Morgunblaðið - 23.08.2019, Síða 32

Morgunblaðið - 23.08.2019, Síða 32
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is Háþrýstidælur Háþrýstidælur Gólfþvottavélar Háþrýstikerfi Háþrýstistöðvar Gufuháþrýstudælur Sópar Ryksugur Sópar Ryksugur Ryksugur Ísblástursvélar Þrjár vesturíslenskar myndlistar- konur opna sýningu á verkum sín- um í Borgarbókasafninu í Spöng- inni í dag kl. 16. Þær JoAnne Gullachsen og Mabel Sigurdson Tinguely vinna í ólíka miðla, Mabel gerir klippimyndir og sækir efnivið sinn í náttúruna, JoAnne leitar í bernskuminningar sínar og Inga er grafíker og leirkerasmiður. Vesturíslensk myndlist sýnd í Spönginni FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, vonast til þess að geta fundið sér nýtt félag sem allra fyrst. Hann ætli þó að velja vel. „Ég geri ekki neitt nema ég sé ánægður með það,“ segir Emil í Morgun- blaðinu í dag, en hann hefur verið duglegur að æfa í sumar og er að eigin sögn í toppstandi fyrir kom- andi leiki landsliðsins. »25 Vonast til að ganga frá málunum sem fyrst ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Stefán Pálsson sagnfræðingur leið- ir sögugöngu á Rauðarárholti á morgun kl. 15. Gangan hefst við safnaðarheimili Háteigskirkju. Svæðið sem gengið verður um tengist þróunarsögu Reykjavíkur á ýmsan hátt. Stefán fræðir gesti um grjótnám, fyrsta mengunarslysið og vatnssamsærið dularfulla. Áður leikur söngvaskáldið Svavar Knútur fyrir gesti í Saltfisk- móanum, sem er norðvestur af Sjómanna- skólanum. Tónleikarnir hefjast kl. 14. Aðgangur er ókeypis. Söguganga og tón- leikar á Rauðarárholti Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Ég ætla að tala um allt í kringum þessa þætti sem mér finnst merki- legt, til dæmis hversu karllægir þættirnir eru, enda skrifaðir af körlum og framleiddir af körlum. Hreyfiaflið er karlarnir, Jock er patríarkinn, sterkur föðurlegur leið- togi sem tekur allar helstu ákvarð- anir, þó svo að Ellie kona hans standi ágætlega í lappirnar. Kon- urnar eru veikar persónur með lítið vægi. Sue Ellen er alkóhólisti sem eiginmaðurinn J.R. brýtur stans- laust niður, en Pam klappar bara Bobby. Eftir því sem fór að líða á seríuna voru leikararnir farnir að leikstýra þáttunum líka, en þegar Linda Gray sem lék Sue Ellen og Victoria Principal sem lék Pamelu báðu um að fá að leikstýra þá fengu þær það ekki, með þeim rökum að þá kæmu allar aðrar leikkonur í kjölfarið og vildu leikstýra. Victoria Principal neitaði að vera lengur með árið 1987 af því að hennar persóna í þáttunum fékk ekkert að þróast. Linda Gray sagðist hafa verið ná- tengd persónunni sem hún lék, Sue Ellen, og að það hefði tekið á til- finningalega að leika erfiðar senur þar sem J.R. beitti hana ofbeldi,“ segir Karl Ferdinand Thorarensen, sem ætlar að vera með örnámskeið í september um sjónvarpsþættina Dallas. „Samfélagið á Íslandi var á þess- um tíma afar íhaldssamt, en þegar fólk kveikti á Dallas birtist því glansheimur ríka fólksins í Texas. Fólk sem átti allt en var mjög óhamingjusamt,“ segir Karl og bæt- ir við að upphaflega hafi þættirnir átt að snúast um Bobby og Pam, einhvers konar Rómeó og Júlíu- sögu þar sem tvær ættir mætast og berast á banaspjót. „Svo kom í ljós að vondi karlinn, J.R., var sú per- sóna sem allir elskuðu að hata og vildu sjá hvað gerði næst. Þættirnir fóru því að hverfast um hann. Þess- ir þættir höfðu allt sem þarf til að búa til ómótstæðilega þætti, þetta er fjölskyldudrama þar sem ást og hatur, peningar og völd, kynlíf og ofbeldi kemur við sögu. Ég ætla líka á námskeiðinu að velta upp hvað það er í mannlegu eðli sem dregur okkur að slíkum sögum, því okkur hefur verið sögð sú sama saga í gegnum aldirnar, í nýjum búningi hverju sinni.“ »11 Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Karl Hann spyr hvað í mannlegu eðli dragi okkur að sögum líkum þeim sem sagðar eru í Dallas-þáttunum.  Ætlar að halda örnámskeið um Dallas-þættina margfrægu Dallas Hjónin Sue Ellen og J.R. Fólk elskaði að hata skúrkinn J.R. Ewing

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.