Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 4

Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 OPIÐ ALLA H ELGINA Seinas ti séns að næl a sér í m ögnuð opnuna tilboð:) r- SÍÐUSTU DAGAR TILBOÐA Mörkin 3 • Reykjavík | Undirhlíð 2 • Akureyri Vararíkissaksóknari krafðist þess fyrir Landsrétti í gær, að refsing Dags Hoe Sigurjónssonar, sem Hér- aðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í fyrra fyrir manndráp, yrði þyngd. Verjandi Dags krafðist hins vegar sýknu og til vara að refsingin yrði milduð. Dagur Hoe var á síðasta ári dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að ráðast með hníf að vopni á tvo alb- anska karlmenn á Austurvelli í Reykjavík 3. desember 2017. Annar mannanna, Klevis Sula, lést af sárum sínum. Hinn særðist einnig en ekki lífshættulega. Helgi Magnús Gunnarsson vara- ríkissaksóknari krafðist þess í gær að Dagur Hoe yrði dæmdur í 18-19 ára fangelsi fyrir brotin. Lúðvík Örn Steinarsson, skipaður verjandi Dags, sagði hins vegar héraðsdóm rangan og að litið hefði verið framhjá öllum þeim atriðum sem gætu orðið skjólstæðingi hans til refsilækkunar. Við upphaf aðalmeðferðar málsins í gær voru spilaðar upptökur úr ör- yggismyndavélum sem sýndu hversu stuttan tíma atlaga Dags tók, einungis um 25 sekúndur. Helgi Magnús sagði útilokað að mennirnir tveir hefðu ráðist að Degi að fyrra bragði, þar sem læknir hefði staðfest að engir áverkar hefðu verið á líkama hans, utan skurða á hönd- um eftir eigin hníf. Réttargæslumaður foreldra Klev- is Sula gerði kröfu um samtals 20 milljóna króna miskabætur fyrir þeirra hönd. Réttargæslumaður hins mannsins sem fyrir árásinni varð krafðist 2,5 milljóna króna í miskabætur fyrir hönd skjólstæðings síns. Saksóknari krefst þyngri refsingar fyrir manndráp Morgunblaðið/Árni Sæberg Sakborningur Dagur Hoe Sigur- jónsson í héraðsdómi í fyrra.  Verjandi sakborn- ings krafðist sýknu Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Ákvörðun Icelandair um að lækka starfshlutfall 111 flugmanna niður í 50% og færa 30 flugstjóra tíma- bundið í starf flugmanns var ekki tekin í samráði við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). Félagið fékk þó fregnir af fyriráætlunum fyrirtækisins, en með tiltölulega skömmum fyrirvara. Guðmundur Már Þorvarðarson, varaformaður FÍA, segist lítið hafa heyrt frá félagsmönnum sínum en stefnt sé að því að halda fund með félagsmönnum í næstu viku. „Ég held að mannskapurinn sé aðeins að melta þetta,“ segir Guðmundur. „Við höfum bara tekið við sömu upplýsingum og aðrir og eigum svo eftir að fara yfir stöðuna með fé- lagsmönnum okkar.“ Ákvörðun Icelandair er tekin vegna áframhaldandi óvissu og til að lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX-vélanna á rekstur fyrirtækis- ins. Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að fordæmalaus staða með MAX-vélarnar hafi óhjá- kvæmilega haft áhrif á áhafnaþörf félagsins og að félagið hafi þurft að bregðast við með því að aðlaga fjölda í áhöfnum flugflotans. Ice- landair ekki ráð fyrir því að taka MAX-vélar félagsins til rekstrar fyrr en í upphafi næsta árs. Tekur til fimmtungs flugmanna Í dag starfa tæplega 550 flug- menn og flugstjórar hjá Icelandair og hafa þessar tímabundnu breyt- ingar sem flugfélagið kynnti í gær því áhrif á rúman fimmtung flug- manna félagsins, en áður höfðu störf yfir 100 flugmanna til við- bótar þegar tekið breytingum fyrir veturinn. Félagið greip þó ekki til uppsagna flugmanna til að mæta árstíðasveiflum eins og tíðkast hefur. Spurður hvort ekki sé um mikið tekjutap að ræða hjá þeim skerð- ingin tekur til segir Guðmundur svo vera. „Þetta er væntanlega töluverð skerðing á ráðstöfunar- tekjum þessara einstaklinga. Í ein- hverjum tilfellum gæti reyndar verið að þetta nýtist einhverjum, þar sem oft hefur verið ásókn í að fara í hlutastörf. En þegar við er- um komin í svona stóra tölu er kannski meirihlutinn ekki að sækj- ast eftir þessu,“ segir Guðmundur og bætir við að ásókn í hlutastarf tengist oft barneignum og þess háttar. Tekur gildi 1. desember Að sögn Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns getur vinnu- veitandi lækkað starfshlutfall starfsmanna með samþykki eða ef ákvæði um slíkt er að finna í kjara- samningi. Að öðrum kosti þarf slíkt að vera gert með uppsagnarfresti viðkomandi. Ákvörðun Icelandair sem tilkynnt var í gær tekur ekki gildi fyrr en 1. desember 2019 og stendur yfir í fjóra mánuði. Guð- mundur segir að engin ákvæði um lækkun starfshlutfalls sé að finna í kjarasamningi flugmanna. „Megin- reglan er að lækkun starfshlutfalls sé háð samþykki. Það er ekki heim- ild fyrir einhliða aðgerð sem þess- ari í kjarasamningum flugmanna,“ segir Guðmundur. Berglind Hafsteinsdóttir, for- maður Flugfreyjufélags Íslands, segist ekki vita til þess að breyt- ingar verði gerðar á starfshlutfalli flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair. „Það hafa engar upplýsingar borist frá fyrirtækinu um hugsanlegar uppsagnir eða neitt slíkt,“ segir Berglind. Einhliða ákvörð- un um lækkun starfshlutfalls  Icelandair lækkar starfshlutfall 111 flugmanna í 50% vegna MAX-vélanna Víkurfréttir/Hilmar Bragi Icelandair Breytt starfshlutfall mun gilda yfir háveturinn.Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Samkvæmt upplýsingum okkar eru áform óbreytt hvað varðar heimsókn- ina,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utan- ríkisráðuneytisins. Undirbúningur fyrir heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkj- anna, til Íslands í næstu viku stend- ur nú yfir. Ferða- plön hans hafa breyst eftir að hann þurfti að hlaupa í skarðið fyrir Donald Trump í heim- sókn til Póllands um helgina en María kveðst ekki hafa fengið upplýsingar um að það breytti nokkru um Íslandsheimsókn- ina. Varaforsetinn er væntanlegur hingað á miðvikudag. Ekkert fæst uppgefið um dagskrá heimsóknarinn- ar annað en það að hann muni sækja málþing um viðskipti milli ríkjanna tveggja. Það efnahagssamráð er af- rakstur fundahalda Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun Pence auk þess funda með Guðlaugi Þór í Höfða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri mun einnig hitta varaforsetann við það tækifæri. Áður hefur blaðið greint frá því að Pence hafi þekkst boð um að snæða hádegisverð með Guðna Th. Jó- hannessyni, forseta Íslands, á Bessa- stöðum. Heimildir blaðsins herma að Pence lendi hér að morgni miðviku- dags og haldi af landi brott síðdegis. Þar með verður ekkert af fundi hans og Katrínar Jakobsdóttir forsætis- ráðherra, sem verður þann dag á nor- rænu verkalýðsþingi í Málmey. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verða hátt í 300 manns í fylgdarliði varaforsetans og verður mikil öryggisgæsla vegna heim- sóknarinnar. Tugir vopnaðra fulltrúa frá öryggisstofnuninni US Secret Service munu fylgja Pence á ferðum hans hér. Öll sérsveit Ríkislögreglu- stjóra sinnir öryggisgæslu og full- trúar úr bæði sprengjusveit og flug- deild Landhelgisgæslunnar verða til taks. Þá eru sérútbúnar sjúkraþyrl- ur, af gerðinni Sikorsky UH-60, til taks í Keflavík. Búist má við því að sérútbúin öku- tæki sem varaforsetinn ferðast í verði flutt til landsins með herflutningavél- um. Bandaríkjamenn hafa farið fram á götulokanir í Reykjavík meðan á ferðum Pence stendur en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ekki ljóst hvort af þeim verður. Ljósmynd/Landhelgisgæsla Íslands Þyrlur Sikorsky-sjúkraþyrlur verða til taks vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Pence fundar með Guðlaugi Þór í Höfða  Sérsveit RLS og fulltrúar Secret Service sjá um öryggið Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að bandarískar öryggissveitir vilji flytja sérþjálfaða sprengjuleitarhunda til landsins. Er þetta til marks um hve mikil öryggisgæsla verður. Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir staðfestir í samtali við Morgun- blaðið að fyrirspurnir þessa efnis hafi borist til Matvælastofnunar. „Það hafa ekki komið nein formleg erindi en fyrirspurnir frá landbúnaðar- og utanríkisráðuneytinu.“ Sigurborg segir að innflutningur á hundum sé bannaður en Matvæla- stofnun geti leyft innflutning að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt af því er að hundar fari í fjögurra vikna einangrun í Höfnum eða á Suður- landi. „Það var ekki sótt um undanþágu í þessu tilviki. Ég held að menn hafi bara verið að kanna hvort skilningur þeirra væri ekki réttur,“ segir Sigurborg. Vilja sprengjuleitarhunda MIKIL ÖRYGGISGÆSLA VEGNA HEIMSÓKNAR MIKE PENCE Mike Pence

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.