Morgunblaðið - 23.08.2019, Page 23

Morgunblaðið - 23.08.2019, Page 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Láttu okkur sjá umþína húð fyrir haustið HollywoodGlow | Húðþétting | Húðslípun „EINU SINNI SAFNAÐI ÉG PÖDDUM. ÉG KENNI COSTCO UM ÞETTA.” „MIÐAÐ VIÐ ÚTGANGINN Á ÞÉR GISKA ÉG Á AÐ KONAN ÞÍN SÉ EKKI MJÖG SMEKKLEG!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar enginn annar kemst að. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann OG RÉTTUR KVÖLDSINS ER … „hræ gamma- steik” NOH! HVER ÉTUR HVERN NÚNA, KALLINN? ÞAÐ ER HÁKARL Í MATINN Í KVÖLD! ÉG ELSKA HÁKARLA! ÞEIR ERU BEIN- LAUSIR! ÞESSI VAR MEÐ BEIN EN ÉG FJARLÆGÐI ÞAU! góðum konum á bar.“ Auði Lilju finnst einnig gaman að taka þátt í spurningakeppni á börum, stundum nefnt barsvar (pub quiz), þá aðallega á Ölstöfunni og nefnist keppnin þar Drekktu betur. Hún hefur sjálf oft verið spurningahöfundur í þeim keppnum. „Ég er líka einlæg áhuga- kona um karókí en ég reyni að kom- ast í karókí í flestum borgum sem ég heimsæki.“ Fjölskylda Kærasti Auðar Lilju er Páll Arnar Þorsteinsson, f. 18. nóvember 1981, kafbátasérfræðingur. Foreldrar hans eru hjónin Þorsteinn Jakob Þorsteinsson sölumaður, f. 17.1. 1953, og Sigríður Þórðardóttir leik- skólastjóri, f. 29.10. 1957, búsett í Kópavogi. Fyrrverandi eiginmaður Auðar Lilju er Freyr Rögnvaldsson, f. 1. júní 1978, blaðamaður. Foreldrar hans eru hjónin Rögnvaldur Ólafsson og Sigrún Þorsteinsdóttir í Flugu- mýrarhvammi í Akrahreppi í Skaga- firði. Börn Auðar Lilju og Freys eru Freyja Sigrún, f. 14.3. 2005, og Er- ling Kári, f. 29.8. 2009. Sonur kærast- ans er Hilmir, f. 20.2. 2013. Hálfsystkini Auðar Lilju sam- mæðra eru Gísli Magnússon, f. 9.5. 1974, tónlistarmaður og safnvörður, og Þórður Magnússon, f. 25.2. 1973, tónskáld. Faðir þeirra er Magnús Þór Jónsson (Megas). Foreldrar Auðar Lilju eru hjónin Erling Ólafsson, f. 3.3. 1947, kennari, og Bergþóra Gísladóttir, f. 3.1. 1942, sérkennslustjóri. Þau eru búsett í Reykjavík. Auður Lilja Erlingsdóttir Guðlaugur Hinriksson húsgagnasmiður í Reykjavík og Hafnarfi rði Guðrún Þórðardóttir húsfreyja í Reykjavík og Hafnarfi rði Ólafur Hinrik Guðlaugsson verkamaður í Reykjavík Erling Ólafsson kennari í Reykjavík Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja í Reykjavík Þórarinn Einarsson sjómaður á Eyrarbakka Oddný Magnúsdóttir húsfreyja á Eyrarbakka Snjólfur Gíslason rafveituvirki á Breiðdalsvík Herbjörn Björgvinsson bóndi á Hlíðarenda í Breiðdal Ásdís Gísladóttir ljósmóðir og bóndi á Skarði í Breiðdal Helgi Guðlaugsson sjómaður í Hafnarfi rði Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fv. alþm. Hermann Guðlaugsson húsgagnasmiður í Rvík Finnbogi Hermannsson rithöfundur og fv. fréttamaður og varaþingm. Ingibjörg Gísladóttir bjó í Þrastahlíð og á Skarði í Breiðdal Björgvin Jónasson bóndi á Hlíðarenda Sigurbjörg Erlendsdóttir bóndi og húsfreyja á Hlíðarenda í Breiðdal Gísli Friðjón Björgvinsson bóndi á Hlíðarenda og í Þrastahlíð Sigurbjörg Snjólfsdóttir bóndi og húsfreyja á Hlíðarenda og í Þrastahlíð í Breiðdal Snjólfur Stefánsson bóndi á Veturhúsum Ásdís Sigurðardóttir húsfreyja á Veturhúsum í Hamarsdal Úr frændgarði Auðar Lilju Erlingsdóttur Bergþóra Gísladóttir sérkennslustjóri í Reykjavík Ég hitti karlinn á Laugaveg-inum fyrir utan Skólavörðu- stíg 13, þar sem Davíð, einn af fé- lögunum á Þórshöfn, var ný- lenduvörukaupmaður þegar ég var lítill og kvæntur Halldóru – ungfrúnni góðu sem Laxness seg- ir frá og fleiri raunar. Um þetta vorum við að tala, karlinn og ég, þegar hann hnykkti höfðinu skyndilega afturábak til vinstri og tautaði: Fyrir vestan Trump á tvitter trompar alla; ég gaman hef af gaspri slíku. Og Grænland kaupir Ameríku. Og var þotinn án þess að kveðja. Pétur Stefánsson yrkir: Hver og einn sinn djöful dregur, dapurlegt er það að sjá. Trump er býsna barnalegur, blöðum um það fletta má. Björn Ingólfsson segir: Boðið í partí, vel skal veitt, veitingar allar á hæsta prís, en ég er í fýlu og fer ekki neitt ég fæ ekki að kaupa mér Grænlandsís. Hér í Vísnahorni var limra í gær eftir Pál Imsland, sem Skírn- ir Garðarsson hefur gefið þá ein- kunn, að bara snillingar leyfi sér að ballansera svona á nöfinni, þessi var tæp, þó vel sé ort. Síðan kemur Skírnir með ann- an vinkil: Á skrúðhúsdyr biskup einn barði, á barmfagran kvenprest svo starði, svo hjá sér hann fór, og hæverskur sór, „ég hempuna í fer úti í garði“. Síðan bætti Skírnir við: „Þetta tengist þeirri nýbreytni að karl- og kvenprestar þurfa gjarna að nota sama skrúðhús til fata- skipta, áður var það ekki vanda- mál, en með nútímavæðingunni er þetta orðið þannig.“ Ísólfur Gylfi Pálmason birti mynd af stórum svepp á facebook og fylgdu með efasemdir hans um að óhætt væri að borða hann. Hann gæti tapað framsókn- artrúnni og jafnvel orðið mótfall- inn næsta orkupakka. Fyrrver- andi samþingmaður, sr. Hjálmar Jónsson, varaði hann sterklega við: Ekki þekki ég þetta kyn og því er ég hræddur við sveppi. Ef éturðu gorkúlur, góði vin, geturðu endað á Kleppi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Grænlandi, prestshemp- um og framsóknartrúnni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.