Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 ✝ Karítas Jó-hannsdóttir fæddist á Húsavík 25. desember 1961. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu í Þorlákshöfn 9. ágúst 2019. Karítas ólst upp hjá foreldrum sín- um og systkinum á Húsavík og gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla. Foreldrar hennar eru Jóhann Helgason, fæddur 29. apríl 1943, og Helga Þórey Jónasdóttir, fædd 23. júlí 1942. Karítas var önnur í röð sex systkina en þau eru: Jónas Jóhannsson, f. 26. janúar 1959 og á hann tvo syni, Hildiþór og Unnstein Almar. Helgi Jóhanns- Karítas byrjaði ung að vinna. Hún vann við fiskvinnslu á sín- um yngri árum, einnig var hún háseti og kokkur á loðnuskipi nokkrar vertíðir og vann við matseld og ýmis þjónustustörf í landi. Hún bjó nokkur ár í Vest- mannaeyjum og starfaði þá meðal annars sem þerna og kokkur á Herjólfi. Hún bjó í nær áratug í Portúgal og stundaði þar ýmis þjónustustörf. Karítas eignaðist tvær dætur og tvö barnabörn. Dætur henn- ar eru: Thelma Eyfjörð Jóns- dóttir, f. 26. júlí 1987, maki hennar er Þór Rúnar Þórisson, dóttir Thelmu frá fyrra sam- bandi er Alexandra Guðný og synir Þórs eru Alexander og Guðmundur Þórir. Jóhanna Helga Gunnlaugsdóttir, f. 29. apríl 1992, maki hennar er Örvar Elíasson og dóttir þeirra Thelma Björk, sonur Örvars er Matthías Bent. Útförin fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag, 23. ágúst 2019, klukkan 13. son, f. 17. maí 1963, maki hans er Selma Dröfn Birgisdóttir og eiga þau fimm börn, Jónu Lind, Hörpu Rún, Jóhann Örn, Ásgeir Snæ og Birgi Þór. Krist- jana Laufey Jó- hannsdóttir, f. 25. júní 1967, maki hennar er Pétur Ólafur Pétursson og börn hennar eru Laufey Sunna, Huginn Frár og Auður Ísold. Jóhann Jóhannsson, f. 15. apríl 1977, maki hans er Katrín Ósk Björnsdóttir og eiga þau tvö börn, Ylfu og Styrmi. Tinna Jóhannsdóttir, f. 1. júlí 1980. Börn hennar eru Gabríela og Elmar Daði. Í dag fylgi ég elskulegri frænku minni Kæju síðasta spölinn. Líf okkar Kæju hefur einhvern veginn alltaf fléttast saman í gegnum árin þar sem við ólumst upp saman á Húsavík. Þar sem feður okkar eru bræður og mæður okkar systur þá var aldrei haldin sú veisla eða ætt- armót í fjölskyldunni að þessar tvær fjölskyldur hittust ekki. Eftir að við urðum unglingar og fluttar á höfuðborgarsvæðið áttum við margar skemmtilegar stundir. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Kæju á þeim árunum enda alveg sérstaklega léttlynd og með skemmtilegan húmor. Hún var um leið alveg einstaklega hlý mann- eskja og sparaði ekki faðmlögin, knúsin og hrósið til fólksins í kring- um sig. En það var þó ekki svo að lífshlaup Kæju hafi allt verið á léttu nótunum því að í gegnum lífið tók hún margar dýfurnar sem sumar hverjar voru óafturkræfar og reyndist lífshlaupið því ansi flókið og þyrnum stráð. Hún náði ein- hvern veginn ekki stöðugleika í líf sitt og ró í sálina nema ef vera skyldi allra síðustu ár. Ekki hitti ég Kæju án þess að hún nefndi hve þakklát hún væri og stolt af stelp- unum sínum, Thelmu og Jóhönnu Helgu, og hvað þær væru dugleg- ar, heilbrigðar og yndislegar ungar konur þrátt fyrir mikið mótlæti og áföll í æsku. Hún sá ekki sólina fyr- ir ömmustelpunum sínum, Alex- öndru Guðnýju og Thelmu Björk, og hlakkaði mikið til að fá að fylgj- ast með þeim vaxa og dafna í fram- tíðinni. En henni var það ekki ætlað. Kveð ég þig með miklum sökn- uði, mín kæra. Elsku Thelma, Jóhanna Helga og fjölskyldur, Jói, Helga, Jónas, Helgi, Kristjana, Jóhann, Tinna og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jóney. Karitas frænka mín, oftast köll- uð Kæja, var mikill sólargeisli. Hún var glaðvær, hress og kát, einstak- lega hjartahlý og tilbúin að styðja og aðstoða aðra. Hún var orðhepp- in með þvílíkan húmor að ég man varla slíka. Hún gat komið heilum matsölustað til að hlæja, en það gerðist einmitt hjá okkur í Portú- gal í fyrra. Þá vorum við frænk- urnar í sólarlandaferð saman, sem ég er nú afar þakklát fyrir. Við höfðum ekki hist mikið undanfarin ár þar sem hún bjó ekki í bænum og var alltaf með annan fótinn er- lendis, en þrátt fyrir allt var alltaf sterk tenging á milli okkar. Þarna fengum við tækifæri til að hittast og vera saman. Við mældum okkur mót á sólar- strönd þar sem hún hafði búið og þekkti vel til, en var þessi elska al- talandi á portúgölsku. Hún var þá að koma frá Póllandi þar sem hún hafði dvalið í nokkra mánuði. Það var notalegt að spjalla sam- an úti á svölum langt fram eftir kvöldi, hlæja og deila með hvor annarri innstu leyndarmálum. Kæja var næm og góður vinur sem var alltaf tilbúin að hlusta á all- ar mans raunir. Hún var góðhjörtuð og hjálpsöm við aðra þótt hún ætti sjálf við ýmsa erfiðleika að stríða. Þessi gleðigjafi lét ekki sitt ekki eftir liggja við fórnaði sér fyrir allt og alla sem voru hjálparþurfi. Það eru ófáir hér og erlendis sem hafa notið góðs af hjálpsemi hennar. Í þeirra hópi eru margir sem áttu erfitt uppdráttar og stóðu höllum fæti í tilverunni. Síðasta árið var ekki létt hjá elsku frænku. Hún var búin að vera á faraldsfæti og átti í raun engan fastan stað í tilverunni, en ömmubörnin skiptu hana öllu máli og nálægt þeim vildi hún vera. Þannig var að hún kom með mér heim frá Portúgal og var hjá mér í rúman mánuð á meðan hún leitaði að húsnæði. Þegar hún tók saman dótið sitt eftir að hafa fundið her- bergi hjá indælishjónum sagði hún við mig „ég vona að þetta verði í síð- asta skiptið sem ég flyt“. Mér fannst það afar ósennilegt þar sem herbergið var inni á öðrum, en þessi orð voru samt sögð með sanni. Lífið var flókið fyrir elsku frænku og hún orðin þreytt. Hún átti trú á Drottin Jesú sem þekkir, sér og skilur allt og hún hefur feng- ið að fara heim í hvíldina, kærleik- ann og gleðina í faðm föðurins á himnum. Elsku Kæja mín tók ekki alltaf rétt á málum eða réttar ákvarðanir, en hún vildi vel þótt hún réði ekki alltaf við hlutverkið, það verður henni ekki reiknað til ranglætis vegna góðra meininga og fallegs hjartalags. Það var alltaf gaman að hringja í Kæju frænku og spjalla við hana í símann. Hennar hlýju, húmors, hjálpsemi og föðurlandsástar verð- ur sárt saknað og alls góða spjalls- ins sem við höfum átt saman. Já, elsku kæra Kæja mín. Ég ætlaði einmitt að fara hringja í þig í þessari viku. Þú varst nánasta frænka mín og það vissir þú. Ég á eftir að sakna þín mikið, en ég veit og við vitum báðar að nú ertu á betri stað þar sem þér er tekið opnum örmum. Knús og kveðja frá mér til þín, elsku fallega frænka mín. Það verð- ur leiðinlegt að geta ekki hringt í þig, en við sjáumst síðar og það verður eintóm gleði. Elska þig. Inga Guðrún Halldórsdóttir. Mig langar að minnast góðrar vinkonu minnar, Karitasar Jó- hannsdóttur sem kölluð var Kæja. Ég og Kæja vorum vinkonur til margra ára. Mig setti hljóða þegar ég frétti af andláti hennar. Ég mun sakna hennar mikið. Hún skrifaði alltaf svo fallega til mín. „Flott ertu mín kæra.“ Þessa setningu mun ég varðveita alltaf. Elsku Kæja mín, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, takk fyrir allt. Guð veri með þér. Ég votta dóttur Kæju, Thelmu Eyfjörð, og fjölskyldu, foreldrum, systkinum og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Ykkar vinkona, Guðrún Lára Pálsdóttir. Karítas Jóhannsdóttir ✝ Sigurður Jóns-son fæddist 13. desember 1946 á Akureyri. Hann lést á heimili sínu 17. ágúst 2019. Foreldar hans voru Jón Matthías Hauksson, f. 4. ágúst 1923, og Hall- dóra Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 15. janúar 1920. Bræður Sigurðar eru Kristján Jónsson og sammæðra Árni Haukur Harðarson sem er lát- inn. Fyrri kona Sigurðar var Oddný B. Vatnsdal Axelsdóttir og eignuðust þau dótturina Guð- rúnu Dóru. Maki Guðrúnar er Óskarsson. Synir Júlíu frá fyrra hjónabandi eru Sigurjón Einars- son og Jóhann Ingi Einarsson. Eiginkona Sigurjóns er Guðlaug Þóra Reynisdóttir. Dætur þeirra eru Júlía Rós og Aldís Ösp. Sonur Júlíu Rósar er Nóel Breki Júlíuson. Eiginkona Jóhanns er Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir. Dætur þeirra eru Júlíana Mist og Sara Mjöll. Sigurður ólst upp á Akureyri. Hann lærði vélvirkjun og lauk meistaranámi árið 1972 og vann við þá iðn um tíma. Nam hann síðan húsasmíði og lauk meist- aranámi árið 1979. Vann hann við þá iðn til starfsloka. Hann var nokkuð virkur í hesta- mannafélaginu Létti og stundaði hestamennsku í mörg ár. Vann hann ýmis störf fyrir félagið. Útför Sigurðar Jónssonar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 23. ágúst 2019, klukkan 13.30. Peter E. Nielsen. Börn Guðrúnar eru H. Alexander Harðarson, Telma Lovísa Harðar- dóttir og Isabella Oddný Nielsen. Sambýlismaður Telmu er Ólafur Pálsson og eiga þau dótturina Júlíu Hrafney Ólafs- dóttur. Seinni kona Sigurðar heitir Júlía Sjöfn Sigurjónsdóttir. Dóttir þeirra er Sigrún Ásdís og eiginmaður hennar er Óskar Bragason. Börn Sigrúnar eru Sigurður Orri Sigurðarson, Ingimar Andri Ómarsson, Ísabella Júlía Óskarsdóttir og Bragi Dór Elsku afi minn. Eins ósátt og ég er yfir því hversu alltof snemma þú varst tekinn frá okkur þá er ég um leið svo óendanlega þakklát fyrir allar stundirnar okkar saman. Afi var alveg sér á báti. Stríðinn og markmiðin hans voru alltaf að reyna að ljúga mann fullan af alls- konar rugli. Það var alltaf líf og fjör hjá ömmu Diddu og afa Sigga og öll mín unglingsár tók maður partíin hjá ömmu og afa fram yfir bæjar- lífið, blandaði sér landa í kók, Villi Vill í spilarann og sungið langt fram á nótt. Við eigum óteljandi minningar fullt af göngutúrum, tónleikum, hestaferðalögum og þá sérstak- lega á Sörlastaði sem afa þótti allt- af svo vænt um. Við gátum setið endalaust og talað um allt og ekkert og ég elsk- aði að heyra þig tala um öll dýrin sem þú hafðir átt í gegnum tíðina og sem þér þótti svo vænt um. Þegar ég keypti mér íbúðina mína kom aldrei neitt annað til greina en að afi Siggi kæmi með mér að skoða hana, svo nenntir þú að brasast endalaust með mér í að græja hana og gera. Þú varst alltaf svo góður við mig og vildir alltaf allt fyrir mig gera. Það eru fáir sem hafa hrósað mér jafn mikið í gegnum tíðina og þú og þá sérstaklega sem móður. En þú hlakkaðir alltaf svo til að sjá mig sem mömmu og ég er svo glöð að þið Nóel Breki, Nói þinn, hafið átt þessi tæp þrjú ár hans saman og mun ég passa að halda minn- ingu þinni í hjörtum okkar alla okkar tíð. Hvíldu í friði, elsku besti afi minn, þangað til næst. Á litlum skóm ég læðist inn og leita að þér, afi minn. Ég vildi að þú værir hér og vært þú kúrðir hjá mér. Ég veit að þú hjá englum ert og ekkert getur að því gert. Í anda ert mér alltaf hjá og ekki ferð mér frá. Ég veit þú lýsir mína leið svo leiðin verði björt og greið. Á sorgarstund í sérhvert sinn ég strauminn frá þér finn. Ég Guð nú bið að gæta þín og græða djúpu sárin mín. Í bæn ég bið þig sofa rótt og býð þér góða nótt. (S.P.Þ.) Júlía Rós. Elsku Siggi minn, það sem ég er heppin að hafa fengið að kynnast þér. Þú ert sá allra besti vinur og tengdapabbi sem hægt er að hugsa sér. Strax urðum við miklir vinir og félagar. Þú kenndir mér svo ótrú- lega mikið. Alltaf, alltaf gat ég leit- að til þín, alveg sama hvað var. Er- um við búin að eiga margar yndislegar stundir saman, með hestana okkar, hunda, smíða, mála og margt fleira. Þú hafðir svör við öllu, ef ekki þá laugstu því bara, þér og öðrum til skemmtunar. Sérstak- lega hafðir þú gaman af að fíflast í krökkunum, þau áttu nú oft erfitt með að vita hvort þú værir að gant- ast eða ekki. Einnig var svo gaman þegar við ferðuðumst saman, síðast fórum við í desember saman til Reykjavíkur. Það sem við vorum búin að hlæja og hafa gaman. Þú sást alltaf spaugilegu hliðarnar á öllu. Mikið sem ég á eftir að sakna þín. En næst þegar við hittumst þá dönsum við saman. Efast ekki um að Sámur minn hafi tekið vel á móti þér. Elsku Siggi, hvíldu í friði. Kveðja, Guðlaug Þóra Reynisdóttir (Lauga). Sigurður Jónsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU VIGNIS frá Siglufirði. Sérstakar þakkir færir fjölskyldan starfsfólki Hornbrekku á Ólafsfirði sem og öðrum þeim sem komu að hjúkrun hennar og umönnun. Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir Sveinn Ingi Sveinsson K. Haraldur Gunnlaugsson Alda María Traustadóttir Guðný Gunnlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, SVALA MARKÚSDÓTTIR læknaritari, Berjavöllum 6, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 17. ágúst. Jarðarför fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag, föstudag, klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Markús Bergmann Leifsson Sonja Leifsdóttir Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langlangamma, FRÚ ANNA VALDIMARSDÓTTIR, Bakkahlíð 3, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 17. ágúst. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks Aspar- og Beykihlíðar fyrir frábæra umönnun. Þröstur Magnússon Ívar Sigurjónsson Stefán Sigurjónsson Nathathai Sigurjónsson og ömmubörnin Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT SVEINSDÓTTIR, Baldursgötu 26, sem andaðist á Hrafnistu Laugarási fimmtudaginn 15. ágúst, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. ágúst klukkan 13. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélagið. Gunnar V. Guðmundsson Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir Karl B. Guðmundsson Guðrún Vilhjálmsdóttir Björgvin G. Guðmundsson Hildur Pálmadóttir Þórir B. Guðmundsson Hafdís Ingimundardóttir barnabörn og langömmubörn Kær vinkona hef- ur fengið hvíld eftir löng og erfið veikindi. Í gegnum árin höf- um við oft setið og spjallað sam- an, í seinni tíð var hún í hjóla- stólnum sínum eða þá komin upp í rúm þegar ég birtist í fimmtu- dagsheimsókninni minni. Umræðuefnin voru næg og viskubrunnur Hafdísar var bæði stór og djúpur. Dagbókin hennar fékk með tímanum aukið vægi og var gott að geta stuðst við hana þegar við vorum að rifja upp og setja hlut- ina í samhengi. Saman bættum við svo nýjum texta í bókina þann daginn. Á tímabili ferðuðumst við sam- ✝ Hafdís Hannes-dóttir fæddist 19. febrúar 1950. Hún lést 24. júlí 2019. Útför Hafdísar fór fram 2. ágúst 2019. an með Heimsatlas- inn hennar fyrir framan okkur. Þannig var hægt að skoða fjarlæg lönd og staði sem voru Hafdísi kærir. Oft skruppum við til Noregs. Hafdís tókst á við hvert áfallið á fætur öðru en hún bar ekki byrðar sínar ein, til þess voru þær of þungar. Hún lagði þær í hendur Guði og það, ásamt hennar einstaka upplagi, bjartsýni og þrautseigju, gerði henni mögulegt að takast á við daglegt líf. Hafdís skilur ótalmargt eftir sig fyrir okkur sem eftir sitjum. Hún sá gleðina og jákvæðu hlið- arnar svo víða. Hún dáði blómin og dásamlega sumarbirtuna og bláa Esjuna gat hún séð út um stofugluggann sinn. Það var gott að eiga vináttu Hafdísar. Hvíli hún í friði. Sigríður Ísleifsdóttir. Hafdís Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.