Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 15

Morgunblaðið - 31.08.2019, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019 Fjölbreytt dagskrá er á Akureyrar- vöku, sem nú stendur yfir. Þessi bæjarhátíð Akureyringa var sett í gær og stendur út daginn í dag og er bryddað upp á mörgu. Opið hús er í söfnum bæjarins, efnt verður til útimarkaða víða um bæinn til styrktar góðum málum. Milli kl. 11 og 14 verður skemmtun í sundlaug- inni þar sem fram koma hljóm- sveitir og listamenn. Vísindin verða í deiglunni í Menningarhúsinu Hofi milli kl. 13 og 16. Sævar Helgi Bragason segir þar frá undrum himingeimsins. Einnig verða sýnd þrívíddarlíkön, tunglsteinn og aðrir geimsteinar, sólarsjónauki, þrívíddarprentarar og margt fleira. Síðdegis verða opnaðar tvær sýningar í Listasafn- inu í Gilinu og á sömu slóðum verða vinnustofur listamanna opnar. Í verslun Eymundssonar verður ljóðalestur skálda milli kl. 15 og 18 og skátaskemmtun á Ráðhústorgi. Á þeim sama stað verður svo lagt upp í sögugöngu kl. 16 undir leið- sögn Arnórs Blika Hallmunds- sonar, sem segir frá húsum og mannlífi við Brekkugötu, Sniðgötu og Munkaþverárstræti. Á tónleikum í Listagilinu sem herfjast kl. 21 koma fram Bríet, Eik Haralds, Eyþór Ingi, Friðrik Dór og Helgi Björnsson. Hljómsveitin Vaðlaheiðin sér um undirleik. Með- an á þessu stendur verða byggingar skreyttar með vídeóverkum og í kirkjutröppunum verður kveikt á kertum, sem seld eru til styrktar tækjakaupum björgunarsveitar- innar Súlna. sbs@mbl.is Fjölbreytt Akureyrarvaka  Markaðir, vísindi, ljóðalestur og tónleikar í Listagilinu Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Akureyrarvaka Ljósin verða tendruð í tröppunum við kirkju bæjarins. Stórtónleikar á Miðbæjartorgi verða á hátíðinni Í túninu heima, sem er í Mosfellsbæ nú um helgina. Tónleik- arnir hefjast kl. 21 í kvöld og þar koma fram meðal annars Stuðla- bandið, Katrín Halldóra Sigurðar- dóttir, Björgvin Halldórsson, Páll Óskar og Svala Björgvinsdóttir. Útlit er fyrir góða þátttöku í Tindahlaupinu, en þar er hlaupið á nokkur þeirra fjalla sem eru í ná- grenni Mosfellsbæjar. Boðið er uppá að hlaupa á 1, 3, 5 eða 7 tinda og þeir sem stefna á þá alla eru ræstir kl. 9 nú í morgunsárið frá Varmárvelli. Síðari ræsing er kl. 11. - Frá hádegi til kl. 14 verður fólk frá deildum ung- mennafélagsins Aftureldingar í íþróttahúsinu að Varmá og mun þar kynna hinar ýmsu íþróttir sem boðið verður upp á í vetur – auk þess sem hægt er að fá aðstoð við skráningu og upplýsingar Milli kl. 12 og 16 er útimarkaður í Álafosskvos, þar sem ýmsir lista- menn munu koma fram. Sömleiðis er lungað úr degi útimarkaður í Mos- skógum í Mosfellsdal þar sem má fá- ýmsar heimaunnar afurðir bænda. Tónleikar og Tindahlaup  Bæjarhátíð Mos- fellinga stendur yfir Morgunblaðið/Hilmar Gunnarsson Gaman Mosfellingarnir Ellý Björns- dóttir, t.v., og Auður Kjartansdóttir. Um helgina er á Hvolsvelli svo- nefnd Kjötsúpu- hátíð sem er sumargleði íbúa í Rangárþingi eystra. Í dag, milli kl. 13.30 og 17, er hátíð á Miðbæjartúninu á Hvolsvelli þar sem listamaður sveitarfélagsins fyrir árið 2019 verð- ur kynntur. Einnig verður í boði ým- iss konar sprell og skemmtun fyrir gesti og gangandi og í markaðstjaldi má gera góð kaup. Í gærkvöldi var kjötsúpa á boð- stólum á ýmsum stöðum. Í kvöld verður svo brenna og brekkusöngur við eldfjallamiðstöðina Lava á Hvolsvelli. Á tólfta tímanum í kvöld verður svo talið í kjötsúpuballið í Hvolnum, þar sem hljómsveitin Allt sér um fjörið. Kjötsúpan á Hvolsvelli Hvolsvöllur Veisla verður í bænum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.