Morgunblaðið - 23.08.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
Hvernig getur til-
vistargrundvöllur fyr-
irtækja, ástæða þess
að fyrirtækið er til
staðar, hjálpað því til
þess að ná framúrskar-
andi árangri í rekstri
og taka þátt í að bjarga
heiminum í leiðinni?
Samkvæmt rannsókn
sem PwC gerði fyrir
nokkrum árum þróast
fyrirtæki hraðar og eru virkari í ný-
sköpun ef þau hafa skýran tilgang
eða tilvistargrundvöll. Í rannsókn-
inni kom jafnframt fram að 79% leið-
toga sem þátt tóku í
könnuninni trúa því að
tilgangurinn á bak við
stofnun fyrirtækisins
sé hjartað í árangri
þess í rekstri.
Þetta eru mjög
áhugaverðar niður-
stöður en einnig er full-
yrt að viðskiptavinir
telja fyrirtæki sem
leggja mikla áherslu á
tilganginn með stofnun
þess séu umhyggju-
samari og þyki vænna
um viðskiptavini sína. Það leiðir af
sér að viðskiptavinir eru þeim trygg-
ari. Á þessum síðustu og verstu þar
sem loftslagsbreytingar ógna tilveru
okkar og veðrabreytingar hafa þeg-
ar haft áhrif þurfa fyrirtækin að
velta enn frekar fyrir sér tilgangi
sínum sem getur gert vörumerkið
einstakt og hjálpað til við aðgrein-
ingu.
Það er bæði mögulegt að vera
góður í viðskiptum og jafnframt
ábyrgur, t.d. að vinna eftir sjálf-
bærnistefnu, tryggja tilvist sína til
framtíðar og aðstoða við björgun
heimsins í leiðinni. Mikilvægast af
öllu er að fyrirtæki og sveitarfélög
átti sig á því að sjálfbærni verði hluti
af stefnunni og tengist gildum þess.
Öll viljum við að fyrirtækin sem við
skiptum við hafi góða sögu að segja
okkur um af hverju þau eru hér og
hvert sé þeirra framlag til heimsins.
Til þess að breyta reglunum í við-
skiptalífinu þurfum við stundum að
ákveða að hætta að skipta við fyrir-
tæki sem ekki standa sig í þessum
efnum. Á samfélagsmiðlunum
ferðast fréttir hratt um fyrirtæki
sem misnota gjafir náttúrunnar,
menga og hugsa illa um starfsmenn
sína. Það skiptir því jafn miklu máli
fyrir okkur sem rekum fyrirtækin að
vera breytingin sem við boðum.
Fyrirtæki með engan tilgang ann-
an en gróða eru til lengdar ekki lík-
leg til að njóta tryggðar okkar í
framtíðinni. Á samfélagsmiðlum eru
sagðar sögur af litlu búðinni sem sel-
ur eingöngu snyrtivörur sem aldrei
hafa verið prófaðar á dýrum. Í ann-
arri búð geturðu komið og fyllt á
þvottaefni og fleira og skilað af þér
umbúðum. Þessi litlu fyrirtæki hafa
mjög skýran tilvistargrundvöll. Til-
vistargrundvöllur sem byggist á
sjálfbærni er okkar skýrasta tæki-
færi til frekari vöruþróunar í fram-
tíðinni og tryggir áframhaldandi til-
vist okkar allra.
Eftir Evu
Magnúsdóttur » Tilvistargrundvöllur
sem byggist á sjálf-
bærni er okkar skýrasta
tækifæri til frekari
vöruþróunar.
Eva Magnúsdóttir
Höfundur er stjórnendaráðgjafi og
framkvæmdastjóri Podium ehf.
Að hafa viðskiptavit og bjarga heiminum
Þetta ætlar að reyn-
ast þjóðinni erfiðara
en tárum taki. Undir-
ritaður er nýkominn af
fundi orkunefndar Al-
þingis til að kynna þar
skýrslu á móti orku-
pakkanum fyrir hönd
félagsins Orkan okkar.
Sú heimsókn var frek-
ar dapurleg.
Langflestir nefnd-
armanna voru hlynntir orkupakk-
anum, en vitneskja þeirra um hann
næsta fátækleg. Einu rökin fyrir
innleiðingu hans var að erindið um
að samþykkja hann var komið innan
úr EES-samstarfinu og það hefði
aldrei gerst að slíkum erindum væri
hafnað. Að einhvern tíma sé allt
fyrst virðist ekki vera í kortunum á
hinu háa Alþingi.
Margir þingmenn eru heitir and-
stæðingar þess að útlendingar fái að
kaupa upp jarðir Íslandi. En þeir
virðast ekki átta sig á því að vatns-
réttindin fylgja landinu. Það er búið
að selja margar jarðir til útlendinga
og þeir sitja með vatnsréttindi
jarðanna, bæði veiðirétt og virkj-
unarrétt. Þetta má skoða í ljósi þess
að ESB vill að nýtingarréttur orku
verði boðinn út á 30 ára fresti.
Stefnum við í, að nýtingarsamn-
ingum í vatnsafli og
jarðhita verði sagt upp í
stórum stíl eftir að
orkupakkinn er sam-
þykktur? Þeir eru allir
eldri en 30 ára. Verður
úrskurðað í slíkum mál-
um fyrir ESB, ESA,
EES eða EFTA með
skírskotun til reglu-
gerðarákvæða sem
fylgja orkupakkanum?
Getur einhver fullyrt að
svo verði ekki?
Lögfræðingar hafa
fullyrt að „kraftaverk“ þurfi til að
skaðabótamál vegna orkupakkans
muni lenda á Íslendingum. Af hverju
fara þessir menn ekki til Noregs eða
Belgíu eða annarra þeirra landa þar
sem kraftaverkið er komið í gang?
Kærumál vegna orkupakkans komin
af stað. Þeir geta þá skrifað jarð-
teiknabók um kraftaverkin og komið
fram sem advocatus dei eftir að hafa
orðið vitni að kraftaverki.
Svo virðist sem fæstir skilji orku-
öryggismálin tengd orkupakkanum.
Verði orkupakkinn samþykktur mun
ESB smám saman sverfa niður and-
stöðu Íslendinga við sæstreng, hvort
sem það verður í tíð núverandi þing-
manna eða arftaka þeirra. Þá marg-
faldast orkumarkaður Íslendinga,
þeir lenda á stórhættulegum upp-
boðsmarkaði með miklum og ófyr-
irsjáanlegum verðsveiflum sem út af
fyrir sig er nógu slæmt fyrir neyt-
endur. En framleiðendur þurfa ekki
að sæta því að sitja uppi með óseldar
vatnsbirgðir í sínum miðlunarlónum
á hverju vori. Þeir geta selt þetta allt
í gegnum strenginn og það er þeirra
hagur og ábati. Flytja rafmagnið aft-
ur til baka svo Íslendingar verði ekki
rafmagnslausir? Það kostar um þre-
falt heildsöluverð.
Slíkt er hægt að hindra með því að
taka upp venjulega vatnastjórnun
eins og hún tíðkast erlendis en ekki
láta raforkuframleiðendur stjórna
miðlunarlónunum. Alla löggjöf um
slíkt vantar. Og örlar ekki á henni í
fyrirhuguðum breytingum á raf-
orkulögum.
Eins og menn sjá eru ýmsar nýjar
hliðar á málinu komnar upp síðan Al-
þingi lauk störfum síðast. Þeir sem
er fylgjandi orkupakkanum og vilja
ekki hafna honum af því að „slíkt
hefur aldrei verið gert“ ættu að
minnsta kosti að koma honum út á
hliðarlínuna, og reyna að hafa hann
þar í góðu samkomulagi við EES
þangað til ofangreind mál skýrast.
Að losna við orkupakka
Eftir Jónas
Elíasson
Jónas Elíasson
» Fleiri ástæður eru
komnar fram til að
hafna orkupakka 3.
Höfundur er prófessor.
jonase@hi.is
Áform eru uppi um
að beisla vindinn í
stórum stíl á Íslandi.
Markmiðið er að
framleiða umhverf-
isvæna, græna og
samkeppnishæfa
orku að sögn. Inn-
lend og erlend fyrir-
tæki kynna áætlanir
um ný orkuver. Sam-
kvæmt nýlegri vand-
aðri úttekt Morgunblaðsins áforma
menn að reisa hér mörg hundruð
vindmyllur víða um landið. Þetta
virðist þeim mun eftirsóknarverð-
ara og auðveldara í framkvæmd
sem engin lög eru til á Íslandi um
vindorku.
Fari þetta fram sem horfir verður
þetta stórfellt og mjög umfangs-
mikið inngrip í náttúru Íslands og
breyting á ásýnd landsins. Vind-
mylluturnarnir rísa hátt til himins
og sjást úr margra tuga kílómetra
fjarlægð. Hallgrímskirkja í Reykja-
vík er 45 metrar á hæð. Vindmyllu-
turnarnir eru 77 metra og allt upp í
135 metra háir. Því hærri sem þeir
eru þeim mun meiri er framleiðslu-
geta þeirra sögð vera.
Þessir risar með spaða sem snú-
ast í það óendanlega með dynkjum
og skuggavarpi rísa ekki einn og
einn yfir mela og móa nei heldur
verða þeir tugum og hundruðum
saman í stórum fylkingum. Áber-
andi mannvirki sem ber við himin
og munu setja mark sitt á umhverf-
ið. Þessi mannvirki kalla virkj-
unarmenn vindmyllulundi eða vind-
myllugarða. Vindmyllulund vill
Landsvirkjun reisa við Búrfell og
annan við Blöndu. Þar er talað um
að reisa yfir 100 vindmyllur. Að
minnsta kosti þrjú vindmylluver eru
boðuð í Dalasýslu. Í landi Sólheima í
Laxárdal ætlar fyrirtækið Quadran
Iceland Development að setja niður
27 vindmyllur allt að 115 metra á
hæð. Á Hróðnýjarstöðum við
Hvammsfjörð ætlar fyrirtækið
Stormorka að setja niður 24 vind-
myllur og í Garpsdal við Gilsfjörð á
að reisa vindmylluorkuver í eigu
fyrirtækisins EM Orka.
Orka náttúrunnar hefur stigið
fyrstu rannsóknarskrefin í undir-
búningi að vindmyllulundi við sunn-
anverðan Hengilinn. Fyrirtækið HS
orka hefur augastað á vindmyllu-
görðum á Reykjanesi og í landi
Grindavíkur. Félag í eigu þess,
Vesturverk, sem stendur fyrir hinni
umdeildu virkjun Hvalár í Árnes-
hreppi á Ströndum, hefur í hyggju
að koma allt að 10 vindmyllum 80
metra háum á Eyrarfjall ofan við
Flateyri. Þá hafa menn í hyggju að
reisa vindmyllur við Lagarfljót. Og
á flatlendi Suðurlands hyggst fyrir-
tækið Biokraft koma upp vindorku-
garði við Austurbæjarmýri, norðan
við Þykkvabæ. Þar er áætlað að
reisa vindmyllur á 92 metra háum
möstrum þar sem hæsti punktur
spaða í efstu stöðu yrði
tæpir 150 metrar.
Norska orkufyrir-
tækið Zephyr undirbýr
nú að reisa vindmyllur
og vindmyllugarða víða
á Íslandi. Verið er að
skoða allt landið og búið
er að gera samninga við
landeigendur og tryggja
ákveðna staði. Ljóst er
að margir sjá mikla
gróðavon í rafmagni
sem framleiða má með
vindi. Vindurinn er jú
alls staðar og eyðibýlin mörg og
jarðir þar sem erfitt er að afla tekna
með hefðbundnum búskap. Fátæk
fámenn byggðarlög eiga erfitt með
að standa gegn þrýstingi og gylli-
boðum orkufyrirtækjanna. Nú þeg-
ar tekur tugur orkufyrirtækja þátt í
kapphlaupinu og þeim fjölgar hratt
sem hafa augastað á landi á hálendi
Íslands, í sveitum og við sjó og vilja
reisa þar vindmylluturna.
Íslendingar eiga nóga orku og
nota einungis 5% alls þess rafmagns
sem framleitt er með virkjun nátt-
úruauðlinda í landinu. Stærstur
hlutinn hefur verið fenginn erlend-
um stóriðjufyrirtækjum við vægu
verði. Því vekur furðu fullyrðing
forstjóra Landsnets um yfirvofandi
orkuskort og að innan örfárra ára
geti þurft að skammta rafmagn til
heimilanna á Íslandi. Með slíkum
hræðsluáróðri er kannski verið að
undirbúa jarðveginn fyrir stórfellda
sókn vindmyllufyrirtækjanna sem
ekki sinna almannaþjónustu en eru
rekin með hámarksgróða að leiðar-
ljósi.Vindmyllufyrirtækin ætla að
selja orku, kannski inn á sameigin-
legan markað Evrópusambandsins
þar sem verðið er fjórfalt hærra en
á Íslandi. Og þá þarf að hafa dug-
mikla þingmenn til þess að sam-
þykkja orkupakka 3 og síðan að
leggja sæstreng. Getur verið að
vindmyllufárið og hugmyndir um að
færa Landsvirkjun og alla orkuauð-
lindina úr almannaeigu tengist slík-
um fyrirætlunum? Rísi vindmyllu-
garðar og vindmyllulundir svo sem
horfir er fórnarkostnaðurinn sú
ómetanlega auðlind sem felst í
ásýnd náttúru landsins, fjöllum og
firnindum, dölum, fjörðum og eyj-
um, sjónræn fegurð sem engan á
sinn líka og sem fólk hvaðanæva úr
heiminum kemur til að sjá og upp-
lifa.
Sölumenn
vindanna
Eftir Þorvald
Friðriksson
Þorvaldur Friðriksson
» Verði vindmyllu-
garðarnir reistir
víða um land verður það
stórfellt og umfangs-
mikið inngrip í náttúru
Íslands og breyting á
ásýnd landsins.
Höfundur starfaði um árabil sem
fréttamaður á útvarpinu.
thorvaldurf@outlook.com