Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 29

Morgunblaðið - 23.08.2019, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2019 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Píanóleikarinn Peter Máté hefur í kvöld tónleikaröð þar sem hann spilar verk tónskáldsins Johns Speights. Hann segir það sérstakt að efnisskráin sé tileinkuð einu nútímatónskáldi. „Maður hefur gert svipað með Chopin, Beet- hoven eða Bach. Víkingur Heiðar hefur t.d. spilað eingöngu Bach á mörgum tónleikum. Þetta er ekki eins algengt með samtímatónlist.“ Það eru tvö eða þrjú ár síðan Peter ákvað að leggja í þetta verkefni, að halda tónleika með verkum Johns Speights. Hann segir undirbúninginn hafa tekið langan tíma, enda sé hann í kennslustarfi hjá Listaháskólanum og í fleiri verkefnum samhliða því. „Nú er þetta loksins komið á endapunktinn. Ég ákvað loksins að koma þessu í gang og spila þessa ferna tónleika í öllum lands- fjórðungum. Ég fékk ferðastyrk frá Rannís svo ég færi ekki að stórtapa á því að koma mér til Egilsstaða, Eyjafjarðar og Ísa- fjarðar. Svo verða lokatónleikarnir í Hannesarholti,“ segir hann. Í hlutverki leiðsögumanns Á tónleikunum mun Peter spila sjö tónverk eftir John. Elsta verk- ið á dagskránni er 5 pieces frá árinu 1968 en það yngsta samdi John í fyrra, fimmtíu árum síðar. „Það sem er sérstakt við þessi verk er að þótt fyrsta verkið sé frá 1968, frá námsárum Johns þegar hann er 23 ára, eru þar komin ákveðin einkenni sem hald- ast í gegnum ferilinn allan. Ein- hvers konar litbrigði eða samsetn- ingar af hljómagangi eru orðin til í þessum litlu verkum sem hann samdi þegar hann var ungur og svo kemur þetta aftur fram í verk- unum sem voru samin á árunum 1996 til 1998. Það er mjög spenn- andi að bera þetta saman,“ segir píanóleikarinn. Verk Johns eru næstum öll það sem kallast „atonal“, þ.e. án heimatóntegundar, dúrs eða molls. „Tónlistin er kröfuhörð bæði við flytjandann og áheyrandann en við erum auðvitað komin á 21. öld og maður verður að halda áfram í nú- tímanum,“ segir Peter. Á tónleikunum mun Peter kynna verkin fyrir áheyrendum áður en hann sest við píanóið. „Flestir tónleikagestir þurfa að fá smá hjálp við að skilja þessa teg- und af músík sem þeir eru kannski ekki jafn vanir að hlusta á og t.d. sinfóníur Beethovens, svo ég ætla að láta nokkur orð fylgja til þess að útskýra hvernig þessi verk eru. Ég tala ekkert um um hvað tónlistin fjallar heldur ætla ég að benda á ákveðin litbrigði eða einkenni sem geta verið spennandi. Ég get hugsað mér að vera eins og leiðsögumaður. Ef maður hefur aldrei komið til út- landa er betra að hafa leiðsögu- mann þótt það geti auðvitað verið gaman að rölta einhvers staðar í útlöndum án þess að vita neitt.“ Stefnir á gerð geisladisks Peter mun frumflytja nýtt verk Johns á tónleikunum. „Það til- heyrir starfi okkar tónlistarmanna á Íslandi að frumflytja tónlist vina okkar og kollega. Það er mjög spennandi að frumflytja verk. Það er alltaf ákveðin spenna í loftinu. Ég get lofað því að þetta síðasta verk, sem er stutt, er mjög frá- brugðið hinum. Öll hin eru í hin- um gamla „atonal“-stíl Johns en síðasta verkið heitir Hommage á Brahms og er eiginlega rómant- ískt.“ Fyrstu tónleikarnir í tónleika- röðinni verða haldnir í kvöld, föstudagskvöldið 23. ágúst, kl. 20 í Egilsstaðakirkju. Á sunnudaginn, 25. ágúst kl. 15, verða svo tón- leikar í Laugarborg í Eyjafjarðar- sveit. Tveimur vikum síðar, sunnu- daginn 8. september kl. 15, verður leikurinn endurtekinn í tónleika- salnum Hömrum á Ísafirði. Loka- tónleikar verða svo haldnir mið- vikudaginn 11. september kl. 20 í Hannesarholti í Reykjavík. Með þessum fernum tónleikum er verkefninu ekki lokið. „Mig langar að halda fyrirlestur um tónskáldið og verk þess í Listahá- skólanum þar sem ég kenni og annars staðar ef áhugi er fyrir því. Svo ætla ég líka að gera heildarupptöku af verkunum á geisladisk einhvern tímann seinna í vetur,“ segir Peter. „Ákveðin spenna í loftinu“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Kollegar Píanóleikarinn Peter Máté mun flytja verk tónskáldsins Johns Speights víðs vegar um landið.  Peter Máté flytur sjö verk tónskáldsins Johns Speights  Verk sem spanna fimmtíu ár  „Tónlistin er kröfuhörð bæði við flytjandann og áheyrandann“ Ljóðskáldið Skarphéðinn Bergþóruson opnaði sína fyrstu einkasýn- ingu á myndlist í gær í Gallery Porti við Lauga- veg. Skarphéð- inn er einn af stofnendum gall- erísins og hefur sýnt verk þar á samsýningum. Efni- við sinn sækir hann í sumrin löngu um miðjan 10. áratuginn þegar körfuboltaæði tröllreið öllu hér á landi. „Sumrin löngu með Sól hf. í næstu götu. Og Drauminn ekki langt undan,“ segir í tilkynningu. Himinstrákablátt Skarphéðinn Bergþóruson Íslensk-breski listhópurinn Huldu- fugl mun flytja leikverið Kassann á kvikmyndahátíðinni Raindance Film Festival sem haldin verður 18.-29. sept. í London. Á dagskrá hátíðarinnar eru því ekki aðeins kvikmyndir heldur einnig tónlistar- myndbönd, stuttmyndir, vefsyrpur og verk í sýndarveruleika en Kass- inn er leikverk sem fer fram í sýnd- arveruleika fyrir einn áhorfanda í einu og fer leikari með hlutverk innan þess veruleika í rauntíma. Kassi Kynningarmynd fyrir Kassann. Kassinn á Rain- dance í London Íslenska hönnunarfyrirtækið FÓLK frumsýnir nýjar vörur á sýningunni Maison et Objet í París í byrjun september. Sýningin er ein sú stærsta sem haldin er í Evrópu á innanhúshönnun. FÓLK er íslenskt hönnunarmerki sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi í framleiðsluferlinu, allt frá hönnun og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu. FÓLK sýnir í París Skáldsagan Sara er skemmti-leg og spennandi en á samatíma er hún skáldleg útgáfaaf 103 meðvirkni. Þetta var upplifun rýnis sem átti erfitt með að láta frá sér bókina. Forvitnin að fá að vita hver hefði gefið aðalpersónunnni Söru hring og orðin góðu kom í veg fyrir að rýnir fengi þann svefn sem hann hefði þurft tvær nætur í röð. Söguþráður Söru er skemmtilega hraður og nýir ein- staklingar kynntir til sögunar í gríð og erg. Á tímabili fannst rýni full- mikið af upplýsingum streyma inn en það gæti hugsanlega stafað af óþreyj- unni yfir að fá að vita hver gefandi hringsins var. Sara er ekkja sem á tvö börn. Hún stendur á krossgötum þegar hún heldur upp á 45 ára afmæli sitt. Ein af afmælisgjöfunum sem hún fær er demantshringur sem á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir Söru. Sara fjallar um leitina að gefand- anum og um leið leitina að því hver Sara er, hvað hún vill, getur og ætlar sér. Sara er saga þar sem drauga for- tíðar þarf að gera upp til þess að halda áfram og finna þann styrk sem í einstaklingnum býr. Persónusköpun bókarinnar er trúverðug, þá sér- staklega Sara, Vala dóttir hennar, Alda, vinkonan sem fór öfganna á milli í lífsstíl, og sonurinn, ungling- urinn Þórður. Persónuleikar sem Ár- elía skapar í bókinni eru þannig gerð- ir að margir ættu að geta kannast við sjálfa/n sig einhvers staðar í sögunni. Það var samt ekki laust við að rýni þættu nokkrar af sögupersónunum klisjukenndar staðalímyndir. Má þar nefna íþróttafólkið, fórnarlambið og fórnfúsu konuna. Árelía sagði í viðtali við Morgun- blaðið að það væri svolítið eins og ver- ið væri að nota vinstra heilahvelið í skáldskaparforminu og það hægra í fræðunum. Rýni finnst Árelía nota bæði vinstra og hægra heilahvelið í Söru og takast listavel að blanda því saman; fræða um meðvirkni, alkóhól- isma, þunglyndi, kvíða, höfnun, full- komnunaráráttu, minnimáttarkennd og vanrækta barnið. Á sama tíma gef- ur hún lesandanum tækifæri á að gleyma sér í skemmtilegum sögu- þræði og finna sjálfa/n sig hér og þar í ýmsum persónum bókarinnar. Sara er önnur skáldsaga Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, en fyrsta skáldsagan, Tapað fundið, kom út fyrir fjórum árum. Árelía hefur einn- ig skrifað nokkrar fræðibækur. Skáldsaga skrifuð með báðum heilahvelum Skáldsaga Sara bbbmn Eftir Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur. Veröld gefur út. Kilja, 252 bls. GUÐRÚN ERLINGSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Spennandi „Skáldsagan Sara er skemmtileg og spennandi en á sama tíma er hún skáldleg útgáfa af 103 meðvirkni,“ segir um bók Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur. Midpunkt kynnir pólsk-íslensku listahátíðina Ágústkvöld/ pod koniec sierpnia sem listakonurnar Wiola Ujazdowska og Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson standa að. Í kvöld kl. 18 verður haldin opnunarhátíð í Midpunkt og sýning opnuð um leið. Listamenn hátíðarinnar eru Dom- inika Ozarowska, Drengurinn Fengurinn, Gabriela Ko- walska, Hildur Ása Henrýsdóttir, Hubert Gromny, Logi Bjarnason, Milena Glowacka, Kai Dobrowolska, Kamilla Einarsdóttir, Kinga Kozlowska, Eilíf Ragnheiður, Sóley Frostadóttir, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Wiola Ujaz- dowska og Zofia Tomczyk. Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni má finna á facebooksíðu Midpunkt. Pólsk-íslensk listahátíð í Hamraborg Ragnheiður S. Bjarnarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.