Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 6

Morgunblaðið - 31.08.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 GRÆNT ALLA LEIÐ Engar forsendur eru til þess að fullyrða að sæstrengsverkefni breska félagsins Atlantic Super- connection (ASC) muni uppfylla ís- lenskar kröfur, segir í tilkynningu sem atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið sendi frá sér í gær. Tilefnið er fréttir á mbl.is og í Morgunblaðinu þar sem haft var eftir fréttavef breska viðskipta- blaðsins Financial News að verk- efnið hefði þegar uppfyllt gildandi kröfur í þeim efnum samkvæmt ís- lenskum lögum. „Íslenskt regluverk um sæ- strengi er mjög takmarkað. Ljóst er að til þess að af slíku verkefni geti orðið þarf að gera margvís- legar lagabreytingar, til að mynda um skipulagsmál, umhverfislega þætti og fleira. Eðli málsins sam- kvæmt er útilokað að meta hvort verkefni ASC muni samræmast reglum sem ekki hafa verið settar,“ segir í tilkynningunni. Haft var eftir Bjarna Benedikts- syni fjármálaráðherra í fréttum mbl.is og Morgunblaðsins að ákveðnar hindranir væru enn fyrir hendi, m.a. vegna umhverfis- og samgöngumála, áður en hægt væri að samþykkja sæstreng, en um- mælin lét Bjarni falla í samtali við breska dagblaðið Daily Telegraph á síðasta ári. „Ástæða er til að árétta að þriðji orkupakkinn er því fjarri því að innihalda fullnægjandi regluverk til að sæstrengur geti orðið að veru- leika og hann tekur ekki ákvörð- unarvald um lagningu nýrra strengja af íslenskum stjórn- völdum. Augljóst er að verkefni ASC hefur ekki heldur hlotið það samþykki Alþingis sem verður skil- yrði fyrir lagningu sæstrengs verði lagafrumvarp og þingsályktun- artillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þess efnis samþykkt,“ segir enn fremur í til- kynningunni og áfram: „Fulltrúar ASC hafa á undan- förnum árum að eigin frumkvæði kynnt áform sín á nokkrum fund- um með ráðuneytinu. Engir fundir hafa verið haldnir að frumkvæði ráðuneytisins, engar formlegar við- ræður hafa átt sér stað og ráðu- neytið hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins.“ Mjög takmarkað reglu- verk er um sæstrengi  Bregst við fregnum um ASC  Lagabreytingar þyrfti Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er stökkbreyting á rekstrar- aðstæðum. Ég get skilið aflabrest og markaðsbrest en ekki þegar stjórn- völd grípa fyrirvaralaust inn í með þessum hætti og knýja okkur til að segja upp starfs- fólki í vinnslunni,“ segir Ólafur Hannesson, fram- kvæmdastjóri Hafnarness Ver í Þorlákshöfn, sem sagði í gærmorg- un upp rúmlega 20 starfsmönnum í fiskvinnslu fyrir- tækisins. Gripið er til uppsagnanna vegna nýrrar reglu- gerðar sjávarútvegsráðuneytisins um veiðar á sæbjúgum. Reglugerðin grundvallast á ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar sem telur að of mikið hafi verið veitt á undanförnum árum. Takmarkanirnar felast einkum í breytingum á svæðum þar sem há- marksafli er settur á fleiri svæði og heimildum til að loka svæðum. Leyfi- legur afli eykst lítillega, samkvæmt ráðgjöf Hafró, en kvótinn nær nú yfir veiðar á miklu stærra svæði. Skipin hafa verið að finna ný mið og hefur meirihluti aflans komið af þeim og hefur heildaraflinn því verið mikið umfram ráðgjöf Hafró. Kvóti fyrir þrjá mánuði Ólafur metur breytingarnar þann- ig að heildaraflinn á nýju fiskveiðiári sem hefst á morgun muni minnka um tæplega 60% frá síðasta ári. Telur hann að takmörkun heimildanna leiði til þess að aðeins taki þrjá mánuði að veiða það sem heimilt er og því verði fiskvinnsla fyrirtækisins verkefna- laus einhverja mánuði á næsta ári. Uppsagnir starfsfólksins taka gildi 1. desember, þegar búist er við að sæ- bjúgnaveiðinni ljúki í bili. Hafnarnes hefur stundað sæ- bjúgnaveiðar frá árinu 2008 og er einn af frumkvöðlunum í veiðum, vinnslu og sölu afurðanna. Það er langstærsti framleiðandinn hér á landi, með þrjú skip á veiðum og tek- ur auk þess sæbjúgu til vinnslu frá einu skipi til viðbótar. Eins og í annarri nýsköpun hefur gengið á ýmsu. Það var ekki fyrr en á árinu 2016 að veiðar og vinnsla á sæ- bjúgum varð sjálfbær fjárhagslega og í kjölfarið fylgdu tvö góð ár sem hjálpuðu fyrirtækinu að halda sjó eft- ir að það þurfti að selja frá sér kvót- ann á árinu 2016. Áætlað er að sæbjúgnaiðnaðurinn í heild velti 1,5 milljörðum króna og fjöldi fólks hefur vinnu við hann, ekki aðeins sjómenn og starfsfólk í fisk- vinnslu, heldur einnig ýmis þjónustu- fyrirtæki, ríki og sveitarfélög. Hafn- arnes tapar hundruðum milljóna króna af tekjum sínum vegna breyt- inga á stjórnun veiðanna. Afurðirnar eru einkum seldar til Kína og fer öll framleiðslan jafnóð- um. Ólafur segir að ef fyrirtækið hafi ekki sæbjúgu til sölu muni framleið- endur í Kanada og Rússlandi vænt- anlega taka yfir markaðinn. Lítil þekking hjá Hafró Ólafur er ákaflega gagnrýninn á Hafrannsóknastofnun. Segir að þar sé ekki næg þekking á þessum stofni, enda lítið verið rannsakað, og ákvarðanir um lokanir og ráðgjöf gangi þvert á það sem reyndir skip- stjórar telji rétt. Nefnir hann sem dæmi að meginforsendan fyrir að- gerðum til að draga úr veiðum sé að afli á sóknareiningu hafi verið að minnka á undanförnum árum. Það stangist á við upplifun sjómanna sem viti að mikið sé til af sæbjúgum. Aðr- ar skýringar kunni að vera á því að afli á sóknareiningu minnki. Nefnir hann auknar veiðar, veiðar allt árið og í verri veðrum en áður. Því geti fylgt verulegar frátafir og dregið meðaltalið niður. Ólafur hefur reynt að koma sjónar- miðum sínum að hjá Hafrannsókna- stofnun og sjávarútvegsráðherra en án árangurs. Segir að Hafró bendi á ráðherra og ráðherra á Hafró. Saltfiskur á vertíð Hin stoð reksturs Hafnarness er saltfiskvinnsla. Hún grundvallast á leigu á kvóta og kaupum hráefnis á fiskmörkuðum eftir að fyrirtækið þurfti að selja frá sér meginhluta kvótans fyrir nokkrum árum. Salt- fiskvinnslan er bundinn við vetrar- vertíð og stendur ekki undir vinnslu allt árið. Vinnsla á sæbjúgum hefur lokað hringnum. Þess vegna er nokk- ur óvissa um framtíðina en Ólafur segir að stjórnendur fyrirtækisins reyni, þrátt fyrir það áfall sem breyttar reglur um sæbjúgnaveiðar hafi í för með sér, að afla verkefna til að halda sem flestu starfsfólki. Þar eru nú um 50 starfsmenn. Stökkbreyting á rekstraraðstæðum  Hafnarnes segir upp rúmlega tuttugu starfsmönnum  Hafró bendir á ráðherra og ráðherra á Hafró Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Sæbjúgu Níu bátar stunda sæbjúgnaveiðar, einkum við Austfirði og Vest- firði. Meirihluti aflans er unninn hjá Hafnarnesi Ver í Þorlákshöfn. Ólafur Hannesson Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Forsvarsmenn sæstrengsverkefnis- ins Atlantic SuperConnection von- ast til þess að skömmu eftir að Bretland gangi úr Evrópusam- bandinu, sem fyrirhugað er 31. október, geti hafist virkt samtal á milli þeirra og breskra stjórnvalda um formlegan stuðning við verk- efnið. Þetta kemur meðal annars fram í svari talsmanns Atlantic Super- Connection við fyrirspurn frá mbl.is, en forsvarsmaður verk- efnisins er breski fjárfestirinn Ed- mund Truell. Formlegar samningaviðræður um formlegan stuðning ríkisstjórna bæði Íslands og Bretlands eru að sögn talsmannsins á meðal þess sem vantar til þess að þróa verk- efnið áfram. Spurður hvar verk- efnið væri statt sagði talsmaðurinn að Atlantic SuperConnection væri enn áhugasamt um verkefnið. Færi svo að Bretland myndi yfirgefa Evrópusambandið og orkumála- umgerð þess í lok október eins og gert væri ráð fyrir væri vonast til þess að virkt samtal gæti hafist skömmu eftir það varðandi það að fá formlegan stuðning. Gæti tekið sjö ár Hann sagði að í heildina hefði rúmlega 10 milljónum punda verið varið í fýsileika sæstrengsins og raflínuverksmiðju. Talsmaðurinn sagði aðspurður að þeir sem færu fyrir verkefninu hefðu verið í sambandi við íslenska ráðherra og stjórnmálamenn snemma á síðasta ári. „Að okkar ósk hittum við ráðherra og emb- ættismenn frá fjórum ráðuneytum til að upplýsa þá um hugmyndir Atlantic SuperConnection og verk- efnið,“ sagði hann. Fundirnir hefðu alfarið verið skipulagðir til að upp- lýsa íslensku ríkisstjórnina um fýsileika verkefnisins og möguleika á áframhaldandi þróun þess. Einn- ig hefði undanfarin 2-3 ár verið fundað með fjölda hagsmunaaðila hér á landi. Hann kvaðst sannfærður um að verkefnið yrði mjög hagstætt fyrir bæði löndin. Erfitt væri að segja hversu langan tíma tæki að hrinda því í framkvæmd, þar sem þörf væri á umtalsverðum fjárfestingum í íslenska dreifikerfinu til að flytja raforku þangað sem sæstrengurinn kæmi að landi. Ef hægt yrði að hefjast handa á morgun myndu u.þ.b. sjö ár líða þar til raforka gæti flætt frá Íslandi til Englands. Vonast eftir stuðningi við sæstreng  Tíu milljónum punda varið í verkefnið Morgunblaðið/Einar Falur Rafmagn Atlantic SuperConnection kannar nú fýsileika sæstrengs. Lengri útgáfa af fréttinni er á mbl.is. mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.