Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 2

Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Mikil breyting hefur orðið á dánartíðni Alzheimers-sjúkdómsins [...] undanfarna áratugi. Þannig var sjúkdómurinn undirliggjandi dánar- orsök hjá 12 einstaklingum árið 1996 en í fyrra létust 192 einstak- lingar með lögheimili á Íslandi úr Alzheimers. Aldursstöðluð dánar- tíðni sjúkdómsins var 53,5 á hverja 100.000 íbúa árið 2018 í samanburði við 5,6 árið 1996.“ Þetta kemur fram í umfjöllun um dánartíðni og dánarmein í Talna- brunni Landlæknis. Höfundar greinarinnar, Hildur Björk Sig- björnsdóttir og Jón Óskar Guð- laugsson, hafa unnið úr tölulegum upplýsingum úr dánarmeinaskrá og bera saman dauðsföll og dánartíðni yfir tímabilið frá 1996 til 2018. Reiknuð er svokölluð aldursstöðluð dánartíðni til að gera samanburð yfir tíma og leiðrétta þann mun sem verður til vegna ólíkrar aldurs- samsetningar frá einum tíma til annars. Í umfjöllun um Alzheimer-sjúk- dóminn segir enn fremur að aldurs- stöðluð dánartíðni hafi breyst mikið hjá bæði konum og körlum á fyrr- nefndu tímabili. ,,Hjá konum jókst dánartíðnin úr 6,8 í 60,1 á hverjar 100.000 konur en hjá körlum úr 3,4 í 43,5 á hverja 100.000 karla. Sam- bærilega aukningu má sjá hjá öðr- um þjóðum,“ segir í greininni. Benda höfundarnir á að þessa aukningu dánartíðni af völdum Alz- heimers megi að einhverju leyti skýra með breytingum sem hafa orðið á skráningu dauðsfalla og ef- laust sé einhver aukning einnig til- komin vegna hækkandi lífaldurs þar sem sjúkdómurinn er líklegri til að leggjast á fólk með hækkandi aldri. Illkynja æxli algengasta orsök Fram kemur í greininni að af tíu völdum dánarorsökum sem flokk- aðar eru hjá embætti landlæknis var aldursstöðluð dánartíðni karla á hverja 100.000 íbúa hæst í flokki ill- kynja æxla á seinasta ári eða 179,7 en þar á eftir kom dánartíðni vegna hjartasjúkdóma (159,4) og Alzheim- ers-sjúkdómurinn er í þriðja sæti (43,5). ,,Á þessu hefur orðið breyt- ing undanfarna áratugi því aldurs- stöðluð dánartíðni meðal karla var lengi vel hæst í flokki hjartasjúk- dóma en næsthæst í flokki illkynja æxla,“ segja höfundarnir. Illkynja æxli hafa um langt ára- bil verið algengasta dánarmein kvenna á Íslandi og var það líka í fyrra þegar reiknuð er aldursstöðl- uð dánartíðni meðal kvenna. Þar á eftir koma hjartasjúkdómar og því- næst er svo Alzheimer-sjúkdómur- inn. Lækkun hjá báðum kynjum Enn fremur kemur fram í grein- inni að aldursstöðluð dánartíðni hjartasjúkdóma hefur dregist veru- lega saman frá árinu 1996, ,,og á það bæði við um karla og konur, um tæplega 55% hjá körlum og 46% hjá konum.“ Þá hefur dánar- tíðni vegna illkynja æxla einnig lækkað allmikið hjá báðum kynjum frá árinu 1996. Dánartíðni vegna Alzheimer hækkaði  Aldursstöðluð dánartíðni Alzheimer-sjúkdómsins var 53,5 á 100.000 íbúa 2018 en 5,6 árið 1996 sam- kvæmt Talnabrunni Landlæknis  Dánartíðni hjartasjúkdóma hefur lækkað verulega frá árinu 1996 3,4 Aldursstöðluð dánartíðni vegna Alzheimers Dánartíðni á 100.000 íbúa eftir kyni 1996-2018 60 50 40 30 20 10 0 Karlar Konur 1996 2998 2000 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 2016 2018 Heimild: Embætti landlæknis Talnabrunnur, ágúst 2019 6,8 60,1 43,5 Fræðslusetur var vígt með viðhöfn í Guðmundarlundi í Kópavogi í gær. Til stendur að það verði nýtt af leik- og grunnskólum bæjarins til útikennslu þar sem leggja á sérstaka áherslu á náttúrulæsi, umhverfis- og náttúru- vernd og áhrif loftslagsbreytinga. Skógrækt hefur verið í lundinum í ára- tugi og þar er vinsælt útivistarsvæði. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, var við vígsluna og gróðursetti þar tré í góðra vina hópi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tré í Guðmundarlundi fékk sannkallaða forsetameðferð Fræðslusetur fyrir leik- og grunnskóla var vígt í Guðmundarlundi í Kópavogi í gær Flokksráðsfundur Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs (VG) hófst á sjötta tímanum í gær og lýk- ur í dag. Fyrir fundinn var gefið út að loftslagsmál yrðu í aðalhlutverki á fundinum. Þá verða drög að nýrri matvælastefnu, umhverfisstefnu, orkustefnu, heilbrigðisstefnu og jafnréttisstefnu reifuð á fundinum svo eitthvað sé nefnt. Fundurinn hófst á ræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formanns VG. Hún fór m.a. yfir ályktanir landsfundar Vinstri grænna frá árinu 1999 til 2017. Erindið brýnna en áður „Ég hef áhyggjur af þróun lýð- ræðislegra stjórnmálahreyfinga í samtímanum og þess vegna er okk- ar erindi brýnna en nokkru sinni fyrr. Því er mikilvægt að segja frá okkar sögu og hvað við höfum verið að gera,“ sagði Katrín á fundinum í gær og bætti við: „Þess vegna skiptir máli að við stöndum með okkur sjálfum, þekkjum söguna, vit- um hver við erum og hvaðan við komum. Ég er mjög bjartsýn fyrir hönd þessarar hreyfingar og ég held að saga hennar sýni að hún mun þora, hún mun geta og hún mun gera,“ sagði Katrín. Loftslagsmál í brennidepli  Flokksráðsfundur Vinstri grænna haldinn í Skaftafelli Ljósmynd/Steinþór Rafn Matthíasson Forsætisráðherra Katrín Jakobs- dóttir á flokksráðsfundinum í gær. Fullar sættir hafa náðst í innsetn- ingarmáli sem höfðað var gegn Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni af kaupendum íbúðar í fjölbýlishúsi sem félagið lét reisa við Árskóga. Fjalla átti um frávís- unarkröfu félagsins fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í næstu viku. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að stjórn þess afturkallaði í gær nýtingu ætlaðs kaupréttar félagsins á íbúðinni sem málið snerist um. Þá samþykktu kaup- endur íbúðarinnar að draga máls- höfðun sína til baka og ganga að því samkomulagi sem félagið hafði áður boðið þeim sem höfðuðu mál gegn félaginu. Í því felst að þeir hafa einnig skrifað undir skilmálabreytingu um hærra kostnaðarverð, rétt eins og langflestir aðrir kaupendur hafa þegar gert. Ekkert mál er því lengur rekið fyrir dómstólum. Trúnaður yfir samkomulagi „Viðræður fóru fram þar sem reynt var að finna lausn á málinu. Trúnaður ríkir um innihald sam- komulagsins en aðilar náðu saman að lokum og gengu frá samkomu- lagi sem felur það í sér að til stendur að fella niður málið,“ seg- ir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður hjónanna sem höfðu höfðað áðurnefnt dómsmál gegn FEB. Náðu full- um sáttum við FEB  Kaupendur falla frá málshöfðun Háhyrningur strandaði innarlega í höfninni við Þórshöfn á Langanesi í gærkvöldi. Ákveðið var að láta dýrið liggja, að sögn Steinars Þórs Snorrasonar, lögregluvarðstjóra á Þórshöfn, sem sagði ekki væsa um það þar sem háflóð væri. Steinar sagði háhyrninginn vera 5-6 metra langan. Björgunar- sveitin Hafliði var á vettvangi og kannaði aðstæður. Þegar Morgun- blaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði ekki verið tekin ákvörðun um hvort háhyrningurinn yrði vaktaður áfram. Háhyrningur strand í höfninni við Þórshöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.