er heilmikil yfirferð á því efni sem þeir eru að taka upp núna, 40 til 50 þúsund ljósmyndir og svo sónargögn. Það er einhverra daga vinna að fara í gegnum það. Ef það er eitthvað að sjá tekur bara við allt ann- ar fasi og úrræði í samræmi við það dýpi.“ Síðdegis í gær var ákveðið að gera hlé á formlegri leit. Áfram verður fylgst sérstaklega með vatninu en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir eftir 3-4 vikur til að kanna hvort eitthvað tengt leitinni hafi rekið að landi. Grandskoðuðu botn Þingvallavatns  Belgísks ferðamanns leitað með sérútbúnum kafbáti  „Við teljum fullvíst að hann sé í vatninu,“ segir yfirlögregluþjónn á Suðurlandi  Ferðamaðurinn var í uppblásnum báti  Formlegri leit hefur verið hætt Morgunblaðið/Eggert Siglt af stað Bátur frá Björgunarsveit Árborgar sá um að koma kafbátnum út í Þingvallavatn. Kafbáturinn er gríðarlega þungur og þurfti fjóra menn til þess að koma honum í bátinn. Hann sigldi síðan sjálfur við botn vatnsins. Morgunblaðið/Eggert Undirbúningur Allir eiginleikar kafbátsins voru skoðaðir fyrir brottför. Arnar Egilsson, kafari hjá sérsveit ríkislögreglustjóra, sést í forgrunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.