Morgunblaðið - 31.08.2019, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulæif
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
Flottir
í fötum
Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
Buxur frá
NÝ SENDING
mikið úrval
31. ágúst 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.23 124.83 124.53
Sterlingspund 151.69 152.43 152.06
Kanadadalur 93.47 94.01 93.74
Dönsk króna 18.438 18.546 18.492
Norsk króna 13.694 13.774 13.734
Sænsk króna 12.756 12.83 12.793
Svissn. franki 126.4 127.1 126.75
Japanskt jen 1.1688 1.1756 1.1722
SDR 170.09 171.11 170.6
Evra 137.52 138.28 137.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.6599
Hrávöruverð
Gull 1536.65 ($/únsa)
Ál 1723.5 ($/tonn) LME
Hráolía 60.48 ($/fatið) Brent
● Rekstrarhagn-
aður af starfsemi
Rarik nam ríflega
1,2 milljörðum
króna á fyrri
helmingi þessa
árs. Þetta kemur
fram í árshluta-
reikningi félagsins
sem birtur var í
gær.
Rekstrartekjur
stóðu í stað milli ára á meðan
rekstrargjöld og afskriftir hækkuðu
lítillega, eða um tæp 2%. Rekstrar-
gjöld voru þó í samræmi við áætl-
anir, en rekstrartekjur undir vænt-
ingum.
Heildareignir Rarik voru nær 68
milljarðar króna undir lok júnímán-
aðar. Eigið fé nam tæplega 43 millj-
örðum króna og eiginfjárhlutfallið því
um 63%, sem jafnframt er 1% aukn-
ing frá áramótum.
Hlutdeildarfélag Rarik, Landsnet,
hafði jákvæð áhrif á rekstur ársins.
Hagnaður félagsins jókst af þeim
sökum um 538 milljónir króna sam-
anborið við 373 milljónir króna í
fyrra. aronthordur@mbl.is
Rarik skilaði hagnaði
á fyrri árshelmingi
Rafmagn Vel geng-
ur í rekstri Rarik.
STUTT
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Samanlagður hagnaður fasteigna-
félaganna Regins, Reita og Eikar,
jókst um 100% á fyrstu sex mánuð-
um þessa árs séu þeir bornir saman
við sama tímabil í fyrra. Samanlagð-
ur hagnaður eftir skatt nam 5,5 millj-
örðum króna samanborið við 2,8
milljarða króna í fyrra. Hagnaður
Regins eftir skatt nam 2,1 milljarði
króna, Reita 1,9 og Eikar 1,5.
Matsbreytingar fjárfestingar-
eigna á fyrstu sex mánuðum ársins,
sem endurspegla mat félagsins á
virði eignasafnsins, voru hjá félögun-
um þremur jákvæðar sem nemur 5,3
milljörðum króna, sem er um 332%
aukning á milli ára. Nam matsbreyt-
ingin 2,2 milljörðum hjá Regin, 1,8
milljörðum hjá Reitum og 1,3 millj-
örðum hjá Eik.
Rekstrarhagnaður fyrir mats-
breytingu jókst um 13,12% á fyrstu
sex mánuðum ársins og nam saman-
lagt um 9,8 milljörðum króna miðað
við 8,7 milljarða króna á sama tíma-
bili í fyrra. Nam rekstrarhagnaður
Regins fyrir matsbreytingu 3,2 millj-
örðum, Reita 3,9 og Eikar 2,7 millj-
örðum króna.
Rekstrartekjur félaganna á fyrstu
sex mánuðum ársins námu 14,9 millj-
örðum króna og jukust þær um tæp
12% en þær voru 13,3 milljarðar í
fyrra. Rekstrartekjur Regins námu
4,8 milljörðum króna, Reita 5,8 millj-
örðum og Eikar 4,2 milljörðum
króna.
Óheppilegt fyrirkomulag
Að mati Þorsteins Andra Haralds-
sonar, sérfræðings í greiningardeild
Arion banka, var rekstur fasteigna-
félaganna á fyrri árshelmingi í sam-
ræmi við væntingar. Þó hafi fast-
eignagjöld hækkað mikið í ár og
aldrei verið hærri sem hlutfall af
leigutekjum. „Við höfum bent á það
að fyrirkomulag fasteignagjalda at-
vinnuhúsnæðis hafi að okkar mati
verið óheppilegt í kjölfar breytingar
á aðferðafræði fasteignamatsins árið
2015 og leitt til verulegrar hækkunar
á húsnæðiskostnaði fyrirtækja,“
segir Þorsteinn Andri.
Í uppgjörum félaganna vöktu
rekstrarhorfur félaganna athygli.
Eik var við neðri 1% á EBITDA-spá
félagsins, og þá voru leigutekjur
Regins um 200 milljónum króna und-
ir neðri mörkum tekjuáætlunar sem
birt var í byrjun árs. Reitir sendu
aftur á móti frá sér endurskoðaðar
rekstrarhorfur vegna ársins 2019 í
ágústmánuði fyrir hálfsársuppgjörið
þar sem tekjur voru færðar niður um
200 milljónir króna og rekstrarhagn-
aður fyrir matsbreytingu samtals
niður um 300 milljónir króna þar sem
um 100 milljónum var bætt við hugs-
anlega niðurfærslu viðskiptakrafna.
Búa sig undir stærra högg
Að mati Þorsteins Andra hafa þó
skilaboð stjórnenda félaganna verið
nokkuð ólík.
„Reitir sendu frá sér afkomuvið-
vörun þar sem félagið býst við því að
fækkun ferðamanna og þyngri
rekstrarhorfur í mörgum atvinnu-
greinum muni hafa neikvæð áhrif á
útleigu og innheimtu viðskipta-
krafna. Þannig býst félagið við aukn-
um vanskilum eftir því sem líða tek-
ur á árið,“ segir Þorsteinn og heldur
áfram.
„Reginn færði einnig niður sínar
afkomuhorfur þó á öðrum forsendum
en Reitir. Hvorki stjórnendur Reg-
ins né Eikar hafa endurómað skila-
boð Reita um að vanskil séu að
aukast verulega í sínum rekstri. Þeir
tóku hins vegar undir það að vissar
atvinnugreinar ættu undir högg að
sækja, eins og veitinga- og hótel-
rekstur. Það virðist því vera að Reit-
ir séu að búa sig undir stærra högg
en hin tvö félögin enn sem komið er,“
segir Þorsteinn Andri.
Mismunandi skilaboð
Í samtali við Morgunblaðið segir
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita,
að félagið þurfi að auka varúð vegna
viðskiptakrafna með tilheyrandi
áhrif á rekstrarhagnað Reita fyrir
árið, ef þau skyldu raungerast. Um
17% af virði eignasafns Reita eru í
hótel- og veitingageiranum.
„Við erum að sjá að nokkrir stórir
rekstraraðilar, sérstaklega innan
ferðaþjónustugeirans eru ekki að ná
að standa við þær skuldbindingar
sem þeir hafa undirgengist hvað
varðar leigutekjur,“ segir Guðjón en
tekur fram að Reitir hafi ákveðið að
hafa tilkynningaskyld frávik frá
áætluðum tekjum og rekstrarhagn-
aði túlkuð „mjög þröngt“.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri
Regins, segist ekki sjá neina vísa að
kerfisbundinni aukningu á van-
skilum. „Við sjáum ekki þessa aukn-
ingu á vanskilum eða auknar líkur á
því að við þurfum að afskrifa við-
skiptakröfur,“ segir Helgi og bendir
á að hlutfall eignasafns Regins í hót-
el- og veitingageiranum sé lágt, eða
um 11% af virði safnsins.
Garðar Hannes Friðjónsson, for-
stjóri Eikar segir að það megi sjá á
reikningum að vanskilakröfur hafi
aukist. „En það er í takti við gang fé-
lagsins. Við sjáum ekkert í kortunum
sem kallar á það að við höfum þurft
að uppfæra áætlanir okkar.“
Mismunandi skilaboð frá
stjórnendum fasteignafélaga
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Miðbær Hafnartorg, sem er í eigu fasteignafélagsins Regins, hefur sett sterkan svip á miðborg Reykjavíkur.
Fasteignafélögin
» Að mati Þorsteins Andra
Haraldssonar hjá greiningar-
deild Arion banka er best að
horfa á rekstrarhagnað fyrir
matsbreytingu til þess að átta
sig á því hvernig útleiga á at-
vinnuhúsnæði er að þróast.
» Rekstrarhagnaður fyrir
matsbreytingu nam 3,2 millj-
örðum hjá Regin og jókst um
36%, 3,9 ma. hjá Reitum og
jókst um 3,7% og 2,7 ma. hjá
Eik og jókst um 5,7%.
Tekjur fasteignafélaganna þriggja um 15 milljarðar á fyrstu sex mánuðum
„Ég hef ekki talið það skynsamlegt
að ríkisfyrirtæki sé að standa í flug-
stöðvarrekstri,“ segir Óli Björn
Kárason, formaður efnhags- og við-
skiptanefndar Alþingis. Vísar hann í
máli sínu til fréttar ViðskiptaMogg-
ans fyrr í vikunni þar sem greint var
frá þreifingum milli íslenska ríkisins
og Innviða fjárfestinga slhf. um
hugsanlega sölu á hlut í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Fram hefur kom-
ið að líkur séu á því að lífeyrissjóðir
verði fengnir að samningaborðinu sé
pólitískur vilji fyrir því að selja
Leifsstöð.
Að sögn Óla Björns hefur málið
margsinnis komið til umræðu, en
sala flugstöðvarinnar hefur verið á
stefnuskrá Sjálfstæðisflokks í tals-
verðan tíma. „Ég tel að það væri
skynsamlegt að losa um þessa fjár-
muni og nota þá t.d. í samgöngumál.
Allt svona tekur tíma en ég er þeirr-
ar skoðunar að það ætti að vera
löngu búið að þessu,“ segir Óli Björn.
ViðskiptaMogginn greindi frá því í
síðustu viku að virði rekstrar Leifs-
stöðvar gæti legið á bilinu 80-120
milljarðar króna. Með sölu væri
þannig hægt að losa um umtalsvert
fjármagn ásamt því sem ríkið myndi
eftirláta einkaaðilum að ráðast í
nauðsynlegar framkvæmdir. „Að
mínu mati eru til hæfari og betri
aðilar en ríkið sem sjá ættu um flug-
stöðvarreksturinn. Fyrst þarf þó að
taka ákvörðun um að selja og í fram-
haldinu hvernig á að selja. Það þarf
að selja aðila sem bæði kann til verka
og er tilbúinn að greiða sem hæst
verð,“ segir Óli Björn.
Spurður hvort ráðgera megi að
Leifsstöð verði, að hluta eða öllu
leyti, komin í hendur einkaaðila inn-
an fárra mánaða kveður Óli Björn
nei við. „Ég á ekki von á því að
ákvörðun liggi fyrir á næstu mánuð-
um. Ef ákvörðun er þó tekin er hægt
að losa um eignarhaldið innan
tveggja ára,“ segir Óli Björn. aron-
thordur@mbl.is
Losa eigi um eignarhaldið
á Leifsstöð sem allra fyrst
Óskynsamlegt að ríkið sé að stunda flugstöðvarrekstur
● Vöruviðskiptahalli á fyrstu sjö mán-
uðum ársins nam 66,4 milljörðum
króna. Á tímabilinu voru fluttar út vörur
fyrir 385 milljarða króna. Að sama
skapi nam innflutningur ríflega 451
milljarði króna. Hallinn er þó umtalsvert
minni en í fyrra þegar hann var ríflega
102 milljarðar króna.
Ef einungis er litið til júlímánaðar
þessa árs voru vöruviðskipti óhagstæð
um 19,9 milljarða króna. Það er umtals-
vert meira en á sama tíma í fyrra þegar
vöruviðskiptahallinn í mánuðinum nam
18,2 milljörðum króna.
Neikvæð vöruviðskipti
það sem af er þessu ári