Morgunblaðið - 23.08.2019, Qupperneq 26
gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir er
ein þriggja markvarða landsliðs-
hópsins.
Breiðablik má illa við því að mis-
stíga sig gegn Stjörnunni á sunnu-
dag en Stjarnan siglir nokkuð lygn-
an sjó. Þór/KA og nýkrýndir
bikarmeistarar Selfoss berjast,
ásamt Fylki, um 3. sæti deildar-
innar og mætast í mikilvægum slag
á Akureyri.
Neðstu fjögur liðin mætast svo
innbyrðis í leikjum sem koma til
með að ráða miklu um það hvaða
lið falla niður í 1. deild í haust. Öll
töpuðu þau í 14. umferðinni og hafa
ÍBV, Keflavík og HK/Víkingur nú
tapað fjórum leikjum í röð hvert.
KR er með 13 stig, ÍBV 12, Kefla-
vík 10 og HK/Víkingur sjö en
Keflavík tekur á móti KR á sunnu-
daginn og ÍBV mætir HK/Víkingi.
Mikilvægir skallar Örnu
Arna Sif Ásgrímsdóttir var besti
leikmaður 14. umferðar hjá
Morgunblaðinu, en hún skoraði tvö
marka Þórs/KA í 3:1-sigrinum á
Keflavík. Þessi 27 ára miðvörður
stóð í hjarta varnarinnar hjá Akur-
eyringum en kom fram í horn-
spyrnum og skoraði bæði mörkin
með skalla.
Arna Sif hóf meistaraflokksferil
sinn með Þór/KA árið 2007, aðeins
14 ára gömul. Hún var orðin fyr-
irliði liðsins þegar það varð Ís-
landsmeistari í fyrsta sinn árið
2012 og lék með liðinu út tímabilið
2014 en þá gekk hún til liðs við
Kopparberg/Gautaborg. Eftir eitt
tímabil í Svíþjóð fór þessi flinki
teiknari til Vals og lék þar í tvö ár,
var svo um skamma hríð hjá Ver-
ona á Ítalíu en yfirgaf félagið sem
stóð engan veginn við gerða samn-
inga, og kom aftur til Þórs/KA fyr-
ir síðasta tímabil.
Arna Sif hefur leikið 12 A-
landsleiki og 40 leiki fyrir yngri
landslið og var meðal annars í
landsliðshópnum sem fór á EM í
Hollandi fyrir tveimur árum.
Nítján ára markadrottning?
Hlín Eiríksdóttir er besti ungi
leikmaður umferðarinnar en hún
skoraði dýrmætt sigurmark fyrir
Val með glæsilegu skoti gegn bik-
armeisturunum á Selfossi. Markið
skilaði Hlín í efsta sæti listans yfir
markahæstu leikmenn deildarinnar
en þær Elín Metta Jensen hafa
skorað 13 mörk hvor. Hlín, sem er
19 ára, hefur leikið 60 leiki fyrir
Val í efstu deild og alls skorað 19
mörk. Eftir að hafa svo sannarlega
blómstrað í sumar er hún í íslenska
landsliðshópnum fyrir komandi
leiki í undankeppni EM, en Hlín
kom við sögu í einum leik í síðustu
undankeppni HM og hefur alls
leikið átta A-landsleiki og skorað
tvö mörk.
Selma Friðriksdóttir lék sinn
fyrsta leik í meistaraflokki þegar
hún kom inn á sem varamaður fyr-
ir Selfoss gegn Val. Selma er að-
eins 17 ára gömul, frá Hvolsvelli,
en hún kom inn á í stöðu bakvarðar
eftir að Áslaug Dóra Sigurbjörns-
dóttir meiddist.
Mikil spenna er í baráttunni
um efsta sætið í M-einkunnagjöf-
inni en Sveindís Jane Jónsdóttir úr
Keflavík var sú eina af efstu sex í
sumar sem fékk M í þessari um-
ferð. Hún skoraði mark Keflavíkur
í tapinu gegn Þór/KA á Akureyri
og átti góðan leik. Cloé Lacasse er
enn á toppnum, nú jöfn Sveindísi
og Elínu Mettu Jensen, þrátt fyrir
að hafa ekki spilað síðustu tvo leiki
en Cloé mun ekki safna fleiri M-um
þar sem hún er farin til Benfica í
Portúgal.
Leikmenn Vals stóðu heiðurs-
vörð fyrir Selfyssinga fyrir leik lið-
anna á Selfossi. Þetta var fyrsti
leikur Selfoss eftir að liðið vann
sinn fyrsta titil með því að verða
bikarmeistari. Ein af hetjum liðsins
úr bikarúrslitaleiknum, Hólmfríður
Magnúsdóttir, gat ekki mætt sínu
gamla liði vegna meiðsla.
Lið umferðarinnarEinkunnagjöfi n 2019
Þessar eru með fl est M í einkunnagjöf Morgunblaðsins. Gefi ð er eitt M fyrir
góðan leik, tvö M fyrir mjög góðan leik og þrjú M fyrir frábæran leik.
Cloé Lacasse, ÍBV 15
Elín Metta Jensen, Val 15
Sveindís Jane Jónsdóttir, Kefl avík 15
Natasha Anasi, Kefl avík 14
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 13
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 12
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki 11
Hlín Eiríksdóttir, Val 11
Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki 10
Fanndís Friðriksdóttir, Val 10
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki 10
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 9
Dóra María Lárusdóttir, Val 9
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val 9
Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki 9
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Breiðabliki 9
Lára Kristín Pedersen, Þór/KA 9
Leikmenn með sjö M: Anita Lind
Daníelsdóttir, Kefl avík, Anna María
Friðgeirsdóttir, Selfossi, Ásdís Karen
Halldórsdóttir, KR, Ásta Eir Árnadóttir,
Breiðabliki, Betsy Hassett, KR, Birta
Elín Metta Jensen, Val 13
Hlín Eiríksdóttir, Val 13
Margrét Lára Viðarsdóttir, Val 12
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðabliki 12
Cloé Lacasse, ÍBV 11
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki 11
Markahæstar
Breiðablik 83
Valur 83
Fylkir 64
Kefl avík 64
ÍBV 58
KR 56
Selfoss 55
Þór/KA 55
Stjarnan 50
HK/Víkingur 45
Leikmenn:
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
2
14. umferð í Pepsi Max-deild kvenna 2019
Lið:
Guðlaugsdóttir, Stjörnunni, Bryndís Lára
Hrafnkelsdóttir, Þór/KA, Cecilía Rán
Rúnarsdóttir, Fylki, Clara Sigurðardóttir,
ÍBV, Emma Kelly, ÍBV, Gígja Valgerður
Harðardóttir, HK/Víkingi, Grace Rapp,
Selfossi, Katrín Ómarsdóttir, KR, Steph-
any Mayor, Þór/KA og Þórdís Hrönn
Sigfúsdóttir, Þór/KA
3-4-3
Sandra Sigurðardóttir
Val
Margrét Björg
Ástvaldsdóttir
Fylki
Sveindís Jane Jónsdóttir
Kefl avík
Allison Murphy
SelfossiHlín Eiríksdóttir
Val
Andrea Mist
Pálsdóttir
Þór/KA
Hildigunnur Ýr
Benediktsdóttir
Stjörnunni
Ásta Eir Árnadóttir
Breiðabliki
Kyra Taylor
Fylki
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Breiðabliki
Lilja Dögg Valþórsdóttir
KR
2
3
4
5
3
3 2
Fylkiskonur gætu sett
strik í reikninginn
Enn útlit fyrir úrslitaleik Breiðabliks og Vals Þrjú lið berjast um bronssætið
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Best Arna Sif Ásgrímsdóttir úr
Þór/KA skoraði tvö mörk.
Morgunblaðið/Hari
Ung Hlín Eiríksdóttir er komin með
13 mörk í sumar og er markahæst.
14. UMFERÐ
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Fyrir utan topplið Vals er það
Fylkir sem verið hefur á mestu
flugi í úrvalsdeild kvenna í fótbolta
undanfarið en Fylkiskonur hafa nú
unnið fimm leiki í röð í deildinni og
komið sér af fullum þunga í barátt-
una um 3. sæti. Árbæingar gætu
jafnframt orðið örlagavaldar í hníf-
jafnri titilbaráttu Vals og Breiða-
bliks.
Valur er enn með tveggja stiga
forskot á Breiðablik eftir að báðum
liðum tókst að kreista fram sigra í
14. umferðinni með nokkrum
naumindum. Liðin mætast á Kópa-
vogsvelli í næstsíðustu umferð og
áfram er útlit fyrir að það verði
eins konar úrslitaleikur um Ís-
landsmeistaratitilinn, þar sem Val
myndi duga jafntefli. Fylkir gæti
breytt þessari sviðsmynd. Valur og
Breiðablik eiga eftir leiki við tvö lið
úr neðsta hlutanum auk leiks við
Fylki. Valur sækir Fylki heim á
sunnudaginn en Breiðablik fer í
Árbæinn, þar sem Fylkir hefur náð
í megnið af sínum stigum, í loka-
umferðinni.
Dregur til tíðinda í fall-
slagnum eftir taphrinur
Á sunnudag fer fram heil umferð
en það er jafnframt síðasta umferð-
in fyrir landsleikjahlé, þar sem sjö
leikmenn Breiðabliks og sjö leik-
menn Vals verða í íslenska lands-
liðshópnum sem mætir Ungverja-
landi og Slóvakíu í fyrstu
leikjunum í undankeppni EM.
Fylkir er þriðja liðið í deildinni
sem missir leikmann af liðs-
æfingum sínum en hin 16 ára
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019
Enska knattspyrnufélagið Liverpool tilkynnti
í gær um fyrirætlanir félagsins að stækka
heimavöll sinn, Anfield, svo hann rúmi meira
en 60.000 áhorfendur.
Félagið hafði áður hug á að stækka völlinn
til að rúma 58.000 áhorfendur, í stað 54.074
eins og nú er. Eftir frekari umhugsun ætla for-
ráðamenn félagsins að stækka völlinn enn
frekar, svo að liðlega 61.000 áhorfendur komist
fyrir á leikjum Liverpool.
Færri komast að en vilja á heimaleiki Liver-
pool, enda gengi liðsins afar gott eftir að
Jürgen Klopp tók við liðinu og áhuginn sjaldan
verið meiri. Liðið er núverandi Evrópumeist-
ari svo dæmi sé tekið.
Ætlar félagið að stækka Anfield Road End,
stúkuna fyrir aftan annað markið. Hún er
beint á móti hinni frægu Kop-stúku. Anfield
Road End tekur sem stendur 10.000 áhorf-
endur og er minnsta stúkan á leikvanginum.
Þar sjá forráðamenn Liverpool því sóknarfæri,
en eins og sakir standa eru sex knattspyrnu-
leikvangar á Englandi sem taka fleiri áhorf-
endur. Ekki er ýkja langt síðan leikvangurinn
var síðast stækkaður, árið 2016, og stóðu fram-
kvæmdir þá yfir í tæp tvö ár.
Anfield var tekinn í notkun árið 1884 og
þjónaði Everton fyrstu átta árin. Frá árinu
1892 hefur Liverpool FC hins vegar átt þar
heima. Leikvangurinn er í eigu bandaríska
fyrirtækisins Fenway Sports Group eins og fé-
lagið. Fenway á einnig hafnaboltaliðið Boston
Red Sox sem leikur á ekki síður frægum leik-
vangi: Fenway Park.
Ýmsir andstæðingar Liverpool í ensku úr-
valsdeildinni hafa flutt sig yfir í nýja leik-
vanga. Má þar nefna Manchester City, Arsen-
al, Tottenham og West Ham. Stórveldin í
norðrinu, Manchester United og Liverpool,
hafa frekar kosið að stækka en flytja.
Anfield mun taka 61 þúsund
Anfield Ferðamenn sitja í The Kop, stúkunni
aftan við annað markið á leikvanginum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þau hafa verið þung sporin
út af vellinum hjá íslenska karla-
landsliðinu í körfubolta eftir tap-
ið fyrir Sviss í fyrrakvöld. Þetta
var með því grátlegra sem mað-
ur hefur orðið vitni að.
Það var engin lygi að liðið
var í draumastöðu fyrir leikinn,
enda mátti Ísland tapa með 19
stigum en samt vinna riðilinn
sinn í forkeppni EM. Sviss er ekki
hátt skrifuð þjóð í körfubolta-
heiminum en tókst engu að síður
að vinna 24 stiga sigur, skora
miklu meira en það hefur gert í
landsleik í mörg ár og útiloka alla
möguleika Íslands á að komast á
næsta stórmót.
Þessi leikur var algjört skóla-
bókardæmi um það hversu mikil-
væg andlega hliðin er í íþrótt-
unum. Undirbúningurinn fyrir
leikinn var eflaust óhjákvæmi-
lega öðruvísi en venjulega, þar
sem menn hafa vitað af þessari
líflínu að mega tapa með 19
stigum. En svo þegar átti að
treysta alfarið á hana þá að sjálf-
sögðu slitnaði línan og menn
lentu harkalega á jörðinni. Haus-
inn var bara ekki á réttum stað.
Þó að það hafi verið nógu
ömurlegt að tapa svona er fram-
haldið ekki síður slæmt. Loka-
keppni EM fer fram 2021 og Ís-
land verður ekki með í undan-
keppninni. Fær liðið þá einhvern
alvöru landsleik næstu tvö árin
eða svo?
Svo er það peningahliðin.
Þetta mun eflaust hafa neikvæð
áhrif á rekstur KKÍ, sem eins og
mörg önnur sérsambönd hér
heima treystir á allar krónur sem
berast í kassann. Þegar Ísland
verður svo ekki með í heilli
undankeppni hlýtur það að koma
niður á framlagi til sambandsins.
En það er best að spyrna sér
frá botninum. Vonandi er þetta
bara lítið bakslag fyrir íslenskan
körfubolta á alþjóðavísu.
BAKVÖRÐUR
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Lionel Messi, fyr-
irliði spænska
knattspyrnu-
félagsins Barce-
lona, sneri aftur til
æfinga í gær sam-
kvæmt spænskum
fjölmiðlum. Messi
var ekki í leik-
mannahópi liðsins
sem tapaði 1:0-
fyrir Athletic
Bilbao í fyrsta leik spænsku 1. deild-
arinnar um síðustu helgi, en hann
hefur verið að jafna sig eftir meiðsli.
Meiðsli herja á Börsunga þessa
dagana, en í gær var tilkynnt að
Luis Suárez yrði frá næsta mán-
uðinn. Þá verður Ousmane Dembélé
einnig frá næstu fimm vikurnar.
Messi að
jafna sig
Lionel
Messi