Morgunblaðið - 23.08.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
ÁRMÚLA 26 – 108 REYKJAVÍK
60 ára Lilja ólst upp í
Auðbrekku í Hörgárdal
en býr í Reykjavík. Hún
er móttökuritari í Orku-
húsinu og fv. bóndi í
Auðbrekku.
Maki: Hörður Haf-
steinsson, f. 1958, skó-
smiður í Stoð í Hafnarfirði og rak áður
ásamt Lilju Skóvinnustofu Harðar á
Akureyri.
Börn: Davíð, f. 1978, Andri, f. 1983,
Björk, f. 1985, og Heiðrún, f. 1990.
Barnabörnin eru nýorðin átta, það átt-
unda fæddist 24.7. sl. á Englandi og er
Lilja stödd þar í heimsókn.
Foreldrar: Stefán Valgeirsson, f. 1918, d.
1998, þingmaður og bóndi í Auðbrekku,
og Fjóla Guðmundsdóttir, f. 1928, d.
2011, húsfreyja.
Lilja Stefánsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Áætlanir ganga eftir, ekki síst með
fulltingi trausts vinar. Gleymdu þó ekki að
vera til staðar og aðstoða aðra vini þína
sem á því þurfa að halda.
20. apríl - 20. maí
Naut Njóttu meðbyrsins meðan hann varir
og vertu viðbúinn mótbyrnum sem óhjá-
kvæmilega kemur. Þú getur ekki búist við
því að hlutirnir gangi hratt fyrir sig í dag.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þrautseigja er aðdáunarverð, en
ef þú heldur þig við eitthvað eitt of lengi er
hættan sú að þú brennir upp. Hvernig væri
að slaka eilítið á?
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það getur verið gaman að fara
ótroðnar slóðir en til þess þarf bæði kjark
og þrautseigju. Mundu að gera ekki meiri
kröfur til annarra en sjálfs þín.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hugsaðu um einn eða tvo hluti sem
þú getur gert til þess að bæta heilsu þína.
Sættu þig við hvernig aðrir skemmta sér
og lyftu þér upp líka.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú hefur þörf fyrir að koma skoð-
unum þínum á framfæri. Hertu upp hug-
ann og haltu þínu striki.
23. sept. - 22. okt.
Vog Gættu þess að leggja vel við hlustir í
öllum samskiptum þínum við aðra í dag.
Vertu skilningsríkur og hlustaðu vandlega.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu það ekki slá þig út af
laginu þótt þér finnist aðrir afskiptalausir
um þína hagi. Gættu athafna þinna af
sömu gaumgæfni og ef um mikilvæg við-
skipti væri að ræða.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hugurinn ber þig hálfa leið og
þú ert oft á undan sjálfum þér þannig að
eitt og annað verður út undan. Þetta kann
að kalla yfir þig alls kyns vandræði.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Til að slá í gegn þarf margra ára
undirbúning, ekki bara nokkrar klukku-
stundir. Láttu ekki ánægjuna af góðum
félagsskap gera þig óhóflega örlátan.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er ekkert vit í öðru en að
hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf
ákvörðun í mikilvægu máli. Klappaðu sjálf-
um þér á bakið fyrir að vera víðsýnn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú virðist viðra vel til breytinga og
því skaltu velta fyrir þér þeim tækifærum,
sem þér bjóðast.
málum fyrir lífstíð.“ Auður Lilja
starfaði sem framkvæmdastýra VG
árin 2010-2014. „Þá hóf ég störf hjá
Reykjavíkurborg í starfi sem tengist
frekar mínu námi þótt vissulega hafi
áhugi minn á launajafnrétti haft mik-
ið að segja um nýjan starfsvettvang.
Þegar flokksráðsfundur VG sam-
þykkti svo að hefja ríkisstjórnarsam-
starf með Sjálfstæðisflokknum sagði
ég skilið við Vinstrihreyfinguna –
grænt framboð. Ég hef þó ekki slitið
öll tengsl. Er ennþá einlæg stuðn-
ingskona margra innan VG og á enn
félagsfræði, síðan atvinnulífsfræði en
lauk BA-námi í stjórnmálafræði
2003. Hún lauk síðan MPA-námi í
opinberri stjórnsýslu 2006. Hún var
virk í stúdentapólitíkinni og kom
ásamt fleirum að stofnun Háskóla-
listans, komst inn í Stúdentaráð og í
stjórn Félagsstofnunar stúdenta.
„Ég byrjaði að feta mig í átt að al-
mennari stjórnmálaþátttöku á þess-
um árum en varð þó ekki virk fyrr en
eftir að ég hætti í stúdentapólitíkinni.
Ég er í grunninn mikill friðarsinni og
femínisti svo að Vinstri-græn lágu
beinast við. Ég starfaði mikið innan
þeirra raða. Var formaður ungliða-
hreyfingarinnar og sat í stjórn hreyf-
ingarinnar. Ég var varaþingkona á
árunum 2007-2013, kom oft inn á
þing þar sem ég lagði áherslu á rétt-
indi námsmanna, friðarmál, trúfrelsi
og aðskilnað ríkis og kirkju.
Ég eignaðist frumburðinn Freyju
Sigrúnu árið 2005 og Erling Kára
2009. Þeirra fyrstu ár einkenndust af
mikilli fundarsetu og ég óttast að ég
hafi skemmt áhuga þeirra á stjórn-
A
uður Lilja Erlingsdóttir
fæddist 23. ágúst 1979 í
Uppsölum í Svíþjóð þar
sem foreldrar hennar
lögðu stund á nám.
Æskuárin voru flest í Einarsnesi í
Skerjafirðinum yfir veturinn en á
sumrin dvaldi Auður Lilja jafnan í
sveit hjá afa sínum og ömmu og öðr-
um tengdum ættingjum austur í
Breiðdal á sveitabænum Þrastahlíð.
„Þegar ég var sjö ára flutti ég í
Borgarnes með fjölskyldunni. Pabbi
kenndi í grunnskólanum og mamma
vann á fræðslumiðstöðinni. Ég tók
svo 10. bekk úti í Svíþjóð þegar
mamma og pabbi fóru í viðbótarnám.
Það var bara í ár og þegar ég kom
heim fór ég í beinu framhaldi í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi.
Tók rútuna á milli Borgarness og
Akraness í stuttan tíma en komst svo
á vistina og leigði úti í bæ síðar.
Mamma og pabbi fluttu á þessum
tíma á Blönduós og síðar á Húnavelli,
þar sem mamma tók við skólaskrif-
stofunni og pabbi varð aðstoðar-
skólastjóri/skólastjóri. Ég flutti tíma-
bundið heim eftir að hafa hætt í
skóla, kynntist frábæru fólki á
Blönduósi en tók svo fljótt aftur upp
þráðinn í námi. Ég plataði eina bestu
vinkonu mína, Drífu Baldursdóttur,
til að flytja búferlum með mér og við
byrjuðum í Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra á Sauðárkróki, þar sem
við bjuggum fyrst úti í bæ og síðar á
heimavistinni.“
Auður Lilja tók fyrstu skrefin í
pólitískum aktívisma á Sauðárkróki.
„Einhverju sinni hafði skólayfir-
völdum dottið í hug að koma upp
eftirlitsmyndavélum um alla heima-
vist meðan nemendur voru í fríi. Við
söfnuðum undirskriftum, fjölluðum
um þetta í skólablaðinu og héldum
opinn fund á heimavistinni undir yfir-
skriftinni – Hvað næst? Rimlar fyrir
gluggana? Málið var síðar kært og
mér skilst að Persónuvernd hafi úr-
skurðað meginþorra myndavélanna
ólöglegan. Á Sauðárkróki kynntist ég
barnsföður mínum og fyrrverandi
eiginmanni og stóru fjölskyldunni
hans í Flugumýrarhvammi.“
Auður Lilja fór beint í Háskóla Ís-
lands eftir útskrift úr Fjölbraut á
Sauðárkróki 1999. Hún hóf nám í
mína kima innan þeirra raða sem ég
held tryggð við.
Ég er aktívisti í eðli mínu, óháð
formlegri stjórnmálaþátttöku. Ég er
í Samtökum hernaðarandstæðinga
þar sem ég sat í stjórn og gegndi for-
mennsku um árabil. Ég er líka í ótelj-
andi femínistahópum í raun- og net-
heimum þar sem ég fæ útrás fyrir
tilraunir mínar til að bæta heiminn.“
Í dag starfar Auður Lilja sem
skrifstofustjóri yfir Verkefnastofu
starfsmats, en Verkefnastofan vinn-
ur að launasetningu, mati á störfum
fyrir sveitarfélög í landinu og ráðgjöf
um jafnlaunamál til að tryggja fylgni
við jafnréttislög. Auður Lilja er einn
af lykilstarfsmönnum við innleiðingu
jafnlaunastaðals hjá Reykjavíkur-
borg.
„Í frítíma mínum dreifist tíminn á
milli fjölskyldu og margvíslegra
áhugamála. Ég les í törnum, reyni að
komast reglulega í sjósund, er líka í
annars konar hreyfingu – sundi, fjall-
göngum o.fl. Ég sinni þjóðmála-
umræðu af kappi, gjarnan með
Auður Lilja Erlingsdóttir, skrifstofustjóri Verkefnastofu starfsmats – 40 ára
Reiðu konurnar Vinkonur Auðar Lilju úr femínískri baráttu á góðri stundu.
Femínisti og friðarsinni
Á Spáni Auður Lilja ásamt börnum
sínum og foreldrum.
30 ára Aron Leví er
Reykvíkingur en á
ættir að rekja til
Reyðarfjarðar. Hann
er málarameistari
frá Tækniskólanum í
Reykjavík og bygg-
ingarfræðingur frá
Háskólanum í Reykjavík. Hann er
borgarfulltrúi. Aron Leví er í Karla-
kórnum Fóstbræðrum og stundar
myndlist.
Maki: Karitas Harpa Davíðsdóttir, f.
1991, tónlistarkona.
Sonur: Hrafn Leví Beck, f. 2019, og
stjúpsonur er Ómar Elí, f. 2014.
Foreldrar: Rúnar Þór Pétursson, f.
1953, tónlistarmaður, bús. í Reykjavík,
og Inga Rún Beck, f. 1970, fjöl-
skylduráðgjafi á Reyðarfirði.
Aron Leví Beck
Til hamingju með daginn
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is