Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 8

Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Trump er hættur við að sækjaDani heim. Katrín okkar er hins vegar á harðahlaupum undan varaforseta hans til að reyna að róa niður innanflokksupphlaup hjá sér og fann hún heldur óburðuga afsök- un fyrir flótta sínum.    Dönskum fjöl-miðlum brá nokkuð við tilkynn- ingu Trumps og bentu sumir þeirra á að Danir væru í hópi allra nánustu bandamanna stór- veldisins.    Þá rifjaðist upp erþáverandi for- sætisráðherra Dana sótti Obama forseta heim í Hvíta húsið. Af því tilefni sagði Obama í ræðu að Danir væru í hópi allra nánustu vina og bandamanna Bandaríkj- anna.    Dönum þótti mjög vænt umþessa einstæðu yfirlýsingu og var þessi setning spiluð oft og reglubundið í ljósvakamiðlum.    Þá tóku sig til gamansamir blaða-menn. Þeir skönnuðu nærri 40 ræður Obama að taka á móti er- lendum fyrirmennum. Í þeim öllum kom setningin góða að sú þjóð sem þá átti þar fulltrúa „væri í hópi allra nánustu vina og bandamanna Bandaríkjanna“. Danir hafa ekki spilað setninguna góðu eftir það.    Og nú bentu þeir gamansömu áað Trump væri vorkunn að orða kaup á landi við Dani. Banda- ríkjamenn hefðu keypt af þeim Dönsku Jómfrúareyjar fyrir 25 milljónir dollara í gulli árin 1916- 17. Og Jómfrúareyjar hefðu jú ný- lega verið nokkuð í umræðu þar vestra. En það er önnur saga. Donald Trump Sögur úr sandkassa STAKSTEINAR Mette Fredriksen Guðni Einarsson gudni@mbl.is Á annan tug fulltrúa félaga og sam- taka sem ætla að mótmæla komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkj- anna, til Íslands í næstu viku hittust á skipulagsfundi í gærkvöldi. „Andstaða við stefnu Mike Pence og ríkisstjórnar hans er það sem sameinar okkur,“ sagði Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga (SHA). Auk fulltrúa SHA voru á fundinum fulltrúar Samtakanna ’78 og samtak- anna Trans Ísland, fulltrúar frá ung- liðahreyfingum Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, frá Menningar- og friðarhreyfingu íslenskra kvenna og frá Sósíalistaflokki Íslands. Á fundinum voru viðraðar ýmsar hugmyndir að mótmælaaðgerðum, að sögn Guttorms. „Við munum boða til mótmæla 4. september þegar Mike Pence kemur til landsins. Það er ekki búið að útfæra dagskrá mót- mælafundarins nákvæmlega en það verður vonandi gert fljótlega. Þetta er enn á skipulagsstigi. Við gerum ráð fyrir mótmælafundi á Austur- velli en það er ekki loku skotið fyrir að eitthvað fleira verði einnig gert,“ sagði Guttormur enn fremur. Ætla að mótmæla komu Pence  Fulltrúar sjö samtaka hittust á skipulagsfundi  Mótmælafundur á Austurvelli AFP Varaforseti Pence er á leiðinni. Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sök- um þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslu- stofum árganganna. Kennsla átti að hefjast eftir skólasetningu í gær en daginn áður fengu foreldrar nemenda í 2. og 3. bekk tölvupóst þess efnis að nem- endur færu heim eftir skólasetningu og kennsla hæfist daginn eftir, í dag. Daginn fyrir skólasetningu kom í ljós að skipta þurfti út húsgögnum í einni skólastofu vegna reyklyktar og annarra eftirstöðva brunans sem varð í skólanum í mars síðast- liðnum. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, segir að ástand skóla- stofanna hafi komið flatt upp á starfsmenn á miðvikudagsmorgun. „Kennslustofurnar voru fullar af dóti og við áttum eftir að komast í gegnum það sem þurfti,“ sagði hann. „Við þurftum að skipta út hús- gögnum sem voru skemmd, sem varð til þess að við náðum ekki að byrja af fullum krafti í dag [í gær] þannig að við byrjum af fullum krafti á morgun [í dag],“ sagði hann. Mikill eldur varð í Seljaskóla í Breiðholti í mars síðastliðnum. Þá var barist við eld í þaki einnar álmu hússins, en hluti þess féll niður. Frá brunanum hafa lagfæringar á hús- næðinu staðið yfir. „Það var unnið kraftaverk hérna í sumar. Síðan kemur upp mál í gær- morgun alveg óvænt tengt hús- gögnum. Það var orðið þannig að við þurftum að breyta áætluninni,“ sagði hann. Krakkarnir hefðu mætt í skólann í gær og mæti tilbúnir í slaginn í dag. Enn brunalykt á skólasetningu  Skólasetningu hjá 2. og 3. bekk í Selja- skóla frestað um dag Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Bruni Seljaskóli leit ekki vel út rétt eftir brunann sem þar varð í mars. Kringlunni | SLAMP - CLIZIA Rafhlöðu lampi Verð 34.900,- IITTALA ALVAR AALTO Vasi SEA BLUE 16 cm Verð 18.950,- KARTELL BOURGIE Borðlampi – fleiri litir Verð frá 39.900,- RITZENHOFF ASPERGO Verð 4.900,- 6 stk. í pakka HOLMEGAARD Kertalukt grey Verð frá 9.990,- stk. COMPONIBILI Hirslur 3ja hæða Verð frá18.900,- SPECKTRUM FLOW Blómavasi - fleiri litir Verð 4.890,- stk. SPECKTRUM Kertastjaki - fleiri litir Verð frá 7.490,- stk. Glæsileg gjafavara BIALETTI Mokka könnur Verð frá 2.590,- KORRIDOR Steypudýr fleiri tegundir til Verð frá 6.990,-STELTON Ferðamál fleiri litir Verð 0,4L 5.990,- Verð 0,2L 4.590,- Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.