Morgunblaðið - 31.08.2019, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vandaðir þýskir
póstkassar, hengi-
lásar, hjólalásar,
lyklabox og mælar
MIKIÐ ÚRVAL
Vefverslun brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16 Fagmennska í 100 ár
Rakamælir tréLaser mælir
Loftmælir
Rafmagns- og
röraskynjari
Rennimál
Töskuvog
Það styttist í að sundhópurinn
Marglytturnar leggi í boðsund yfir
Ermarsundið. Ráðgert er að hefja
sundið frá Dover í Englandi 4.
september nk. en það fer þó eftir
veðri hvenær lagt verður af stað.
Hefur hópurinn tímaramma á
sundið til 10. september en
áfangastaðurinn er Calais í Frakk-
landi. Leiðin er um 34 km löng.
Undirbúningur er í fullum
gangi. Meðal annars hefur verið
gerður samstarfssamningur við
Eimskip þess efnis að skipafélagið
muni styrkja sundferðina. Munu
öll áheit sem safnast renna beint
til umhverfissamtakanna Bláa
hersins.
Í sundhópnum eru Sigrún Þ.
Geirsdóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir,
Birna Bragadóttir, Halldóra Gyða
Matthíasdóttir, Sigurlaug María
Jónsdóttir og Brynhildur Ólafs-
dóttir og skipuleggjendur eru
Soffía Sigurgeirsdóttir og Gréta
Ingþórsdóttir. Landsmenn geta
stutt við Marglyttur í AUR-appinu
í síma 788-9966 eða lagt inn á
reikning 0537-14-640972, kt.
250766-5219.
Styttist í boðsund Mar-
glytta yfir Ermarsund
Sundhópur Marglytturnar ásamt fulltrúum Eimskips við undirskrift samstarfssamnings í vikunni.
Ásmundur Einar
Daðason, félags-
og barnamála-
ráðherra, heim-
sótti Bryndísi
Hlöðversdóttur
ríkissáttasemj-
ara í vikunni.
Fóru þau yfir
stöðu þeirra að-
gerða sem heyra
undir félags-
málaráðuneytið í tengslum við lífs-
kjarasamningana frá því í vor, að
því er segir í tilkynningu frá ráðu-
neytinu. Aðgerðirnar snúa m.a. að
húsnæðismarkaðnum og félags-
legum undirboðum. Vinna við þær
er sögð vel á veg komin og munu
fjölmörg frumvörp þeim tengd líta
dagsins ljós á næsta þingi.
Ásmundur Einar lýsti ánægju
sinni með störf ríkissáttasemjara í
kringum samningana á almennum
vinnumarkaði.
Félagsmálaráðherra
átti fund með ríkis-
sáttasemjara
Ásmundur Einar
Daðason
Fjölbreytt dagskrá í tilefni af 40 ára
afmæli Seljaskóla í Breiðholti hefst
kl. 12 í dag. Farið verður í skrúð-
göngu frá íþróttahúsi skólans um
nágrennið og þaðan aftur á skólalóð-
ina þar sem Magnús Þór Jónsson
skólastjóri flytur ávarp.
Ýmis skemmtiatriði verða á af-
mælishátíðinni. Einnig verður hægt
að bregða sér aftur til fortíðar og sjá
til dæmis gamlar myndir úr skól-
anum sem svo margir hafa stundað
nám við. Í dag eru 664 nemendur við
skólann í 1.-10. bekk en voru um
1.500 þegar flest var í upphafi, en
starfsemi skólans hófst árið 1979.
Sem sakir standa og eitthvað fram
á næsta ár er nemendum í 6. og 7.
bekk skólans kennt í húsnæði Fella-
skóla í Breiðholti. Þar kemur til að
altjón varð í einni álmu Seljaskóla í
maí á þessu ári og aðrir hlutar húss-
ins urðu fyrir skemmdum af völdum
vatns og reyks, svo húsnæði var ekki
notkunarhæft. Viðgerðir standa yfir
og er búist við að þeim ljúki í lok árs-
ins. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Seljaskóli Hátíð í skólanum sem er
miðpunktur í mannlífi í Breiðholti.
Afmælishá-
tíð í Selja-
skóla í dag
6. og 7. bekk er
kennt í Fellaskóla