Morgunblaðið - 31.08.2019, Síða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 2019
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Við vitum hvað þín
eign kostar
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Alls eru 179 manns í framboði fyrir
níu flokka í kosningum til lögþings
Færeyja í dag, þar af 121 karlmaður
og 58 konur. Málefni á borð við hús-
næðismál, umhverfismál og gjaldtöku
í ferðaþjónustu voru í brennidepli í
kosningabaráttunni en minna bar á
umræðu um sjálfstæðismálin sem
hafa lengi sett mark sitt á færeysk
stjórnmál.
Fjórir stórir með
sex til átta sæti
Fjórir stærstu flokkarnir í Fær-
eyjum fengu 27 af alls 33 sætum á
lögþinginu í síðustu kosningum fyrir
fjórum árum. Jafnaðarflokkurinn
varð þá stærstur, fékk átta sæti, og
formaður hans, Aksel V. Johannesen,
46 ára lögfræðingur, varð lögmaður,
eða forsætisráðherra landstjórnar-
innar. Flokkurinn er einnig með ann-
að af tveimur sætum Færeyja á
danska þinginu.
Þjóðveldisflokkurinn fékk sjö sæti
fyrir fjórum árum og gekk til
stjórnarsamstarfs við Jafnaðarflokk-
inn og Framsókn. Formaður hans er
Høgni Hoydal, sem er 53 ára og hefur
verið sjávarútvegsráðherra frá árinu
2015. Flokkurinn er til vinstri og
hlynntur því að Færeyjar fái sjálf-
stæði frá Danmörku.
Fólkaflokkurinn stefnir einnig að
sjálfstæði Færeyja. Hann fékk sex
þingsæti í síðustu kosningum. For-
maður hans er Jørgen Niclasen, sem
er fimmtugur og hefur farið fyrir
flokknum frá árinu 2007 þegar hann
tók við af Anfinn Kallsberg sem var
lögmaður Færeyja á árunum 1998 til
2004. Flokkurinn er systurflokkur
Íhaldsflokksins í Danmörku og þeir
hafa starfað saman á danska þinginu.
Fólkaflokkurinn er til hægri í efna-
hagsmálum og hefur meðal annars
boðað lægri skatta og opinber gjöld.
Sambandsflokkurinn er einnig með
sex sæti á lögþinginu. Formaður hans
er Bárður á Steig Nielsen, sem er 47
ára fyrrverandi landsliðsmaður í
handbolta. Hann lét af embætti fjár-
málaráðherra árið 2007 til að stjórna
framkvæmdum vegna áforma um að
reisa íbúðarhúsnæði í Hoyvík en hætt
var við þau vegna fjármálakrepp-
unnar um ári síðar. Hann varð for-
maður Sambandsflokksins árið 2015
þegar Kaj Leo Johannesen lét af for-
mennsku eftir ósigur í kosningum.
Eins og nafn flokksins gefur til kynna
er hann hlynntur því að Færeyjar
verði áfram í danska ríkissamband-
inu.
Þrír minni með tvö sæti hver
Þrír aðrir stjórnmálaflokkar fengu
tvö þingsæti hver í síðustu kosn-
ingum. Framsókn, flokkur sem klauf
sig út úr Fólkaflokknum árið 2011, er
undir forystu Pouls Michelsen, sem
er 75 ára og ráðherra utanríkis- og
viðskiptamála í landstjórninni.
Michelsen lýsir Framsókn sem frjáls-
lyndum flokki. Hann vill að Fær-
eyingar semji við Dani um nýjan
samstarfssamning sem veiti Fær-
eyjum sjálfstæði. Hann vill þó að
Færeyjar haldi áfram samstarfi við
Danmörku í öryggis- og peninga-
málum, að Færeyingar haldi dönsku
krónunni og verði áfram hluti af
dönsku krúnunni.
Miðflokkurinn er undir forystu
Jenis af Rana, 66 ára læknis sem hef-
ur átt sæti á þinginu frá 1994. Hann
er skilgreindur sem kristilegur mið-
flokkur og er andvígur hjónaböndum
para af sama kyni og ókeypis fóstur-
eyðingum. Írafár varð í Færeyjum
þegar Jenis af Rana afþakkaði boð í
kvöldverð til heiðurs Jóhönnu Sig-
urðardóttur, þáverandi forsætisráð-
herra, þegar hún heimsótti Færeyjar
í september 2010 ásamt eiginkonu
sinni. Hann sagði heimsóknina vera
ögrun þar sem hjónabönd samkyn-
hneigðra væru „ekki í samræmi við
heilaga ritningu“.
Sjálvstýri er einnig miðflokkur en
frjálslyndur í samfélagsmálum. Hann
er hlynntur því að Færeyjar fái sjálf-
stæði í áföngum. Formaður hans er
Jógvan Skorheim, sem er 37 ára og
bæjarstjóri Klaksvíkur.
Fellur stjórnin?
Auk þessara sjö flokka taka tveir
nýir þátt í kosningunum, Færeyja-
flokkurinn og Framtakið, en kann-
anir benda til þess að þeir fái ekkert
þingsæti. Færeyjaflokkurinn hefur
boðað aukið frjálsræði í atvinnulífinu
og gagnrýnt forgangsröðunina í
gangagerð. Framtakið berst fyrir því
að kannabis verði lögleyft í lækninga-
skyni.
Gallup-könnun sem gerð var fyrr í
mánuðinum bendir til þess að land-
stjórnin missi meirihluta sinn og
Jafnaðarflokkurinn og Þjóðveldis-
flokkurinn missi eitt sæti hvor.
Fólkaflokkurinn verður stærstur,
bætir við sig tveimur sætum og fær
átta gangi niðurstöður könnunar-
innar eftir.
Vilja sjálfstæði í áföngum
Fyrir kosningarnar til danska
þingsins í júní lagði Þjóðveldis-
flokkurinn áherslu á sjálfstæðismálin
með vígorðinu „Ef ekki núna, hve-
nær?“ og sagði að nú væri rétti tím-
inn til að lýsa yfir sjálfstæði. Hann
missti hins vegar annað sæta Fær-
eyja á danska þinginu til Sambands-
flokksins og lagði minni áherslu sjálf-
stæði í aðdraganda kosninganna til
lögþingsins. Flokkarnir sem aðhyll-
ast aðskilnað tala nú frekar um að
Færeyingar leggi grunninn að sjálf-
stæði í áföngum með því að taka við
ábyrgð á fleiri málaflokkum og
tryggja að þeir verði ekki háðir fjár-
framlögum frá Danmörku. Þau nema
nú um 6% af fjárlögum Færeyja, að
sögn landstjórnarinnar.
Fjölgun ferðamanna í Færeyjum á
síðustu árum hefur verið á meðal
helstu kosningamálanna að þessu
sinni. Um 110.000 ferðamenn komu
til eyjanna á síðasta ári og þeir voru
tvöfalt fleiri en íbúarnir. Um fjórð-
ungur þeirra kom frá Danmörku.
Meðal annars hefur verið rætt um
upptöku gjalda sem erlendir ferða-
menn greiði fyrir aðgang að fær-
eyskri náttúru en ekki Færeyingar.
Íbúum Færeyja hefur einnig fjölg-
að í um 52.000 úr 48.000 frá árinu
2013 og skortur á íbúðarhúsnæði hef-
ur sett mark sitt á kosningabarátt-
una, að sögn blaðamannsins og
stjórnmálaskýrandans Inga Samuel-
sens.
Húsnæðismál og gjaldtaka í
ferðaþjónustu í brennidepli
Fjölgun ferðamanna og íbúa setur mark sitt á lögþingskosningar í Færeyjum
Ljósmynd/Gunnar Guðmundur Arndísarson
Ólafsvaka í Þórshöfn „Bundin er bátleysur maður,“ er færeyskur málsháttur og hér er bátur borinn á þjóðhátíð
Færeyja sem haldin er 28. og 29. júlí ár hvert. Lögmaður Færeyja boðaði til kosninga til lögþingsins á Ólafsvökunni.
Bárður á
Steig Nielsen
Jørgen
Niclasen
Høgni
Hoydal
Aksel V.
Johannesen
Íbúar Flórída birgðu sig upp af mat-
vælum, vatni og öðrum lífsnauð-
synjum og gerðu ráðstafanir til að
verja hús sín vegna fellibylsins Dori-
an sem stefndi að ríkinu í gær. Hann
var skilgreindur sem annars stigs
fellibylur en bandarískir veðurfræð-
ingar sögðu að hann gæti náð styrk
fjögur á Saffir-Simpson kvarðanum.
Vindhraði er þá 68 til 80 m/s og
sjávarstaða yfirleitt fjórir til sex
metrar yfir meðallagi. Ron De-
Santis, ríkisstjóri Flórída, lýsti yfir
neyðarástandi í öllum sýslum ríkis-
ins og hvatti íbúana til að vera með
sjö daga birgðir af matvælum, vatni
og lyfjum.
Gert er ráð fyrir að fellibylurinn
komi að strönd Flórída seint á
mánudag eða snemma á þriðjudag
að staðartíma en veðurfræðingar
segja að mikil óvissa sé um hvar
hann komi að landi. Donald Trump
Bandaríkjaforseti aflýsti fyrirhug-
aðri ferð sinni til Póllands vegna
óveðursins til að fylgjast með við-
búnaði yfirvalda.
Gæti orð-
ið skæður
Vara við fellibyl
Að minnsta kosti þrír lýðræðis-
sinnar í Hong Kong voru ákærðir í
gær vegna mótmæla við höfuð-
stöðvar lögreglunnar 21. júní.
Agnes Chow (t.v.) og Joshua Wong
(t.h.) voru handtekin, ákærð og síð-
an leyst úr haldi gegn tryggingu.
Formaður flokks lýðræðissinna,
Ivan Lam, var einnig ákærður en
hann er ekki staddur í sjálfstjórnar-
héraðinu. Einn þingmanna lýð-
ræðissinna, Jeremy Tam, var hand-
tekinn en ekki var vitað hvort hann
hefði verið ákærður.
Lýðræðissinnar höfðu fyrir-
hugað götumótmæli í Hong Kong í
dag en skipuleggjendur þeirra
ákváðu að hætta við þau vegna þess
að yfirvöld í sjálfstjórnarhéraðinu
vildu ekki heimila mótmælin.AFP
Ákærð fyrir
mótmæli í
Hong Kong